Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ Kristbjörg Guð-brandsdóttir, fyrrverandi kaup- maður á Sauðárkróki, fæddist 15. júní 1934 í Ólafsvík á Snæfells- nesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga 3. desember sl. Foreldrar Krist- bjargar voru Guð- brandur Guðbjartsson frá Hjarðarfelli, (f. 23.4. 1907, d. 10.8. 1994) og Kristjana Sigþórsdóttir frá Klettakoti í Fróðárhreppi (f. 2.11. 1906, d. 16.10. 1983). Systkini Krist- bjargar eru: 1) Pétur Þór, f. 3.2. 1932, d. 22.1. 1933. 2) Bryndís, f. 20.7. 1939, d. 10.6. 1940. 3) Guð- brandur Þorkell, f. 23.11. 1941, kvæntur Droplaugu Þorsteins- dóttur og 4) Sigþór, f. 8.4. 1944, kvæntur Magneu Sigurbjörgu Kristjánsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður Krist- bjargar er Magnús Heiðar Sig- urjónsson, f. 24.7. 1929, fv. versl- unarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga 6.9. 2003, og Eyrún Sara, f. 21.6. 2007; 1.3) Sölvi, f. 31.7. 1987. Seinni kona Guðbrandar er Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, f. 26.8. 1966, börn hennar og Ólafs Sverrissonar eru Gríma Katrín, f. 17.3. 1996, Dagur Adam, f. 28.8. 1997 og Mirra Krist- ín, f. 26.9. 1999. 2) Sigurjón, f. 20.3. 1959, kona hans er Guðrún Bjarney Leifsdóttir, f. 23.2. 1961. Börn þeirra eru: 2.1) Eva, f. 4.2. 1984, maður hennar er Halldór Hermann Jónsson, 2.2) Atli, f. 1.7. 1991, og 2.3) Orri, f. 11.12. 1994. 3) Heiðdís Lilja, f. 7.11. 1972, sonur hennar og Tómasar Björnssonar er 3.1) Daníel Heiðar, f. 29.6. 2000. Kristbjörg vann ýmis störf á Sauðárkróki. Hún vann meðal ann- ars á Landsímastöðinni, kenndi handavinnu við Barnaskóla Sauð- árkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga. Hún var afkastamikil hann- yrðakona og skilur eftir sig mörg falleg verk. Árið 1988 stofnaði hún kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísold sem hún rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptim- istaklúbbi Skagafjarðar og var henni vinátta systranna afskaplega kær. Útför Kristbjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laug- ardaginn 12. desember, og hefst at- höfnin kl. 11. og framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Skagafjarðar. For- eldrar hans voru Sig- urjón Helgason (f. 24.5. 1895, d. 20.8. 1974) og Margrét Helga Magnúsdóttir (f. 18.3 .1896, d. 19.1. 1986) sem lengst af bjuggu á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Kristbjörg og Magnús gengu í hjónaband 17.10. 1954. Börn Kristbjargar og Magnúsar eru: 1) Guðbrandur, fæddur 17.9.1955. Börn hans og Sigríðar Margrétar Örnólfsdóttur eru 1.1) Kristjana Björg, f. 29.10. 1976, mað- ur hennar er Jonathan Dewaney. Dóttir þeirra er Eva Alice, f. 17.2. 2007. Sonur Kristjönu og Helga Más Kristinssonar er Andri Snær, f. 31.12. 1999; synir Jonathans eru Oli- ver, f. 24.3. 2001 og Emil, f. 15.6. 2003; 1.2) Arna Ösp, f. 14.6. 1978, maður hennar er Ívar Örn Sverr- isson, börn þeirra eru Arngrímur, f. Þegar ég kveð ástkæru elskulegu eiginkonuna mína hana Böggu, en það var hún kölluð í hópi ættingja og vina, þá er mér efst í huga þakklæti fyrir þá gæfu að hafa fengið að lifa með henni í meir en hálfa öld. Við sáumst fyrst á dansleik í Varmahlíð fyrsta vetrardag 1952, hún þá 18 ára og ég 23. Við giftum okkur tveimur árum síðar í Ólafsvík, þar sem Snæ- fellsjökull gnæfir yfir og innsiglar mikilfengleik þessa fallega byggðar- lags, sem hún svo yfirgaf og flutti með mér til Skagafjarðar. Þegar ljóst var hve veikindi Böggu nú í haust voru alvarleg, sagði hún: „Við verðum að taka þessu, það er ekkert annað í boði, okkur var úthlut- að þessum tíma, nú er hann liðinn, kvótinn er búinn, við höfum notað tímann vel og getum verið ánægð með hópinn okkar.