Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
Fjölskylduhjálp Íslands
Neyðarkall
frá Fjölskylduhjálp Íslands
Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem
minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að-
stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar.
Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti
haldið gleðileg jól.
Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4
í Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13, miðviku-
daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar
Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892
9603. Einnig er tekið á móti framlögum á
reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr.
101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang:
fjolskylduhjalp@simnet.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
BANKARNIR eiga samtals 257 íbúðir og íbúð-
arhús sem þeir hafa tekið yfir frá því að banka-
kerfið hrundi. Þeir eiga einnig fyrirtæki, stór og
smá, atvinnuhúsnæði, sumarbústaði, lóðir og
fleira. Bankanir hafa flutt flestar þessar eignir í
sérstök eignaumsýslufélög sem sjá um að koma
þeim í sölu, en ljóst er að sumar eignir koma
bankarnir til með að eiga í nokkur ár meðan
beðið er eftir því að aðstæður á markaði batni.
Það eru stórar og smáar eignir sem bank-
arnir hafa tekið yfir vegna þess að skuldarar
hafa ekki náð að standa í skilum. Bankarnir
hafa á síðustu misserum verið að setja á stofn
félög til að annast umsýslu með þessum eign-
um. Inni í þessu félögum er mikið af eignum
sem bankarnir áttu fyrir hrun.
Miðengi ehf. fer með eignir Íslandsbanka
Íslandsbanki stofnaði eignasýslufélagið Mið-
engi sem heldur utan um eignir bankans í þess-
um tilgangi. Stjórn Miðengis er skipuð fimm
einstaklingum og þar af eru þrír óháðir stjórn-
armenn. „Enginn þeirra stjórnarmanna sem
sitja á vegum bankans í félaginu starfar við eða
ber ábyrgð á lánafyrirgreiðslu. Þannig er
tryggt að ákvarðanataka um fyrirgreiðslu
bankans til fyrirtækja byggist eingöngu á við-
skiptalegum forsendum,“ segir í svari frá Ís-
landsbanka við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Undir Miðengi ehf. eru fimm dótturfélög.
Eitt þeirra, Breiðengi ehf., fer t.d. með 20%
eignarhlut bankans í Háskólanum í Reykjavík,
10% hlut bankans í Keili á Miðnesheiði og 3,3%
hlut í sparisjóðnum Byr. Einnig fer félagið með
hlut í Capa Invest, Frumtaki GP ehf. og GLB
Glacier Renewable. Annað félag, Laufengi ehf.,
fer með hlut bankans í Steypustöðinni, Skelj-
ungi og Sjóklæðagerðinni (33,3% hlut). Þriðja
félagið heitir Útengi ehf., en það fer með 23,5%
hlut bankans í Háskólavöllum ehf., sem tengist
Keili.
Fjórða félag Íslandsbanka heitir Engigerði,
en það rekur fasteignafélög sem bankinn hefur
yfirtekið. Þetta eru Laugaakur, sem heldur ut-
an um fasteignir í Arnarneslandi í Garðabæ,
41,3% hlutir í Fasteign, en það félag á mikið af
húsnæði sem sveitarfélög á Suðurnesjum og
víðar leigja, og fasteignafélagið Rivulus.
Þá á Íslandsbanki 77 íbúðir, 39 iðnaðar- og
verslunarhúsnæði, fimm sumarhús, 17 íbúða-
lóðir og tvær sumarbústaðalóðir. 40% hlutur í
Icelandair er vistaður hjá bankanum sjálfum.
Fjárfesta fyrir 800 milljónir í Egilshöll
Landsbankinn rekur fjögur eignaumsýslu-
félög, Vestiu, Regin, Hömlur og Horn.
Vestia ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun
eignarhalds í atvinnufyrirtækjum sem Nýi
Landsbankinn hefur eignast í kjölfar end-
urskipulagningar. Félagið á í dag hlut í sex fyr-
irtækjum, Öskju (36% hlutur), Húsasmiðjunni
(100%), Parlogis (100%), Stoðum (25% hlut),
Teymi (62,2% hlut) og Atorku (42% hlut).
Atorka á hlut í fyrirtækjum eins og Björgun og
Geysi Green Energy.
Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri
Vestia, segir markmið félagsins að hámarka
verðmæti eigna. Félagið ætli sér að selja þessar
eignir við fyrsta tækifæri, en starfsreglur fé-
lagsins gerir þó ráð fyrir að horft verði til fleiri
þátta. Ákvörðun hafi verið tekin um að setja
Parlogis í sölu á seinni hluta næsta árs og hann
reiknar með að hlutur Teymis í Tali verði settur
í sölu í vetur.
Reginn er dótturfélag Nýja Landsbankans
sem sér um að reka og leigja atvinnuhúsnæði
sem bankinn hefur yfirtekið. Helgi S. Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Regins, segir að fé-
lagið sé búið að yfirtaka nokkra tugi eigna.
Samtals eigi félagið um 140 þúsund fermetra af
húsnæði. Stærsta fasteignin er Smáralind sem
er 62 þúsund fermetrar.
Helgi segir ljóst að félagið komi til með að
vera með nokkuð umfangsmikla starfsemi.
Markmið þess sé að hámarka verðmæti eigna.
Eignirnar verði seldar eins fljótt og auðið er, en
markaðsaðstæður séu hins vegar erfiðar. Hann
segir að markaðurinn sé þó alls ekki frosinn.
Hann er bjartsýnn á að félagið geti selt hús-
eignir á næsta ári sem eru með góða leigusamn-
inga.
Helgi segir að í nokkrum tilvikum þurfi að
gera endurbætur á húseignum áður en hægt sé
að selja þær. Þetta eigi t.d. við um Egilshöll.
Verið sé að byrja umfangsmiklar framkvæmdir
á höllinni sem áætlað er að kosti 700-800 millj-
ónir. Verktaki verði valinn um miðjan þennan
mánuð að loknu forvali. Stefnt sé að því að
framkvæmdum við bíóið ljúki í lok næsta árs.
Hann segist bjartsýnn á að hægt verði að selja
Egilshöll þegar þessum framkvæmdum sé lok-
ið.
Hömlur eiga fasteignir
sem metnar eru á fimm milljarða
Hömlur er fasteignafélag Landsbankans sem
heldur utan um fasteignir (íbúðarhúsnæði),
skip og fleira. Félagið setur allar eignir jafn-
harðan á markað fyrir milligöngu fasteignasala.
Hömlur á í dag 111 íbúðir, 78 iðnaðar- og skrif-
stofuhúsnæði, 14 sumarhús, 120 sum-
arhúsalóðir, eitt skip og 10 aðrar eignir. Sam-
tals eru þetta 214 eignir og áætlað verðmæti
þeirra er 5,1 milljarður. Horn er fjárfestinga-
félag Landsbankans, en markmiðið með stofn-
un þess er að aðgreina utanumhald vegna fjár-
festinga í hlutabréfum frá meginstarfsemi
bankans. Horn ehf. hefur yfirtekið nær allt
hlutafé í skráðum og óskráðum félögum sem
fluttust frá Landsbanka Íslands til Nýja Lands-
banka. Félagið vill ekki gefa upplýsingar um
eignir sínar meðan ekki er búið að birta efna-
hagsreikning bankans. Af skráðum hlutabréf-
um á Horn hlut í Össuri, Marel, Intrum og
Kauphöllinni í Osló.
Þrjú eignaumsýslufélög
Arion eru að hefja starfsemi
Arion banki hefur stofnað fjögur eignaum-
sýslufélög, Landey, Landsel, Landfestar og
Eignasel. Starfsemi Landfesta er komin í fastar
skorður en hin félögin eru varla komin af stað.
Búið er að ráða framkvæmdastjóra fyrir Land-
ey og Landsel, en ekki fyrir Eignasel. Engar
eignir eru komnar inn í Eignasel og Landsel og
Landey er aðeins með eina eign á sínum snær-
um, þ.e. hlutabréfin í Þyrpingu.
Arion banki hefur yfirtekið fjögur fyrirtæki,
Pennann, Heklu, Þyrpingu og 1998. Frá ára-
mótum hefur bankinn leyst til sín 69 íbúðir, sex
iðnaðarhúsnæði og 12 atvinnuhúsnæði.
Landfestum er ætlað að eiga, reka og leigja
út atvinnuhúsnæði sem Arion banki eignast
með samningum um endurskipulagningu
skuldastöðu viðskiptavina sinna. Félagið á núna
um 75 þúsund fermetra af húsnæði og er yfir
90% þess í leigu. Jónas Þór Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir að nær allt þetta
húsnæði hafi bankinn verið búinn að eignast
fyrir hrun. Ein eign hefur bæst við síðan, en það
er Borgartún 26 sem Landfestar eignuðust af
Þyrpingu í haust. Jónas sagði að bankinn ætlaði
sér ekki að eiga þessar eignir um alla framtíð.
