Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 54
54 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
✝ G. FrímannHilmarsson
fæddist að Fremsta-
gili í Langadal 26.2.
1939. Hann lést á
Heilbrigðistofn-
uninni á Sauð-
árkróki þann 3.12.
2009 síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hilmar Arngrímur
Frímannsson og Jó-
hanna Birna Helga-
dóttir. Systkini Frí-
manns eru Halldóra,
Anna Helga, Val-
garður og Hallur.
Eftirlifandi eiginkona Frímanns
er Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir.
Börn Frímanns eru Hulda Birna,
f. 1962; Steinunn Ás-
gerður, f. 1963;
Kristján, f. 1967 lést
1999; Kristín, f. 1969,
og Hilmar Arn-
grímur, f. 1973.
Barnabörn Frímanns
eru nítján og langa-
afabörnin þrjú.
Frímann var lög-
reglumaður en vann
við ýmis störf á sjó
og landi. Hann var
mikið náttúrubarn
og var hestamennska
hans aðaláhugamál.
Útför Frímanns fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, laug-
ardaginn 12. desember, og hefst
athöfnin kl. 14.
Elsku pabbi minn. Það er svo ótrú-
lega sárt að þurfa að kveðja þig. Þú
barðist hetjulegri baráttu við illvígan
sjúkdóm þinn með ótrúlegu æðru-
leysi. Minningarnar hlaðast upp og
margs er að minnast. Þú varst alltaf
kletturinn sem upp úr stóð og ég
horfði upp til, þú varst alltaf „idolið“
mitt.
Þú valdir ekki alltaf auðveldustu
leiðina í gegnum lífið sem varð til
þess að það var aldrei nein lognmolla
í kringum þig og þú upplifðir mikið
og margt og safnaðir miklu í reynslu-
bankann þinn. Sem barni fannst mér
þú alltaf langflottastur og þú varst
mér góð fyrirmynd. Ég man alltaf
eftir því þegar þú snerir illa á þér fót-
inn og sast á jörðinni og hlóst og gast
ekki hreyft þig. Ég skildi ekki þá af
hverju þú hlóst, mér fannst að þú
ættir að gráta en ég skildi það
seinna. Þú varst ekki maður sem
barst tilfinningar þínar á borð en
samt varstu svo hlý og yndisleg
manneskja og sást alltaf það besta í
öllum.
Sælustu minningarnar af mörgum
yndislegum eru úr reiðtúrunum okk-
ar, þegar ég var lítil, að kvöldlagi í
froststillum í stjörnubjörtu veðri og
tunglsljósi eða einhvers staðar upp
um fjöll og firnindi. Þetta voru sælu-
stundir. Þú varst mikið náttúrubarn
og þér leið best á hestunum þínum
einhvers staðar í óbyggðum, fjarri
skarkala heimsins. Ennþá finnst mér
þú langflottastur. „Sæl lambið mitt.
Hvernig hefur þú það?“ Þetta voru
upphafsorð þín til mín í öllum okkar
samtölum núna seinni árin. Þessi orð
eiga eftir að fylgja mér um ókomna
tíð sem ljúf minning og skrítin til-
hugsun að fá ekki að heyra þau oftar.
Þú varst alltaf ákaflega stoltur af
mér og sagðir svo oft: „Þú ert svo lík
honum pabba þínum“ og brostir. Ég
vona að það sé mikið til í því.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, elsku pabbi minn, og ég
veit að Kiddi bróðir hefur tekið vel á
móti þér þar sem þið eruð. Nú ertu
laus undan þjáningunum og líður vel.
Ég bið góðan Guð að styrkja hana
Kolbrúnu þína í hennar miklu sorg
sem og okkur hin sem elskum þig.
Takk fyrir að vera pabbi minn, ég
hefði ekki viljað neinn annan og ég
er ákaflega stolt af að vera dóttir þín.
Steinunn Ásg. Frímannsdóttir
(Steina.)
Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er
stund
sem kveið ég svo fyrir að lifa.
En þú ert nú horfinn á feðranna fund
með fögnuði tekið á himneskri grund.
Í söknuði sit ég og skrifa.
Þín lundin var sköpuð af
gimsteinagerð
og gæska úr hjartanu sprottin.
