Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Á ÞESSU ári fagn- ar Rannsóknamiðstöð Ferðamála (RMF) 10 ára starfsafmæli sínu (www.rmf.is). Af því tilefni er rétt að minna á mikilvægi rannsókna í ferðamálum og tengja þær norð- urslóðarannsóknum og norðurslóðasamstarfi. RMF hefur verið brautryðjandi í rann- sóknum á ferðamálum hérlendis undanfarin ár en starfar einnig á alþjóðavísu í margvíslegum verk- efnum. Rannsóknaþing Norðursins (e. Northern Research Forum (NRF)) á einnig 10 ára starfs- afmæli á þessu ári en megin mark- mið NRF er að efla umræðu um málefni norðurslóða. Annað hvert ár skipuleggur NRF rann- sóknaþing (www.nrf.is) (e. Open Assembly) í einu af aðildarlöndum Norðurskautsráðsins til að efla um- ræður um mikilvæg málefni, við- fangsefni og tækifæri sem snúa að íbúum þessa svæðis. Síðustu ár hef- ur umræðan snúist um veðurfars- breytingar og áhrif hlýnunar jarðar á mannlífið á norðurslóðum en einnig um réttindi minnihlutahópa, auðlindir og nýtingu þeirra og þau tækifæri sem felast í búsetu á norð- urslóðum. Þátttakendur í Rann- sóknaþinginu eru vísindamenn, há- skólakennarar, háskólanemar, stjórnmálamenn, stjórnendur fyr- irtækja, embættismenn, sveit- arstjórnarmenn og þeir sem stjórna auðlindum eða nýta þær. Ungir vís- indamenn eru einkum hvattir til að sækja rannsóknaþingið. Á Rann- sóknaþinginu skapast vettvangur fyrir stefnumótandi umræðu um hlutverk rannsókna sem tengjast sjálfbærri þróun og lífvænlegri bú- setu, frið og öryggi, félagslegri stefnumótun, umhverfisstefnu og áhrifum hnattrænna breytinga. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnu- grein á norðurslóðum líkt og í heiminum öllum og mikilvæg fyrir nýsköpun á fámennum jað- arsvæðum norðursins. Ferðaþjónustan nýtir norðurslóðirnar á margvíslegan hátt, s.s. dýrmæta menningu íbúanna og hina stór- brotnu náttúru heims- hlutans. Hið fyrr- nefnda birtist m.a. í sölu á handverki til ferðalanga og hið síð- arnefnda í umfangs- miklum siglingum skemmtiferðaskipa sem hætta sér æ lengra til norðurs með ævintýraþyrsta ferðalanga. Sókn ferðamanna til norðurs er vaxandi og mun halda áfram að aukast með tilheyrandi afleiðingum. NRF og RMF hafa séð aukin tækifæri á samstarfi og samvinnu á sviði rann- sókna í ferðamálum norðurslóða. Ferðamennska á viðkvæmum og strjálbýlum svæðum norðursins er lítt rannsökuð. Ljóst er að vaxandi áhugi er í heiminum á norðurslóða- og heimskauta ferðamennsku og þar með er komin skýr þörf á þver- faglegum rannsóknum til að ferða- mennskan þróist í takt við umhverfi og þarfir heimamanna. North Hunt er dæmi um alþjóðlegt verkefni þar sem íslenski hlutinn er unninn sam- eiginlega af RMF og RHA, Rann- sókna- og þróunarmiðstöð Háskól- ans á Akureyri sem jafnframt hýsir skrifstofu NRF. Verkefnið er til þriggja ára (2008-2010) og er fjár- magnað af Norðurslóðaáætlun ESB. Markmiðið með verkefninu er að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á jaðarsvæðum norð- urslóða. Verkefnið stuðlar að fjöl- breytni í atvinnulífi og skýtur frek- ari stoðum undir vaxandi atvinnugrein með því að þróa starfsumhverfi og rekstrar- grundvöll fyrirtækja. Lögð er áhersla á hagnýta þróun í þágu rekstrar og hvernig mynda má tengsl sem munu efla viðskipta- grunn fyrirtækja, hvetja til þekk- ingar og upplýsingamiðlunar og þannig hjálpa frumkvöðlum á þessu sviði. Tengslanetin sem mótast í verkefninu munu efla umræðu og meðvitund um málefni skotveiði- tengdrar ferðaþjónustu á jaðar- svæðum og þannig styrkja frum- kvöðla (http://www.north-hunt.org/). North Hunt verkefnið er í anda áherslu NRF á sjálfbæra þróun og líf- vænlega búsetu. Ávinningur Íslendinga af starf- semi RMF og NRF er marg- víslegur og varðar þætti þar sem íslenskir vísindamenn og fyrirtæki eru í fararbroddi. Rannsóknaþingið leggur m.a. áherslu á mikilvægi norðursins í hnattrænum breyt- ingum, nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, horfur á siglingum á Norður-Íshafs leiðunum og málefni þróunarsamvinnu og mannréttinda. Rannsóknaþing Norðursins lýtur alþjóðlegri stjórn en RHA – Rann- sókna- og þróunarmiðstöð Háskól- ans á Akureyri og Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar halda sameiginlega utan um rekstur og stjórnun skrifstofunnar. Rann- sóknamiðstöð ferðamála er rekin sameiginlega af Háskólanum á Ak- ureyri, Háskóla Íslands og Háskól- anum á Hólum. Rannsóknaþing norðursins býr yfir umfangsmiklu samstarfsneti vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Þetta samstarfsnet getur nýst Rannsóknamiðstöð ferðamála afar vel við koma á fót frekari rann- sóknum á ferðamálum á norður- slóðum. Ferðaþjónusta á norðurslóð- um – rannsóknir og þróun Eftir Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur » Ferðamennska á við- kvæmum og strjál- býlum svæðum norðurs- ins er lítt rannsökuð. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir Höfundur er stjórnarmaður í Rannsóknamiðstöð Ferðamála og framkvæmdastjóri skrifstofu Rannsóknaþings Norðursins. Á SÍÐAST- LIÐNUM misserum hefur þeim farið ört fjölgandi sem fara já- kvæðum orðum um íslensku krónuna. Ekki aðeins að krón- an hafi fengið já- kvæða dóma frá nóbelsverð- launahafanum í hag- fræði, Jósef Stiglitz, heldur hefur hún sýnt sig vera bjargvættur þjóðarinnar á kreppu- tímum. Hitt er svo annað mál að það virðist sem hluti íslenskra ráðamanna sé markvisst að vinna gegn krónunni, þá með óút- skýrðum óhóflegum lántökum í er- lendri mynt. Munu þessar óút- skýrðu lántökur valda því að stór hluti, ef ekki mestur hluti, gjald- eyristekna landsins fer í árlegar vaxtagreiðslur, sem auðveldlega eiga eftir að vinda upp á sig og valda enn frekari veikingu ís- lensku krónunnar. Í lengri tíma hafa óvildarmenn krónunnar, sem að mestu koma úr röðum fyrrver- andi bankamanna eða talsmanna þeirra, talað fyrir upptöku evru, dollars eða annars gjaldmiðils. Sé litið til baka var talsmáti þeirra oftast dylgjukenndur og með mik- illi rökleysu en þó, í krafti einok- unar á fjölmiðlamarkaði, tókst þessum bankamönnum, sem sann- arlega blóðmjólkuðu samfélagið, og talsmönnum þeirra að kasta tálsýn á bæði greinda og vel hugs- andi menn. Þeir tímar eru þó vonandi liðnir að fyrrverandi bankamenn, fjárglæframenn, og talsmenn þeirra geti í krafti einokunar á fjölmiðlamarkaði kastað fram draumkenndri rökleysu og sagt hana sannindi. Atvinnuleysi, minnkandi verð- mætasköpun, fjöldagjaldþrot fyrir- tækja, lífskjaraskerð- ing og aðrar hremmingar einkenna nú evrulönd á borð við Spán og ekki síst Ír- land. Í raun er staðan á Írlandi svo graf- alvarleg að virtustu hagfræðingar þarlend- is telja að þjóðin hafi í raun aðeins tvo val- kosti; taka upp sjálf- stæða mynt aftur eða horfa upp á þjóð- argjaldþrot, langvinna kreppu og atvinnuleysi sem engan enda mun sjá á. Á Spáni er almennt atvinnu- leysi tæplega tuttugu prósent og atvinnuleysi ungmenna að nálgast fjörutíu prósent. Sennilega, ef óvildarmenn krón- unnar fengið sínu framgengt, væri hér atvinnuleysi svipað og á Spáni og jafnvel verra. Vegna krónunnar hafa Íslend- ingar, í tugi ára, ferðast ódýrt út um allan heim. Vegna krónunnar hafa Íslendingar, einnig í tugi ára, búið við eitt minnsta atvinnuleysi sem um getur í Evrópu. Vegna krónunnar hafa framleiðslufyr- irtæki landsins blómstrað. Vegna krónunnar mun kreppan verða styttri á Íslandi en í þeim Evr- ópulöndum sem hafa ekki sjálf- stæða mynt svo lengi sem ráða- menn þjóðarinnar hætta að vinna gegn henni. Með krónuna sem gjaldmiðil geta Íslendingar skapað frjálsara, jafnara og betra þjóðfélag. Styrkur krónunnar Eftir Viðar H. Guðjohnsen Viðar H. Guðjohnsen »Með krónuna sem gjaldmiðil geta Ís- lendingar skapað frjáls- ara, jafnara og betra þjóðfélag. Höfundur er meistaranemi við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. ÉG TEL að við séum öll ábyrg fyrir hruninu, ekki bara óráðsíumennirnir. Það var íslenska þjóðin sem kaus aftur og aftur stjórnmálamenn sem ekki gættu hagsmuna okkar. Við gerðum lítið til að stoppa óráðsíuna þó að það hafi legið í augum uppi að þetta var ekki eðlilegt ástand. Ég gerði mér grein fyrir að það var ekki eðli- legt að sama hvaða vonlausu