Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ Andres Krist-insson fæddist á Grímsstöðum 21. mars 1938. Hann lést 5. desember 2009. Faðir hans var Krist- inn Hannes Guð- mundsson (1910- 1995), bóndi á Gríms- stöðum. Móðir Andresar er Greta Guðmundsdóttir, f. 1917, húsfreyja. Systkini Andresar eru Adda (1936- 1936), Kristín Munda, f. 1941, Guðmundur, f. 1945, og Sigurður, f. 1948. Eiginkona Andresar er Ásta Kristjana Ragnarsdóttir, f. 1942. Þau giftu sig 13. nóvember 1960. inn Grétar, stálvirkjasmiður, f. 1965. Búsettur á Spáni. Andres ólst upp á Grímsstöðum en flutti til Borgarness árið 1958 þar sem hann hóf nám í bifvéla- virkjun. Húsið í Þórólfsgötu byggði Andres árið 1967 og bjó þar til æviloka. Andres starfaði fyrir Bifreiða- og trésmiðju Borgarness frá 1958 til 1971. Hann lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 1961 og fékk svo meistarabréf í bifvélavirkjun 1965. Frá 1971 til 1977 starfaði hann hjá Sæmundi Sigmundssyni. Síðan tók við starf hjá Prjónastofu Borg- arness þar til prjónastofan var lögð niður 1991. Eftir það vann Andres hjá Vegagerðinni þar til hann lét af störfum vegna aldurs í apríl 2008. Útför Andresar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, laugardag- inn 12. desember 2009, og hefst at- höfnin kl. 14. Faðir Ástu var Ragn- ar Ingimarsson (1917- 1992), sjómaður á Ólafsfirði og móðir hennar er Kristín Pálsdóttir, f. 1924, húsfreyja frá Siglu- firði. Börn Andresar og Ástu eru: 1) Ragn- ar Ingimar, trésmið- ur, f. 1961. Kona Ragnars er Magnea Kristín Jakobsdóttir, starfsmaður í versl- un. Greta Bogadóttir er dóttir Magneu. 2) Sigríður, framleiðslustjóri, f. 1964. Sigríður og maður hennar, Ing- ólfur Friðjón Magnússon, vélstjóri og nemi, eiga Bjarka Má, Ástu Kristínu og Lindu Björk. 3) Krist- Pabbi lagði mikla áherslu á að kenna okkur að bera virðingu fyrir því sem við eigum og okkur þykir vænt um. Í dag er það okkur ljóst að það er mikilvægur eiginleiki að kunna að bera virðingu fyrir öðrum sem og sjálfum sér. Pabbi var alltaf tilbúinn að hjálpa. Byggingarvinna var honum lítið mál og var hann til mikillar hjálpar þegar Ragnar byggði hús sitt. Þá var hann orðinn veikur en lét það ekki koma í veg að aðstoða son sinn. Það var líka alltaf hægt að hringja í hann ef maður lenti í bílavandræðum, hann leiðbeindi manni þá auðveldlega í gegnum símann eða leit á hann við tæki- færi. Pabbi var heimsins besti afi. Hann gerði aldrei upp á milli barnabarna sinna og vildi allt fyrir þau gera. Þau fóru með í ferðalög í húsbílnum og fengu meira að segja að koma með í vinnuna en það fengum við aldrei þegar við vorum börn. Þegar veikindin fóru að láta á sjá lét hann það ekki stoppa sig. Á góðum degi fór hann niður í bílskúr eða jafnvel skrapp til Reykjavíkur í búðir. Undir lokin var það okkur ljóst að ekki væri mikið eftir og það var óskaplega erfitt að sætta sig við að geta ekkert í því gert. Elsku besti pabbi, við vitum að þú ert á góðum stað núna, þar sem þér líður vel og getur fylgst með okkur. Og á meðan þú passar okk- ur munum við passa hana mömmu fyrir þig eins og við vorum búin að lofa. Þín börn, Ragnar, Sigríður (Sigga) og Kristinn (Kiddi). Það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við hugsum um afa er afi og húsbíllinn. Það var svo gaman að fá að vera í húsbílnum með ömmu og afa, sérstaklega þegar þau komu á húsbílnum að sækja okkur í skólann. Þá gátum við sýnt vinunum hversu flottur bílstjóri afi var og allt íslenska góðgætið sem þau komu með frá Íslandi. Brjóst- sykurinn hans afa var alltaf á sín- um stað í hanskahólfinu og afi var ófeiminn að bjóða okkur einn. „Finnst þér þetta ekki gott?!