Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 47
Umræðan 47BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 JAFNVEL þótt hin fleygu orð Frið- riks mikla, að því betur sem hann kynntist mönnunum, þess vænna þætti honum um hundinn sinn, séu sí- gild, þá finnst mörgum að í bili sé kom- ið nóg af hrunfréttum og umfjöllun um stórgáfuð fífl. Við getum okkur að meinalausu sleppt frekari kynningu á þessum blessuðu mönnum. Við þurf- um ekki meira í bili. Réttvísin á næsta leik. En þetta hefur verið góður hund- ur hjá kallinum. Ein eldri frú hér fyrir vestan sagði við mig um daginn: „Við Íslendingar eigum ekki að venja okkur á þetta sí- fellda væl. Við höfum allt til alls. Við eigum nóg af húsum. Við þurfum ekki að byggja meira í bili. Við eigum nóg af fötum. Við eigum nóg af bílum. Við eigum nóg af drasli. Þótt við sendum heilu skipsfarmana af dóti út í heim til þeirra sem ekkert eiga sæi ekki högg á vatni hjá okkur. Og við eigum nóg af mat. Við þurfum ekki betri lífskjör. Verkalýðsforkólfar og stjórnmála- menn eru sífellt að tönnlast á að við þurfum að bæta lífskjörin. Þeir gá ekki að því að hér eru bestu lífskjör í heimi. Hitt er allt annað að við þurfum að jafna lífskjörin. Hætta að henda mat í stórum stíl. Okkar mesta skömm er að einhver skuli vera svangur mitt í öllum allsnægtunum. Það á enginn að þurfa að líða skort í okkar góða landi. Við eigum að hjálpa hvert öðru. Oft var þörf en nú er nauðsyn.“ Eitthvað í þessa átt hljóðaði ræða hinnar vestfirsku valkyrju og er á við marga milljarða í krónum talið ef eftir þeim væri farið. Ef forsvarsmenn okkar hafa vit á að standa saman og ganga á undan með góðu fordæmi mun þjóðin fylgja þeim. Við þurfum breytt hugarfar. Og hætta bruðlinu! Sú þjóð sem ætlar að gleypa allt sem tönn á festir fær ekki staðist og glatar sálu sinni. Og fyrir nokkru birtist stórkostleg frétt á mbl.is. Söngvarinn Stefán Helgi Stefánsson hefur heimsótt Alz- heimersjúklingana í Fríðuhúsi und- anfarið og sungið fyrir þá. Bók- staflega hrífandi að sjá viðbrögðin. Það er nákvæmlega þetta sem við Ís- lendingar eigum að gera mitt í öllu volæðinu. Gefa eitthvað af okkur sjálf- um. Ekki vera sífellt að hugsa um ein- hverja neyslu og skemmta okkur per- sónulega. Hugsa um náungann. Þá mun allt annað veitast okkur að auki. Höfundur er bókaútgefandi og starfsmaður á plani á Brekku í Dýrafirði. Er ekki nóg komið? Eftir Hallgrím Sveinsson FRÓÐLEGT væri að vita hver (eða hverjir) bera ábyrgð á því óþurft- arverki að flytja hinn ágæta og vin- sæla þátt, Vítt og breitt, frá bezta hlustunartíma, rétt eftir hádegi, yfir til klukkan 7 að morgni, þegar varla nokkur maður er að hlusta. Þeir sem eru þá að flýta sér til vinnu eru sízt í skapi til að hlusta á vandað efni í tali eða tónum, en hinir, gamlir og/eða sjúkir, nema hvort tveggja sé, (svo sem eins og ég sjálf- ur), eru fráleitt setztir hjá viðtækj- unum sínum svo snemma dags. Nú ber þess að geta, að sumt úr efni þessara þátta er endurtekið um miðj- an dag á laugardögum, á milli kl. l5 og 16, en það er bara alls ekki nægileg „yfirbót“ þótt hún sé án efa hugsuð þannig – kannski vegna pínulítið vondrar samvizku! Í kaffitímanum á laugardögum er jafnan margt sem truflar, gestir eða annað. Ég get sagt fyrir mig að ég hef misst af fleiri en einum og fleiri en tveimur laug- ardagsendurtekningum af slíkum or- sökum – og ég er varla einn um það. Þó að það komi okkur hlustendum strangt til tekið ekki við er ekki hægt annað en að líta á þetta hringl með þáttinn sem móðgun við það ágæta fólk sem er þar við stjórn, þótt sú hafi sjálfsagt ekki verið ætlun dagskrár- stjórnar. Það er ekki á neinn hallað þótt það sé sagt sem satt er, að þau Hanna G. Sigurðardóttir og Pétur Halldórsson séu með allra beztu þáttastjórnendum útvarpsins nú um stundir. Og eru þar þó ýmsir góðir. Svo ekki sé nefnt það nauðsynjaverk, sem Pétur vinnur í samstarfi við Orðabók Háskólans. Auðvitað er alltaf vandi að semja dagskrá menningarstofnana – og framfylgja henni. Meira að segja mik- ill vandi. Þar verður seint gert svo öll- um líki. En hér fannst mér svo slæ- lega að verki staðið að ég gat