SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 30
30 2. maí 2010 Fyrsti samlestur, lok janúar 2010, bókasafn Borg- arleikhússins. Myrkur og nístingskuldi utandyra en ylur og spenningur í hjarta. 09:53 Ég sit á bókasafni Borgarleikhússinsog fólkið streymir inn. Við erum að fara að lesa saman Dúfurnar í fyrsta sinn. Ekkert okkar hefur séð þýðinguna en ég las verkið á ensku á sínum tíma og er mjög spennt að heyra lesturinn. Það er ótrúlegur munur á því að lesa leikrit einn með sjálfum sér í sófanum heima og reyna að átta sig á persónunum og framvindunni og heyra það lesið af leikhóp þar sem hver persóna er mun skýrari. Ég lít í kringum mig, þarna er Hilmir Snær, sem ég hef unn- ið mikið með, Halldóra Geirharðs og Dóri Gylfa sem ég hef aldrei leikið á móti en leikstýrt þeim báðum einu sinni, Nína Dögg sem ég hef leikið með flestöll kvöld í vetur og Jörundur Ragnars sem ég hef bæði leikið á móti og leikstýrt. Þeir sem ég er að vinna með í fyrsta sinn eru þau Siggi Sigurjóns og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Eins hef ég ekki unnið áður með leikstjóranum Kristínu Eysteins. Já, svo er Villi Nagl- bítur þarna sem ég er búin að horfa á með syninum í Sveppamyndinni nánast allar helgar í vetur. Finnst hreinlega eins og ég þekki hann. Þetta fólk er síður en svo þekkt fyrir leiðindi. Þetta eru slíkir stuðboltar að ég sé strax að það verður mikið fjör á þessu æf- ingatímabili. 10:12 Á fyrsta samlestri reynir maður alltafað vera soldið góður en í flestum til- fellum er maður að berja leiktextann augum í fyrsta sinn og því er ekki grundvöllur fyrir djúpum skiln- ingi á persónunni til staðar. Sumir hiksta á textanum á fyrsta samlestri en yfirleitt eru leikarar vel læsir og hafa góða tilfinningu fyrir tungumálinu. Þetta er allt- af spennandi tímapunktur í ferlinu og samlestur gef- ur fyrirheit um hver áhrif sýningarinnar verða. Ef það er leiðinlegt á fyrsta samlestri verður líklega leiðinlegt á sýningunni. Ef það er mikið hlegið á fyrsta samlestri verður sýningin líklegast stór- skemmtileg. Sama hvað við gerum á sviðinu er text- inn í verkinu stærsta áhrifatækið, grunnefniviðurinn. Við hefjum lesturinn … Byrjun febrúar 2010, æfingasalur, hríðarbylur utan- dyra og ég segi ekki að ég hafi ekki verið til í að kúra lengur á koddanum mínum. Hressist við eftir góðan kaffibolla og hendist í gang. 13:45 Horfi á Hilmi og Halldóru æfa senu ámilli hjónanna í verkinu. Þau eru svo reyndir leikarar að við hin yngri getum sótt okkur innblástur í vinnuaðferð þeirra. Stundum finnst manni maður ekkert kunna og ekkert geta við hlið- ina á þeim en á sama tíma hvetja þau mann til dáða. Það er eitt sem ég hef lært af minni stuttu leik- reynslu, þú ert alltaf betri leikari ef þú ert með sterkan mótleikara. Bestu leikararnir eru ekki í því að taka sig út og reyna að skyggja á hina. Þvert á móti gefa þeir endalaust af sér og þá myndast yf- irleitt einhver galdur þar sem boltinn gengur á milli og persónurnar glansa. Febrúarlok 2010, komin á Nýja sviðið. Sólin rétt ör- lítið að hækka á lofti og þar af leiðandi í hjarta. 09:47 Ætla að taka áhættu í dag! Er búin aðsullast áfram í persónusköpun minni og endurtaka sjálfa mig síðustu dagana, nú er komið að því að prófa eitthvað alveg nýtt. Kýla á það. Gera eitthvað sem ég er hrædd við að prófa. Fara alla leið. 16:12 Úff, ég gekk allt of langt. Ég ákvað aðfara ansi djarfa leið í tilboðum mínum til leikstjórans. Persóna mín bókstaflega kastaði sér á milli veggja, ég var allt of ýkt, dró að mér athygli þegar það átti ekki við og gerði hlutina þannig í botn að persónan var algerlega stjórnlaus. Það er oft nauðsynlegt fyrir leikara að prófa að leika persónu sína allt of ýkt til að uppgötva vissar hliðar hennar og kynnast henni betur. Það er alltaf mun auðveldara Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Vilhelm Anton Jónsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir á æfingu á Dúfunum í Borgarleikhúsinu. Jörundur Ragnarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Halldór, Halldóra, Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp í essinu sínu. Dagbók dúfu Leikkonan Unnur Ösp Stef- ánsdóttir var fengin til að halda dagbók meðan á æfingum á leikritinu Dúfunni stóð í Borg- arleikhúsinu. Þar lýsir hún ver- öld leikarans að tjaldabaki. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.