Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ Ólína Halldórs-dóttir fæddist á Snotrunesi í Borg- arfirði eystra 3. ágúst 1918. Hún lést á sjúkradeild HSA á Egils- stöðum 2.12. 2009. Foreldrar Ólínu voru Halldór Ár- mannsson og Gróa Björnsdóttir. Ólína var næstelst í fjög- urra systkina hópi, Ármann f. 1916, d. 2008, Margrét Ágústa f. 1922, Elías Björn f. 1930, d. 2007. Árið 1952 giftist Ólína Einari Sveinssyni f. 1915, d. 1983, þau eignuðust saman tvær dætur a) Þórhalla f. 1953, dóttir hennar er Herdís Ingva- dóttir f. 1974 og hennar dóttir er Karólína Rún Helgadóttir f. 1998. b) Guðrún Ester f. 1955, maður hennar er Páll Ólafsson f. 1948. Börn þeirra eru Hulda f. 1980, sonur hennar er Patrekur Smári Bjarnason f. 2005 og Ein- ar Ólafur f. 1988. Uppeldissonur Ólínu og Einars í nokkra vetur var systursonur Ólínu, Njáll Eiðsson f. 1958. Ólína starf- aði framan af sem húsmóðir á Snotrunesi og einnig sem vinnu- kona á heimilum og verkakona í Reykjavík og á Selfossi. Árið 1962 tók hún við rekstri greiðasölu og gistihúss K.H.B. á Borg í Borgarfirði og rak það allt til ársins 1991. Árið 2002 flutti Ólína á sambýli aldraðra á Egilsstöðum en eftir að heilsu hennar hrakaði 2006 dvaldi hún á sjúkradeild HSA á Egils- stöðum. Minningarathöfn verður í Eg- ilsstaðakirkju í dag, laugardag- inn 12. desember kl. 11 en útför- in verður frá Bakkagerðiskirkju kl. 14 sama dag. Ólína móðursystir mín var búin að lifa langa ævi. Hún hefði orðið 92 ára næsta sumar. Kynslóð Ólínu hefur lifað meiri breytingar en nokkur önnur. Ólína bjó í torfbæ á Snotru- nesi fyrstu tólf árin sem hún lifði, talað oft um það, saknaði hans og mundi vel hvernig öllu var þar fyrir komið. Ég man fyrst eftir mér hjá Ólínu og Einari inni á Borg en þar rak hún matsölu og gistingu í mörg ár. Ég hef líklega verið fimm ára, svaf á dívan inn á herbergi þeirra hjóna en gat ekki sofið fyrir hita frá ofni í her- berginu. Það var löng nótt. Mér finnst eins og Ólínu hafi oft verið kalt. Hún vildi hafa heitt í sínum húsum. Næstu vetur var ég inni á Borg og nánast alla vetur sem ég gekk í grunnskóla. Þá var ekki byrj- að að keyra nemendur í skólann. Urðu þeir að ganga, oft langar leiðir í vondum veðrum og ófærð. Svo vel líkaði mér hjá Ólínu að ég fór oft ekki heim í Snotrunes um helgar. Ég naut þess að vera eini strákurinn á heimilinu og að vera yngstur. Köll- uðu dætur Ólínu mig oft Gullkálfinn er þeim fannst dekrið og eftirlát- semin ganga of langt. Ólína var oft áhyggjufull yfir að ég færi mér að voða í þessu nýja um- hverfi sem þorpið var. Bryggjan og fjaran var vinsæl, olíu- og lýsistank- arnir, frystihúsið og sláturhúsið á haustin. Öruggast var að vera í fót- bolta, slagbolta eða yfir á einhverju húsinu. Man ég að oft kallaði Ólína frá Borg svo glumdi í þorpinu og vildi fá að vita hvar ég væri en aldrei man ég eftir því að hún bannaði mér að fara á þessa staði. Þetta sýnir þá umhyggju sem hún bar fyrir mér og þá ábyrgð sem hún hafði tekið að sér. Ólína fylgdist vel með hvernig mér gekk í skólanum og því sem ég tók mér fyrir hendur og hvatti mig áfram. Oft var margt um manninn á Borg, bæði kostgangarar og ferða- menn. Aðstaðan var ekki góð en Ólínu tókst að galdra fram góðan og nægan mat í plássleysinu. Oft var borðað í mörgum hollum. Einnig var frændfólkið oft í mat er það var við vinnu inná Bakkagerði. Þá var setið í stiganum ef hvergi var pláss ann- ars staðar. Eftir að ég fór frá Borgarfirði að spila knattspyrnu