Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 FULLTRÚAR sex- tán lífeyrissjóða innan vébanda Lands- samtaka lífeyrissjóða hafa stofnað formlega Framtakssjóð Íslands, nýtt fjárfestingarfélag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjár- hagslega og rekstr- arlega endurreisn ís- lensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins. Lífeyrissjóðir landsmanna voru notaðir sem opnar pyngjur útrás- arkónga og vildarvina þeirra. Ekki verður betur séð en að sami hákarla- hópurinn og stjórnaði gegnd- arlausum fjárfestingum lífeyrissjóð- anna í útrásarvitleysunni standi á bak við þennan sama sjóð. Ég sem hef gagnrýnt þessa menn, þetta kerfi og þessar fjárfestingar tel þetta ekkert annað en úlfa í sauð- argærum. Af hverju gerðu lífeyrissjóðirnir ekki tilboð í öll húsnæðislán bank- anna sem þeir hefðu eflaust fengið með töluverðum afföllum til hags- bóta fyrir sjóðina og almenning í landinu svo fátt eitt sé nefnt. Það fylgja því ekki mikil völd í við- skiptalífinu að byggja þjónustu- íbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga eða fjárfesta í húsnæðislánum sem telj- ast með öruggari verðtryggðum fjárfestingum að ríkisskuldabréfum frátöldum. Völdin sem felast í því að stjórna svona sjóði, þar sem fjármagn á markaði er af skornum skammti, eru gríðarleg. En hverjir stjórna þessum sjóð? Dæmi: Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Kristinn Örn, formaður VR, lagði mikla áherslu á að Ragnar Önund- arson yrði skipaður stjórn- arformaður LV. Við vorum nokkur í stjórninni sem töldum þessa skipan vera glórulausa enda vissum við lítið um manninn eða áherslur hans og afstöðu til bankaleyndar svo fátt eitt sé nefnt, í ljósi þess að krafa fé- lagsmanna var gegnsæi í fjárfest- ingum sjóðsins. Það kom svo á dag- inn að Ragnar hefur barist harkalega gegn sjálfsögðu gegnsæi og séð til þess að sjóðurinn er lok- aðri sjóðsfélögum en áður. Þrátt fyr- ir álit FME sem styður kröfur okkar sjóðsfélaga um aukið gegnsæi. Ragnar Önundarson var áður framkvæmdastjóri Kreditkorta hf., sem varð svo Borgun hf. Hann var annar höfuðpaurinn í stærsta við- urkennda samkeppnislagabroti Ís- landssögunnar og gæti verið vafa- samt að maður með þennan afbrotaferil væri ráðinn eða skip- aður sem formaður stjórnar Lífeyr- issjóðs verslunarmanna. Auðvitað er batnandi mönnum best að lifa en það er rétt rúmlega ár síðan hann var látinn víkja sem framkvæmdastjóri frá Borgun vegna samkeppnislaga- brotanna. Það eru því ódýr svör hjá Ragnari Önundarsyni að hann hafi ekki verið aðili málsins. En það sem hann gerir er athyglisvert, hann segir að sam- keppnislagabrotin hafi verið á veg- um og ábyrgð eigenda og stjórn- armanna. Ef við skoðum það aðeins nánar er hann með þessu að ásaka og beina ábyrgðinni á þessum við- urkenndu samkeppn- islagabrotum að fyrr- verandi stjórnarmönnum Borg- unar hf. (áður Kred- itkorta hf.), sem voru m.a. Birna Ein- arsdóttir (núverandi bankastjóri Íslands- banka), sat fyrir Glitni árið 2007 og tók þ.a.l. þátt í samkomulaginu við Samkeppniseft- irlitið. Finnur Sveinbjörns- son (núverandi bankastjóri Nýja Kaupþings), sat fyrir Landsbanka Íslands á árinu 2008. Spurning hvort það væri tilefni til að skoða þessi svör aðeins nánar, hvort þessir aðilar eru á sama máli varðandi hver stóð á bak við og ber ábyrgð á þessum viðurkenndu sam- keppnislagabrotum. Það eitt að RÖ beini ábyrgðinni frá sér og að þess- um aðilum þarfnast nánari skoð- unar. Málið endaði með sátt, eins og Ragnar Önundarson segir í grein sinni í Mogganum 29. sept., en hann nefndi ekki að sáttin fól í sér að fé- lögin viðurkenndu samkeppn- islagabrot, sem skv. Samkeppniseft- irlitinu voru langvarandi og víðtæk ólögmæt samráð, eða mjög alvarleg brot á 10. og 11. gr. samkeppnislaga sem voru til þess fallin að valda verulegri röskun á samkeppni, brot- in voru framin af ásetningi og höfðu það m.a. að markmiði að koma keppinauti út af markaði, brotin náðu yfir langt tímabil. Eins og forstjóri Samkeppniseft- irlitsins segir „var þetta mál fast á eftir olíufélagamálum í alvarleika“ Þá fól sáttin í sér að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en þar hefði RÖ orðið formlegur máls- aðili og fengið sinn andmælarétt (og væntanlega fengið dóm fyrir). Þetta er kannski það alvarlegasta í þessu máli, að kortafélögin og eigendur þeirra borguðu fyrir að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en það er ótrúlegt að það sé hægt að semja um slíkt. Það mætti því segja að korta- félögin hefðu greitt fyrir það að RÖ héldi sínu frelsi og yrði ekki per- sónulega refsað. Það að RÖ teljist fyrir vikið ekki vera málsaðili, þrátt fyrir að hafa verið annar höfuðpaur- inn og gerandinn í þessum lög- brotum, staðfestir það að fyrirtæki geti brotið af sér án þess að fram- kvæmdastjóri beri neina ábyrgð á því. Þetta eru mjög hættuleg skila- boð. Ég efast um að sjóðsfélagar sætti sig við að hafa mann, ekki bara með slíkan bakgrunn, heldur sér- staklega með slíkt siðferðismat sem stjórnarformann Lífeyrissjóðs versl- unarmanna. Og stjórnarmann í hin- um nýja Framtakssjóði Íslands. Hvað ætli samkeppnislagabrotin hafi kostað almenning í landinu fyrir utan þær 735 milljónir sem voru greiddar í sektir úr almennings- hlutafélögunum til að kaupa stjórn- endur frá dómi? Geta stjórnendur fyrirtækja keypt sér óflekkað mannorð? Eftir Ragnar Þór Ingólfsson » Framtakssjóður Ís- lands. Gott framtak eða sama bullið? Hverjir stjórna slíkum sjóði og hvaðan koma þeir? Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er stjórnarmaður í VR. J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.