Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 16
16 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 NÝ sending bóluefnis gegn inflú- ensunni A(H1N1) berst heilsu- gæslustöðvum um land allt á mánu- dag og þriðjudag, 14. og 15. desember, skv. upplýsingum frá sóttvarnalækni og almannavarna- deild. Þá verður unnt að taka þráð- inn upp að nýju og bólusetja fólk sem skráð hefur sig á biðlista. Mjög hefur dregið úr inflúensu- faraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Þrír sjúklingar lágu á Landspítalanum í fyrradag vegna veikinnar, þar af einn á gjörgæslu- deild. Bólusetning hefst á nýjan leik miðvikudaginn 16. desember og þá ganga þeir fyrir sem hafa skráð sig á biðlista, samkvæmt tilkynningu frá landlækni. Tekið er við nýjum pöntunum vegna bólusetningar frá og með mánudegi 14. desember. Bóluefni verður næst dreift um landið 6. jan- úar. Bólusetning gegn svínainflúensu hefst á nýjan leik í næstu viku Nýrri sendingu dreift Heilsugæslu- stöðvar gefa upplýsingar á heima- síðum og í síma um bólusetninguna. RÆTT var um efnahagsmál þjóðarinnar og áhrif niðurskurðar í leikskólum á gæði leikskólastarfs og menntun leikskólabarna á fundi stjórnar Fé- lags leikskólakennara nýverið. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum skorar Félag leikskólakennara á sveitarfélög og aðra rekstraraðila „að láta nú þegar staðar numið í niðurskurði í leikskólum og annars staðar í skóla- kerfinu og standa við fögur fyrirheit um að slá skjaldborg um menntun barna og ungmenna. Það er mikill tvískinnungur að skera niður í stórum stíl og ætlast um leið til þess að starfsfólk haldi uppi sömu gæðum og þjónustu og áður. Þegar þrengir að í samfélaginu er öruggt og öflugt skólakerfi ein mikilvægasta stoðin til að tryggja börnum góða menntun, umönnun og skjól. Það er rétt- lætismál að forgangsraða í þágu þeirra þegar kemur að fjárhagsáætl- anagerð,“ segir í ályktun leikskólakennara. Vilja að nú þegar verði staðar numið í niðurskurði í leikskólum og skólakerfinu KIRKJUKLUKKUM um allan heim verður hringt 350 sinnum á morgun klukkan þrjú. Þetta er gert í tilefni af loftslagsráðstefnu SÞ, sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn og er gert til að minna á þá umhverf- isvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Hér á landi verður kirkjuklukk- um hringt klukkan þrjú þennan dag víða um land. Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum ALLS söfnuðust sex milljónir kr. þegar starfsmenn Landsbankans tóku höndum saman í vikunni. Söfnuðu þeir fé til styrktar sameig- inlegri jólaaðstoð á vegum Hjálp- arstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur og Reykja- víkurdeildar Rauða krossins. Starfsmannafélag Landsbankans hafði frumkvæði að söfnuninni og á tveimur dögum lögðu mörg hundr- uð starfsmenn lóð sín á vogarskál- arnar. Talið hefur verið að allt að fimm þúsund fjölskyldur leiti sér aðstoðar fyrir jólin. Öfluðu sex millj- óna í jólasöfnun Styrkir Fulltrúar hjálparstofnana fengu söfnunarféð afhent í gær. JAFNRÉTTISRÁÐ geldur varhug við þeirri styttingu fæðingarorlofs um einn mánuð sem nú eru uppi áform um. Hún muni bitna á öllum hlutaðeigandi. Mest skerðist þó hlutur einstæðra mæðra í þeim til- fellum þar sem faðir nýtir ekki rétt sinn til