SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 31

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 31
2. maí 2010 31 að stíga skrefið til baka og draga úr leiknum en að henda sér út í djúpu laugina, taka sér pláss og láta öllum illum látum. Svo kom að nótum, þar sem Kristín leikstjóri, gaf okkur punkta um hvað gekk upp á rennslinu og hvað ekki. Í stuttu máli var það í þetta sinn ÉG sem gekk ekki upp! Fékk endalausar nótur sem hófust á Unnur ekki, Unnur minna, Unn- ur sleppa, Unnur, múslimakonan var alveg yfir strik- ið!… en hvað, það kemur þó vonandi eitthvað út úr þessu sem endar inni í sýningunni. Það er nú yfirleitt reglan í gamanleikritum að ef maður reynir of stíft að vera fyndinn er maður það sjaldnast. Gamanleikur er bestur þegar hann er nokkuð áreynslulaus. Lok mars 2010, Nýja sviðið. Páskar framundan og við bjóðum fyrstu áhorfendur velkomna. Geðheilsan í góðu lagi miðað við mikla vinnutörn og frumsýningu framundan. 12:36 Tæknin er tilbúin og leikmyndinkomin upp. Það eru allir leikararnir inni á sviðinu allan tímann og æpandi lýsing er á öllu sviðinu allan tímann. Þetta er nánast eins og að leika nakinn. Allt sést, enginn reykur, lýsing eða tónlist sem býr til stemningu sem leikararnir geta skýlt sér á bak við. Návígið við áhorfendur er mikið og það reynir sannarlega á einbeitingu okkar leikaranna að halda fókus og láta ekkert trufla okkur. Við fengum fyrstu áhorfendur í gær, stóran hóp úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Eitt af því sem mér finnst svo heillandi við þennan sérstaka vinnustað sem leikhúsið er, er að maður veit aldrei hver viðbrög við sýningu verða. Sama hvað maður heldur, þá getur maður aldrei verið viss um að fólk hlægi að gam- anleikriti, gráti á dramatísku verki eða klappi á söngleik. Þetta er það sem gerir starf okkar svo spennandi, maður verður alltaf að vera á tánum, gera sitt allra besta og vona innst inni að maður geti glatt eða hreyft við áhorfendum. 17:20 Við höfum ennþá þrjár vikur tilstefnu en stöndum ansi vel, erum vel æfð og örugg. Þó er fullt eftir. Kristín er enn á fullu að stilla okkur af, sumt er oft ýkt, annað of fínlegt. Rétta leikorkan er ekki alveg fundin. Nú er að spýta í lófana. Persóna mín, hún Heiðrún eineltari, er langt í frá að vera fundin. Ég er enn að leita að leið sem gerir hana ekki of yfirborðskennda, finna hjartað í þessari kaldlyndu andstyggilegu konu sem ég er að reyna að glæða lífi. Það er áskorun. Frumsýning 10. apríl 2010, Nýja svið Borgarleikhúss- ins. Sólin skín utan dyra, firðingurinn í maganum eykst. Minni sjálfa mig á að ég er ekki að fara að fremja skurðaðgerð, nei aðeins frumsýna enn eitt leikritið. Ég róast við tilhugsunina. 19:55 Frumsýningardagur. Klukkan vantarfimm mínútur í átta. Við leikararnir sitjum baksviðs og hlustum á fótatak áhorfenda sem streyma í salinn, magnað andrúmsloft. Við spjöllum, grínumst og örlítil taugaveiklun liggur í loftinu. Maður spyr sig alltaf á svona stundu, hvers vegna maður sé að gera sér þetta. Að vera í starfi sem krefst þess að þú sést slakur, hugrakkur, nákvæmur, gjöfull og öruggur en tveimur mínútum fyrir frum- sýningu er maður meira svona stífur, stressaður, skelfdur og vill helst komast burt, láta sig hverfa. En það er hluti af kikkinu. Það er komin þögn í salinn. Ljósin slokkna. Chris sýningarstjóri gefur okkur merki, við leggjum í hann niður tröppurnar og inn á svið með kampavínsglas í annarri hendi og bjöllu í hinni. Voila! Sunnudagur 11. apríl, heima. Ristað brauð á blóma- diski og eðalkaffi í bolla, léttir í hjarta. 11:10 Frumsýningin gekk glimrandi vel, viðnutum þess að gera þetta þrátt fyrir frumsýningarfiðringinn fyrstu mínúturnar. Áhorf- endur virtust skemmta sér mjög vel, mikið var hlegið og Kristín leikstjóri var ánægð í leikslok. Þessum áfanga lokið, hann var ótrúlega lærdómsríkur, skemmtilegur og furðu laus við átök. Nú er að und- irbúa sig fyrir sýningu kvöldsins á Faust, þar sem ég hangi í böndum, flýg á milli staða, dansa við djöf- ulinn og finn ástina. Já, allt annað svið, allt önnur persóna, allt annar heimur. Dúfurnar fljúga svo áfram inn í vorið og staldra við á Nýja sviði Borg- arleikhússins ca 6 sinnum í viku. Sjáumst þar … Unnur Ösp og Halldóra gera sig klárar. Kristín Ey- steinsdóttir leikstjóri. Villi Naglbít- ur bregður á leik. ’ Ég ákvað að fara ansi djarfa leið í tilboðum mínum til leik- stjórans. Persóna mín bókstaflega kastaði sér á milli veggja, ég var allt of ýkt

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.