SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 8
8 2. maí 2010 Á tti Benazir heitin Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, þátt í dauða tveggja bræðra sinna, Murtaza og Shahnawaz? Þessi spurning brennur nú á allra vörum þar eystra en dóttir Murtaza, Fatima Bhutto, gerir þessu skóna í endurminningum sín- um, Söngvar blóðs og sverðs, sem út komu á dög- unum. Bókin hefur vakið hörð viðbrögð í Pakistan, ekki síst meðal ættingja hinnar 27 ára gömlu Fatimu Bhutto, sem saka hana um að draga minningu frænku sinnar niður í svaðið með tilhæfulausum ásökunum. Sem kunnugt er féll Benazir Bhutto fyrir morðingja hendi árið 2007. Bræðurnir voru báðir myrtir. Shahnawaz var byrlað eitur í Suður-Frakklandi árið 1985 og Mur- taza skotinn til bana af lögreglu fyrir utan heimili sitt í Karachi árið 1996. Að sögn Fatimu voru bæði vígin að undirlagi Benazir. „Þetta var hneyksli,“ skrifar hún í bókinni. Einsýnt þykir að deilurnar innan Bhutto- fjölskyldunnar færist nú milli kynslóða en upphaf þeirra má rekja meira en þrjá áratugi aftur í tím- ann. Benazir og Murtaza töluðust ekki við þegar hann var ráðinn af dögum en hann var mjög gagn- rýninn á stjórnarhætti systur sinnar. Hvorki Asif Ali Zardari, forseti Pakistans og ekkill Benazir Bhutto, né börn þeirra hafa viljað tjá sig um bókina og fárið sem henni hefur fylgt en elsti sonurinn, Bilawal, sem almennt er álitinn krónprins ætt- arinnar, leggur nú stund á háskólanám í Uxafurð- um. Eina eftirlifandi systkini Benazir Bhutto, Sanam, sem búsett er í Lundúnum, hefur heldur ekki tjáð sig um bókina en í samtali við sjónvarpsstöðina Geo fyrir hálfu öðru ári staðfesti hún að innihald bókarinnar, sem þegar hafði flogið fyrir, ylli sér mikilli hryggð. „Ég get ekki lýst því hversu mikl- um kvölum þetta veldur mér. Hún [Fatima] virðist afar reið og ég skil ekki hvers vegna.“ Í vikunni rufu ættingjar loks þögnina. „Þetta er ekkert annað en sögufölsun,“ sagði náinn ættingi, Tariq Islam. „Ég vil ekki efna til illinda í fjölskyld- unni og Fatima er frænka mín þannig að ég ann henni en þessi bók er morandi í villum. Hún notar ónákvæmar frásagnir til að styðja við sína eigin út- gáfu af gangi mála.“ Óupplýst morð Morðið á Murtaza Bhutto hefur aldrei verið upplýst en gagnrýnendur liggja Fatimu á hálsi fyrir að virða að vettugi upplýsingar sem eru málstað hennar í óhag. „Frásögnin er augljóslega einhliða,“ segir Mahir Ali, blaðamaður á Dagrenningu, stærsta dagblaðinu í Pakistan sem skrifað er á ensku. „Það sem hún skrifar um föður sinn er hjartnæmt en menn ættu hvorki að líta á það sem sagnfræði né alvöru pólitíska greiningu á nýliðnum atburðum.“ Lögreglumaður sem nafngreindur er í bókinni segir mikið ósamræmi í frásögn Fatimu og hyggst leita réttar síns. Fatima hefur líka verið gagnrýnd fyrir að reyna að klóra yfir hlutverk föður síns í byltingarsam- tökunum Al Zulfikar sem mistókst að steypa her- stjórninni í Pakistan af stóli á sínum tíma. Tilraun Fatimu til að bendla frænku sína við morðið á Shahnawaz þykir enn langsóttari en þær vangaveltur byggir hún á samtali við franskan lög- mann sem kom að málinu á sínum tíma. „Það er ekkert vit í þessum pælingum,“ segir Mahir Ali. Lét Bhutto bana bræðrum sínum? Frænka Benazir Bhutto ber hana þungum sökum í bók Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Vegurinn til réttlætis er langur og strangur,“ sagði hún í samtali við breska rík- isútvarpið, BBC, og í Twitter- færslu lét hún þess getið að góðu fréttirnar væru þær að heima í Pakistan hötuðu allir hana ennþá. Fatima Bhutto er í kynningarferð í Bretlandi þessa dagana og les upp úr bókinni fyrir smekkfullum húsum. Hvernig má efla útflutning og sókn á nýja markaði? Hvaða stuðningur er í boði fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki og hvernig má auka samkeppnishæfni þeirra? Á hvaða hátt styður fjármálamarkaður við útflutning og gjaldeyrissköpun? Á útflutningsþingi 2010 koma saman stjórnendur fjölbreyttra útflutningsfyrirtækja. Þau munu miðla af reynslu sinni, rýna í framtíðina og greina tækifæri. Á Útflutningsþingi færðu: • Greiningu á stöðu og horfum fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki • Reynslusögur leiðandi útflutningsfyrirtækja • Ábendingar um leiðir til að ná árangri á erlendum mörkuðum • Umfjöllun um hlutverk fjármálafyrirtækja í útflutningsgreinum • Yfirlit yfir stuðningsumhverfi útflutningsfyrirtækja • Framtíðarsýn leiðtoga í íslensku atvinnulífi Skráning fer fram á www.utflutningsrad.is eða hjá utflutningsrad@utflutningsrad.is, eða í síma 511 4000. Þátttökugjald er 3.000 kr. og greiðist við innganginn. Sóknarfæri í útflutningi Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 6. maí 2010 kl. 8.30-13.00 Útflutningsþing 2010

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.