SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 32

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 32
32 2. maí 2010 T aktfull tónlist fyllir salinn og einn af öðrum renna krakkarnir sér inn á gólfið, flestir með húfu þótt innanhúss sé, og taka hina undarlegustu hlykki og höfuðsnúninga um leið og þeir flækja fæturna á sjálfum sér svo að nánast verður hnútur úr – en vandræðalaust þó. Það virðist ekki vanta lífið og sálina í skakið enda leggja menn sig alla fram og í hvert sinn sem lófum er klappað er skipt út dansara. Allir nema einn eru strákar – nokkuð sjaldgæf staða í danskennslu á Íslandi. Þetta er samt engin nýlunda fyrir kennaranum í þessum hóp, Natöshu Monay Royal. Í yfir áratug hefur hún ver- ið búsett hér á landi við að kenna íslensk- um börnum og ungmennum götudans (e. streetdance), en undir það falla ýmsir dansstílar, s.s. hipphopp, break, krump, house og freestyle. „Ég er fædd og uppalin í New York og kom í fyrsta sinn til Íslands í heimsókn árið 1997 með vinkonu minni,“ segir hún. „Vinur minn vissi að ég dansaði og sagði mér þá frá stórri uppákomu eða partíi sem var haldið fyrir unglinga í Kolaportinu. Ég fór þangað og dansaði sem vakti mikla athygli; ungling- arnir bókstaflega störðu á mig enda höfðu þeir aldrei séð neitt þessu líkt. Nokkrum dögum síðar var hringt í mig frá dans- skóla þar sem ég var beðin um að kenna götudans, sem ég gerði í stuttan tíma, en svo þurfti ég að fara aftur út. Ég kom hins vegar aftur árið á eftir og hef búið hérna síðan, enda festist ég strax í danskennsl- unni.“ Byrjaði tíu ára að dansa á götunum Strax eftir að Natasha flutti til Íslands 1998 fór hún að kenna í Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar, en síðar í Kramhúsinu og á fleiri stöðum, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landi. Þar fyrir utan starfar hún á Landakotsspítala en hefur nýlega minnkað við sig vinnuna þar til að geta sinnt danskennslunni á fullu um eft- irmiðdaginn og fram á kvöld. Þar fyrir ut- an tekur hún sjálf þátt í ýmiss konar sýn- ingum og hefur verið fengin til að troða upp sem dansari með hljómsveitum, ekki síst erlendum böndum sem hafa komið hingað til lands að spila. „Ég kynntist götudansinum í gegnum Fótaflækjur og höfuðsnúningar virðast ekki þvælast fyrir strákunum sem gefa sig alla í götudansinn og tilheyrandi stellingar. Þeir eru sennilega ófáir guttarnir sem vildu leika þetta eftir. Morgunblaðið/hag Beint af stræt- um stórborg- arinnar Stútfullur salur af strákum sem dansa af lífi og sál er ekki hversdagssjón á Íslandi, en Natasha Monay Royal kann að kveikja taktinn í hinum harðsnúnustu töffurum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Þessir svölu herramenn eiga ekki í nokkrum vandræðum með réttu taktana. Natasha Money Royal hefur kennt íslenskri æsku götudans í rúman áratug. Dans

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.