“ sagði afi stundum í hneykslunartón þegar hann sat við eldhúsborðið og fékk sér eitthvað sérkennilegt að borða. Oft var það samblanda af nokkrum matartegundum því ef það var gott eitt og sér hlaut það að vera gott saman. Þetta gerði hann þó oft bara til þess að stríða okkur. Afi var ljúfur maður og var alltaf tilbúinn að gera hvað sem er fyrir okkur, jafnvel þótt hann hafi stund- um þurft að fórna eigin þægindum. Í einni af mörgum heimsóknum hjá ömmu og afa var afa skipað úr hjónarúminu til þess að leyfa okkur stelpunum að sofa uppi í hjá ömmu. Hann svaf þá aleinn í rúmi í næsta herbergi en kvartaði ekki. Gönguferðirnar með ömmu og afa voru okkur kærar. Best var að leiða afa og ömmu því þá var mað- ur svo öruggur. Afi hélt fast um hönd okkar eins og hann gerði þeg- ar við vorum litlar til þess að passa okkur. Á unglingsárunum hættum við ekki að vilja leiða afa í göngu- ferðunum jafnvel þótt það gæti ver- ið vandræðalegt ef einhver sá til okkar. Afi gat líka verið ansi þrjóskur og kláraði alltaf það sem hann tók sér fyrir hendur. Liturinn rauður var alltaf í miklu uppáhaldi hjá afa en allt sem var blátt fannst honum ljótt. Hann vildi ekki eiga neitt blátt og hvað þá að eiga bláan bíl! Hins vegar hafði hann eignaðist svartbláan bíl á sínum yngri árum en þrætti lengi fyrir að bíllinn hefði verið svartur en ekki blár. Nú ríkir mikil sorg í hjörtum okkar en við huggum okkur við það að vita að afa líður vel þar sem hann er núna. Elsku afi, megi minning þín ávallt vera með okkur. Hvíl í friði. Þínar, Ásta Kristín og Linda Björk. Í dag, 12. desember, kveðjum við félaga minn Andres Kristinsson. Ég ólst upp á Þórunnargötunni í Borgarnesi en við enda hennar hafði Andres byggt sér hús, á Þór- ólfsgötu 21. Í minningunni var margt framandi að gerast þar á bílaplaninu og í bílskúrnum. Þar voru bílar oft með opið húdd eða á tjakk og verið að gera við. Þegar strákarnir hans Andrésar höfðu aldur til komu þríhjól, reiðhjól og mótorhjól á hlaðið sem var ekki eins algengt og er í dag. Við fé- lagarnir í Björgunarsveitinni Brák bárum hlýjan hug til Andresar í orðsins fyllstu merkingu því að þegar Andres vann á prjónastof- unni prjónaði hann lambhúshettur, sokka og peysur á alla félagana. Peysurnar eru mér minnisstæðar því þær voru prjónaðar með nafni björgunarsveitarinnar. Árið 1991 byrjaði Andres að vinna á vélaverkstæði Vegagerðar- innar í Borgarnesi og þar unnum við saman þar til hann hætti að vinna í mars 2008. Það er mikill fengur að hafa fengið tækifæri til að vinna með Andresi. Hann var ekki neinn meðalmaður. Það fór lít- ið fyrir honum hann hafði sig ekki mikið í frammi en það var skemmtilegt að fylgjast með hon- um því hann hafði gaman af öllu sem hann var að fást við. Ef hlutir gengu ekki eins og til stóð eins og hendir alltaf þá var það ekki gremja eða geðvonska sem vaknaði heldur var strax komin áætlun að lausn þeirra verkefna. Hann var ófeiminn við að láta hugann reika um framandi og óþekkta hluti. Þeg- ar hann var byrjaður á verkefni var hugurinn við það þar til því var lok- ið. Það er með ólíkindum hvað hann mundi um vélar, útfærslur og aðferðir, það skipti ekki máli hvort það var nýlegt eða gamalt. Hann var útsjónarsamur við að nýta sér tæki og tól til að létta sér vinnuna. Andrés var vel heima um hina ýmsu hluti og hafði skoðanir á því sem hann hafði kynnt sér og þurfti sterk rök til að breyta hans skoð- unum. Það eina sem hann sýndi verulegt fálæti voru boltaíþróttir og hann skildi engan veginn að það væri verið að fylgjast með mönnum hlaupa á eftir boltatuðru eins og hann orðaði það. Þegar menn voru að gera að gamni sínu og kannski smáhrekkir í gangi var Andrés lið- tækur og hafði hann gaman af því að hafa svolítið líf í kringum sig. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast Andrési og því hvað hann og Ásta voru samstiga og höfðu gaman af lífinu. Ég votta Ástu, Ragnari, Siggu, Kidda og fjölskyldum samúð mína. Guðmundur Finnur. Andres Kristinsson ✝ Ástkær systir mín, föðursystir og mágkona, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR frá Reykjum í Fnjóskadal, lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík mánudaginn 7. desember. Útförin fer fram frá Illugastaðakirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri kl. 13.00. Tryggvi Gunnarsson, Gunnar M. Guðmundsson, Þóra K. Guðmundsdóttir, Pálína Magnúsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HARALDUR STEINAR TORFASON fyrrum bóndi Haga í Nesjum, lést á hjúkrunardeild HSSA, Hornafirði, fimmtudaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði í Lóni sama dag. Elín Dögg Haraldsdóttir, Gunnar Björn Haraldsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Sölvi Haraldsson, Anna Halldórsdóttir, Sigrún Brynja Haraldsdóttir, Þorvaldur Helgason, Þorleifur Haraldsson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Ivon Stefán Cilia, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Klifshaga, Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Skinnastaðarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 14.00. Daði Þröstur Þorgrímsson, Jóhanna Birna Falsdóttir, Sigra Þorgrímsdóttir, Jón Sigurðsson, Pétur Þorgrímsson, Magnea R. Árnadóttir, Grímur Jónsson, María Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kær vinur okkar og samferðamaður í lífinu, HRAFN SÆMUNDSSON, lést fimmtudaginn 10. desember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Ester Hulda Tyrfingsdóttir, Agnes Huld Hrafnsdóttir, Páll Breiðfjörð Pálsson, Hulda María Hrafnsdóttir, Björn Hersteinn Herbertsson, Berglind Hrönn Hrafnsdóttir, Ólafur Vignir Björnsson, Eva María, Viktor Hrafn, Páll Elvar, Sindri Freyr, Hrafnhildur, Zophanías, Ester Hulda, Fjölnir Þór og Alma Júlía. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALBJÖRN SCHEVING, Hraunbæ 146, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 4. desember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 17. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Anna Björg Björnsdóttir, Freydís Aðalbjörnsdóttir, Róbert Línberg Runólfsson, Snædís S. Aðalbjörnsdóttir, Óli Valur Guðmundsson, Katla Ósk og Viktoría Rós Róbertsdætur. ✝ Eiginkona mín, BRYNHILDUR FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Billa, Túngötu 13b, Grenivík, lést miðvikudaginn 9. desember. Útför hennar fer fram frá Grenivíkurkirkju föstudaginn 18. desember kl. 13.30. Ernst Ingólfsson. ✝ Ástkæri faðir, sonur og bróðir, NÍELS ÓLAFSSON, Aarhus, Danmörku, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. desember. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Hafþór Níelsson, Tryggvi Níelsson, Ólafur Hafþór Guðjónsson, Björg Ólafsdóttir, Daníel Ólafsson, Guðjón Hafþór Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.