Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 NEMENDUR Korpuskóla í Reykjavík sýndu helgileikinn Bjartasta stjarnan í gær. Þetta er fjörugur söngleikur sem fjallar um boðskap jólanna í skammdeginu og hvernig það góða sigraði það vonda nóttina helgu þegar Jesú var í heiminn borinn. Söngleikurinn er nú sýndur í 8. sinn undir styrkri stjórn Svans Bjarka Úlfars- sonar tónmenntakennara. Allir nemendur 1., 6., og 7., bekkjar taka þátt með leik, söng og tónlist. Morgunblaðið/Ómar Bjartar jólastjörnur skína í Korpuskóla Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HALLI á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári og tvöföldun langtímaskulda skýr- ist að stórum hluta af 270 milljarða króna veðlánum viðskiptabankanna sem ríkissjóður tók yfir af Seðlabank- anum. Veðlánin urðu verðlítil við fall bankanna. Kemur þetta fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2008. Telur Ríkisendurskoðun að hægt hefði verið að draga úr tjóni ríkissjóðs og Seðlabankans með því að herða fyrr kröfur um veð. Mikill viðsnúningur varð í rekstri ríkissjóðs á árinu 2008. Eftir að hafa skilað tekjuafgangi fjögur ár í röð varð 216 milljarða króna halli 2008. Heildargjöld hækkuðu um 73% frá árinu á undan og munar þar mest um kostnað sem féll á ríkissjóð vegna hruns bankanna og endurreisnar fjármálakerfisins en einnig vegur hækkun lífeyrisskuldbindinga þungt. Langtímaskuldbindingar ríkis- sjóðs rúmlega tvöfölduðust á árinu, fóru úr 527 milljörðum í 1.200 millj- arða. Skýrist þessi hækkun af útgáfu ríkisbréfa á innlendum lánamarkaði, 163 milljarða hækkun vegna gengis- lækkunar krónunnar og 112 milljarða hækkun á lífeyrisskuldbindingum sem meðal annars kemur til vegna neikvæðrar raunávöxtunar á fjárfest- ingum Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins. Fjórða atriðið og það sem Ríkis- endurskoðun fjallar ítarlega um er 270 milljarða króna veðlán sem ríkis- sjóður yfirtók frá Seðlabankanum í lok desember 2008. Seðlabankinn hafði lánað bönkun- um háar fjárhæðir fyrr á árinu, meðal annars gegn veði í skuldabréfum sem þeir gáfu út. Eftir að bankarnir kom- ust í þrot urðu þessar veðkröfur verð- litlar. Ríkissjóður tók þessar veðkröf- ur til sín til þess að forða Seðla- bankanum frá þroti. 175 milljarðar afskrifaðir strax Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að heildarkröfur Seðla- bankans á hendur bönkunum vegna veðlána og daglána námu 345 millj- örðum kr. Ríkissjóður tók yfir 270 milljarða kr. og var ákveðið að af- skrifa strax 175 milljarða króna. Þeir 75 milljarðar sem eftir stóðu hjá bankanum voru færðir til gjalda hjá honum sem útlánatöp. Veðlánin eru þannig til komin að Seðlabankinn leit á það sem lögbund- ið hlutverk sitt að veita innlendum fjármálastofnunum lausafjárfyrir- greiðslu. Fram kemur hjá Ríkis- endurskoðun að vegna erfiðleika á krónumarkaði og gjaldeyrismarkaði snemma ársins hafi eftirspurn eftir þessum lánum aukist mjög. Þá kemur fram að hinir föllnu bankar öfluðu sér líka lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán hjá Seðlabankanum gegn ótrygg- um veðum. Bankinn herti reglur sínar um veðtryggingar í ágúst. „Spyrja má hvers vegna Seðlabankinn brást ekki fyrr við þessum „leik“ bankanna og herti kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyrirtækja. Að mati Ríkisendurskoðunar hefði þetta get- að dregið úr því tjóni sem ríkissjóður og Seðlabankinn sátu uppi með eftir falla bankanna,“ segir í skýrslunni. Seðlabankinn gefur út reglur um viðskipti við fjármálafyrirtæki. At- hugun Ríkisendurskoðunar leiddi ekki í ljós neitt sem bendir til þess að við mat á veðum hafi starfsmenn ekki virt eða fylgt gildandi reglum um tryggingar fyrir lánum. Hefði mátt draga úr tjóninu  Töpuð veðlán Seðlabankans hjá föllnu bönkunum auka halla ríkissjóðs og langtímaskuldir  Ríkis- endurskoðun spyr hvers vegna Seðlabankinn herti ekki fyrr kröfur vegna veðlána fjármálastofnana Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Veðlán til bankanna urðu lítils virði eftir bankahrunið. Í HNOTSKURN »Ríkisendurskoðun gerirekki verulegar athuga- semdir við reikningsskil stofn- ana en bendir á veikleika í innra eftirliti. »Vakin er athygli útgjöldumstofnana umfram fjárheim- ildir. »Stór hluti ríkisstofnanahefur ekki fellt greiðslur fyrir ómælda yfirvinnu að fullu inn í föst laun. Launakerfi ríkisins er sagt ógagnsætt. TÓNLISTAR- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfnina í Reykjavík mun heita Harpa. Þetta var opinberað við hátíðlega athöfn í gær. Það var Harpa Karen Antonsdóttir, 10 ára gömul, sem gaf húsinu nafnið. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í fyrra og frá 1.200 manns bár- ust 4.156 tillögur. Úr þeim var síðan síað og á endanum stóð valið um nöfnin Kristall, Hafblik og Harpa. Nafnið sem var valið er sagt stutt, einfalt og skiljist á erlendum tungum og vísar til vorsins, þegar náttúran lifnar við. sbs@mbl.is Húsið Harpan vísar til vorsins Tónlistarhúsið nýja fær nafn Morgunblaðið/Árni Sæberg Nafn Harpa Karen Antonsdóttir nefndi húsið. Með henni eru Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. „NOKKUÐ hefur borið á fölskum undir- skriftum þar sem nöfn á borð við Gord- on Brown, Bar- ack Obama og Davíð Oddsson hafa ratað inn á undirskriftalista,“ segir Ólafur Elí- asson, tónlistarmaður og talsmaður samtakanna InDefence. Samtökin safna sem kunnugt er undirskriftum þar sem skorað er á forseta Íslands að hafna nýjum Ice- save-lögum og vísa þeim til þjóð- aratkvæðagreiðslu. Eru bullundir- skriftir reglulega hreinsaðar út af listanum auk þess sem tölvunar- fræðingar innan hópsins hafa rakið IP-tölur þeirra tölva þaðan sem slíkar undirskriftir koma sem og lén þeirra. „Það sem hefur vakið furðu okkar er að stjórnarráðslén kemur upp sem og lén Fréttablaðs- ins, RÚV og Hagstofu Íslands,“ segir Ólafur. Ekki er hægt að rekja úr hvaða ráðuneyti skráningar ber- ast. „Manni dettur í hug að þetta sé til að gera söfnunina ótrúverðuga,“ segir Ólafur. Óháður aðili fer yfir undirskriftalista áður en hann verð- ur afhentur forseta Íslands, auk þess sem hann verður samkeyrður þjóðskrá. Rugl úr ráðuneyti Falskar undirskriftir hjá InDefence N1 Deildin KONUR Laugardagur Vodafone höllin Fylkishöll VALUR - HK FYLKIR- KA/ÞÓR 14:00 16:00 2009 - 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.