Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 41

Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 SKÓLASTARF á að vera skipulagt með þarfir nemenda að leiðarljósi, með bættu skólastarfi byggjum við upp sterkara sam- félag og styðjum við framþróun. Nú þegar harðnar í ári þurfa ráðamenn að taka ákvarðanir sem efla möguleika okkar í framtíðinni og mikilvægt er að láta ekki skammtímasjónarmið ráða för. Í lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008 segir að nemendur í grunn- skólum eigi rétt á að stunda nám í einstökum greinum í framhalds- skólum meðan þeir eru í grunn- skóla enda hafi þeir sýnt fullnægj- andi færni. Undanfarin ár hafa nemendur í grunnskólum nýtt sér þennan möguleika, sumir hafa tekið einingar í fjarnámi og aðrir í stað- námi í einstökum greinum. Fram- haldsskólar hafa síðan fengið greitt fyrir þessar einingar eins og aðrar einingar. Með þessari þróun hefur orðið mikil framför í skólastarfi sem miðar að aukinni samfellu í námi og námi við hæfi hvers og eins. Samstarf milli skólastiga hef- ur aukist mikið og þjónusta við nemendur hefur batnað til muna. Framfarir þessar hafa leitt til þess að nemendur hafa átt möguleika á að nýta tíma sinn betur og hafa þeir getað spreytt sig á námi sem færir þeim einingar í framhaldsskólum. Þessi möguleiki hefur örvað nem- endur og sjá þeir möguleika á að stytta sína skólagöngu og hafa margir þeirra tekið ákvarðanir sem miða að því. Í sparnaðaraðgerðum yfirvalda hefur verið ákveðið að greiða ekki lengur fyrir þessa þjónustu og þannig hefur verið komið í veg fyrir að framhaldsskólar geti boðið upp á fjarnám fyrir grunnskólanema. En þýðir það sparnað? Er fjarnám í eðli sínu óhagkvæmt fyrir þann sem býður námið? Því fer fjarri, hagkvæmni þess að bjóða fjarnám er margvísleg. Ferðakostnaður nemenda minnkar, kennsluhúsnæði sparast o.s.frv. Tæknin er einnig öll til staðar og aukakostnaður því lít- ill. Sparnaðurinn virðist helst felast í því að fresta útgjöldum. Útgjöldin verða þó ekki minni til lengri tíma litið því nemendur þurfa að taka sömu einingar og áður í framhalds- skólum og það kostar ekki minna í hefðbundnu staðnámi en í fjarnámi. Kostnaður mun þó sennilega aukast aftur í grunnskólum þar sem þeir þurfa að bjóða þessum nemendum upp á nám, þó svo að það verði ekki metið til eininga í framhaldsskólum. Furðu sætir að ekki hafi heyrst kröftuglegri mót- mæli frá sveitarstjórnum við þess- ari ákvörðun. (Áskorun til sveit- arstjórna að skoða þá möguleika sem í boði hafa verið og þær breyt- ingar sem verða við þessa sparnað- araðgerð.) Mikil áhersla hefur verið lögð á það undandarin ár að auka samfellu í námi og þar með að minnka bilið milli mismunandi skólastiga. Kenn- arar í grunnskólum og framhalds- skólum hafa lagt mikla vinnu í það að skipuleggja kennslu fyrir grunn- skólanema á framhaldsskólastigi. Í lögum um grunnskóla og fram- haldsskóla er lögð áhersla á aukið samstarf milli skólastiga og hefur þetta samstarf að lang- mestu leyti falist í þessari vinnu. Nú á að klippa á þetta samstarf og færa skólastarf að einhverju leyti aftur um mörg ár. Ráðamenn þjóð- arinnar verða að horfa á heildarmyndina þeg- ar kemur að ákvörð- unum um útgjöld og sparnað. Hér er klár- lega á ferðinni aðgerð sem ekki mun leiða til sparnaðar í skólakerfinu. Heldur þvert á móti auka kostnað til lengri tíma litið og minnka þjónustu. Auk þess sem aukinn kostnaður felst í lengri skólagöngu þessara nem- enda kemur „sparnaðaraðgerðin“ til með að tefja fyrir því að fá þessa bráðskörpu nemendur út í atvinnu- lífið til þess að skapa verðmæti. Þessir nemendur verða verðmæt- ustu þegnar þjóðfélagsins í framtíð- inni og munu áreiðanlega koma til með að taka upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir. Í ljósi þessa mótmæli ég ákvörðun sem kemur í veg fyrir að grunnskólanemar geti hafið nám í einstökum greinum í framhaldsskólum og krefst þess að ákvörðunin verði dregin til baka. Sparnaður í skólastarfi – grunn- skólanemendur í framhaldsskólum Eftir Ægi Sigurðsson » Í lögum um grunn- skóla nr. 91 frá 2008 segir að nemendur í grunnskólum eigi rétt á að stunda nám í ein- stökum greinum í fram- haldsskólum. Ægir Sigurðsson Höfundur er framhaldsskólakennari. Stórfréttir í tölvupósti Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með til leigu tiltekin rými í verbúðum við Geirsgötu í Reykjavík. Í skipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á lóðum verbúðanna og Faxaflóahafnir sf. gera ráð fyrir því að í leigurýmunum verði starfsemi sem dragi að fólk og stuðli að fjölbreyttu mannlífi við Suðurbugt. Þetta er athafnasvæði í hjarta Reykjavíkur, örskotslengd frá miðborginni; meðal annars viðleguhöfn smábáta og áfangastaður tugþúsunda ferðamanna á leið í og úr hvalaskoðun á Faxaflóa. Húsnæðið verður leigt í því ástandi sem það er. Leigjendum er ætlað að annast innréttingu húsnæðisins að fengnu samþykki Faxaflóahafna sf. og viðeigandi yfirvalda. Væntanlegir leigusamningar verða án tímamarka en með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti. Leigugjald verður 510 krónur +vsk. fyrir hvern fermetra á mánuði. Rýmið sem leigt verður út við Geirsgötu: hæð ferm. Verbúð nr. 1 báðar hæðir 191 Verbúð nr. 2 báðar hæðir 191 Verbúð nr. 3 efri hæð 83 Verbúð nr. 6 jarðhæð 54 Verbúð nr. 7 jarðhæð 108 Umsóknum skal skilað til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. fyrir mánudaginn 11. janúar 2010 og skal þar jafnframt gerð skilmerkileg grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi eða rekstri í viðkomandi verbúðarrými. Nánari upplýsingar veitir Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna, í síma 525 8900. Verbúðir við Geirsgötu Tækifæri til athafna í hjarta Reykjavíkur A T H Y G L I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.