Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 53
Minningar 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ Georg Her-mannsson fæddist að Ysta- Mói í Fljótum 24. mars 1925. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar 4. desember sl. Foreldrar hans voru hjónin Elín Lárusdóttir, f. 27.2. 1890, látin 1980, og Hermann Jónsson f. 12.12. 1891, lát- inn 1974. Systkini hans voru 1) Hall- dóra Margrét, f. 11.10. 1912, d. 2007. 2) Lárus, f. 4.3. 1914, d. 2007. 3) Níels Jón Valgarð, f. 27.7. 1915, d. 1997. 4) Rannveig El- ísabet, f. 12.11. 1916, d. 1981. 5) Hrefna, f. 25.6. 1918, búsett á Siglufirði. 6) Sæmundur Árni, f. 11.5. 1921, d. 2005. 7) Haraldur, f. 22.4. 1923, búsettur á Sauð- árkróki. 8) Björn Valtýr, f. 16.6. 1928, búsettur í Reykjavík. Georg ólst upp að Ysta-Mói og átti þar heima allt til dauðadags. Hann var ókvæntur og barnlaus. Á fullorðinsárum tók hann upp félagsskap við Birnu Salómons- dóttur, sem lést fyrr í sumar. Ferðuðust þau mik- ið saman bæði inn- anlands og utan. Aðalstarf Georgs um ævina var akst- ur vörubifreiða og um tíma gerðu þeir bræður Georg og Sæmundur út nokkra vörubíla á þeim árum, kring- um 1946-1950, þeg- ar mest var umleik- is á því sviði í Fljótunum. Á seinni árum tók Georg nokkuð þátt í félagsmálum Fljót- anna, var meðal annars hrepp- stjóri í Haganeshreppi síðustu ár sem sá hreppur var og hét, þar til hann sameinaðist Holtshreppi og síðar Skagafjarðarhéraði. Hann kom mjög mikið við sögu bygg- ingar sundlaugarinnar að Sól- görðum. Einnig var hann formað- ur sóknarnefndar Barðskirkju og sá um og annaðist endurbygg- ingu þessarar gömlu kirkju. Útför Georgs fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 12. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður frá Barði í Fljótum. Kær föðurbróðir okkar hefur nú kvatt þessa jarðvist eftir legu á sjúkrahúsinu á Siglufirði undanfar- in ár. Snemma mynduðust sterk bönd milli okkar bræðra og Georgs frænda, þrátt fyrir að hafa búið í sitt hvorum landshlutanum, við fyr- ir sunnan og hann fyrir norðan. Bæði voru foreldrar okkar duglegir að keyra með okkur í Fljótin á öll- um árstímum og sömuleiðis var Georg tíður gestur fyrir sunnan og dvaldi á okkar heimili. Þegar hann kom suður var mikið útréttað með frænda. Við skutumst með hann í búðir til að fata sig upp, kaupa jólagjafir eða eitthvað annað, eins og að skjótast í Ræsi til að ná í varahluti. Bestu samverustundirnar áttum við kannski um jólahátíð- irnar yfir bobb-borðinu en þá var spilað frá morgni til kvölds. Georg var slingur bobb-spilari með mikið keppniskap og var oft spennu- þrungið andrúmsloft yfir leiknum þegar fjórir keppnismenn öttu kappi. Þá sjaldan að hann komst ekki suður til að halda jól með okk- ur í Álftamýri vantaði mikið. Hann er sannarlega partur af góðri minn- ingu okkar um gleðileg jól, minn- ingu sem við munum bera í brjósti um ókomin ár. Þegar komið var norður var allt- af gaman að fá að sitja í vörubíln- um hans Georgs, fara með honum í túra með möl og fleira, dæla fyrir hann olíu á bílinn að kvöldi og fylgjast með frænda dytta að bíln- um. Ekki var síðra að skjótast með honum í reiðtúra þar sem Blesi, Donni og Tvístjarni voru meðal annarra hesta teknir til kostanna. Georg frændi var mikill höfðingi. Söngmaður mikill, gjafmildur, hjartahlýr, glaðvær og gat alltaf séð af tíma til samræðna. Í hugann koma fleyg orð sem frændi lét falla fyrir nokkur árum þegar við bræður, fjölskyldur okk- ar, foreldrar og Georg fórum sam- an í bílalest að norðan, að lokinni veiðiferð og var ferðinni heitið á ættarmót að Laugum í Sælingsdal. Þegar við nálguðumst áfangastað og öll þessi stóru mannvirki kom í ljós að Laugum, skólahús, íþrótta- hús, sundlaug o. fl. Þá var mælt: „Hverjum dettur í huga að byggja allar þessar stóru byggingar hér á hjara veraldar?