vissi hún alltaf hvernig gekk hjá mér eða liðinu sem ég þjálfaði. Síðustu árin hef ég verið að þjálfa Hött í 2. deild og er ekki mikið fjallað um þá deild í útvarpinu. Ólína átti erfitt með að ná því að engar fréttir væru af frammistöðu Hattar og fannst útvarpið standa sig illa, enda afar hreinskiptin mann- eskja. Síðustu árin dvaldi Ólína á sam- býli aldraðra á Egilsstöðum og á sjúkrahúsinu. Þar naut hún góðrar aðhlynningar. Átti ég þess kost að koma oft til hennar. Hún talaði mik- ið um liðna daga, rifjaði upp hluti er gerðust þegar hún var ung, var minnug og sagði skemmtilega frá. Einnig reyndi hún að fylgjast með nútímanum og fá fréttir af frænd- fólkinu. Að lokum votta ég Þórhöllu, Guð- rúnu Ester og fjölskyldum þeirra samúð mína. Ömmustelpunni, Her- dísi þakka ég ótrúlegan dugnað og hve vel hún hugsaði um ömmu sína alla tíð. Það er einstakt. Ólína, nú er þessi ferð á enda. Hún endar þar sem hún byrjaði. Það er gott útsýni yfir Borgarfjörðinn af Bakkamelnum. Njáll Eiðsson. Nú ertu farin, elsku amma litla, hetjan mín. Mikið er ég glöð og þakklát fyrir að hafa getað fylgt þér síðasta spölinn og stytt þér stund- irnar síðustu tvö og hálft ár. Við átt- um gott og náið samband og það verður skrítið að geta ekki heimsótt þig á sjúkrahúsið eins og ég hef gert. Alltaf fagnaðir þú mér þegar ég kom, allt fram á síðasta dag. Þú varst mikil dugnaðarkona og eins og klettur hvað sem á dundi. „Það þýðir ekkert að gefast upp“ sagðir þú viku áður en þú kvaddir enda hafðir þú haft það að leiðarljósi í þínu lífi. Ég á eftir að sakna húm- orsins þín og skemmtilegra tilsvara sem urðu oft til þess að ég og aðrir skelltum uppúr. Og ófáar vísurnar varstu búin að fara með fyrir mig og stúlkurnar á sjúkrahúsinu. Þú lærðir snemma að taka ábyrgð og sú ábyrgðartilfinning fylgdi þér alla ævi og þú vildir fylgjast með þínu fólki og vita hvort allt væri í lagi hjá því. Hugur þinn var mikið á Borgarfirði þó þú sættir þig við að vera á Egilsstöðum síðustu árin og þiggja þá umönnun sem þú þurftir á að halda. Ég var að skoða myndir um dag- inn þá voruð þið að spila, þú, Sveina, Inga Ólafs og Dabba heima hjá okk- ur í Ásbrún, það var nú notalega stund. Ég veit að þú ert ánægð að vera komin til þeirra allra og hinna vinanna og ættingjanna sem þú áttir svo erfitt með að sætta þig við að væru farnir. Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum ég lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slíka fórn sem þú mun flestum ofraun vera, En hjálpin var þín heita trú þær hörmungar að bera. Í hljóði barst þú hverja sorg, sem hlaustu oft að reyna en launin færðu í ljóssins borg og lækning allra meina. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson.),# Það er ár síðan að þú sagðir að afi hefði komið og rétt þér höndina en þú hefðir ekki getað tekið í hana. Ég sé fyrir mér að nú leiðist þið um grænar grundir eins og þið gerðuð nýgift upp túnið á Nesi. Elsku amma mín, ég geymi minn- ingarnar um þig í hjarta mér, þakka þér fyrir allt og allt. Hvíl í friði, Guð geymi gullið mitt. Þín, Herdís. Elsku hjartans amma mín Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa náð að koma austur til þín þennan erfiða dag, 2. des. 2009 á 29 ára afmælinu mínu. Það eru margar og góðar minn- ingar sem fljúga í gegnum hugann á þessari erfiðu kveðjustundu. Alltaf var jafn gaman fyrir Huldu litlu að trítla upp í flugvél á Reykja- víkurflugvelli, með bláu litlu töskuna með dóti í, og koma til ykk- ar