SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 26

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 26
26 2. maí 2010 H vernig mun kennsla um Hrunið fara fram í skólum? Þetta er áhugaverð en um leið aðkallandi spurning. Banka- hrunið og afleiðingar þess eru slíkur við- burður í sögu íslenzku þjóðarinnar, að hann hlýtur að koma til umfjöllunar í skólum landsins, ekki eftir nokkur ár, heldur nú þegar á næsta hausti, a.m.k í háskólum landsins. Og á öðrum skólastig- um þegar fram líða stundir. Umræður um Hrunið eru þegar hafnar á vettvangi há- skólanna og er það vel. Þær umræður munu áreiðanlega leggja grundvöll að því hvernig tekið verður á þessum atburði í þjóðarsögunni á námskeiðum og við kennslu í háskólum. Það er hægt að kenna sögu með ýmsum hætti. Ég tel, að minni kynslóð hafi verið kennt að hata Dani með því hvernig Ís- landssagan var kennd um miðja síðustu öld í barnaskólum og gagnfræðaskólum. Þetta hafi verið eins konar innræting. Þegar ég gerðist landbúnaðarverkamaður á dönsku svínabúi á menntaskólaárum stóð ég í stöðugum deilum við bóndann og aðra vinnumenn hans um meðferð Dana á Íslendingum um aldir. Þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Það tók mig mörg ár að losa mig við þessa afstöðu til Dana. Það hefur áreiðanlega verið erfitt úr- lausnarefni fyrir Þjóðverja að koma sér saman um hvernig saga þriðja ríkisins yrði kennd í skólum þar að síðari heimsstyrj- öldinni lokinni og auðvitað gert með ólík- um hætti í hinum tveimur hlutum Þýzka- lands. Í vetur voru athyglisverðar umræður í brezka útvarpinu BBC um það hvort hægt væri að skrifa og kenna sam- ræmda evrópska sögu í hinum ýmsu ríkj- um Evrópusambandsins. Sumir þeirra, sem BBC talaði við í hópi kennara og sagnfræðinga töldu það hægt. Aðrir voru þeirrar skoðunar, að það væri ómögulegt. Þetta eru mikilvægar umræður. Væntanlega höfum við sem þjóð þrosk- azt nægilega mikið til þess, að engum detti í hug að kenna sögu Hrunsins með sama hætti og Íslandssagan var kennd fram eftir 20. öldinni í skólum landsins. Engu að síður hlýtur það að vera mikið umhugs- unarefni, hvernig þetta verður gert, ekki sízt vegna þess, að enn erum við í miðri atburðarásinni. Og augljóst, að einhver hópur fólks er að taka flokkspólitíska af- stöðu til þess hvernig beri að túlka og skilja Skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. En þótt álitamálin kunni að vera mörg megum við ekki víkja okkur undan því að taka á viðfangsefninu. Skýrslan leggur góðan grunn að því verkefni. Hún er gríð- arlega mikill upplýsingabanki um það, sem gerzt hefur, en hann er að lang- mestu leyti í samfelldum texta. Ein af þeim spurningum, sem hljóta að vakna, er sú, hvort ekki sé ástæða til að byggja upp gagnvirkan upplýsingabanka á netinu á grundvelli þessa texta, með gröf- um og myndum sem auðvelda fólki að skilja það, sem gerzt hefur. Við skulum hafa í huga að þessir at- burðir verða ekki bara viðfangsefni skóla í nokkur næstu ár. Þeir eiga eftir að verða það með mismunandi hætti langt fram eftir 21. öldinni. Nýjar kynslóðir eiga auð- veldara með að skilja svona atburði ef nýj- ar aðferðir til þess að miðla upplýsingum eru notaðar í því skyni. Ein af ástæðunum fyrir því, að það er mikilvægt að taka Hrunið og afleiðingar þess