Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Sex daga í október höfðu fyrrver-andi eigendur Haga ekkert yfir fyrirtækinu að segja. Kaupþing – nú Arion – hafði tekið yfir allt hlutafé í eiganda Haga, félaginu 1998, og skipt um alla stjórnar- mennina þrjá. Í stjórn höfðu verið settir þrír starfsmenn bankans til að tryggja hagsmuni hans sem eig- anda.     Þar með laukeignarhaldi Jóhannesar Jóns- sonar í Bónusi og fjölskyldu á Bón- usi og öðrum verslunum Haga. Þetta hefur ekki breyst. Fjöl- skyldan sem átti Haga í gegnum 1998 á þá ekki lengur. Kaupþing tók öll hlutabréfin til sín hinn 20. október sl. En eitthvað annað breyttist því að sex dögum eftir að fulltrúar fyrri eigenda voru settir út úr stjórninni var einn þeirra, Jó- hannes, settur aftur inn.     Enginn hefur útskýrt hvað gerðistþessa sex daga í október og hvers vegna bankinn telur nú að fyrri eigandi, sem skuldsetti félagið þannig að hann missti það, sé best til þess fallinn að gæta hagsmuna bankans. Og bankinn neitar að tjá sig.     Hér er ekki um sjoppu að ræðaheldur verslanir sem eru með um eða yfir helming af markaði. Málið varðar allan almenning. En stjórnmálamenn tjá sig ekki heldur. Þeir vilja ekki tjá sig um einstök mál – a.m.k. ef þau snerta fyrrver- andi eigendur Haga.     Þeir tjá sig hins vegar óhræddirum annað og eru t.d. stóryrtir um samruna Mjólku og KS. Þeir hafa áhyggjur af samkeppni á mjólkurmarkaði en ekki af sam- keppni á matvörumarkaði í heild og sjá enga ástæðu til að nota nú tæki- færið og auka hana. Sex dagar í október Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 rigning Lúxemborg 5 skýjað Algarve 18 skýjað Bolungarvík 11 rigning Brussel 7 skýjað Madríd 14 heiðskírt Akureyri 10 alskýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 16 heiðskírt Egilsstaðir 10 skýjað Glasgow 5 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 rigning London 7 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Nuuk 7 heiðskírt París 9 skýjað Aþena 10 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 7 skýjað Winnipeg -23 léttskýjað Ósló 1 skýjað Hamborg 5 skýjað Montreal -6 léttskýjað Kaupmannahöfn 4 skýjað Berlín 3 heiðskírt New York -3 heiðskírt Stokkhólmur 1 snjókoma Vín 4 skúrir Chicago -9 heiðskírt Helsinki -1 snjókoma Moskva -6 snjókoma Orlando 14 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 12. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.01 3,4 9.19 1,1 15.20 3,3 21.37 1,0 11:12 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 5.12 1,8 11.25 0,5 17.16 1,8 23.42 0,5 11:56 14:58 SIGLUFJÖRÐUR 0.52 0,2 7.11 1,1 13.16 0,2 19.44 1,0 11:41 14:39 DJÚPIVOGUR 0.01 1,8 6.22 0,6 12.23 1,6 18.25 0,5 10:50 14:53 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag og mánudag Suðlæg átt, 3-8 m/s. Lítils- háttar væta S- og V-lands, en skýjað með köflum og þurrt á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig. Á þriðjudag Suðaustan 5-10 m/s og skýjað V-lands, annars hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig, en vægt frost í inn- sveitum fyrir norðan og austan. Á miðvikudag og fimmtudag Suðvestanátt og milt veður. Léttskýjað A-lands, en rigning eða súld vestantil á landinu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 5-10 metrar á sekúndu og víða rign- ing eða súld, þó síst NA-lands. Hvessir heldur síðdegis. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. ÁKVÖRÐUN sveitarfélagsins Voga um upp- sögn konu sem vann á leikskóla í bænum var ólögmæt samkvæmt úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Málavextir eru þeir að BSRB kærði f.h. konunnar ákvörðun leik- skólastjóra um uppsögn ráðningarsamnings til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Konan hafði starfað frá 2006 á leikskólanum sem rekinn er á vegum sveitarfélagsins. Í maí sl. var konan boðuð með dags fyrirvara á fund sem varðaði möguleg starfslok hennar. Þar var henni sagt að hún starfaði ekki í samræmi við stefnu leikskólans og tilkynnt að borist hefðu kvartanir frá foreldrum vegna „hryssings- legrar“ framkomu hennar við börnin. Síðar þann sama dag var konunni afhent uppsagn- arbréf þar sem tekið var fram að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi hennar í uppsagnar- fresti. Konan hafði aldrei fengið skriflega áminningu eða athugasemdir við störf sín. Samkvæmt kjarasamningi er áminning undan- fari lögmætrar uppsagnar ef ástæður starfslok- anna varða starfsmanninn sjálfan. Sveitarfélag- ið áleit uppsögnina lögmæta þar sem tvisvar hefðu verið gerðar ákveðnar athugasemdir við störf hennar, segir m.a. í frétt á vef BSRB. Ráðuneytið taldi álitaefni málsins vera tvö, annars vegar lögmæti áminningar sem sveitar- félagið taldi sig hafa veitt konunni og hins veg- ar lögmæti uppsagnar konunnar. Ráðuneytið taldi að konan hefði ekki verið áminnt í sam- ræmi við það sem kveðið er á um í kjarasamn- ingi. Uppsögnin væri því ólögmæt. Þá þótti einnig ástæða til að kanna hvort andmælarétt- ar hefði verið gætt gagnvart konunni áður en henni var sagt upp störfum. Uppsögn leikskólakennara ólögmæt Talið að starfsmaðurinn hafi ekki verið áminntur í samræmi við kjarasamning ALLS bárust 36 tilboð í eignir þrotabús útgerðarfélagsins Festar ehf. í Hafnarfirði en eignirnar voru auglýstar til sölu í síðustu viku. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur haft rekstur og eignir Festar til sölu í umboði skiptastjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum óskuðu 104 aðilar eftir gögnum en 36 tilboð bárust. Festi á sex báta, fiskvinnslu og afla- heimildir upp á 1.656 tonn. Skiptastjóri mun nú taka afstöðu til tilboðanna og óska eftir því að fjárfestar leggi fram trúverðuga staðfestingu á fjármögnun kaup- tilboðsins. Á síðasti stigi söluferl- isins fá aðilar aðgang að frekari gögnum og geta í kjölfarið lagt fram bindandi kauptilboð. Reiknað er með að gengið verði frá kaup- samningi fyrir árslok. Mikill áhugi á eignum útgerðarinnar Festar –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is LISTAVERKABÓK Á HEIMSMÆLIKVARÐA KRISTINN E. HRAFNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.