Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 331. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ÞINURINN FYLLIR MORG- UNINN MEÐ ILMI SÍNUM «OURLIVES Eru stoltir af því að spila popptónlist 6 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BANKARNIR og Íbúðalánasjóður eiga í dag 575 íbúðir og íbúðarhús. Áætlað verðmæti þessara eigna er um 10 milljarðar króna. Eignaumsýslu- félög bankanna eiga einnig nokkur hundruð þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði. Íbúðalánasjóður á 318 íbúðir, en sjóðurinn átti 239 íbúðir 1. apríl sl. Nýi Landsbankinn á 111 íbúð- ir, Arion-banki á 69 íbúðir og Íslandsbanki á 77 íbúðir. sem MP banki og fleiri fyrirtæki eru til húsa. Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Landfesta, telur ólíklegt að hægt sé að selja þessar fasteignir á næstunni. Það verði gert þegar mark- aðurinn jafni sig. Reginn ætlar á næsta ári að ljúka framkvæmdum við Egilshöll í Grafarvogi, en talið er að það kosti 700-800 milljónir. Helgi S. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Regins, segir að áhugi sé á góðum eignum eins og Egilshöll. Hafa yfirtekið 575 íbúðir  Bankarnir hafa stofnað nokkur eignaumsýslufélög til að halda utan um eignir sínar  Bankarnir eiga gríðarlega mikið af atvinnuhúsnæði sem erfitt er að selja  Bankarnir eignast | 12 Bankarnir hafa stofnað eignaumsýslufélög sem halda utan um eignir sem þeir hafa eignast. Þetta eru íbúðir, sumarbústaðir, sumarbústaðalóðir, at- vinnuhúsnæði, hlutabréf í fyrirtækjum og fleira. Eignaumsýslufélög bankanna eiga gríðarlega mikið af atvinnuhúsnæði. Reginn, dótturfélag Landsbankans, á um 150 þúsund fermetra af at- vinnuhúsnæði. Félagið á t.d. Smáralind og Egils- höll. Landfestar, dótturfélag Arion-banka, eiga um 75 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði. Félagið á m.a. Borgartún 21, þar sem Íbúðalánasjóður, LÍN og fleiri stofnanir eru til húsa, og Borgartún 26, þar DÆMI eru um að útlendingar, sem hér starfa um lengri eða skemmri tíma, hafi skilið börn sín eftir hér á landi í umsjón vinafólks, þar sem þau eru stundum svo mánuðum eða árum skiptir. Foreldrarnir hafa snú- ið til síns heima til að vinna eða ann- ast veika foreldra. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að útlendingar, sem hér búa, hafi í sumum tilvikum talsvert önnur viðhorf til umönnunar barna en almennt tíðkist hér á landi. Hún segir að reynt sé að hafa uppi á foreldrum sem hafa farið úr landi án þess að taka börnin með sér. „Við reynum að meta aðstæður barn- anna. Stundum er niðurstaðan að allt sé í lagi, en það kemur líka fyrir að hlutirnir eru alls ekki í lagi.“ Börn gerð út til að stela Nokkur dæmi eru um að fólk með börn á framfæri hafi komið til Ís- lands beinlínis í þeim tilgangi að fara ránshendi um landið. Nýlega þurftu Barnavernd Reykjavíkur og lög- regla að hafa afskipti af hjónum með tvö börn. Fólkið kom til landsins beinlínis til að stela. Lögregla hand- tók foreldra sem voru með tvö börn á aldrinum 4-6 ára. Börnin tóku þátt í því að stela með foreldrum sínum. Halldóra segir að erfitt hafi verið að ná sambandi við fólkið því það talaði tungumál sem enginn skildi. „Börnin voru skítug og það var sláandi hvað þau voru róleg þó að þau væru tekin frá foreldrum sínum meðan þau gistu fangageymslur. Það segir manni að þau hafa upplifað ýmislegt um ævina.“ Fjölskyldunni var vísað úr landi. | Sunnudagsmoggi Skildu börnin eftir á Íslandi Barnavernd þarf í auknum mæli að hafa afskipti af börnum útlendinga Morgunblaðið/Heiddi  LÖGFRÆÐINGUM sem beðnir hafa verið að vinna álit á því hvort Icesave-frumvarpið stangist á við stjórnarskrá er sagt að meirihluti nefndarinnar stefni að því að af- greiða málið til 3. umræðu eigi síð- ar en um miðja næstu viku. Fjórir hafa hafnað beiðni um að vinna verkið. Fyrst var rætt við tvo fyrrverandi hæstaréttardómara, Guðrúnu Erlendsdóttur og Pétur Kr. Hafstein, en þau tóku það ekki að sér. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, og Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins, töldu þessa vinnu vart samrýmast starfs- skyldum sínum við dómstólana. »2 Lögfræðingum ætlaðir fá- einir dagar til álitsgerðar  ÍSLENDINGAR geta tæpast stað- ið við skuldbindingar vegna Icesave og annarra lána öðruvísi en lífskjör versni verulega eða þá að heims- verð á áli og fiski hækki og verði hátt í langan tíma. Þetta er mat hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Snorra Jakobssonar. Í ár hefur vöruskiptajöfnuður verið hag- stæður enda mikið dregið úr inn- flutningi. Hagfræðingarnir segja samdrátt varla verða meiri nema lífsgæði skerðist. Þurfi innflutn- ingur á bifreiðum að aukast ef Ís- lendingar ætli að nota bíla sem samgöngutæki. »24 Stólað á hátt verð á áli og fiski og lítinn innflutning Samdráttur á innflutningi í ár eftir flokkum % 0 -10 -20 -30 -40 -50 -60 -70 -80 jan.-sept. 2008-2009 M at -o g dr yk - kj ar vö ru r H rá -o g re ks tr ar vö ru r El ds ne yt i Fj ár fe st in ga rv ör ur Fó lk sb íla r N ey sl uv ör ur Va ra nl eg ar ne ys lu vö ru r H ál f-v ar an le ga r ne ys lu vö ru r REGNHLÍFAR koma að litlu gagni þegar rignir frá hlið eins og reyndin var í höfuðborginni í gær. Í þekktu ævintýri tekst mús ein á loft í vindhviðu og regnhlífin bjargar henni þar með úr klóm villidýrs. Lítil hætta er á að Íslendingar takist á loft með regnhlífinni, því Kári er með blæstri sínum fljótur að eyðileggja þessi annars nauðsynlegu hjálpartól. KÁRI BLÉS AF KRAFTI Morgunblaðið/Golli Stekkja rstaur k om Er búið að kíkja í skóinn? *Nánar um skilmála á flytjandi.is PI PAA P RR \\ BW A W A TB ••• SÍ A • 9 SÍ A • 91 8 81 S 91 8 8 Opið til22 öll kvöld til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.