“ Svo mælti höfð- inginn Georg Hermannsson kom- andi að norðan frá Ysta-Mói í Fljótum. Nafla alheimsins. Georg var gæfumaður í sínu lífi. Allur hans frændgarður sótti í sam- skipti við hann, ekki síst á manna- mótum þar sem fáir sungu betur en frændi. Hann naut virðingar meðal sveitunga sinna og valdist til ým- issa trúnaðarstarfa. Ekki dró úr gæfu Georgs er hann kynntist Birnu Salómonsdóttur en saman áttu þau mörg góð ár í nánum vin- skap, þar til Birna lést fyrr á þessu ári. Blessuð sé minning Birnu sem annaðist Georg svo vel, ekki síst hin síðari ár þegar Georg tók að veikjast. Í dag kveðjum við með hlýjum minningum og þakklæti kæran frænda sem reynst hefur okkur svo vel alla okkar ævi. Far þú í friði. Gústaf, Hermann og Jónas Björnssynir. Fótunum var kippt undan honum í orðsins fyllstu merkingu. Það var fyrir rúmum fjórum árum að Georg fór að finna fyrir óstöðugleika í fót- unum. Hann kom á Sjúkrahús Siglufjarðar í september 2006 og hefur dvalið þar síðan. Fyrst hafði hann svolítinn mátt í fótunum og gat sjálfur hjálpað til við þá aðstoð sem hann þurfti, síðan hvarf sá máttur og hefur hann s.l. þrjú ár ekkert getað nema með mikilli hjálp og umönnun. Þetta voru grimm örlög fyrir þennan annars hrausta frænda minn. Miðað við hvað veikur hann var, þá var það mikil gæfa að vera hér á sjúkrahús- inu og njóta þeirrar frábæru um- mönnunar sem hann fékk á allan hátt, fyrir það er fjölskyldan inni- lega þakklát. Fyrir u.þ.b. tólf árum tókst með honum og Birnu Salomonsdóttur náin vinátta. Birnu hafði hann þekkt sem unga stúlku í Haganes- víkinni, þar sem faðir hennar var kaupfélagsstjóri. Þessi vinátta var Georg mjög mikils virði, þau ferð- uðust saman til Kanarí á hverju ári, meðan hann gat, bjuggu að vísu mest hvort í sínu lagi, en þó saman, þetta myndi sennilega kall- ast fjarbúð. Eftir að Georg veiktist og kom á sjúkrahúsið var Birna mjög dugleg að koma norður og hugsaði hún um hann á allan þann hátt, sem best verður gert. Hann varð alltaf glaðari þegar von var á Birnu. Birna lést fjórða júní s.l. langt um aldur fram og gerði ég og við hér okkur ekki grein fyrir að hún væri svo veik. Fyrstu minn- ingar mínar um Georg frænda minn eru að hann var vörubílstjóri í Fljótunum, handmokaði möl á bíl- inn í fjörunni og keyrði til Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, þar sem þá var mikið um nýbyggingar. Það var kannski farin ein svona ferð að kvöldi, eftir að hafa keyrt í vega- vinnu allan daginn. Það var oft stór frændsystkinahópur á Ysta-Mói hjá ömmu og afa á sumrin, einhvern vegin var það nú svo að öll töldum við okkur eiga Georg. Það sem ég á sérstaklega í minningunni er að þegar hann kom þreyttur heim á kvöldin, þá borgaði hann „túkall“ fyrir að sækja einn bolla af berjum. Ekki er ég viss um að ég hafi haft mikið uppúr þessu, þar sem ég var aldrei duglegur til þeirra verka né annarra í sveitinni. Eftir svo löng og erfið veikindi er hvíldin kær- komin. Nú geta þau Birna dansað og sungið saman, sem þau gátu ekki síðustu árin. Björn Jónasson. Kær föðurbróðir og mágur, Georg Hermannsson frá Ystamó í Fljótum, er látinn. Georg var átt- undi í röð níu barna þeirra hjóna Elínar Lárusdóttur og Hermanns Jónssonar, fæddur 1925. Á upp- vaxtarárum Georgs var bernsku- heimilið jafnan mannmargt, því auk níu barna áttu margir þar athvarf um lengri eða skemmri tíma. Barnahópurinn var líflegur og uppátækjasamur og fara margar sögur af skemmtilegum atvikum og samskiptum þeirra í milli. Þótt börnin færu að heiman eitt og eitt og stofnuðu eigið heimili héldu þau þó áfram að koma heim að Mó eins oft og tækifærin leyfðu. Ystimór bernsku okkar barnabarna, þeirra Elínar og Hermanns, var fullur af lífi og fjöri. Þar var afar gest- kvæmt, systkinin níu voru fjörmikil og höfðu skoðanir á hlutunum sem engin ástæða var að fara leynt með. Í minningunni var ákveðinn ævintýraljómi yfir Georg, hann var alltaf góður og notalegur við okkur krakkana, enda komumst við upp með ýmislegt sem aðrir fullorðnir hefðu kannski ekki samþykkt. Hann fór sinna ferða, átti alltaf flottustu bílana, vörubíla og drossí- ur sem okkur krökkunum þótti mikið til um. Bílarnir urðu enda ævistarf Georgs, því lengst af starf- aði hann sem vörubílstjóri. Georg var mikill áhugamaður um hesta og naut þess að stússa í kringum þá og frá honum eru komnir góðir hestar. Georg var glaðsinna, hafði yndi af góðum söng og naut sín vel þegar tækifæri gáfust til að þenja raddböndin svo röddin titraði. Fjöl- skyldan á margar minningar um Georg