Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 38

Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 VISSIR þú að í kirkjunni þinni er boðið upp á fjöl- breytt starf fyrir alla aldurshópa? Vissir þú að þar er tekið á móti öllum með opn- um faðmi? Vissir þú að þú þarft ekki að vera al- veg rosalega mikið trúuð/trúaður til að sækja starf kirkj- unnar? Vissir þú að þú mátt vera leit- andi í trúarlegum efnum en samt finnast eiga heima í kirkjunni þinni? Vissir þú að í kirkjunni þinni er að finna vettvang trúarleitar, til- beiðslu og tjáningar? Vissir þú að í kirkjunni þinni er borin virðing fyrir skoðunum þín- um og þú mátt tjá þig um þær án þess að eiga það á hættu að vera útskúfað? Vissir þú að í kirkjunni þinni fer fram trúverðug og lýð- ræðisleg umgjörð lífsskoðana og trúmála alla daga? Vissir þú að kirkjan þín metur mannréttindi ofar trúarlegum kreddum? Vissir þú að í kirkjunni þinni sameinast fólk um bjarta lífssýn, fagrar vonir og væntingar um lífið? Vissir þú að í kirkjunni þína kem- ur fólk alla daga og á öllum aldri með ólíkar lífsskoðanir og vænt- ingar og gerir sitt til þess að skapa sér og öðrum þeim sem koma í kirkjuna trúverðuga og lýðræðislega umgjörð lífskoðana? Vissir þú að þetta er hjóm eitt ef enginn lætur sig hafa það að koma í kirkjuna sína? Vissir þú að heyrst hefur að kirkjurnar séu tómar hvern sunnu- dag? Ef svarið er já þá vissir þú ekkert af þessu ofantalda sem fram fer hvern dag í þjóðkirkju landsins og fríkirkjum alla daga vikunnar, ekki aðeins á sunnudög- um. Vissir þú að það er aldrei of seint að kynna sér starfið í kirkjunni þinni? Vissir þú að þú ert velkominn og það er hlustað á þig án þess að dæma þig? Vissir þú að kirkj- an þín kann að standa við tjörn, opið haf, inni í landi, í hverfinu þínu, í þorpinu þínu? Vissir þú að hún stendur þér nærri, alltaf með opnar dyr? Vissir þú að við í þjóðkirkjunni erum þakklát fyrir þann stuðning og meðbyr sem hún hefur fundið hjá þeim fjölmörgu sem sækja kirkjuna sína á degi hverjum? Vissir þú að kirkjan þín horfir vonaraugum til framtíðar? Vissir þú að hún skorast ekki undan að taka þátt í mótun sam- félagsins til framtíðar með þér? Kannski vissir þú þetta allt. Vissir en þorðir ekki að að spyrja hvort þessu væri í alvöru þannig farið með kirkjuna þína, hina lúthersk-evangelísku þjóð- kirkju. Allt sem þú vildir vita um kirkjuna en þorð- ir ekki að spyrja um Eftir Þór Hauksson Þór Hauksson » Vissir þú að kirkjan þín horfir vonar- augum til framtíðar? Höfundur ert sóknarprestur í Árbæjarsöfnuði. Í FRUMVARPI ríkisstjórnarinnar eru lagðar fram tillögur um skattahækkanir. Tekjuskattur ein- staklinga í sumum til- fellum hækkaður veru- lega auk þess sem skattur á rekstraraðila er hækkaður umtals- vert frá því sem nú er. Dæmi eru um að skatt- ar komi til með að hækka um allt að 80% frá því sem áður var. „Prósentustig“ eða „prósent“? Í umræðum um skattamál eru breytingar á sköttum ávallt skil- greindar sem „prósent“ hækkun. Sem dæmi um það má nefna að þeg- ar tryggingagjald var hækkað úr 5.34% í 7% á miðju ári. 1.66% hækk- un hljómar ekki mikið og ætti eng- inn að gera sér rellu útaf slíku. En málið er ekki alveg svona einfalt því það að hækka skatt úr 5.34% í 7% er vissulega 1.66 prósentustiga hækk- un en raunveruleg prósentuhækkun er auðvitað rúm 31% eða 7% / 5.34% og á þessu er töluverður munur. Kostnaðarlið- urinn „tryggingagjald“ mun því hækka um 31% í beinhörðum út- lögðum peningum í rekstrarreikningum fyrirtækja en ekki um 1.66%. Í meðfylgjandi töflu eru tekin nokkur dæmi um boðaða hækkun skatta frá því sem áður var: (Sjá töflu) Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er gerð veigamikil eðlisbreyting á skattlagningu arðs þar sem allt að 50% arðgreiðslna kemur til með að skattleggjast sem skattur af laun- um. Lægri skattur á félög en einstaklinga? Í umræðunni um skattamál kem- ur upp ágreiningur um mismunandi skatthlutföll milli einstaklinga og einkahlutafélaga – eiga menn þá til að bera saman tekjuskatt einka- hlutafélaga sem er nú 15% á móti staðgreiðsluhlutfalli einstaklinga sem er 37.2%. Ekki er að undra að mönnum blöskri þessi mismunur sem er í