fæðingarorlofs. Þessi áform feli heldur ekki í sér lausn til fram- búðar heldur sé vandanum aðeins ýtt fram á við um einhver ár. Hætt sé við að uppsöfnuð fjárþörf skapi ný vandamál og erfiðari en nú er við að glíma. Á móti skerðingu STUTT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NOKKUR blöð vestanhafs íhuga nú að loka fyrir aðgang að vefsíðum sín- um í Englandi, setja upp „eldvegg“, vegna þess hve meiðyrðalöggjöfin í landinu er hliðholl þeim sem kærir, segir í grein sem blaðamaðurinn Sar- ah Lyall skrifar á vefsíðu blaðsins The New York Times í gær. Nokkur sambandsríki, þ. á m. New York, hafi nú sett lög sem geri erfitt að fram- fylgja þar enskum meiðyrðadómum. Hún nefnir nokkur dæmi um máls- höfðanir í Englandi vegna meiðyrða á seinni árum og er mál kaupsýslu- mannsins Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor eitt þeirra og málið allt sagt „undarlegt“. Á forsíðu vefsíðunnar var mynd af Hannesi. „Jón Ólafsson, íslenskur kaup- sýslumaður, kærði hér [í Englandi] Hannes Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, vegna gagnrýninna ummæla sem Hannes hafði ritað á vefsíðu Háskólans fimm árum fyrr,“ segir í greininni. „Hannesi var gert að greiða Jóni, sem hafði flutt til Lond- on, 55.000 pund sem svarar til um 89.500 dollara núna [um 11 milljóna íslenskra króna]. En málinu var vísað frá þegar í ljós kom að breska sendi- ráðið í Reykjavík hafði ekki gengið rétt frá upphaflegu lagaskjölunum. „Farsakennd“ málshöfðun Jóns gegn breska ríkinu Jón svaraði þá á farsakenndan hátt með því að höfða mál gegn breska ut- anríkisráðuneytinu og voru honum síðastliðið haust dæmdar bætur sem nema nokkur hundruð þúsund pund- um.“ Lyall segir að Hannes hafi varið 100.000 pundum í málsvörnina og þurft að selja húsið sitt. Nefnd eru fleiri dæmi. Simon Singh, höfundur bókarinnar Fermat’s Enigma, á nú í baráttu við Bresku hnykklæknasamtökin vegna rit- stjórnargreinar sem hann skrifaði í blaðið Guardian. Hann sakaði þar hnykklækna um að beita „loddara- meðferð“og neitar að semja um sátt eða biðjast afsökunar. Annað dæmi er af Rachel Ehren- feld, bandarískum fræðimanni sem skrifaðí bókina Funding Evil þar sem sagt var að sádi-arabíski auðkýfing- urinn Khalid bin Mahfouz hefði styrkt al-Qaeda með fé. Aðeins voru seld 23 eintök af bókinni í Englandi en það dugði Mahfouz til að geta höfðað mál þar í landi. Ehrenfeld, sem hunsaði réttarhöldin, var dæmd til að borga manninum 225.000 dollara í bætur. Var þetta mál kveikjan að áðurnefnd- um lögum í New York-ríki, að sögn Lyall. Hótað kæru vegna gagnrýni á knattspyrnulið Það séu ekki einvörðungu frétta- miðlar sem hafi orðið fyrir barðinu á löggjöfinni. Umhverfisverndarsinnar, baráttumenn gegn spillingu, vísinda- menn á sviði læknisfræði sem sakað hafi lyfjafyrirtæki um bellibrögð og áhugamenn um knattspyrnu sem hafi birt gagnrýni um liðið sitt hafi á seinni árum annaðhvort verið lögsóttir eða verið hótað lögsókn. „Og í neðri deild þingsins hefur nefnd hlýtt á fjölmörg vitni fordæma núgildandi lög og segja að þau séu út i hött, séu ósanngjörn, geri málskostn- að allt of háan, með þeim sé tjáning- arfrelsinu sýnd fyrirlitning og þau séu tímaskekkja á tímum þegar alls staðar sé hægt að nálgast greinar á erlendum vefsíðum.