Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 55
Minningar 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ Ásgeir Sæ-mundsson fædd- ist í Selparti 22. maí 1927. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands, Fossheimum, hinn 5. desember sl. Foreldrar hans voru Sæmundur Jó- hannsson, f. 2. maí 1893, d. 18. ágúst 1944, og Ólína Ás- geirsdóttir, f. 19. febrúar 1898, d. 18. ágúst 1936. Systkini Ásgeirs eru: Gunnur Gunn- arsdóttir, f. 1917, d. 2007, Mar- grét Sæmundsdóttir, f. 28. jan- úar, maki Ólafur Torfason, f. 28. júlí 1936, Sigríður Sæmunds- dóttir, f. 19. ágúst 1928, maki Eiður Sveinsson, f. 7. október 1932, d. 16. ágúst 1990, Jóhann Sæmundsson, f. 20. maí 1930, maki Hulda Eiríksdóttir f. 22. mars 1931, Ásta Rakel Sæmunds- dóttir, f. 23. nóvember 1931, maki Styrmir Hreinsson, f. 17. febrúar 1934, og Gunnar Sæ- býlismaður Svavar E. Kjærne- sted, 6. janúar 1979. Stjúpbarn Marínu, Elísabet Lilja S. Kjærne- sted, f. 8. ágúst 2002, 1.3.1) Össur Týr S. Kjærnested, 5. október 2009. 2) Sæmundur Ásgeirsson, f. 15. janúar 1963. Fyrrverandi maki Guðný Traustadóttir, f. 9. ágúst 1965, 2.1) Trausti Sæ- mundsson, f. 2. mars 1989. 3) Ól- ína Ásgeirsdóttir, f. 20. ágúst 1965, sambýlismaður Alexander Hafþórsson, stjúpbörn Ólínu eru tvö, Aron Snær Melsteð, f. 12. ágúst 1993, og Guðný Þóra Guð- rúnardóttir, f. 29. júní 1995. 3.1) Lára Katrín Alexanders Ólínu- dóttir, f. 26. febrúar 2004. 4) Bragi Ásgeirsson, f. 18. maí 1968, maki Petra Nicola Deatrich, f. 25. júní 1978, 4.1) Eva Bragadóttir, 28. janúar 2007, 4.2) óskírð Bragadóttir, f. 15. júlí 2009. Ásgeir ólst upp og bjó alla sína ævi í Selparti. Hann var nokkra vetur í farskóla og kynntist þar málaralistinni sem átti hug hans alla ævi. Hann náði góðum tökum á grænmetisræktun sem hann stundaði með búskapnum. Útför Ásgeirs fer fram í Vill- ingaholtskirkju í dag, laugardag- inn 12. desember, og hefst at- höfnin kl. 11. mundsson, f. 17. febr- úar 1935, maki Ásta Halldóra Ágústs- dóttir, f. 26. október 1935. Ásgeir og systkini hans ólu upp Guðbrand Gíslason, f. 24. ágúst 1944, frá 7 ára aldri. Ásgeir kvæntist 27. júlí 1963 Magneu Sigurbergsdóttur, f. í Grænhól, Ölfusi, 4. september 1937. For- eldrar hennar voru Sigurbergur Jó- hannsson, f. 18. ágúst 1886, d. 23. febrúar 1969 og Arnfríður Ein- arsdóttir f. 8. júlí 1906, d. 2. nóv- ember 1994. Barn Magneu og Knud Erik Andersen, f. 21.6. 1938, d. 1960, en stjúpbarn Ás- geirs 1) Anna Lísa Andersen, f. 24. október 1959, barnsfaðir Haukur Emil Venharðsson, f. 14. febrúar 1954, börn þeirra 1.1) Magnús Finnur Hauksson, f. 29. ágúst 1977, 1.2) Arndís Andersen, f. 1. júlí 1980, 1.3) Marína And- ersen, f. 26. nóvember 1988, sam- Nú er hann horfinn, lúinn eftir langa ævi, fóstri minn kær. Ásgeir Sæmundsson bjó alla sína tíð á Selparti og gerði að einni bestu jörð í hreppnum. Þar liggur á bak við hagsýni og framsýni en þó mest vinna, endalaust slítandi puð og seigla. Þessi arfleifð Ás- geirs er dýrmæt en þó er hún mun víðtækari. Foreldrar hans létust ung frá sex börnum, sumum á barnsaldri en Ágeir sautján ára og hálfsystir hans Gunnur litlu eldri. Ásgeir tók við búinu og axlaði