hugum sumra 22.2% en ann- arra 148% – hvort sem menn hugsa í prósentustigum eða í prósentum – en það eru nokkur atriði sem gleym- ast oft og mikil einföldun á stað- reyndum að bera þessi tvö skatt- hlutföll hrátt saman. Í fyrsta lagi ber einstaklingum í rekstri þ.m.t. eigendum og aðilum að einkahlutafélögum að reikna sér laun samkvæmt stöðlum sem gefnir eru út af embætti Ríkisskattstjóra. Af þessum „reiknuðu launum“ greiða einstaklingar að baki einka- hlutafélaga nákvæmlega sama skatt og almennir launamenn þannig að þar er ekki um mismunun, skörun, að ræða. Skv. reynslu minni í starfi þá er það einungis flökkusaga að menn geti reiknað sér „vinnukonu- laun“ og greitt sér síðan arð út á all- an hagnað. Skattframtöl eru það gagnsæ að slíkt framferði fer ekki framhjá eftirlitsaðilum. Í öðru lagi reiknast fjármagns- tekjuskattur á þann arð sem tekinn er út úr einkahlutafélögum, en arð má ekki reikna nema að skilyrði um reiknuð laun séu uppfyllt. Sá fjár- magnstekjuskattur var 10%. Því var raunveruleg skattbyrði eða „út- tektarskattur“ úr einkahlutafélagi orðinn 23.5% þannig að skattmun- urinn hefur dregist saman. Boðuð hækkun tekjuskatts og fjármagns- tekjuskatts hefur þau áhrif að „út- tektar“ skattur þessi hækkar að lág- marki um tæp 40% eða úr 23.5% í 32.76%. Í þriðja lagi njóta einstaklingar ýmissa skattalegra ívilnana sem einkahlutafélög njóta ekki á nokk- urn hátt. Má þar helst nefna, persónuafslátt, skattfrelsi af fram- lagi í lífeyrissjóði auk sértækra fjár- hagslegra og félagslegra ívilnana s.s. vaxtabóta og barnabóta. Öll einka- hlutafélög greiða líka „útvarpsgjald“ hvort sem þau sýna hagnað, tap eða séu yfirhöfuð með einhverskonar rekstur og / eða umsýslu. Í fjórða lagi má nefna eðlismun milli launatekna og afraksturs af at- vinnurekstri. Öllum rekstri fylgir áhætta og ábyrgð. Rök fyrir því að lægri skatthlutfalli af hagnaði af rekstri skýrist af mismuninum á þeirri ábyrgð sem menn taka þegar þeir taka þá ákvörðun að hefja eða standa í eigin atvinnurekstur. Þótt að einkahlutafélög séu með svokall- aðri takmarkaðri ábyrgð, þ.e. hlut- hafar taka ekki ábyrgð á skuldbind- ingum einkahlutafélaga umfram framlagt hlutafé þá er það mín reynsla að slík takmörkuð ábyrgð sé meira í orði en á borði. Að vísu eru stjórnarmenn í einkahlutafélögum persónulega ábyrgir fyrir afdráttar- sköttum s.s. virðisaukaskatti og staðgreiðslu auk framlaga í lífeyris- sjóði en auk þess eru eigendur og stjórnendur einkahlutafélaga oftar en ekki krafðir um persónulegar ábyrgðir þegar kemur að fyrir- greiðslu hjá fjármálastofnunum eða birgjum. Áhrif skattahækkana ? Í núverandi árferði virðast skatta- hækkanir vera óumflýjanlegar en líta verður til samspils skattahækk- ana og fleiri þátta. Greiðslustreymi atvinnulífsins er farið að hökta veru- lega í hremmingum undanfarið og á hluti fyrirtækja við töluverða greiðsluerfiðleika að stríða. Hjá þjóð sem glímir við aukið atvinnuleysi finnst mér undarlegt að veikja stoðir atvinnulífsins m.a. með mikilli hækkun tryggingagjalds sem hvetur fyrirtæki til hagræðingar í rekstri m.a. með uppsögnum á starfsfólki. Tryggingagjaldshækkunin rennur að miklu leyti í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð þannig að í raun finnst mér ákveðin mótsögn í hækkun á slíkum skatti. Einnig býst ég við að 60% hækkun á tryggingagjaldi og að lág- marki 40% hækkun á afrakstri at- vinnurekstrar komi hvorki til með að hvetja fyrirtæki til að ráða til sín fólk né hvetja einstaklinga og frum- kvöðla til dáða og hefja atvinnu- rekstur. Skattafrumvarpið og atvinnulífið Eftir Eymund Svein Einarsson » Í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar eru boðaðar verulegar skattahækkanir á at- vinnulífið sem nú þegar stendur á brauðfótum. Eymundur Sveinn Einarsson Tekjuskattur Úttektarskattur Fjármagns- Trygginga- ehf/hf ehf/hf tekjuskattur gjald Skattur var 15.00% 23.50% 10.00% 5.34% Skv. frumvarpi 18.00% 32.76% 18.00% 8.50% Hækkun %-stig 3 9.26 8 3.16 Hækkun % 20.00% 39.40% 80.00% 59.18% (að lágmarki) Höfundur er löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf ehf í Garðabæ. Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.