til meðferðar í skólum landsins er að það stuðlar að því að slíkir atburðir end- urtaki sig ekki. Með því að upplýsa hverja kynslóðina á fætur annarri leggjum við traustari grundvöll að því en ella. Ein af ástæðunum fyrir því, hversu vel Þjóð- verjum hefur farnazt í efnahagsmálum er að það er rótgróið í þýzkri þjóðarsál, að það megi aldrei aftur gerast að fólk keyri um með seðla í hjólbörum eins og sagt er að hafi gerzt á dögum Weimarlýðveld- isins, hvort sem það er nú satt eða logið en lýsir engu að síður kjarna málsins. Þjóð- verjar hafa óbeit á verðbólgu. En upplýsingin þarf að vera opin. Hún má ekki byggjast á einhverri einni skoðun á orsökum og afleiðingum Hrunsins. Hún þarf að byggjast á greiðum aðgangi að upplýsingum og opnum umræðum, þannig að hver og einn geti lagt mat á þessa atburði fyrir sig og komist að sinni niðurstöðu, hvað sem skoðunum annarra kann að líða. Það er mikill munur á þeirri Íslandssögu, sem kennd var í skólum landsins framan af síðustu öld og þeirri Sögu Íslands, sem Sigurður Líndal hefur ritstýrt á undanförnum áratugum og nú sér fyrir endann á, sem opnar manni nýja sýn á sögu þjóðar okkar. Kannski er nauðsynlegt að fram fari á þessu vori og sumri opnar umræður á vegum yfirvalda menntamála og með þátttöku skólayfirvalda og kennara og annarra, sem áhuga kunna að hafa á, um það hvernig þetta verkefni verði bezt af hendi leyst. Það má finna á tali fólks að margir eru byrjaðir að velta fyrir sér öðrum þáttum þessa máls en hinum fjárhagslegu. Fólk veltir fyrir sér refsingum og hverjum eigi að refsa. Og þeirri spurningu, hvort um- burðarlyndi eigi sér sinn stað í við- brögðum samfélagsins, svo og fyrirgefn- ingin. Hvernig eiga útrásarvíkingarnir að geta verið til á Íslandi? Þetta var spurning, sem ég heyrði varpað fram fyrir nokkrum dögum. Er sanngjarnt að þeir, sem hlýddu fyrirmælum yfirmanna sinna af ótta við að missa vinnuna verði dæmdir fyrir brot á lögum? Eiga allir þingmenn, sem sátu á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 að draga sig í hlé var önnur spurning, sem var varpað fram. Þetta eru spurningar og álitamál, sem eiga eftir að heyrast í skólum landsins í umfjöllun um Hrunið. Sú kennsla og upp- fræðsla mun ekki bara snúast um viðskipti og tölur. Hún mun snúast um siðferðileg álitamál. Þetta verður ekki auðvelt verk fyrir kennara að takast á við. Ekki frekar en fyrir samfélagið allt. Hrunið sem kennsluefni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi fyrir tólf árum kom lögregla að manni í yfirgefinni geymslu í Austur- Lundúnum. Hann hafði hengt sig. Við eft- irgrennslan kom í ljós að hinn látni var 37 ára gamall knattspyrnumaður, Justin Fashanu, sem átti að baki langan og litríkan feril í ensku knattspyrnunni. Varð meðal annars fyrsti blökkumaðurinn til að vera seldur á eina milljón sterlingspunda, þegar Nottingham Forest keypti hann frá Norwich City árið 1981. Seinustu árin var hann þó frægastur fyrir að verða fyrsti enski at- vinnumaðurinn í knattspyrnu til að koma út úr skápn- um. Þeim hefur ekki fjölgað, svo vitað sé. Orðrómur um samkynhneigð Fashanus hafði verið á kreiki lengi en hann staðfesti hann loksins í samtali við götublaðið The Sun í október 1990. Þar hélt Fashanu því meðal annars fram að hann hefði haldið við