Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
STJÓRN Íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkur samþykkti á
fundi sínum í gær samhljóða bók-
un þar sem hvatt er til þess að
framleiðendur og innflytjendur
bjórs og léttöls, sem og fjölmiðlar,
hætti birtingu auglýsinga á slíkum
drykkjum.
„Ljóst má vera að tilgangurinn
er að auglýsa áfenga drykki, jafn-
vel þótt í einhverjum tilvikum sé
gerð tilraun til að koma lögmæt-
um stimpli á auglýsingar með lág-
um áfengisprósentutölum. Auglýs-
ingum þessum virðist mörgum
hverjum ætlað að ná til ungs fólks
og þær vinna gegn forvörnum í
áfengismálum,“ segir í bókun
stjórnar ÍTR.
Hætti að auglýsa
bjór í fjölmiðlum
SAMHERJI afhenti í gær 60
milljóna króna styrki til sam-
félagsverkefna, aðallega til
íþróttafélaga á Akureyri og Dal-
vík. Samherji vill efla þjálfun og
um leið stuðla að því að sem flest
börn og unglingar geti stundað
þær íþróttagreinar sem hugur
þeirra stendur til. Fjármununum
skal varið til að lækka æfinga-
gjöld og fleira. Samherji styrkti
einnig HL-stöðina á Akureyri.
Endurhæfingardeildin í Kristnesi
fékk styrk til tækjakaupa og
Skógræktarfélag Eyfirðinga til
að setja upp merkingar í Kjarna-
skógi.
Samherji veitir 60
milljóna króna styrki
NOKKRAR skemmdir urðu á íbúð í
fjölbýlishúsi í Fossvogshverfi í
Reykjavík á tíunda tímanum í gær-
kvöldi, þegar þar kviknaði eldur út
frá feiti í potti. Slökkvilið reykræsti
íbúð og stigagang. Tvennt var í
íbúðinni og var fólkið flutt á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi til
eftirlits. Kallað var í starfsfólk
Rauða krossins vegna atviksins og
útvegaði það vegalausum íbúunum
húsnæði til bráðabirgða.
Eldur í steikarpotti í
íbúð í Fossvoginum
SAMANLAGT tap móður- og dóttur-
félaga Stoða á síðasta ári var alls
350,6 milljarðar kr. Rekstrarkostnað-
ur félagsins á síðasta ári var 2,1 millj-
arður kr. eða 59% lægri en árið áður.
Til samanburðar var rekstrarkostn-
aður félagsins á fyrstu mánuðum
þessa árs 133 milljónir kr.
Aðalfundur Stoða var í gær, en
fjárhagslegri endurskipulagningu fé-
lagsins er nú lokið. Heildareignir fé-
lagsins námu 32 milljörðum króna í
lok júlí sl. og eiginfjárhlutfall félags-
ins þá 69%. Fjármögnun félagsins
hefur nú verið tryggð til lengri tíma.
Helstu eignir Stoða nú eru 99,1%
hlutur í Tryggingamiðstöðinni og
51% í evrópska drykkjarframleiðand-
anum Refresco. Þá eiga Stoðir hluti í
Royal Unibrew, Nordicom, Glacier
Renewable og fleiri fyrirtækjum.
Stærstan þátt í tapi Stoða árið
2008, um það bil 208 milljarða króna,
má rekja til afskrifta á eignarhlutum í
þremur helstu eignum félagsins á síð-
asta ári, það er Glitni, Landic Prop-
erty og Tryggingamiðstöðinni.
Tap vegna annarra skráðra og
óskráðra eigna og hlutabréfa, meðal
annars í Commerzbank, Inspired
Gaming, Royal Unibrew, Nordicom,
Atorku, Alfesca, Glacier Renewable
Energy Fund, Unity, Þyrpingu, Bay-
rock og Finnair, nam um 45 milljörð-
um króna. Vaxtagjöld og neikvæður
gengismunur námu um 79 milljörðum
króna á umræddu tímabili.
sbs@mbl.is
Stoðir töpuðu 350 millj-
örðum króna í fyrra
Rekstrarkostnaður var 2,1 milljarður en stefnir í 270 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Stoðir Tap, en fjárhagslegri endur-
skipulagningu félagsins er lokið.
Frumleg og flott
dagatalsbók með
myndskreyttum
hugleiðingum.
Góð fyrir skapið
og skipulagið!
Við styrkjum
Frá konu til konu
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
FJÓRIR lögfræðingar, sem Alþingi
hefur leitað til, hafa hafnað því að
vinna álitsgerð fyrir fjárlaganefnd
um tiltekna þætti vegna umræðna
um frumvarp ríkisstjórnarinnar um
ríkisábyrgð á Icesave-skuldbinding-
um. Fram hefur komið í samskipt-
um Alþingis við lögfræðinga að
tímaramminn er þröngur, þar sem
formaður fjárlaganefndar hyggist
afgreiða málið úr nefndinni fyrir
miðja næstu viku.
Í samkomulagi sem náðist milli
stjórnar og stjórnarandstöðu um lok
annarrar umræðu um Icesave-frum-
varpið fólst að fjárlaganefnd fjallaði
um sextán atriði sem stjórnarand-
staðan leggur áherslu á, áður en
frumvarpið kemur til endanlegrar
afgreiðslu í þinginu. Eitt atriðið
snýr að stjórnarskránni og spurn-
ingum um framsal dómsvalds og
umfang ríkisábyrgðar. Rætt var um
að leita til tveggja fyrrverandi
hæstaréttardómara, Guðrúnar Er-
lendsdóttur og Péturs Kr. Hafstein,
um að gera lögfræðilegt álit um það.
Þau höfnuðu því bæði. Pétur segist
ekki hafa verið tilbúinn að taka
verkið að sér af persónulegum
ástæðum. Hann segist hafa vitað af
því að afgreiða ætti frumvarpið fyr-
ir jól en samskiptin hefðu ekki kom-
ist á það stig að rætt væri um tíma-
ramma.
Samrýmist vart starfsskyldum
Í fyrradag voru Davíð Þór Björg-
vinsson, dómari við Mannréttinda-
dómstól Evrópu í Strassborg, og
Skúli Magnússon, ritari EFTA-
dómstólsins í Lúxemborg, spurðir
hvort þeir væru reiðubúnir að taka
verkið að sér. Þeir sögðu báðir nei
þar sem þeir telja að þetta starf yrði
vart samrýmanlegt starfsskyldum
þeirra hjá dómstólunum.
Hafna að vinna lögfræði-
álit á Icesave-frumvarpi
Skammur tími gefinn til vinnu álitsgerðar Stefnt að afgreiðslu málsins úr
fjárlaganefnd fyrir miðja næstu viku Fjárlaganefnd fjallar um sextán atriði
Skúli
Magnússon
Pétur Kr.
Hafstein
Guðrún
Erlendsdóttir
Davíð Þór
Björgvinsson
NEMENDUR 10. bekkjar grunnskólans á Sel-
tjarnarnesi sýndu í gærkvöldi hinn fræga söng-
leik Chicago í félagsheimili Seltjarnarness við
Suðurströnd. Hæfileikarík ungmenni léku þar
listir sínar og sýndu hvers þau eru megnug í leik,
söng og dansi. Sýningin var haldin til styrktar
barna- og unglingageðdeild Landspítalans,
BUGL, og var fulltrúa hennar afhent ávísun upp
á 100.000 krónur í upphafi sýningar.
SÝNDU CHICAGO Á NESINU TIL STYRKTAR BUGL
Morgunblaðið/Kristinn