“ Hún var sú sterka, skynsama og rökfasta eins og svo oft áður og vissulega hafði hún rétt fyrir sér. Við höfum lifað ham- ingjusömu lífi saman, eigum heilbrigð og yndisleg börn og tengdabörn og barna- og barnabarnabörn. Sl. sumar héldum við upp á 75 ára afmæli Böggu, 80 ára afmæli mitt og 55 ára hjúskaparafmæli okkar og við það tækifæri kom næstum allur hópurinn saman og gladdi okkur á þessum tímamótum. Það gleður mig sérstak- lega nú að þetta skyldi takast svona vel áður en Bagga veiktist, þótt engan grunaði þá hvað í vændum var. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka læknum og hjúkrunarliði, bæði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir frábæra umönnun í veikindum Böggu. Öllum sem gerðu henni þetta erfiða stríð, sem fyrirfram var tapað, eins létt og mögulegt var. Sérstakar þakkir eru færðar fólkinu sem ann- aðist hana síðustu sólarhringana. Því má líkja við perlur dýrmætari en gull. Þá vil ég þakka öllum sem sýndu fjölskyldunni vinarhug með kveðjum og árnaðaróskum. Nú þegar þessu æviskeiði er lokið er ég þess fullviss að við Bagga mun- um hittast á ný og leiðast hönd í hönd inn í birtuna af nýjum degi í undra- veröld eilífðarinnar. Magnús. Hún Kristbjörg systir hefur nú lagt í þá ferð sem bíður okkar allra þegar tíminn er kominn. Hennar starfsömu og högu hendur hvíla nú krosslagðar á brjóstinu og dagsverki þeirra er lokið; þessar hendur, sem gátu töfrað fram veislur nánast úr engu, prjónað og saumað flíkur, hlúð að gróðri og strokið hlýtt um koll og kinn. Það var eins og allt léki í þessum höndum, hún kunni alltaf ráð til að leysa flest þau vandamál, sem upp á komu og voru í hennar huga einungis verkefni, sem þurfti að leysa og voru leyst. Iðni, nýtni og framúrskarandi verklagni einkenndi öll hennar verk. Hún Kristbjörg systir var okkur bræðrum sínum meira en stóra syst- ir, hún gætti okkar sem ungra sveina og þegar hún hafði sett saman sitt eigið heimili með honum Magnúsi sín- um, þá stóð það heimili okkur ævin- lega opið og þar vorum við velkomnir. Í því voru þau hjónin samtaka eins og öllu öðru. Þegar við höfðum lokið barnaskólanámi heima í Ólafsvík, tóku þau hjón okkur báða, hvorn á eftir öðrum, inn á heimili sitt hér á Sauðárkróki, og þar áttum við skjól meðan við lukum gagnfræðaskóla og annar okkar síðar einnig iðnskóla. Víst er, að líf okkar hefði orðið með öðrum hætti og afkoman ólík hefðum við ekki orðið þessa aðnjótandi. Fyrir slíkt verður ekki nógsamlega þakkað með orðum einum. Hún Kristbjörg systir fór norður að Löngumýri í Skagafirði 18 ára að aldri til að nema í hússtjórnarskólan- um. Þar kynntist hún Magnúsi Heiðari Sigurjónssyni frá Nautabúi og haustið 1954, þ. 17. október, vígði séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík þau saman í heilagt hjónaband og þar reyndist ekki tjaldað til einnar nætur. Alla ævi hafa þau hjónin staðið þétt saman, hvað sem á hefur dunið og núna þessar síðustu vikur, sem Krist- björg hefur legið fársjúk af krabba- meini, hefur Magnús ekki vikið frá sjúkrabeði hennar, dag né nótt. Tryggð hans og virðing gagnvart konu sinni hefur verið einstök og var líka endurgoldin svo sem vert var. Hún Kristbjörg systir var áreiðan- lega einstök mamma og amma og af- komendur hennar sakna nú vinar í stað. Börn þeirra og barnabörn hafa líka sýnt þeim báðum mikla ræktar- semi og væntumþykju, svo sem eðli- legt má telja. En umhyggja hennar og ástúð náði líka til okkar bræðra hennar, eiginkvenna okkar og afkom- enda svo einstakt má telja. Fyrir það allt þökkum sem og allt annað er við nutum frá henni. Að leiðarlokum er okkur þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa notið umhyggjusemi hennar og elskusemi, hennar högu handa og alls þess sem þær færðu okkur. Yfir þetta ná ekki nokkur orð en við kveðjum hana með heitu hjarta. Magnúsi, börnum þeirra og öðrum afkomendum vottum við okkar inni- legustu samúð og hluttekningu. Megi minningin lifa og lýsa þeim öllum um ókomna tíð. Sigþór og Guðbr. Þorkell. Mig langar í fáeinum orðum að minnast föðursystur minnar, Krist- bjargar Guðbrandsdóttur, þó að fá- tækleg orð nái auðvitað aldrei utan um þá stóru og hlýju minningu sem hún skilur eftir í hjarta okkar sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Megi sú minning skjóta rótum og blómstra um ókomna tíð. Þegar ég hugsa um Böggu frænku sé ég hana fyrir mér á veröndinni í Klettakoti í Skagafirði, brosandi með Magnús sér við hlið. Klettakot var sumarhús og griðastaður þeirra heið- urshjóna og endurspeglaði vel hjarta- lag þeirra. Eins fólkið í kringum Böggu voru trén í Klettakoti grósku- mikil, heilbrigð og bein, enda hlúðu þau Magnús vel að öllu lífi. Innandyra var notalegt heimili og þar upplifði ég alltaf andblæ æskunnar; andans sem sveif yfir vötnum á Ennisbraut 33 í Ólafsvík. Í nánasta umhverfi Böggu skynjaði ég sterkt nærveru Kristjönu ömmu minnar, enda finnst mér þær mæðgur líkar að svo mörgu leyti; glæsilegar, sterkar og bjartar konur, hlýjar og hláturmildar og aldurslausar í eðli sínu, tveir eilífðargeislar frá sömu sól. Það voru sannkölluð forréttindi að eiga Böggu fyrir frænku. Hún lét mig finna að ég væri ávallt velkominn, að ég ætti hana og hennar gestrisni vísa, að blóðið sem tengdi okkur væri sannarlega þykkara en vatn. Bagga var alla tíð ung í anda, hnar- reist og auðmjúk í senn, stolt ættmóð- ir sem bar aldurinn eins og létta flík, upplýst nútímakona sem hafði gömul gildi í heiðri. Hennar er sárt saknað en minningin er fögur og í afkomend- um þeirra Böggu og Magnúsar lifa geislar frá þeirri sömu sól og gerðu æsku mína bjarta og hlýja. Missir Magnúsar er mestur, megi mildin umlykja hann og vernda alla daga. Um leið og ég votta Magnúsi, Guð- brandi, Sigurjóni og Heiðdísi samúð mína vegna fráfalls eiginkonu og móður langar mig að þakka fyrir liðn- ar samverustundir. Stundir sem vissulega eru alltof fáar en þó svo óendanlega dýrmætar. Ég loka augunum og er staddur í landi Klettakots, stíg út úr bílnum og geng til móts við brosið og hlýjuna. Ég er staddur á stað sem ekki er lengur til en mun þó aldrei hverfa. Og mér er boðið inn. Stefán Máni Sigþórsson. Þegar við minnumst frænku okkar, Kristbjargar Guðbrandsdóttur, er margt frá liðnum tíma sem kemur upp í huga okkar og við minnumst með söknuði. Við Bagga, eins og hún var jafnan kölluð, vorum systradætur og þó að hún væri ekki nema rúmlega tíu árum eldri en við hafði hún í upp- vexti kynnst lífi afa okkar og ömmu og fleira fólki fyrir vestan af þeirra kynslóð og gat miðlað okkur af reynslu og högum þess fólks. Við frá- fall hennar finnst okkur þau tengsl rofna, því nú er nánasta skyldfólk okkar í móðurætt af hennar kynslóð óðum að hverfa. Bagga kom oft á heimili okkar þegar við vorum að alast upp. Þrettán ára gömul var hún lánuð frá Ólafsvík suður til Reykja- víkur til að hjálpa móður okkar, þegar Júlíana fæddist, og passa Bergþóru sem þá var tveggja ára. Stundum fannst okkur eins og hún væri stóra systir okkar, en Bagga missti yngri systur sína barn að aldri. Samband hennar og móður okkar var mjög ná- ið, enda voru þær líkar, skildu hvor aðra vel og áttu margt sameiginlegt. Bagga hafði góða námshæfileika og löngun til að ganga menntaveginn, en á þeim tíma og úti á landi þar sem hún ólst upp voru ekki möguleikar á lengra námi. Seinna á ævinni sýndi Bagga hæfileika sína og dugnað þeg- ar hún stofnaði verslun sem hún rak í mörg ár. Sem ung stúlka hafði hún farið á húsmæðraskólann á Löngu- mýri í Skagafirði. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Heiðari Sigurjónssyni, og settust þau að á Sauðárkróki. Það myndaðist strax gott samband milli Magnúsar og foreldra okkar og það voru alltaf fagnaðarfundir á heimili þeirra þegar Bagga og Magnús komu í heimsókn. Það mynduðust líka góð tengsl á milli móður okkar og barna Böggu og Magnúsar sem ræktuðu sambandið við hana og var það henni mikils virði. Við hugsum um þessar stundir með söknuði þegar fólk gaf sér tíma til að hittast og hafði ánægju af samveru- stundum, samskiptamáta sem við tökum eftir að er að hverfa með því fólki sem við sjáum nú á bak. Á þess- ari sorgarstundu vottum við Magnúsi og börnum þeirra Böggu, Guðbrandi, Sigurjóni og Heiðdísi