í góðra vina hópi þar sem söngur og gleði var í fyrirrúmi, enda kunni hann ógrynni af söng- lögum sjálfur. Georg átti alla tíð heimili sitt á Ystamó eða allt þar til hann veiktist fyrir um tveimur ár- um en síðasta æviárið dvaldi hann á sjúkrahúsinu á Siglufirði við gott atlæti starfsfólksins þar. Á Siglu- firði átti Georg einnig tvær systur og þær og þeirra afkomendur létu sér annt um frænda. Hafi þau öll heila þökk fyrir. Georg var ókvænt- ur en seinni æviárin átti hann góða vinkonu, Birnu Salómonsdóttur, sem lést fyrir um hálfu ári, langt um aldur fram. Birna var Georg einkar góður förunautur þau ár sem þau áttu saman og samband þeirra einkenndist af gagnkvæmri virðingu, mikilli hlýju og væntum- þykju. Að leiðarlokum kveðjum við Georg með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og allar góðu stund- irnar. Megi hann hvíla í friði. Ása S. Helgadóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við hann Georg, eða Gogga eins og hann var oftast kallaður í okkar fjölskyldu, aðeins sex mánuðum eftir að Birna amma, sambýliskona hans var borin til grafar. Birna kynnti Gogga fyrir okkur fyrir tæpum tólf árum og það var ánægjuleg viðbót við fjöl- skylduna okkar. Goggi var ljúfur og rólegur maður og það var gott að vera í návist hans. Hann og Birna amma voru miklir og góðir félagar, ferðuðust mikið saman bæði innanlands og utan. Þau fóru á harmonikkumót og höfðu gaman af, ótal ferðir fóru þau til Kanarí saman og nutu þess að slaka á í sólinni. Goggi var eins og áður sagði rólegheitamaður, aldrei heyrði maður hann æsa sig eða hækka róminn, hann var sérlega barngóður og hafði gaman af ömmubörnunum sem fengu að koma í sveitina með honum og ömmu, þær ferðir voru vinsælar. Í dag þökkum við fyrir hið liðna, þökkum fyrir öll jólin og áramótin sem við áttum saman, matarboðin og sveitaferðirnar. Næstu jól verða ansi tómleg þegar vantar bæði ömmu Birnu og Gogga. Við hugg- um okkur við að núna þau séu sam- an, að þetta var bara stuttur að- skilnaður þeirra á milli. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Blessuð sé minning Gogga Ásgrímur, Helga, Þorsteinn Arnar, Petra Sigurbjörg og Stefán Björn. Georg Hermannsson HINSTA KVEÐJA Genginn er góður drengur gott er að muna hann. Í því var þíður fengur að þekkja svo traustan mann. Nanna frænka. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför systur minnar, GUÐBJARGAR AUÐUNSDÓTTUR frá Minni-Völlum. Ásgeir Auðunsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR ÁSGEIRSSONAR verkfræðings frá Sólbakka í Önundarfirði, fyrrv. forstjóra Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Elísabet Haraldsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hallgrímur Guðjónsson, Ásgeir Haraldsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Einar Kristján Haraldsson, Helga Guðrún Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Systir okkar, HELGA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðjudaginn 1. desember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Kristskirkju, Landakoti þriðjudaginn 8. desember. Þökkum auðsýnda vináttu og samúð. Erna Gröndal Jónsdóttir. Edda Briem Jónsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGDÓR ÓLAFUR SIGMARSSON, Þórðarsveig 1, Reykjavík, sem lést laugardaginn 5. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. desember kl. 13.00. Jarðsett verður frá Norðfjarðarkirkjugarði miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Jóhann Sigfús Sigdórsson, Loftur Sigdórsson, Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, Jónas Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, systur, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, GRETU LINDAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Einimel 9, Reykjavík. Sverrir Hermannsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Bryndís Sverrisdóttir, Guðni A. Jóhannesson, Kristján Sverrisson, Erna Svala Ragnarsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir, Pétur S. Hilmarsson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Ásthildur Lind Sverrisdóttir, Matthías Sveinsson, Greta Lind Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.