SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 22
22 2. maí 2010 var svo send um gervihnött til Wash- ington DC því ekki gafst tími til að senda þáttinn á spólu,“ sagði Anna Dís á fimmtudagskvöldið. Jóhann fór í vikunni í fjölda viðtala við dagblöð og sjónvarpsstöðvar hvaðanæva úr Bandaríkjunum vegna frumsýningar myndarinnar. Hann segir mikið púður hafa farið í að leiðrétta misskilning um ástandið á Íslandi og fullvissa fólk um að óhætt væri að ferðast til landsins. „Svo er að sjálfsögðu spurt um hvernig eigi að bera fram orðið Eyjafjallajökull! Hver einasti fjölmiðlamaður sem talaði við mig í dag spurði um það,“ sagði hann. Fleiri verkefni fyrir National Geographic „Við höfum unnið nokkur verkefni fyrir National Geographic í gegnum tíðina. Er- um til dæmis að vinna að mynd fyrir stöðina um asíska fílinn en settum hana á bið þegar jarðhræringarnar byrjuðu. Svo erum við að vinna að annarri sem verður gott framhald af þessari nýjustu; þar verður fjallað um jarðfræði Íslands og farið frekar í saumana á eldfjöllunum okkar, eldvirkni og fleiru. Hún verður sýnd síðar á þessu ári, og eftir það snúum við okkur að fílamyndinni aftur.“ Profilm seldi National Geographic myndina Living on the Edge í fyrra og þegar er búið að sýna hana á stöðinni. Þar er íslensk náttúra og mannlífið í for- grunni. Fjallað um náttúruöflin og glímu fólksins við þau, um dýralífið og auð- lindirnar. „Sviðið er janúar á Húsavík. Í þeirri mynd er reynt að lyfta mannorði Íslendinga og ímynd Íslands svolítið! Við náðum að selja þeim þá mynd um leið og hún var tilbúin.“ Sú mynd fer væntanlega víða því þau sömdu við alþjóðlegt dreifingarfyrirtæki vegna hennar til næstu 20 ára. „Það er gaman að segja frá því að við reyndum að selja Ríkissjónvarpinu þá mynd en þar á bæ þótti hún ekki nógu góð.“ Jóhann stofnaði fyrirtækið Profilm fyrir 20 árum og hefur rekið það síðan. Hann lærði kvikmyndagerð í Bretlandi og vann þar í nokkur ár. Fór víða og gerði fjölda heimildamynda, fyrir Discovery og fleiri stöðvar. Anna Dís hóf störf hjá Profilm fyrir sex árum en vann í um það bil áratug þar á undan í London við gerð heimildamynda og sjónvarpsþátta, fyrir BBC, Channel 4 og Discovery. Profilm vinnur mikið fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar og kvikmyndagerð- armenn og skipuleggur tökur fyrir út- lendinga á Íslandi. Þau segja róðurinn erfiðan hjá mörgum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum um þessar mundir, en eru ánægð með lífið þessa dagana. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem heimildarmynd tekin af Íslendingum er frumsýnd á besta sýningartíma á sjón- varpsstöð National Geographic. Að ná þeim áfanga er draumur sem þau hafa átt lengi „og það er auðvitað æðislegt þegar hann verður að veruleika. Það er sér- staklega ánægjulegt að við skulum fram- leiða myndina algjörlega sjálf; við erum ekki undirverktakar hjá neinum, heldur er myndin algjörlega íslensk.“ Alla langar til Íslands! Jóhann segir að til langframa muni eld- gosið örugglega hafa góð áhrif fyrir Ís- land. „Skammtímaáhrif eru slæm en ekki má gleyma því að allt umtal er gott. Þetta hefur verið rosalega mikið í fréttum og fólk er ótrúlega vel inni í málum. Það segir sína sögu þegar venjulegur bensín- afgreiðslumaður í Bandaríkjunum veit um eldgos á Íslandi.“ Anna Dís flaug vestur um haf með spólurnar á dögunum og þegar hún sagði tollverði í Boston, aðspurð, hvað hún hefði í farteskinu var það fyrsta sem hann sagði: „Við skulum vona að Katla fari ekki að gjósa líka!“ Anna Dís var fljót að benda honum á, eins og öðrum, að ástandið væri gott á Ís- landi þrátt fyrir allt. „Þetta hefur verið æðisleg landkynning þó svo áhrifin verði slæm fyrir ferðaþjónustuna í sumar. Alla sem ég hef talað við hér úti langar til Ís- lands!“ Gosið í Eyjafjallajökli er í algjörum for- grunni en síðan fléttast inn í myndina saga af kvikmyndagerðarfólkinu. „Við tókum myndir af hópnum uppi á jökli og í öskunni eftir að hún dreifðist yfir Suð- urland og þeim fannst sterkt að hafa það með.“ Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur hefur starfað með Profilm hópnum að gerð myndarinnar. „Það er mikið talað við Harald í myndinni og hann verður líka í hinni. Hann er hafsjór fróðleiks og samstarfið við Harald hefur verið stór- kostlegt.“ Þau segja raunar ómetanlegt hve margir voru þeim innanhandar og segja alla hafa brugðist einstaklega vel við bónum þeirra; nefna t.d. Háskóla Ís- lands, Veðurstofuna og Landhelgisgæsl- una. „Starfsmenn hennar hafa verið frá- bærir og eiga mikinn heiður skilið. Þeim eru gerð mikil skil í myndinni og ítarlega fjallað um nýja tæknibúnaðinn í flugvél Gæslunnar, TF-Sif. Það er frábært að geta komið því að vegna þess að sá búnaður veitti vísindamönnum algjörlega nýja sýn á þetta gos.“ Eyjafjalljökull á fyrsta degi gossins. Myndin er tekin úr þyrlu sem flutti starfsmenn Profilm upp á jökul Gunnar Konráðsson, Jóhann Sigfússon og Sigtryggur Baldursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.