Lilju og fjöl- skyldum þeirra, innilega samúð. Bergþóra og Júlíana Gottskálksdætur. Ég kveð nú fyrrverandi tengda- móður, hana Böggu mína. Allt frá því ég fyrst kom inn í fjölskylduna ung að árum hefur hún verið mér sem mín önnur móðir. Alltaf var hægt að leita til Böggu. Fá góð ráð, gómsæta upp- skrift og það var hægt að tala við hana um allt. Bagga var alltaf að gefa og oft án tilefnis. Oft komu sendingar frá henni og þegar hún kom í heim- sókn hafði hún alltaf eitthvað með- ferðis. Oft var þetta eitthvað sem hún hafði unnið sjálf, sultur, kökur, flíkur, oft líka eitthvað sem kom heimilinu í góðar þarfir eða eitthvað frá ferðum hennar erlendis. Allt var þetta unnið og valið af útsjónarsemi sem var henni svo lagið. Það sem er mér efst í huga nú þeg- ar ég hugsa til Böggu er kærleikur, virðing og þakklæti. Elsku Maggi og fjölskyldan öll, ég tek þátt í sorg ykkar en á dýrmætan sjóð minninga eins og við öll að ylja mér við. Sigríður Margrét Örnólfsdóttir. Ég vil með fáum orðum kveðja Böggu, æskuvinkonu mína. Við áttum frá 5 ára aldri til tvítugs heima í hús- um, sem foreldrar okkar byggðu hlið við hlið á Ennisbraut í Ólafsvík. Á þessum árum var samband okkar mjög sterkt og náið. Við sátum saman í skólanum og á sumrin vorum við ásamt foreldrum okkar við heyskap í Klettakoti í Fróðárhreppi. Árin liðu þannig við leik og störf og oft fórum við í langar hjólaferðir. Alltaf höfðum við um nóg að spjalla og foreldrar okkar skildu ekkert í því, hvað við höfðum svo mikið að segja hvor ann- arri. Unglingsárin liðu og önnur störf tóku við, ég fór til Reykjavíkur en hún til Sauðárkróks. Við fylgdumst þó alltaf hvor með annarri úr fjarlægð og héldum góðu sambandi. Á seinni ár- um var þráðurinn tekinn upp á ný, þegar við hittumst eða töluðum sam- an í síma. Alltaf var um nóg að tala og við ætluðum aldrei að geta hætt, al- veg eins og í gamla daga. Það var mikið áfall fyrir mig þegar tengdadóttir Böggu hringdi til mín frá Akureyri og sagði mér frá alvar- legum veikindum hennar. Síðast töl- uðum við saman, þegar hún hringdi sjálf til mín frá sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. október sl. Þá kvöddumst við í hinsta sinn. Í þessu síðasta sam- tali okkar kom skýrt í ljós sterkur persónuleiki hennar og raunsæi, sem reyndar hafði einkennt hana alla tíð. Ég vil að leiðarlokum þakka kærri vinkonu minni fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman bæði fyrr og síðar. Við Guttormur sendum Magnúsi og allri fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill og hugur okkar verður hjá ykkur á kveðjustundinni. Blessuð sé minningin um góða frænku og elskulega vinkonu. Guðrún H. Guðbrandsdóttir. Hver skilur lífsins hulda heljardóm er haustsins nepja deyðir fegurst blóm, að báturinn sem berst um reiðan sjá brotna fyrst í lendingunni má. Að einn má hlýða á óma af gleðisöng, annar sorgarinnar líkaböng. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Það ríkir sorg og söknuður í systra- hópi Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar. Hún Kristbjörg okk- ar er fallin frá eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Eftir situr minningin um gefandi samverustundir í þau sautján ár sem hún átti með okkur í klúbbnum. Nærvera hennar einkenndist af háttvísi, hlýju og geislandi húmor. Kristbjörg gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum innan klúbbsins og tók virkan þátt í öllum verkefnum sem við höfum unnið að. Hún gekk já- kvæð og hvetjandi að hverju verki og var okkur hinum góð fyrirmynd. Skarð hennar í hópnum verður ekki fyllt en eftir sitja minningar í dýrum sjóði sem við munum varð- veita. Kæri Magnús. Systur í Soroptim- istaklúbbi Skagafjarðar senda þér og fjölskyldu þinni innilegar sam- úðarkveðjur og biðja ykkur Guðs blessunar á erfiðum tímum. F.h. Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar Kristjana E. Jónsdóttir. Kristbjörg Guðbrandsdóttir AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.