Morgunblaðið - 12.12.2009, Page 34

Morgunblaðið - 12.12.2009, Page 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Þar sem mér hefur alltaf verið hlýtttil kirkjunnar og allra hennardeilda þá ákvað ég fyrir skömmuað bjóða henni starfskrafta mína. Ég hringdi í föður Hauk Haraldsson, innsta kropp í búri guðs almátt- ugs og kunngerði honum að Serðir Monster væri til þjónustu reiðubúinn sem forsöngvari á jóla- tónleikum Fíladelfíusafn- aðarins. Hann spurði pirraður hvort þetta væri eitthvert grín og hvort það væri ekki hægt að fá neinn frið fyrir furðu- poppurum. Ég tjáði hon- um að hér væri dauðans alvara á ferð enda ég ekki vanur að hafa kirkjunnar mál í flimtingum. Serðir Monster væri skapaður í guðs mynd eins og aðrir apakettir og ætti fullan rétt á að fá að syngja hástöfum í öll- um kirkjum landsins eins og hann lysti. Annað væri mannréttindabrot. Haukur spurði hvort það væri ekki í lagi heima hjá mér. Ég sagði svo vera en ég ætti eftir að ryksuga. Hann sagði að þetta kæmi ekki til greina og vildi greinilega slíta samtalinu. Ég sagðist finna fyrir örlitlum fordómum hjá honum, bað hann um að slaka aðeins á og anda með rananum – Serðir Monster væri ekki rassriddari heldur bara ósköp venjulegur pervert og að þetta yrði mikil lyftistöng fyrir Hvítasunnukirkju hans og að fréttatilkynningin yrði flott: „Serðir Monster verður forsöngvari á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Serðir mun syngja sálma eins og t.d. „Saddam átti syni 7“, „Þrjú tól undir fílnum“, „Snæfinnur hórkall“ og „Stóð mér útí pungsljósi“ og mun svo klykkja út með lögunum „Nei, nei, ekki á kjólinn“ og „Another dick in the hole“ af nýju plötunni sinni „Tekið stærst uppí sig.“ Ég spurði Hauk hvort þetta gæti nokkuð orðið glæsilegra. – „Þetta er hreint út sagt ógeðslegt. Við erum að reyna að skapa hátíðlega jóla- stemningu á þessum tónleikum en ekki að búa til einhverja djöflamessu.“ Ég: „Voðalegar kellingar getiði verið. Þið eru svo stífir að þið gætuð brotið nagla á milli rasskinnanna. Á ég að skilja þetta sem svo að þið afþakkið þjónustu Saint Mon- sters?“ „Já! Kirkjan er ekki griðastaður fyrir klámkjafta og ósiðlegheit.“ – „Við skulum nú ekki fara að tala illa um séra Gunnar Björnsson og fleiri guðs- menn.“ – „Þetta er útrætt mál.“ – „Heyrðu Gaukur minn....“ – „Ég heiti Haukur.“ – „Ókei, næsta fuglategund við, þú hlýtur að sjá að Serðir Monster er himnasending fyrir kirkjuna. Ég skal fara hérna með nokkrar hendingar af nýju plötunni þó ég muni ekki kapítula og vers, t.d: „Taktú ofan kaskeitið og glenntu út rassg...“ – „Ég vil ekki heyra þetta!“ – „Hvernig er þetta eiginlega með ykkur í Fílabeinsturnssöfnuðinum...“ – „Þetta heitir Fíladelfíusöfnuðurinn!“ – „Ókei, hvernig er þetta eiginlega með ykkur í Fýludelasöfnuðinum, fyrst útskúfið þið Fretrik Ómari og nú ætlið þið að út- skúfa Serði Monster. Ég meina, hver verð- ur það næst? Guðmundur í Byrginu?“ – „Ekkert rugl. Guðmundur hefur látið af störfum í Byrginu.“ – „Nú? Er hann kominn út í pólitík? Ætli hann muni ganga „óbundinn“ til kosninga?“ – „Vertu blessaður. Reyndu að ganga á guðs vegum.“ – „Nei, ég held ég taki taxa.“ Það mætti hækka laun heimsins. Þau eru ekkert nema vanþakklæti. stormsker@gmail.com Laugardagshugvekja Sverris Stormskers Serði Monster meinað að syngja í Hvítasunnukirkjunni Sverrir Stormsker GAGNSEMI náms- og starfsráðgjafar fyrir farsælt náms- og starfsval hefur verið viðfangsefni margra rannsókna. Niðurstöður hafa sýnt að nemendur sem hafa fengið náms- og starfs- ráðgjöf eru líklegri til að hafa meiri metnað og ljúka frekar námi en þeir sem ekki fengu slíka ráðgjöf. Einnig eru þeir líklegri til að verða færari í að taka ákvarðanir um nám og störf og haldast frek- ar í þeim störfum sem þeir velja sér. Að auki hefur komið í ljós að ungt fólk sem hefur leitað til náms- og starfsráðgjafa hefur meiri trú á eigin hæfni til náms, nær betri árangri í námi og á auðveldara með náms- og starfs- val. Foreldrar og nánasta fjölskylda unglings eru miklir áhrifavaldar á náms- og starfsval og aðfara þess. Það hefur sýnt sig að foreldrar eru óöruggir í að aðstoða börn sín við náms- og starfsval. Rann- sóknir sýna að foreldrar telja