fyr- irtæki í útlöndum Íslendingar keyptu að þau fóru alltaf að bera sig. Ég vissi líka að það var ekki eðlilegt hve stór hluti þjóðarinnar gat lifað hátt og hvað krónan var sterk og við gátum keypt mikið í út- löndum. En ég gerði ekkert nema rausa um þetta yfir kaffibolla. Ég ber ábyrgð. Ég átti að mótmæla við Alþingishúsið fyrir hrunið en ekki eftir það. Nú er aftur kominn tími til að láta til sín taka og gera eitt- hvað sem hlustað er á. Ekki til að skammast út í það hvernig unnið er úr þessari fáránlegu stöðu sem við erum í heldur af því að við erum að sigla hraðbyri út í aðrar og ekki minna eyðileggjandi athafnir. Það eru öfl í þjóðfélaginu sem leggja of- urkraft í að við notum alla okkar orku í örfáar verksmiðjur og seljum hana ódýrt. Í orkunni eru mögu- leikar okkar og afkomenda okkar. En hún er ekki ótakmörkuð og nýt- ing á henni kallar á umhverfisspjöll þannig að við verðum alltaf að vega og meta möguleikana vandlega áður en farið er í framkvæmdir. En það eru öfl sem vilja nýta sér ástandið hjá þjóðinni núna til að virkja sem mest og selja í stóriðju. Tökum Helguvík- urálverið sem dæmi. Lögum var breytt sem varð til þess að Suð- urnesjabúar gátu ákveðið sjálfir upp á sitt einsdæmi að byggja álver. Þeir áttu nægilega stóra höfn til að þjóna því álveri sem fyrirhugað var og töldu sig eiga orku fyrir álverið. Síðan kom krafa frá eigendum auðhringsins um stærra og stærra álver. Með því að koma til móts við það vantar stærri höfn. Ég veit ekki hvort einhver veit hvar á að fá peninga í hana. Það vantar meiri orku og ég þykist vita að eng- inn viti hvar á að fá alla þá orku. Ef það tekst að skrapa saman nægilega orku verða það mikil náttúruspjöll og við og börnin okkar getum gleymt því að koma í framkvæmd nýjum og arðvænlegum hug- myndum sem krefjast orku. Það hefur verið sorglegt að fylgj- ast með umræðunni um línulagnir til álversins. Einhverjum virðist þykja það alveg eðlilegt og að það þarfnist ekki sérstakrar skoðunar að leggja nýjar línur og þær enga smásmíði yfir viðkvæm svæði, þar á meðal vatnsverndarsvæði. Það sem verra er er að það verður allt brjál- að þegar umhverfisráðherra sýnir ábyrgð, fer að lögum og vandar til verka. Það vekur furðu að heilt byggðarlag skuli leggjast svo lágt að leggja umhverfisráðherra í ein- elti. Mér hefur stundum dottið í hug hvort karlráðherra hefði verið sýnd- ur þessi dónaskapur. Ég geri mér grein fyrir að það er mikið atvinnuleysi á Suðurnesj- unum og mér þætti fróðlegt að sjá úttekt á því hverjir eru atvinnulaus- ir og hvað er raunhæft að margir þeirra fengju vinnu tengda álverinu. Ég veit að bygging álvers og línu- lagnir myndu auka tímabundið vinnu á öllu suðvesturhorninu. En sumt er of dýru verði keypt og ég er sannfærð um að aðrar leiðir eru betri til árangurs þegar til lengri tíma er litið. Verður eftirsóknarvert að búa í Keflavík með 360.000 tonna álver alveg upp við bæinn og hvar verður stolt Suðurnesjabúa með lín- ur í yfirstærð eftir endilöngum skaganum? Ég fæ kjánahroll þegar ég heyri bæjarstjórann í Reykja- nesbæ tala um litlu börnin og at- vinnuleysið. En ég fæ annars konar hroll þegar ég heyri forsætisráð- herra tala um álver og línur. Það er núna sem við eigum að láta til okkar taka en ekki þegar það er of seint. Ef þið haldið að þetta stoppi eftir að búið er að ráðstafa allri orkunni á suðvesturhorninu eruð þið bjartsýn. Orka er eftirsóknarverð, hún býður upp á möguleika og tækifæri. Við þurfum að berjast fyrir henni því það eru fleiri en við sem vilja nýta hana. Við erum ábyrg – ég er ábyrg Eftir Dagnýju Guð- mundsdóttur »Nú er kominn tími til að láta til sín taka því að við erum að sigla hraðbyri út í aðrar og ekki minna eyðileggj- andi athafnir. Dagný Guðmundsdóttir Höfundur er safnvörður og myndlistamaður og er fædd og uppalin í Njarðvíkunum. Til leigu Studio og tveggja herbergja íbúðir í 101 Reykjavík. Bæði skammtíma- og langtímaleiga. Full búnar húsgögnum og húsbúnaði, vikuleg þrif. Upplýsingar í síma 821-1400 www.residence.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.