giftan þing- mann breska Íhaldsflokksins sem hann hitti á homma- bar í Lundúnum. „Við enduðum saman uppi í rúmi í íbúð hans,“ sagði Fashanu. Málið vakti mikla athygli og hneykslan. Viku síðar birti blaðið The Voice viðtal við bróður Fashanus, John, sem einnig var frægur knattspyrnumaður, undir fyr- irsögninni: Hinn samkynhneigði bróðir minn er horn- reka. Sumarið 1991 fjallaði tímaritið Gay Times ítarlega um mál Fashanus, þar sem fram kom að vangaveltur um náin kynni af þingmönnum, knattspyrnumönnum og poppstjörnum væru að mestu byggðar á sandi. Þar kom líka fram að Fashanu hefði efnast töluvert á uppljóstrun sinni en þó hefðu honum staðið mun hærri fúlgur til boða fyrir að vera um kyrrt í skápnum. Í viðtalinu við- urkenndi Fashanu að hann hefði ekki verið búinn undir bakslagið sem kom í knattspyrnuferil hans en ekkert fé- lag vildi af honum vita fyrst eftir að hann ljóstraði upp um kynhneigð sína. Hann fékk þó á endanum samning og lék meðal annars með stórliðum á borð við Leather- head, Trelleborg og Miramar Rangers á tíunda áratugn- um uns hann lagði skóna á hilluna 1997. Fashanu settist þá að í Maryland í Bandaríkjunum en komst snemma í hann krappan. Í mars 1998 sakaði sautján ára gamall piltur hann um að hafa áreitt sig kyn- ferðislega eftir að þeir höfðu setið saman að sumbli. Áð- ur en lögregla gat yfirheyrt Fashanu hélt hann til Lund- úna, þar sem hann svipti sig lífi í téðri geymslu. Í sjálfsvígsorðsendingu sem fannst á líkinu sagði Fas- hanu meðal annars: „Það er ekki auðvelt að vera í senn samkynhneigður og vel þekktur, en allir eiga erfitt um þessar mundir þannig það er engin afsökun. Mig langar að koma því á framfæri að ég áreitti drenginn ekki kyn- ferðislega. Hann hafði mök við mig af fúsum og frjálsum vilja en bað daginn eftir um peninga. Þegar ég neitaði sagði hann mér að bíða og sjá. Fyrst svo er í pottinn búið spyrjið þið eflaust hvers vegna ég flúði af hólmi. Jæja, réttlætinu er ekki alltaf fullnægt. Ég er sannfærður um að ég hefði ekki fengið sanngjarna málsmeðferð vegna samkynhneigðar minnar.“ Niðurstaða krufningar staðfesti að Fashanu hafði látist af völdum hengingar en hann hafði einnig reynt að skera sig á púls. „Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta hryggileg endalok fyrir mann sem naut velgengni í líf- inu,“ sagði dánardómstjórinn sem krufði líkið. „Hann hefur greinilega ekki viljað valda fjölskyldu sinni og ást- vinum meiri sársauka og því miður hefur hann metið stöðuna þannig að sjálfsvíg væri eina leiðin til þess.“ Vinum og vandamönnum Fashanus var verulega brugðið við fráfall hans enda var almennt álitið að hann væri í góðu jafnvægi. „Hann var mjög glaður og hlakkaði til dvalarinnar í Englandi,“ sagði barnsmóðir hans og fyrrverandi kærasta, Marie Acuna. Meðleigjandi Fasha- nus tók í sama streng: „Hann var vingjarnlegur og mjög öruggur með sig. Hann var hamingjusamur og hlakkaði til að hefja nýjan feril í ljósvakanum.“ orri@mbl.is Sjálfsvíg samkyn- hneigðs sparkanda Miðherjinn Justin Fashanu í leik með Nottingham Forest. Ég er sannfærður um að ég hefði ekki fengið sanngjarna málsmeðferð vegna samkynhneigðar minnar. Fashanu sagði sögu sína í Gay Times. Á þessum degi 2. maí 1998

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.