ábyrgðina sem fylgdi af æðruleysi og dugnaði. Hann átti drjúgan þátt í því að koma systkinum sínum á legg og svo átti hann Sæmund, Ólínu og Braga með eiginkonu sinni Magneu og kom þeim öllum vel til manns og líka dóttur henn- ar, Önnu Lísu. Svo fóstraði hann mig. Ásgeir var af Lækjarbotnaætt, kominn af Oddaverjum og líkur þeim um háttalag: lítt gefinn fyrir valdabrölt og illdeilur en umburð- arlyndur, seinn til vandræða, drenglyndur og góðgjarn. Hann var herðabreiður, hárprúður, enn- ishár, bláeygur, ljósfreknóttur, rétt nefið og hafið upp í fram- anvert eins og Gunnar á Hlíðar- enda, mildur og stilltur eins og Jó- hann bróðir hans sem er skyldur honum í mannkostunum. Við Ásgeir hittumst fyrst á hlaðinu í Gaulverjabæ þegar ég steig út úr hálfkassabíl Jóns í Túni sumarið 1951, kominn austur í Flóa af upptökuheimilinu Silunga- polli tæpra sjö ára, einn og hrædd- ur. Hann vék sér að mér, heilsaði og leiddi mig að bílnum sem senn myndi flytja okkur í Selpart, seild- ist í poka í framsætinu og rétti mér úr lófanum glóandi, fagur- rautt epli. Í þá daga voru epli sjaldséð nema á jólum og stundum varla þá. Svo ókum við heim í nýja Willys-jeppanum hans, öðru undr- inu á þessari erfiðu ferð og urðum vinir æ síðan. Löngu síðar fórum við saman til Mallorka og dvöldum þar í eina viku. Ásgeir var vanafastur og vildi ekki hvað sem var. Best þótti honum og skemmtilegast mér þeg- ar hann loks fann eitthvað sem líktist skyri í kaupfélaginu og smjattaði á. Ásgeir hélt með sín- um. Þarna keypti hann póstkort af landslagi og þegar ég kom næst í Selpart hafði hann málað eftir þeim, en Ásgeir var litaglöggur frístundamálari og skapaði lands- lag sem var friðsælt og allt í réttu horfi. Í málverkinu fann hann sam- hljóm við eðli sitt og ég veit að þrátt fyrir amstrið allt var hann fagurkeri sem teygaði sumarbirt- una á hlaðinu á Selparti og nam söng stjarnanna yfir bænum á kyrrum kvöldum. Þar var hans paradís. En svo lagðist Alzheimer-fant- urinn á hug Ásgeirs og herti linnu- laust og æ fastar að uns hann sett- ist smám saman allur og nauðugur inn í alltumlykjandi snjóhvíta þögnina. Undir lokin gisti hann á Foss- heimum á Selfossi. Þar uppi á þriðju hæð sér yfir Ölfusána til vesturs. Við leiddumst að gluggan- um einn sólskinsdag í sumar og horfðum saman út. Þá bráði af honum stundarkorn og hann sagði mér að þær væru góðar við sig þarna og að Nicola á Selparti væri mikið góð við sig. Þetta er hér með þakkað og komið til skila. Best þótti honum þó að Selpartur skyldi haldast í fjölskyldunni. Þá var ekki erfiðað til einskis. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið í lífi Ásgeirs Sæmundssonar. Ættingjum hans og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guðbrandur Gíslason. Ásgeir Sæmundsson Minningar á mbl.is G. Frímann Hilmarsson Höfundur: Hilmar Ólína Halldórsdóttir Höfundur: Ásthildur Ísidóra Sigurðardóttir Hlynur Þór Sigurðsson Höfundur: Arndís Huld Ólafur Tryggvi Jónsson Höfundur: Erla frá Hólmi Unnur Ólöf Andrésdóttir Höfundar: Svavar, Brynhildur og börn Meira: mbl.is/minningar Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SVEINBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR frá Norðfirði, Fellsmúla 5, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.00. Sesselja G. Ingjaldsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, Birgir Árnason, Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, Auðbjörg Stefánsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR frá Skógargerði. Smári Hermannsson, Ásdís Elfa Jónsdóttir, Dagný Hermannsdóttir, Hermann Hermannsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Gísli Hermannsson, Margrét Kristjánsdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Hugo Þórisson, Stefán Hermannsson, Arnfríður Einarsdóttir, Ívar Ásgeirsson, Þórunn Árnadóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRARINS ÞORKELS JÓNSSONAR löggilts endurskoðanda. Þorbjörg Jónsdóttir, Jón Þórarinsson, Birna María Antonsdóttir, Helga Halldóra Þórarinsdóttir, Dagur Jónasson, Bryndís Þórarinsdóttir, Halldór Geir Þorgeirsson, Þórarinn Eiður Þórarinsson, Alexandra María Klonowski, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Af alhug sendum við þakkir til ættingja og vina er sýndu okkur samúð og virðingu við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓNS BENEDIKTSSONAR prentara, Gullsmára 7, áður Víðihvammi 19, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Félags íslenskra bókaútgefenda, Háskólans á Bifröst, frábærs starfsfólks Smárans fyrir alla hjálpina og vina hans í getraunum eldri borgara Breiðabliks er heiðruðu minningu hans á eftirminnilegan hátt. Guð leiði ykkur áfram til góðra verka. Sigurlaug Jóna Jónsdóttir, Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Davíð Hauksson, Sigríður Guðmundsdóttir, Heimir Þór Sverrisson, Jón Orri Guðmundsson, Júlía Ágústsdóttir, Benedikt Þór Guðmundsson, Guðrún Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MARTEINS HAFÞÓRS HREINSSONAR vélfræðings, Skeljatanga 42, Mosfellsbæ, sem lést 19. apríl síðastliðinn. Sérstakar þakkir sendum við til ykkar allra fyrir faðmlög, kossa, blóm, gjafir, framlög í minningarsjóði og aðstoð við kaffi og veitingar við útför. Einnig viljum við þakka föður hans og fjölskyldu, prestinum okkar Ingileif Malmberg, karlakórnum Fóstbræðrum, Birgi Haraldssyni, Sigurgeiri Sig- mundssyni og Útfararstofu kirkjugarðanna. Vinnuveitendum og sam- starfsfólki þökkum við fyrir umburðarlyndi og skilning á erfiðum tímum. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Ásgerður Pálsdóttir, Páll Þórólfsson, Katrín Rós Gunnarsdóttir, Elísabet Inga Marteinsdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir, Hjalti Rafn Gunnarsson, Þórhildur Dana Marteinsdóttir, Aron Dagur Pálsson, Gunnar Hrafn Pálsson, Gyða Stefanía Halldórsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og sendu góðar kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, áður Tjarnarbraut 25, Hafnarfirði. Þökkum sérstaklega starfsfólki deildar A3 á Hrafnistu, Reykjavík fyrir óaðfinnanlega umönnun. Sveinn Magnússon, Kristín Bragadóttir, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Ólafur Emilsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Ólafsson, Elín Magnúsdóttir, Garðar Briem, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.