Mig langar að þakka þér farsæla ferð
með friðsælli gleði ég kveðja þig verð.
Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn.
(Birgitta H. Halldórsdóttir.)
Með saknaðarkveðju frá fóstur-
dóttur.
Guðný
Hann afi okkar er dáinn. Hann var
búinn að vera veikur lengi og við vit-
um vel að núna líður honum betur.
En við söknum hans samt svo ofsa-
lega mikið.
Afi var stórkostlegur maður. Við
eigum svo margar skemmtilegar
minningar um hann. Eins og til
dæmis þegar hann kenndi Alexand-
reu að hjóla. Og kenndi Daniel að
tefla og spila Fant.
Við munum líka þegar hann man-
aði Alexandreu upp í að þegja og tók
tímann. Gaf henni svo afabrjóstsyk-
ur á eftir. Við munum líka þegar afi
hló og sagði að Daniel væri lamb-
þægur. Hann kallaði Daniel alltaf
stráksa.
Afi var svo fyndinn og skemmti-
legur.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(S.P.Þ.)
Það fyrsta sem hann afi kenndi
Daniel var svar við spurningunni
„Hver er bestur?“ og Daniel svaraði
strax „afi“. Það er okkar hugsun í
dag og mun ávallt verða, Afi var, er
og verður alltaf bestur í okkar huga.
Við munum ávallt elska afa okkar.
Alexandrea Rán og
Daniel Victor.
Elsku afi minn er dáinn, ég man
þegar þú lánaðir mér litla Rauð til að
fara á fyrsta reiðnámskeiðið mitt.
Það var mjög gaman, ég var stolt og
sagði öllum að afi minn hefði lánað
mér hest því hann ætti svo marga, ég
útskrifaðist af þessu námskeiði og
fékk verðlaunapening og viðurkenn-
ingarskjal. Mamma tók mynd af mér
og litla Rauð sem ég gaf þér, svo og
næst þegar ég kom sá ég að myndin
var komin upp á vegg í stofunni.
Ég kom einu sinni og gisti hjá þér
og Kollu og þú fórst með mig niður í
hesthús og þessu gleymi ég aldrei.
Þú ætlaðir að leyfa mér að fara á
hestbak, þú gekkst út á túnið hjá
hesthúsinu og náðir í brúna meri og
þú varst ekki með neitt beisli eða múl
þú bara talaðir við hana og hún kom á
eftir þér, þetta fannst mér æðislegt
þú varst svo klár með hestana þína.
Oft hringdi dyrabjallan og þá voru
það krakkar að spyrja hvort þau
mættu fara út með Týru en þú sagðir
að þú hefðir nú dömu í því hlutverki
núna. Ég kynntist Ingimari vini þín-
um, þá átti hann heima í sveitinni og
hann kallaði mig gömlu brúnku
vegna þess að ég var svo brún og ég
varð að finna á hann eitthvert nafn
svo ég kallaði hann bara gömlu geit-
ina og geri enn í dag en ekki svo hann
heyri, þetta fannst þér fínt nafn á
hann.
Þú komst að horfa á mig þegar ég
var að sýna á mótinu Æskan og hest-
urinn á Sauðárkróki. Ég var stolt af
að fá að geyma hestinn minn í hest-
húsinu hjá þér og Ingimari þegar
aðrir fengu að hafa sína hesta úti í
gerði í hverfinu. Stundum komst þú
og gistir hjá okkur þegar þú varst að
keyra flutningabílinn þinn eða rút-
una. Við komum oft til ykkar á Sauð-
árkrók í heimsókn. Á haustin í rétt-
unum var alltaf spennandi að bíða
eftir þér og pabba koma niður með
féð og svo þurftuð þið að hitta helst
alla og fara síðastir af staðnum.
Elsku afi, ég er glöð að hafa þekkt
þig það eru ekki allir jafn heppnir.
Ég bið engla Guðs að vaka yfir þér.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Þín,
Halla Steinunn.
Þegar örmum vetur vefur
visna björk í skógarþröng,
þrái ég vorsins þýðu óma,
þyt í laufi og fuglasöng.
Frjálsa, glaða, litla lóa,
ljóð þín eiga töframátt,
burt þú syngur sorgir mínar,
svífur glöð um loftið blátt.
(Halldóra B. Björnsson.)