hreinlega ekki á mér setið. Og mér finnst okkur hlustendum koma Ríkisútvarpið við, a.m.k. á með- an það fær að vera sameign þjóð- arinnar, en ekki í eigu braskara og fjármálabófa, eins og ýmsa dreymdi víst um, á meðan brjálsemi frjáls- hyggjunnar gekk eins og drepsótt yfir landið. En sú tíð er nú liðin og kemur von- andi aldrei aftur. VALGEIR SIGURÐSSON, rithöfundur og fyrrv. blaðamaður. Skemmdarverk Frá Valgeir Sigurðssyni Valgeir Sigurðsson Sorgarsaga frá farþegum hjá Sum- arferðum, Úrvali-Útsýn og Plúsferð- um. Við vorum búin að eiga dásam- legar stundir í 2 og 3 vikur á Tenerife í sól og hita og gistum öll á mjög góð- um hótelum. Svo hellist yfir okkur þetta líka heimflugið, sem var algjör martröð. Í fyrsta lagi seinkun og aft- ur seinkun og loks þegar við leggjum í hann frá Tenerife, þurftum við að lenda í London þar sem skipta þurfi um flugstjóra sem kom eftir um 1 klukkustundar bið. Og nú er ekki allt búið, björgunarbátar voru teknir úr vélinni og ekkert sagt við okkur far- þeganna og leist okkur ekkert á að sjá þetta gert og ekki voru settir nýir bátar í staðinn. Síðan var beðið í 3 klukkustundir eftir eldsneytisþjón- ustu og vorum við látin sitja inni í vélinni allan tímann og enginn mátti hreyfa sig í vélinni. (Við höldum að ekki sé æskilegt að farþegar séu um borð þegar eldsneyti er dælt á vél- arnar vegna hættu.) Allur matur og vatn var uppurið og svörin sem við fengum var bara „því miður“ og það var ekkert verið að fá það lagað, þannig að við hefðum geta keypt okkur mat og drykk, einu svörin „því miður“ enn og aftur. Því- líkt hneyksli að þetta nær engu tali, hvernig farið var með farþegana sem var fólk á öllum aldri, allt frá unga- börnum til aldraðra, allir útkeyrðir af þreytu, og einnig af vatns- og mat- arskorti í margar klukkustundir. Við sýndum mikinn skilning, yf- irvegun og ekkert nema kurteisi. Við fórum frá hótelinu kl. 17.40 þann 4. nóv. og lentum í Keflavík kl. 8.45 þann 5. nóv þannig að ferðalagið tók 15 tíma. Þetta er algjör skömm fyrir þá háu herra sem reka Iceland Ex- press og er þetta ekki í eina skiptið sem þetta kemur fyrir hjá Iceland Express og því ættu þeir að skamm- ast sín að bjóða farþegum upp á slíka meðferð eins og fram hefur komið af framansögðu. Engin viðbrögð hafa komið frá Iceland-Express. Því höfum við ákveðið að deila þessari reynslu með öðrum. Við sem undirritum þetta bréf hugsum ekki hlýtt til Iceland- Express eftir svona meðferð. Virðingarfyllst, HALLDÓRA OG INGÓLFUR BÁRÐARSON, Reykjanesbæ SVAVA OG HRÓÐMAR HJARTARSON, Akranesi. ELSA OG KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Reykjavík Raunir ferðalanga með Iceland Express Frá farþegum með Iceland Express frá Tenerife 4. nóv. sl. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Með því að kaupaMiele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði Sparaðu meðMiele TILBOÐ 2.000 Neytenda- stofnanir Aðrir framleiðendur Miele 0 4.000 6.000 8.000 10.000 Klst. 3.800 klst. 4.500 klst. 6.000 klst. 10.000 klst. A B 20 ára líftími = 10.000 klst. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þvottavél W1634 1400 sn/mín/6 kg/ísl. stjórnborð 179.950 Þvottavél W1714 1400 sn/mín/6 kg/ ísl. stjórnborð 194.950 Þurrkari T7634 f. barka/6 kg/m. rakaskynjara 149.950 Þurrkari T7644C m. þétti/6 kg/m. rakaskynjara 164.950 Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast í 10.000 klst. Miele þvottavélar eru allar með íslensku stjórnborði, íslenskum leiðbeiningum, stóru hurðaopi Opið í dag laugardag frá kl. 11:00-15:00 Samfylkingin á Seltjarnarnesi gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd íbúa- fundar meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins á Seltjarn- arnesi sem hald- inn var 24. nóvember síðast- liðinn. Samráði við minnihlutann, framkvæmd og trúverðugleika var verulega ábóta- vant. Færst hefur í aukana að halda íbúaþing, t.a.m. um skipulagsmál og um fjárhagsáætlanir í kjölfar efna- hagshrunsins. Hugmyndin um íbúa- lýðræði felur í sér göfuga hugsjón, en á sama tíma visst vantraust á ríkjandi stjórnmálaöflum og -hreyf- ingum. Til að ávinna traust íbúa og tryggja þátttöku