Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 30
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta kom upphaflega til afþví að tveir yngstu dreng-irnir mínir eru frekar hand-óðir og þá eru brothættar jólakúlur ekki alveg það hentugasta. Ég ákvað því að prjóna jólakúlur og bjó til grunnuppskrift. Fyrsta kúlan tókst nokkuð vel, hún er í sauðalit- unum, rammíslensk, hrá og kraft- mikil. Reyndar svo kraftmikil að það var ekki aftur snúið. Ég var sannfærð um að fleiri hefðu gaman af þessu og ákvað að dreifa uppskriftinni sem víð- ast. Ég vil að sem flestir njóti þeirrar ánægju sem fylgir því að prjóna og úr þessu getur orðið skemmtileg jóla- undirbúningsstemning. Prjónuð jóla- kúla hönnuð af gefandanum er líka frábær jólagjöf,“ segir Vilborg María Ástráðsdóttir hestamaður og bóndi í Skarði í Gnúpverjahreppi hinum forna, en hún fór af stað með jólakúl- una sína í október. Virkja hugmyndaauðgi Kúlan er hugsjónaverkefni. „Ég kalla þetta verkefni Jólakúl, þar sem ég kasta boltanum með því að dreifa uppskriftinni og hvetja alla til að prjóna jólakúlur í öllum stærðum og gerðum og með allskonar munstri. Ég trúi svo sannarlega á að það sé hægt að virkja hugmyndaauðgi hvers og eins. Mér finnst að fólk eigi að nýta sinn eigin sköpunarkraft meira en það gerir. Ég hef fulla trú á því að fólk sem stundar til dæmis prjóna- skap geti sjálft hannað sín eigin munstur og snið. Það er um að gera að byrja bara smátt og láta hlutina þróast. Fólk á ekki að apa nákvæm- lega upp eftir öðrum. Mér finnst til dæmis ekki góð þróun að það líðist að fólk telji út peysur sem aðrir hafa hannað.“ Þjórsáin birtist í prjóninu Vilborg hefur ekki tölu á því hversu margar jólakúlur hún hefur prjónað en margar þeirra eru flognar úr hreiðrinu, sumar sem gjafir til vina og vandamanna en aðrar hefur hún selt. Og sumar þeirra eru farnar alla leið vestur um haf til Ameríku. Hún segir aldrei að vita nema hún reyni að selja útlendingum kúlur, ef þeir vilji kaupa þær. Vilborgu er margt til lista lagt. Hún er líka að fikta við myndlist. „Ég drekk í mig innblástur frá íslensku náttúrunni af mikilli áfergju. Ég hef sótt nám til Katrínar Briem mynd- listamanns og myndlistakennara í nokkur misseri og á hún mikið í mér og mínum þankagangi hvað varðar myndlist og sköpun.“ Vilborg segist horfa mikið í kring- um sig og hún leitar ekki alltaf langt yfir skammt þegar hún hannar munstur. „Í einu munstrinu mínu er Jólakúlufjölskylda „Prjónuð jólakúla hönnuð af gefandanum er líka frábær jólagjöf,“ segir Vilborg María. Prjónar Vilborg er í fæðingarorlofi eins og stendur en starfar sem leik- skólastjóri. „Ég nýti aðallega tímann eftir að börnin sofna á kvöldin.“ „Kalla þetta verkefni Jólakúl“ Fjölbreytt Rugguhestar sem Vilborg smíðaði eru hér klæddir lopapeysum. 30 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 M b l1 15 17 16 Gjöfin hennar Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 – www.selena.is Opið mán.-lau. kl. 11-18, sun. kl. 13-17 • Næg bílastæði Náttföt Verð 12.800 Náttföt Verð 14.800 Náttföt Verð 14.800 Náttkjóll Verð 8.800 Sloppur Verð 9.800 Undirfatasett Verð 10.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.