náms- og starfsráðgjafa geta veitt bestar upplýsingar um nám og störf. Náms- og starfs- ráðgjafar eru í lyk- ilhlutverki við að leið- beina foreldrum og öðrum uppeldisaðilum við náms- og starfsval nemenda. Ný lög um náms- og starfsráðgjafa voru samþykkt á Al- þingi 30. mars síðast- liðinn. Þar er starfs- heitið náms- og starfsráðgjafi lögverndað. Með lögverndun starfsheitisins eru ákveðin gæði þjónustu tryggð, hagsmunum nemenda sinnt og mikilvæg sér- og fagþekking skil- ar sér inn í menntakerfið. Sá sem leitar aðstoðar náms- og starfs- ráðgjafa getur í skjóli lögvernd- unar verið þess fullviss að sá sem þjónustuna veitir hafi tilskilda menntun og fagþekkingu. Með lögunum er verið að huga að heill nemenda og þeirra er njóta þjón- ustu náms- og starfsráðgjafa jafn- framt því að tryggja fagleg vinnu- brögð stéttarinnar, auk þess sem náms- og starfsráðgjafar og fagið sjálft getur stuðlað að öflugri tengingu milli skóla og atvinnu- lífs. Náms- og starfsráðgjafar starfa m.a. í skólum, í fyrirtækjum og á atvinnumiðlunum. Starf náms- og starfsráðgjafa byggist að grunni til á því sameiginlega markmiði að stuðla að velferð einstaklinga með hagsmuni þeirra að leið- arljósi. Markmið náms- og starfs- ráðgjafar er að efla vitund ein- staklinga um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi og starfi. Fagleg þekking og vinnubrögð liggja að baki náms- og starfsráðgjöf og starfsheitið náms- og starfs- ráðgjafi vísar til þess að sá hinn sami veitir faglega ráðgjöf á grundvelli sértækrar menntunar sinnar. Meginverkefni náms- og starfsráðgjafa í grunn- og fram- haldsskólum er að aðstoða nem- endur við náms- og starfsval og veita ráðgjöf meðan á námi stend- ur. Náms- og starfsrágjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemandans. Mikilvægt er að allir nemendur hafi aðgang að þjónustu náms- og starfsráðgjafa í sínum skóla og að sérþekking náms- og starfs- ráðgjafa skili sér að fullu inn í grunn- og framhaldsskóla lands- ins. Með nýjum lögum um náms- og starfsráðgjafa eru ákvæði um náms- og starfsráðgjafa tekin upp í löggjöf um grunnskóla og fram- haldsskóla. Á þann hátt er tryggt að einungis þeir sem uppfylla lagaskilyrði eigi kost á að sinna náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum landsins. Eldri löggjöf um grunnskóla og framhaldsskóla bar þess merki að starfsheitið náms- og starfs- ráðgjafi var ekki lögverndað og því var ótryggt að fagleg náms- og starfsráðgjöf væri til staðar í skólum landsins. Þær upplýsingar sem nefnd um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og fram- haldsskólum (2008) hafði um náms- og starfsráðgjöf hér á landi bentu því miður til þess að sá undirbúningur sem íslenskir nem- endur fá í náms- og starfsvali inn- an skólanna sé allsendis ófull- nægjandi. Þetta kemur m.a. fram í því að náms- og starfsfræðsla er í boði í um fjórðungi grunn- og framhaldsskóla og ekkert heild- stætt, hlutlaust upplýsingakerfi um nám og störf er til á Íslandi. Líklegasta skýringin á þessu ástandi er að hér á landi hefur okkur skort stefnu og þar af leið- andi umgjörð utan um þær að- gerðir sem gera þennan und- irbúning að náms- og starfsvali markvissari. Það má jafnvel full- yrða að við þessar aðstæður sé það rökrétt að svo margir nem- endur falli brott úr framhalds- skólum sem raun ber vitni. Nú ber svo við að íslensk menntamálayfirvöld hafa nýlega fest í lög það markmið að allir grunn- og framhaldsskólanem- endur eigi rétt á náms- og starfs- ráðgjöf. Ef þetta markmið á að nást er ljóst að endur- skipulagningar er þörf í náms- og starfsráðgjöf í skólakerfinu. Besta leiðin til að hefja slíka endurskipulagningu er að kort- leggja það sem gert er og skipu- leggja hver framkvæmdaskrefin eru í átt að þeim markmiðum sem stefnt er að. Því er það ein meg- intillaga nefndarinnar að mennta- málaráðuneytið beiti sér fyrir rannsókn á árangri náms- og starfsráðgjafar og marki stefnu í málaflokknum. Skýrslu Guðbjargar Vilhjálms- dóttur, Ágústu E. Ingþórsdóttur og Sigríðar Bílddal um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum sem úrræðis gegn brottfalli nemenda má finna á eftirfarandi slóð: http:// www.althingi.is/altext/136/s/ pdf/0353.pdf