SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 19

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 19
2. maí 2010 19 við um breskan almenning, sem vissi varla hver hann var. Það hefur reynst styrkur hans. Þreyta almennings á stjórn- málastéttinni beindist fyrst og fremst að stóru flokkunum tveimur, sem þeir þekktu og þoldu illa. Þegar menn upp- götvuðu að til væri þriðji flokksforinginn, sem hvorki héti Cameron né Brown og virtist vera í húsum hæfur, snarjókst fylgi flokksins, svo mjög að Clegg kann að ger- breyta stjórnmálamynstrinu á Bretlandi. Stóru málin sem enginn þorir að tala um Það voru sjónvarpskappræður stjórn- málaleiðtoganna, sem öllu breyttu. Slíkar sjónvarpskappræður, að bandarískri fyr- irmynd, hafa ekki tíðkast í Bretlandi áður og ekki eru allir ánægðir með þá breyt- ingu. Bent er á með nokkrum rökum að slíkar kappræður helgist meira af umbúð- um en innihaldi. Það hentaði Nick Clegg ágætlega. Hann var stjarna fyrstu kapp- ræðnanna: kom fram sem óþekktur fram- bjóðandi, sýndi að hann hafði í fullu tré við hina flokksleiðtogana og sigraði. Fyrir utan spurninguna um það hver skuli leiða næstu ríkisstjórn Bretlands eru helstu kosningamálin í huga kjósenda þrjú: Efna- hagsmálin, Evrópuspurningin og innflytj- endamál. Vandinn er sá að stjórn- málaflokkarnir hafa nær alfarið sniðgengið þau. Allir hafa þeir fengið á sig rökstudda gagnrýni fyrir ábyrgðarleysi og blekkingarleik varðandi ríkisfjármálin. Meirihluti Breta hefur áhyggjur af Evr- ópusamrunanum og valdaafsali til meg- inlandsins, en bæði Verkamannaflokk- urinn og Íhaldsflokkurinn gengu á bak orða sinna um þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann, yfirþjóðlega stjórn- arskrá Evrópusambandsins, en frjáls- lyndir demókratar eru ómengaðir Evr- ópusinnar. Það er tekið til marks um það að stjórnmálastéttin eigi ekki samleið með þjóðinni og beiti brögðum til þess að hafa sitt fram um óbreytta Evrópuafstöðu. Inn- flytjendamálin hafa svo nánast lotið bann- helgi í opinberri umræðu þó skoð- anakannanir sýni að áhyggjur af þeim eru mjög útbreiddar. Komist þau á dagskrá vegna klúðurs Browns eftir áðurnefnt samtal hans við roskna kjósandann – hann vændi konuna um fordóma af því að hún minntist á að innflytjendamálin væru ekki rædd – yrði það helst vatn á myllu íhalds- manna. Meirihlutalaust þing yfirvofandi Það er því kannski varla nema von að kosningarnar snúist meira um menn en málefni, þegar flokkarnir eru ekki fúsari en raun ber vitni til þess að taka á helstu átakamálunum. Þegar þetta er ritað benda kannanir til þess að Íhaldsflokkurinn verði sigurvegari kosninganna með tæplega 40% atkvæða, Verkamannaflokkurinn með tæp 30% en frjálslyndir demókratar með um fjórðung. Eins og dæmin sanna getur það þó sveiflast talsvert til á loka- metrunum og skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi hafa stundum reynst furðulega ónákvæmar. Umfram allt gerir kosningakerfið það þó að verkum að afar erfitt er að segja til um fjölda þing- sæta, sem fellur flokkunum í skaut þó at- kvæðahlutföll á landsvísu liggi nokkuð fyrir. Tölfræðingar telja að miðað við stöð- una geti íhaldsmenn vænst um 315 sæta, Verkamannaflokkurinn 215 en frjálslyndir demókratar um 90. Það hefði í för með sér að þó Cameron væri tæknilegur sigurveg- ari kosninganna næði hann ekki hreinum meirihluta í þinginu en til þess þyrfti hann 326 þingsæti. Með stuðningi norður- írskra þingmanna kæmist hann nærri því, en ekki nógu nærri. En jafnvel þótt hann næði naumum meirihluta stæði slík stjórn tæpt, breskir þingmenn eru sem fyrr segir harla sjálfstæðir og liðhlaup ekki ótíð. Við þessar aðstæður er þörfin á tryggum rík- isstjórnarmeirihluta hins vegar knýjandi. Samsteypustjórn ekki ómöguleg Nú hefur enginn flokksleiðtoganna þriggja útilokað að taka þátt í samsteypustjórn, en það mun þó reynast snúið að ná slíkri lendingu. Frjálslyndir hafa útilokað stjórnarsamstarf undir forystu Gordon Brown, en þeir kynnu að fella sig við ann- an verkstjóra úr þeim ranni. Þá gæti Clegg vafalaust unnið með íhaldsmönnum, fyrir því eru mörg farsæl fordæmi úr sveit- arstjórnum, þó slík stjórn væri flokks- kjarnanum óljúf. Hins vegar mætti ganga á með pólskiptum áður en íhaldsmenn og verkamannaflokksmenn gætu unnið sam- an. Ekki skyldu menn heldur útiloka minnihlutastjórn, sem frjálslyndir verðu falli, og þá er líklegast að David Cameron myndi hana. Ósennilegt er hins vegar að hún gæti orðið langlíf. Frjálslyndir gera hins vegar breytingar á kosningafyr- irkomulaginu yfir í hlutfallskosningu að skilyrði fyrir hvers konar samstarfi við aðra flokka og því munu íhaldsmenn taka þunglega, en Verkamannaflokkurinn seg- ist vera til viðræðu um blandað kerfi. Veð- bankar telja mestar líkur, 55%, vera á meirihlutalausu þingi, en 41% líkur á meirihluta íhaldsmanna. Óvissan er því mikil fyrir kosningarnar, en flest bendir til þess að hún verði meiri eftir kosningar, einmitt þegar verst stendur á. Reuters ’ Það er því kannski varla nema von að kosningarnar snúist meira um menn en málefni, þegar flokkarnir eru ekki fúsari en raun ber vitni til þess að taka á helstu átaka- málunum. ... og baðst í kjölfarið auðmjúklega afsökunar. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.