austur á Borgarfjörð eystri á sumrin. Ég er ævinlega þakklát fyrir þær stundir sem við áttum þar sem eru mér ómetanlegar. Það var tekið á móti mér af svo mikilli ást og hlýju. Svo oft hef ég hugsað til þess hvað ég er heppin og hvað ég lít á það sem mikil forréttindi að hafa fengið þennan tíma. Því oft óskaði ég þess að þið byggjuð nær okkur svo við gætum hitt ykkur alltaf þegar okkur langaði til þess. Þú varst svo mikil hörkukona, ótrúlega dugleg og aldrei langt í húmorinn og grínið. Yndisleg mann- eskja. Ég var alltaf svo stolt af þér amma mín. Alltaf varstu á spani og að snúast í eldhúsinu á Borg og að hugsa um gesti og gangandi. Iðulega vaknaði maður við ilmandi bökunar- lykt upp á Kvist, og þá var sko ald- eilis byrjað að baka klukkan 6 og allt á fullu. Enda alltaf til fullur frystir af árstarpungum, kleinum og alls kyns bakkelsi sem við nutum góðs af. Þú leyfðir mér að hafa svuntu og að sniglast með þér í eldhúsinu og bera fram kaffi og kleinur. Svo voru það „púddurnar“ okkar og haninn, þú gafst mér nokkrar hænur og einn hana. Ég var svo ægi- lega ánægð og montin yfir því, borg- arbarnið sjálft. Þú kenndir mér ógrynnin öll af köplum enda mikil spilakona og svo sátum við saman við borð og lögðum kapal. Þegar heilsu þinni fór að hraka og þú komst suður til okkar um jól og áramót áttum við stundir sem aldrei munu gleymast. Patrekur minn litli minntist á það um daginn hvað Lína langamma var glöð í fyrrasumar þegar við komum til þín í níræðisafmælið þitt á sjúkra- húsið á Egilsstöðum með Herdísi og Karólínu, og þau voru að tína upp í þig bláber sem þér þóttu svo góð. Og það er mér svo kært að hann muni eftir þér þótt ungur sé. Ég þakkaði Guði fyrir það þegar Herdís flutti aftur austur, því hún hugsaði um þig af svo mikilli ást og umhyggju. Ég veit amma mín að þú ert á góð- um stað núna með Einari afa. Við kveðjum þig með söknuði í hjarta, elsku amma litla sæta, og minningin um þig lifir í hjörtum okk- ar allra Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Takk fyrir allt. Guð geymi þig Þín, Hulda litla. Myndin af Ólínu, eða Línu frænku minni, sem fyrst kemur upp í hugann er af ungri konu sem situr álút framan við gamla kolaeldavél og sýslar í dimmu eldhúsi. Önnur mynd löngu síðar er af upplits- djarfri miðaldra konu í ljósum slopp með hvíta stífstraujaða svuntu. Þá rak hún Gistiheimilið Borg á Bakkagerði. Þessar tvær myndir segja drjúg- an hluta úr sögu hennar Línu, móð- ursystur minnar. Hún var jafngöm- ul fullveldi þjóðarinnar, fædd 1918. Lífið var erfitt, kjörin kröpp, að- stæður bóndans, sem barðist við að halda jörð sinni, bágar. Auk þess veikindi móðurinnar sem leiddu til þess að Lína tók ung við húsmóð- urstörfum á heimili fjölskyldunnar á Snotrunesi. Má fullyrða að hún hafi bjargað Halldóri föður sínum þegar heilsu Gróu ömmu fór hrak- andi. Auk þess fóstraði hún yngsta bróður sinn Elías sem var 12 árum yngri. Elli minntist hennar líka í myndum sínum síðar sem konunnar sem kallar á fólkið í matinn af engj- um (verst að hljóðið fylgir ekki myndinni). Það kemur því ekki á óvart að heimilisstörf hafi legið vel fyrir Línu. Það kom sér vel þegar hún tók að sér veitingarekstur á gistiheimilinu Borg. Þangað flutti fjölskyldan frá Snotrunesi á 7. áratugnum, Einar og Lína og dæturnar tvær, Guðrún Ester og Halla. Þar komu þau sér vel fyrir og áttu myndarlegt og gott heimili. Þangað var gott að koma og öllum vel tekið. Ég veit að margir eiga góðar minningar um