Fagleg náms- og starfsráðgjöf tryggð í sessi með nýjum lögum Eftir Ágústu E. Ingþórsdóttur »Ný lög um náms- og starfsráðgjafa voru samþykkt á Alþingi 30. mars síðastliðinn. Þar er starfsheitið náms- og starfsráðgjafi lögvernd- að. Ágústa E. Ingþórsdóttir Höfundur er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa 2006-2009. BITNAR lengdur útkallstími slökkviliðs í umferðaslysum á mér, þér eða þínum nánustu? Þetta er spurning sem maður kemst ekki hjá því að spyrja sjálfan sig. Slökkvilið Hvera- gerðis hefur um langa hríð sinnt klippuút- köllum vegna um- ferðaslysa á Suður- landsvegi og Hellisheiði ásamt öðrum vegum í Ölfusi. Slökkvilið Hveragerðis er ákaflega sterkt á þessu sviði og á mjög öflugan og góðan búnað til þessarra starfa, búnað í hæsta gæðaflokki. Slökkvi- lið Hveragerðis hefur einna mesta þekkingu og reynslu af klippustörf- um af slökkviliðum á Suðurlandi vegna fjölda alvarlegra umferðaslysa á þeirra svæði, auk þess eru slökkviliðsmenn liðsins með mikla reynslu og menntun á þessu sviði. Hefur liðið haft á sér mjög gott orð fyrir fagleg, snögg og góð störf á vettvangi. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti og jafnframt einn hættu- legasti vegur landsins. Á síðustu árum hefur fjöldi alvarlegra um- ferðaslysa orðið á vegkaflanum frá Litlu kaffistofunni að Ingólfsfjalli. Á árunum 2007 og 2008 var slökkvilið Hveragerðis kallað út um 24 sinnum með klippur til björg- unar á fólki úr bílflökum og voru flest þessarra útkalla á þessum hluta Suðurlandsvegar, en af þess- um 24 útköllum voru 5 banaslys. Um síðustu áramót sagði sveitar- félagið Ölfus upp þjónustusamningi sem sveitarfélagið hafði gert við Hveragerðisbæ um rekstur slökkvi- liðsins, þjónustu sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitar- félaginu Ölfusi fram til þessa. Sveitarstjórn Ölfuss undirritaði nú á dögunum samning við Brunavarn- ir Árnessýslu um að BÁ taki við öllum þeim verkefnum sem slökkvi- lið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölfusi. Nánar til- tekið, hefur slökkvilið Hveragerðis séð um öll klippu störf í Ölfusinu og um allar brunavarnir á því svæði sem nær hefur verið Hveragerði en Þorlákshöfn. Um næstu áramót taka Bruna- varnir Árnessýslu (BÁ) Selfossi við þessari þjónustu og kemur það til með að lengja útkallstíma vegna umferðarslysa á þjóðvegi 1 veru- lega. Svæðið nær allt frá Ingólfs- fjalli að Litlu kaffistofunni, Þrengslunum og öllum öðrum veg- um í Ölfusi. Viðbragðstími slökkvi- liðs Hveragerðis er með því besta sem gerist í hlutastarfandi slökkvi- liðum og hefur það í mörgum til- vikum verið á undan bæði lögreglu og sjúkraliði á vettvang. Kemur út- kallstími til með að lengjast veru- lega og sem dæmi má nefna að þegar þörf verður á að kalla til klippur vegna alvarlegs um- ferðaslyss á Hellisheiði tekur það slökkvibíl frá BÁ allt að 15 til 20 mínútum lengur að komast á vett- vang heldur en slökkvibíl frá Hveragerði. Þetta er tími sem ekki má missa þegar um alvarleg um- ferðaslys er að ræða og fólk er í bráðri lífshættu, því þá skiptir hver mínúta miklu máli og getur und- irritaður vart til þess hugsað hvaða afleiðingar þessi aukna bið getur haft í för með sér. Undirritaður er starfandi sjúkra- flutningamaður og þekkir því vel hvað lengri bið eftir aðstoð getur þýtt þegar kemur að björgun mannslífa. Er það von mín, og margra annarra, að yfirstjórn Brunavarna Árnessýslu og sveitar- stjórn Ölfuss taki þessa hluti til skoðunar og láti til hliðar alla sam- keppni og hrepparíg og hugsi fyrst og fremst um hag þeirra ein- staklinga sem munu þurfa á þess- arri aðstoð að halda. Tryggjum vegfarendum áfram öruggustu og fljótustu þjónustuna með samningi við slökkvilið Hveragerðis á þeim svæðum sem slökkvilið Hveragerðis er fljótara á vettvang. Það er lífs- spursmál. Lengdur útkallstími á Suðurlandsvegi – lífsspursmál Eftir Steinar Rafn Garðarsson » Þetta er tími sem ekki má missa þegar um alvarleg umferða- slys er að ræða og fólk er í bráðri lífshættu, því þá skiptir hver mínúta miklu máli ... Steinar Rafn Garðarsson Höfundur er sjúkraflutningamaður EMT-I og formaður Brunavarða- félags Hveragerðis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.