“ Breska löggjöfin er á margan hátt andstæða löggjafarinnar í Bandaríkj- unum, að sögn blaðamannsins. Vestra verður sá sem kærir að sanna að full- yrðingin sem fjallað er um eigi ekki við rök að styðjast. Einnig verði að vera sannað að um hafi verið að ræða illgirnislega fullyrðingu þar sem sannleikurinn hafi verið hunsaður á óskammfeilinn hátt. Sönnunarbyrðin hvílir á kærandanum, ekki hinum ákærða. Meiðyrðamálið gegn Hannesi sagt „undarlegt“ New York Times Forsíðan á vef bandaríska blaðsins með mynd af Hannesi Hólmsteini. Sagt er að England hafi lengi verið „Mekka meiðyrðamálanna“. Í HNOTSKURN »Meiðyrðalöggjöfin er um-deild í Englandi. Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, varaði að sögn Lyall nýlega við því sem hann nefndi „meiðyrðatúrisma“. »Lyall segir að liðsmaðurlávarðadeildarinnar sé að undirbúa nýtt frumvarp. Þar verði m.a. gert að skyldu fyrir útlendinga að sýna fram á að þeir hafi í reynd orðið fyrir tjóni vegna meiðyrða í Eng- landi áður en þeir fái að höfða þar mál. New York Times ræðir mál Jóns Ólafssonar gegn prófessornum í Englandi TÆPUR helmingur, eða átta þeirra 19 aðalmanna sem setið hafa í leikskólaráði þetta kjörtímabil, hefur mætt á að minnsta kosti 90% þeirra funda sem boðað var til í þeirra stjórnartíð. Geta þrír nefndarmanna raunar státað af því að vera með 100% mætingu, þótt misjafnlega margir fundir liggi vissulega þar að baki. Allir nefnd- armenn, utan þrír, hafa mætt á yfir 70% funda. Helena Ólafsdóttir, Framsóknarflokki, sker sig raunar úr hópnum fyrir að hafa misst af öllum fundum sinn skamma tíma í ráðinu. Morgunblaðið hefur undanfarnar vikur óskað eftir upplýsingum um mætingu aðalmanna á fundi hinna ýmsu ráða borgarinnar. Misjafn- lega vel hefur gengið að fá þessar tölur, en þær verða áfram birtar í blaðinu næstu daga, sem og greint frá því hvaða ráð hafa ekki enn skilað upplýsingum. annaei@mbl.is, kjon@mbl.is Fundarseta í leikskólaráði Anna Margrét Ólafsdóttir Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Hermann Valsson Sigrún Elsa Smáradóttir Helga Björg Ragnarsdóttir Ragnar Sær Ragnarsson Fanný Gunnarsdóttir Oddný Sturludóttir Áslaug Friðriksdóttir Sóley Tómasdóttir Þórey Vilhjálmsdóttir Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Helga Kristín Auðunsdóttir Marsibil Sæmundardóttir Einar Örn Ævarsson Ingvar Mar Jónsson Helena Ólafsdóttir 1 af 1 9 af 9 32 af 32 41 af 43 19 af 20 14 af 15 54 af 59 53 af 59 33 af 37 8 af 9 8 af 9 7 af 8 47 af 54 11 af 14 22 af 29 5 af 7 21 af 32 11 af 19 0 af 3 Fundir leikskólaráðs á tímabilinu september 2006 til desember 2009 voru 69 talsins og skiptast á sex tímabil. Ekki hafa sömu aðalmenn setið í stjórn allt kjörtímabilið og tekur prósentureikningur mið af mætingu þeirra þann tíma sem þeir sátu í stjórninni. Í töflu yfir fundarsetu aðlamanna í menntráði var Anna Margrét Ólafsdóttir ranglega sögð í Samfylkingu í stað Framsóknarflokki og er beðist velvirðingar á því. Flokkur Fundarmæting Hlutfall 100% 100% 100% 95% 95% 93% 92% 90% 89% 89% 89% 88% 87% 79% 76% 71% 66% 58% 0% Fyrirmynd- armæting hjá leik- skólaráði Frábært tilboð á ilmkertum TI LB OÐ Fullt verð 1.590 kr. 0kr. auk 800 punkta x2 Ilmkerti í hæsta gæðaflokki sem brenna vel og lengi. Ýmsar ilmtegundir í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.