þeirra á íbúa- fundum þarf að vanda vel til. Nýafstaðinn þjóðfundur Íslend- inga er gott dæmi um vel heppnað íbúaþing þar sem vinnubrögð voru vönduð, bæði hvað varðar fram- kvæmd og úrvinnslu. Á sveit- arstjórnarstigi er það ein forsenda vandaðs íbúafundar að bæjarstjórnin standi sem heild að fundinum. Það þarf að vera svigrúm til að ræða og spyrja um forsendur niðurskurð- arins, fjárhagsáætlun og valkosti. Á sama tíma verður úrvinnsla og birt- ing niðurstaðna að vera í höndum fagfólks sem leggur heiður sinn að veði, en ekki meirihluta bæj- arstjórnar eða einstakra embættis- manna. Nýafstaðið íbúaþing á Seltjarn- arnesi uppfyllti ekki þessar kröfur að mati Samfylkingarinnar á Seltjarn- arnesi. Fulltrúum minnihlutans var ekki boðin þátttaka við skipulagn- ingu, stjórn eða úrvinnsla fundarins, heldur var hann eingöngu af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Samt sem áður var fundurinn aug- lýstur og kostaður af bæjarstjórn Seltjarnarness. Það má einnig spyrja sig hversu mikil alvara býr að baki fundi þegar fyrir liggur að afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verð- ur að fara fram innan tveggja vikna? Sá tími er ekki nægur til að vinna úr þeim hugmyndum sem fram hefðu getað komið. Íbúalýðræði er mikilvæg aðferð við stjórnun sem þarf að rækta og þroska. Slík vinnubrögð sem Sjálf- stæðisflokkurinn viðhafði á umrædd- um íbúafundi eru bæði ómarkviss og ófagleg og ekki til þess fallin að tryggja aðkomu íbúa Seltjarnarness að þeirri forgangsröðun sem fram- undan er við gerð fjárhagaáætlunar fyrir næsta ár. JÓN MAGNÚS KRISTJÁNSSON, formaður Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Er þetta íbúalýðræði? Frá Jóni Magnúsi Kristjánssyni Jón Magnús Kristjánsson HVENÆR fáum við að vita hver bar ábyrgð á því að Ca- rol Van Voorst fyrrverandi sendi- herra fékk ekki orðuna sem búið var að veita henni bréflega?. Vænt- anlega barst sendi- herranum sú til- kynning í bréfi frá einhverju ráðuneyti og með undirskrift ein- hvers, hvernig var það? Hvers vegna valdi Ólafur Grímsson að niðurlægja sendiherra sem ekki er vitað til að hafi gert neitt á okkar hlut? Var það vegna þess að sendiherrann var kona eða var það vegna þess að sendiherr- ann var Bandaríkjamaður? Eða hver var ástæðan? Það var búið að segja sendiherranum að hann ætti að fá þessa orðu og hún yrði afhent á Bessastöðum. Orða sem þá hafði gildi. Ólafur Grímsson átti að afhenda hana fyrir okkar hönd. Hann valdi að gera það ekki og gerði okkur að kján- um og laskaði þar með gildi orðunnar: Einhver hefði sjálfsagt snúið bílnum við eftir símtalið þar sem tilkynnt var að hætt væri við orðuveitinguna, og yfirgefið landið án þess að kveðja. En Carol lét sér hvergi bregða og kláraði erindi sitt við hinn valdsmannslega bónda að Bessastöðum, enda vænt- anlega búin að átta sig á tegundinni. En hver skipaði að hringt skyldi? Heiður verður ekki metinn í gulli Sendiherra hefur heiður að verja gagnvart þjóð sinni og sjálfum sér. Sendiherrann hafði aldrei farið fram á að fá þessa orðu. Sendiherrann var niðurlægður þar sem atast var með orðuveitingu honum til handa. Nið- urlæging sendiherrans varð þó minni en leit út fyrir þar sem við erum eftir á stimpluð sem skrælingjar, þökk sé Ólafi Grímssyni. Leiða má að því lík- ur að þessi afglöp og önnur þau er Ólafur Grímsson hefur unnið að, valdi því með öðru hvernig fram er við okk- ur komið á alþjóðavettvangi. Skræl- ingjar eru nefnilega taldir fremur illa að sér í góðum mannasiðum. Í þessu máli er ekki nóg að vísa til mistaka hjá einhverjum embættismanni, því að þannig er það ekki. Málið var kom- ið í þann farveg að það var fjarri öllu réttlæti og viti að láta sér detta í hug að snúa því við. Nema, fyrir sérfræð- ing í asnaskap. Ég krefst þess að þetta mál verði skýrt á heiðarlegan hátt og á íslensku mannamáli af þeim sem það eiga að gera. Gerist það ekki með ásættanlegum hætti, þá er maðkur í mysunni sem beita þarf öðr- um brögðum. HRÓLFUR HRAUNDAL, rekur vélsmiðju á landsbyggðinni. Ekki orðu- veiting Ólafs Grímssonar Hrólfur Hraundal Frá Hrólfi Hraundal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.