Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 28
28 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Á tak hefur verið gert í grisjun skóga á þessu ári og á næsta ári má ætla að grisjunin marg- faldist. Um átaksverk- efni er að ræða í ýmsum skilningi því með samstarfi Vinnumálastofnunar og Skógræktar ríkisins hafa sex ein- staklingar sem voru án atvinnu feng- ið störf við skógarhögg, þrír í Þjórs- árdal og þrír í Haukadal. Svo vel líkar þeim starfið að einhverjir þeirra hyggjast starfa við það áfram og jafn- vel gera tilboð í grisjun á eigin spýt- ur. Ánægjan mun vera gagnkvæm. Dagurinn er ekki langur í skamm- deginu í gróskumiklum skóginum í Þjórsárdal og ekki fýsilegt að ráfa þar um með keðjusög í myrkinu. Því byrja skógarhöggsmennirnir daginn heima við starfsmannahúsið við vinnslu skógarafurða, sem eru not- aðar í spæni undir hesta, í fiskhjalla, brenni fyrir flatbökuofna og fram- undan er að afhenda eldivið upp í samning við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Á leiðinni inn í skóginn við Sel- höfða rifjar Jóhannes H. Sigurðsson, verkstjóri í skóginum í Þjórsárdal og aðstoðarskógarvörður á Suðurlandi, upp nöfnin á trjátegundunum. Sitka- greni, rauðgreni og stafafura voru ráðandi í fyrstu gróðursetningunum fyrir réttri hálfri öld, þarna eru einn- ig lerki, blágreni og ösp að ógleymd- um fjallaþininum sem fyllir morg- uninn með ilmi sínum. Stígurinn í gegnum skóginn er merk fram- kvæmd sem unnin var með styrk frá Sjálfsbjörgu á Suðurlandi til að auka aðgengi fatlaðra. Skóglendið í Þjórsárdal er á um 450 hekturum í landi Skriðufells og Ásólfsstaða. Á síðustu árum hefur meira verið grisjað en áður, sem er nauðsynlegt í öllum skógum. Allt í einu varð markaður fyrir grisj- unarviðinn og Jóhannes segist efast um að eins mikil eftirspurn sé eftir viði úr fyrstu grisjun í nágrannalönd- um og er hérlendis. Það breyttist eins og margt annað með veikingu krón- unnar er innflutningur varð dýrari en áður. Við göngum á sagarhljóðið á bökk- um Sandár og þar eru þremenning- arnir Bjarni Haraldsson, Magnús Fannar Guðmundsson og Daníel Hrafn Ólafsson að fella tré, afgreina og draga í stæðu. Þeir láta vel af sér og Bjarni og Magnús hafa hug á að starfa áfram við skógarhöggið en samningi um starf þeirra lýkur nú fyrir jól. „Þetta er frábært, eins og að fá borgað fyrir að vera í ræktinni. Hérna erum við úti í náttúrunni laus- ir við stress og þras,“ segja þeir Magnús og Daníel. Þeir eru tvítugir og stefna á nám í framhaldsskóla eft- ir áramót, annar á Selfossi, hinn á Grundarfirði. Á heimavelli í skóginum Jóhannes verkstjóri er á heima- velli í skóginum. Hann er fæddur á Ásólfsstöðum og býr þar enn. Afi hans, Ásólfur Pálsson, seldi hluta jarðarinnar á sínum tíma til Skóg- ræktar ríkisins, en hélt eftir und- irlendi til að hægt væri að stunda þar búskap. Sem unglingur starfaði Jó- hannes öll sumur í skóginum, en lærði síðan vélvirkjun. Hann starfaði meðal annars hjá Landsvirkjun, en er nú að koma sér upp stofni holda- nauta. „Ég er með heilsársstarf hjá Skóg- ræktinni, en fer í fjósið heima á Ásólfsstöðum kvölds og morgna,“ segir Jóhannes. „Við erum aðallega í kjötframleiðslu og höfum blandað saman Angus og Limousine. Ætli við seljum ekki 20 naut til slátrunar í ár,“ segir Jóhannes. Við kveðjum skógarhöggsmennina þegar líður að hádegismat hjá þeim. Þeir elda sjálfir og nautahakk með alls konar ívafi er vinsælast hjá þeim félögum. Stundum með spaghettí eða eggi. Alltaf með brauði og nóg af tómatsósu. Með sögina Bjarni Haraldsson dregur ekki af sér við að saga greinar af bolnum. Verkstjórinn Jóhannes H. Sigurðsson frá Ásólfsstöðum við timburstafla. Með skógarhöggsmönnum í hálfrar aldar gömlum skógi við Selhöfða í Þjórsárdal Ánægja með árangur af átaksverkefni Morgunblaðið/Ómar Í skóginum Handtökin eru mörg og nýfellt tréð tekur í hjá þeim Daníel Hrafni Ólafssyni og Magnúsi Guðmundssyni. S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Frábært verð, mik ið úrval gefðu Gjafabréf heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi Jafnvægi fyrir líkama og sál veittu vellíðan gefðu gjafabréf Kínversk handgerð list Frábær jólagjöf á gamla genginu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.