Nú er hann Frímann bróðir minn
líka svifinn burt eins og lóan. Hann
var stóri bróðir sem ofdekraði mig
fyrstu ár ævi minnar. Hann bar mig
á baki sér eða á háhesti tímunum
saman. Þá var hann hestur en ég
Helgi litli. Síðan tóku við alvöru hest-
ar sem áttu hug hanns allan og ég
þvældist með honum í allskonar
slark og ævintýr, sum nokkuð vara-
söm að áliti hinna fullorðnu. Honum
var gefin fögur söngrödd. Ég æfði
með honum kór og kvartettalögin þ.
á m. Lóuna.
Það er margs að minnast og miss-
irinn er sár. Þakklæti er mér þó efst í
huga. Ég sá hann síðast í haust, þá
var vinur hans svo góður að keyra
með hann upp í fjöllin þegar stóðinu
var smalað af fjalli. Það var upplifun.
Þar biðu ættingjar og vinir hans og
honum fagnað eins og þjóðhöfðingja.
Hann naut þess þó líkamleg heilsa
væri búin. Dalurinn skartaði sínu
fegursta.
Í öllum veikindunum hefur hún
Kolla hans staðið eins og klettur úr
hafinu. Hún á mikla aðdáun og þakk-
læti skilið. Ég votta henni og krökk-
unum samúð mína. Guð geymi ykkur
öll. Kveðjur frá Rabba og Hilmari
Birni.
Kær kveðja,
þín litla systir,
Anna Helga.
G. Frímann
Hilmarsson
Fleiri minningargreinar um G.
Frímann Hilmarsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Einar Bárðarsonfæddist í Holti í
Álftaveri 16. ágúst
1918. Hann lést á
dvalarheimilinu
Hjallatúni þann 7.
desember síðastlið-
inn.
Foreldrar Einars
voru Sigríður Jóns-
son, f. 1876, d. 1953,
og Bárður Pálsson,
bóndi, f. 1872, d.
1935. Systkini Ein-
ars voru 12. Einar, f.
1901, Guðríður, f.
1902, Ástríður, f. 1904, Páll, f.
1905, Kristín, f. 1906, Bárður, f.
1908, Jóhann Siggeir, f. 1911,
Bjarni, f. 1912, Símon, f. 1914,
Hilmar, f. 1917, Sigurður, f. 1917,
Sigríður, f. 1921.
Eiginkona Einars var Guðlaug
Sigurlaug Guðlaugsdóttur, f. 6.
febrúar 1926, d. 23. júní 2006.
Þau gengu í hjónaband fyrsta
vetrardag 1947. Börn þeirra eru
1) Sigríður Kristín, f. 1948, gift
Hróbjarti Vigfússyni, þau eiga 4
syni og átta barnabörn. 2) Guð-
laugur Gunnar, f. 1950, giftur
Ingu Gústavsdóttur, þau eiga 2
syni og eitt barna-
barn. 3) Guðfinnur,
f. 1953, maki Inga
María Sverrisdóttir.
Þau eiga þrjú börn
og þrjú barnabörn.
4) Ástríður, f. 1955,
gift Pálma Sveins-
syni, þau eiga þrjú
börn og þrjú barna-
börn. 5) Bárður, f.
1960, giftur Huldu
Finnsdóttur, þau
eiga þrjú börn og
eitt barnabarn. 6)
Jóhann Einarsson, f.
1969, sambýliskona hans er Tanja
Schulz.
Einar ólst upp í Holti í Álfta-
veri og gekk í barnaskóla á Herj-
ólfsstöðum. Hann flutti til Víkur
tvítugur að aldri og hóf störf sem
hefilstjóri hjá Vegagerðinni.
Hann kaupir sinn fyrsta vörubíl
1948 og var bifreiðastjóri til árs-
ins 1988. Á veturna vann hann
við múrverk og vélgæslu við
frystihús SS.
Útför Einars fer fram frá Vík-
urkirkju í dag, laugardaginn 12.
desember 2009, og hefst útförin
kl. 14.