Þær yrðu seldar þegar jafnvægi væri komið á
markaðinn.
Atvinnuhúsnæði Eignaumsýslufélög bankanna hafa eignast mikið af atvinnuhúsnæði á síðustu misserum. Þeir eiga Egilshöll, Smáralind og stórar húseignir við Borgartún og Suðurlandsbraut.
Bankarnir eignast hús og félög
Bankarnir eru búnir að stofna sérstök eignaumsýslufélög sem hafa það verkefni að halda utan um
stórar og smáar eignir bankanna Sum þessi félög verða með umfangsmikla starfsemi næstu árin
Eignaumsýslufélög viðskiptabankanna
koma til með að vera með nokkuð um-
svifamikla starfsemi. Sumar eignir bank-
anna verða ekki seldar fyrr en markaðs-
aðstæður batna. Nokkur ár geta liðið áður
en sá tími kemur.
Áformum um að stofna opinbert
hlutafélag sem eigi og reki þjóð-
hagslega mikilvæg félög hefur ekki
verið hrundið í framkvæmd. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra segir að ekki hafi þó verið
fallið frá þessari hugmynd.
Í sumar samþykkti Alþingi heim-
ild til fjármálaráðherra til að stofna
opinbert hlutafélag sem hefði það
að markmiði að aðstoða fjármála-
fyrirtæki við fjárhagslega endur-
skipulagningu atvinnufyrirtækja.
Fyrirtækið má ef nauðsynlegt þykir
kaupa, eiga, endurskipuleggja og
selja „þjóðhagslega mikilvæg at-
vinnufyrirtæki“. Með þjóðhagslega
mikilvægu atvinnufyrirtæki er átt
við fyrirtæki „sem sinnir svo mikil-
vægum almanna- eða öryggishags-
munum að stöðvun þess um lengri
eða skemmri tíma mundi valda
verulegri röskun í þjóðfélaginu
öllu.“
Mats Josefsson, formaður nefnd-
ar um endurreisn bankakerfisins,
mælti með því að ríkið setti á stofn
opinbert eignaumsýslufélag. Ekkert
hefur hins vegar gerst í málinu frá
því Alþingi samþykkti lögin.
„Nei, við höfum alls ekki horfið
frá þeirri hugmynd,“ sagði Stein-
grímur J. þegar hann var spurður
hvort hætt væri við þessi áform.
„Hins vegar höfum við aðeins beðið
átekta með þetta mál af vissum
ástæðum. Við erum m.a. að bíða
eftir því hvert endanlegt umfang
Bankasýslunnar verður. Við erum
líka að afla gagna frá bönkunum
um hvernig þeir meta stöðuna
gagnvart sinni eignaumsýslu og
eignaúrvinnslu.“
Bankarnir virðast hafa efasemdir
um að þörf sé á slíku félagi. Í svari
frá Arion banka segir: „Það hefur
verið afstaða bankans að ekki sé
þörf á miðlægu eignaumsýslu-
félagi.“
Í svari frá Landsbanka er bent á
að tiltölulega fá félög flokkist undir
„þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki“.
Bankinn muni taka afstöðu til fé-
lagsins þegar sú staða komi upp að
eitthvert fyrirtæki eigi að flytjast
þangað.
„Þær áhyggjur sem menn höfðu
strax í kjölfar hrunsins um hvernig
ætti að fara með eignarhluti í þjóð-
hagslega mikilvægum fyrirtækjum
voru skiljanlegar á sínum tíma.
Hins vegar er ástandið mun betra
hjá þessum fyrirtækjum en menn
þorðu að vona á sínum tíma og
þörfin á slíku félagi ekki eins mikil í
dag og menn töldu fyrir um ári síð-
an. Ennfremur hafa viðskiptabank-
arnir sýnt að þeir geti leyst úr þeim
verkefnum einir sér eða í samstarfi
við hvor aðra þegar um fyrirtæki
hefur verið að ræða sem verið hefur
í viðskiptum við fleiri en einn
banka,“ sagði Birna Einarsdóttir
bankastjóri Íslandsbanka, um hug-
myndir stjórnvalda.
Lagaheimild til að stofna opinbert félag hefur ekki verið nýtt