húsfreyj- una á Borg og góða matinn sem hún bauð upp á. Rammíslenskan sveita- mat blandaðan ýmsu kryddi úr vist fínu fjölskyldunnar sem Lína dvaldi hjá um hríð í Reykjavík. Þaðan fóru allir saddir og sælir á sál og líkama. Eitt sinn varð hún frænka mín Reykjavíkurmær. Myndin sýnir konu í fallegum kjól, með hatt og á háhæluðum skóm. Glæsikona sem naut þess að ganga um götur borg- arinnar á svo „ótrúlega flottum skóm“. Þá hitti hún líka ástina sína. Unga, svarthærða, laglega manninn sem var húsamálari. Og saman fóru þau austur í heimahagana. Reyndar var hann hálfbróðir Eiðs, föður míns. Lífið var Línu ekki alltaf auðvelt því veikindi og ýmis óáran settust að fjölskyldunni. En alltaf stóð Lína keik – gaf af sér til annarra – en lét engan eiga neitt inni hjá sér. Hún gat verið blíð sem vestanblærinn en snúist á norðaustan ef henni þótti ástæða til. Þannig lifði hún í blíðu og stríðu og bar höfuðið hátt. Líka eftir að hún fluttist upp í Egilsstaði þar sem hún naut þess að láta aðra þjóna sér síðustu æviárin. Loksins. Ég kveð þessa hversdagshetju og kæru frænku með söknuði. Nú er enginn sem kallar mig lengur „Eyju“ sína og manninn minn, hann Knút, „Hagalín“. Enginn sem vor- kennir mér að eiga bara rauðhærð börn! En minningin um þessa sterku konu mun lifa í hugum okkar „barnanna“ hennar. Dætrum henn- ar og barnabörnum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Hafðu kæra þökk fyrir allt og hvíl í friði. Eygló Eiðsdóttir. Með virðingu og þökk fyrir ára- tuga vináttu kveð ég Ólínu vinkonu mína. Þessi stolta og óeigingjarna kona með 91 ár að baki hefur nú lát- ið laust lauf sitt og fellt höfuð að sverði. Ótal minningar koma í hug- ann sem ekki verða sagðar hér. Ól- ína var sönn hetja, mín ósk er sú að Ísland megi eiga fleiri slíkar. Ég dái runna sem roðna undir haust og standa réttir þó stormana herði uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði (Einar Bragi.) Dætrum Ólínu og afkomendum hennar votta ég samúð mína. Þórunn Sigurðardóttir. Ólína Halldórsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og takk fyrir að fagna mér alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín. Og takk fyrir að hugsa svona oft til mín. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og vonandi hefurðu hitt langafa. Þín langömmustelpa, Karólína Rún. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, LAUFEY EINARSDÓTTIR, Kórsölum 1, Kópavogi, lést sunnudaginn 6. desember. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju þriðju- daginn 15. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á áheitabók Kaldrananeskirkju 0316-13-700057, kt. 530771-0169. Hannes Ólafsson, Sigríður Benediktsdóttir, Hjalti Þór Hannesson, Kristín Guðmundsdóttir, Ómar Örn Hannesson, Sigríður Harpa Hannesdóttir, Halldór Freyr Sveinsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ANNA JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Streiti í Breiðdal, Suðurgötu 15, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 10. desember. Útför hennar verður gerð frá ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, Reykjavík, mánudaginn 14. desember kl. 13.00. Sigurbergur Baldursson, Lára Leósdóttir, Oddný Baldursdóttir, Bára Baldursdóttir, Stefán E. Sigurðsson, Ómar Baldursson, Margrét H. Kristinsdóttir, Ásta Baldursdóttir, Svanberg K. Jakobsson, Smári Baldursson, Bergþóra Ásdís Sófusdóttir, Gunnar Kr. Guðmundsson, Guðríður Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.