Afi minn og alnafni Einar
Bárðarson er allur. Minningarnar
fljúga í gegnum huga manns,
komið er að kveðjustund. Afi var
alltaf ákaflega barngóður og
skemmtilegur maður. Lífsglaður,
hógvær en þó alltaf rökfastur og
ákveðinn með sitt. „Dellurnar“
sem afi kveikti hjá mér eru marg-
ar. Ég smitaðist af bíladellunni
hans, hann kom mér auðvitað á
hestbak og síðast en ekki síst
fékk ég tóna hans af gamla
„falska“ píanóinu í stofunni í Há-
túninu, þar kviknaði minn áhugi á
spilamennsku, þó að píanóið hafi
alltaf verið dálítið falskt. Eitt
lærði ég þó ekki hjá honum, að
taka í nefið, það hlýtur að koma
síðar.
Afi kvæntist Guðlaugu ömmu,
„ömmu Gullu“. Þau voru ákaflega
samrýmd hjón og nutu þess
ávallt að vera til, saman. Á mín-
um yngri árum var ég mjög mikið
í návígi við afa og ömmu. Þau
tengsl voru alltaf sterk. Þær voru
ófáar morgunferðirnar sem við
pabbi áttum í Hátúnið áður en
allir fóru til vinnu, kíkja við, það
var svo notalegt.
Frá því ég man eftir mér var
afi í fjárkeyrslu á haustin. Það
eru nokkrar ferðirnar sem ég
man lítillega eftir, sennilega um
3-4 ára gamall að keyra fé í Mat-
kaup. Þá átti afi Scania „húdd-
ara“, gráan. Síðasti vörubíllinn
sem hann átti var Scania 112,
1987 árgerð og þótti mikill trukk-
ur. Hann átti afi í um 1 ár en þá
hætti hann vinnu enda kominn á
aldur. Langt fram á áttræðisald-
urinn greip hann þó í smíðar og
múrverk að ógleymdum hesthús-
ferðunum, þrjár á dag. Í hest-
húsið fór hann langt fram á ní-
ræðisaldurinn. Afi var mikill
dýravinur og hafði mikla ánægju
ekki síður en þörf fyrir að sinna
hestunum sínum. Afi var alla tíð
heilsuhraustur og vissi alltaf
hvað klukkan sló. Afi var natinn.
Handbragð hans má sjá víða hér í
sveit. Nákvæmur, vandvirkur en
nægjusamur voru sennilega kjör-
orðin. Allt skal vera vel gert.
Amma og afi voru mörg sumur
við vegavinnu hjá Vegagerðinni í
tjaldbúðum hér og þar, alltaf með
eitthvað af krakkaskaranum með
sér. Amma var þá ráðskona en afi
bílstjóri.
Þegar afi og amma voru hætt
sínum störfum nutu þau lífsins
saman sem fyrr. Þau ferðuðust
um landið, þá á nýja jeppanum
sínum. Heimsóttu Borgarfjörðinn
og gerðu það sem þau langaði til.
Allt var þó í nokkuð föstum
skorðum. Hrossin tekin á hús í
desember og fóðruð fram í maí,
þá fóru þau í haga og hvað, aftur
heim í desember. Sléttan var allt-
af slegin um eða við verslunar-
mannahelgi, helst um 400 baggar,
það er fínt, en vel þurrir. Fýllinn
kom aftur og aftur, sláturgerðin,
og hangikjötið fór alltaf í salt og
hvað þá hrossakjötið. Þetta var
gangurinn, regla á reglunni.
Afi bjó einn síðustu ár í Hátún-
inu en þurfti þó aðstoð og eftirlit
sem börn hans önnuðust þar til
hann flutti á Dvalarheimilið Hjal-
latún í sumar en þar lést hann 91
árs að aldri.
Elsku afi, þú gafst mér margt
sem lifir í minningunni. Margt
svo mikilvægt veganesti út í lífið.
Ég gæti sennilega haldið enda-
laust áfram. Það var alltaf nota-
legt að koma við hjá þér, gaman
að spjalla um daginn og veginn.
Má ég ekki bjóða þér í nefið?
Blessuð sé minning þín.
Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson
Andlátstilkynningar
HELGARÞJÓNUSTA - andlátstilkynningar
í mánudagsblaðið eru eingöngu bókanlegar á
mbl.is frá kl. 18:00 á föstudegi til kl. 12:00 á
sunnudegi
Slóðin er: http://mbl.is/mogginn/andlat/form/
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800