SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 34

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 34
34 2. maí 2010 Þ að er ekki hægt að líkja hand- smíðuðum gítar við þann sem er verksmiðjuframleiddur. Hver handsmíðaður gítar hefur sína eigin sál og sinn eigin hljóm, enda liggur um 300 klukkutíma vinna að baki einum gítar sem er handsmíðaður. Maður kemst ekki upp með annað en að vanda sig. Þetta er hljóðfæri og það þarf að virka vel sem slíkt og líka vera fallegt,“ segir Eggert Már Marinósson, fyrsti menntaði gítarsmiður Íslands, en hann hefur smíðað margan eð- algripinn undanfarin átján ár. Hann er þekktur fyrir mikla vandvirkni og gerir kröfur til sín, skilar aldrei af sér verki nema hann sé sjálfur fullkomlega sáttur. Fyrir vikið er hvert hljóðfæri sem hann smíðar mikið listaverk, enda er talað um gítarsmíði sem afar vandasamt handverk. Vélræn vinna hentar mér ekki Aðeins eru tveir gítarsmiðir starfandi hér á landi, Eggert og Gunnar Örn, en Eggert er sá eini sem smíðar kassagítara, bæði klassíska og stálstrengjagítara. „Gunnar Örn er góður félagi minn og hann hefur einbeitt sér að smíði rafmagnsgítara. Mér finnst aftur á móti miklu meiri ögrun í því að smíða kassagítara.“ Eggert er lærður húsgagnasmiður og vann við það í nokkur ár. „Ég leigði mér skúr við hliðina á heimili mínu og gerði þar upp gömul húsgögn. En mér fannst ekki spennandi tilhugsun að verða fimm- tugur á húsgagnaverkstæði að smíða inn- réttingar. Það er allt of vélrænt og höfðar ekki til mín. Mig hafði alltaf langað til að læra gítarsmíði en það var ekki kennt hér heima svo ég skellti mér til Englands í nám í einkaskóla, The Totnes School of Guit- armaking. Við vorum aldrei fleiri en sjö nemendur í einu og við fengum lykil að verkstæðinu. Þetta hentaði mér vel því ég er mikill nátthrafn og ég vann oft á nótt- unni, stundum til klukkan fimm að morgni. Þá kom vissulega fyrir að ég mætti aðeins of seint í skólann.“ Eins og byggðasafn Eggert lauk gítarsmiðsnáminu árið 1992 og fyrstu árin eftir að hann kom heim var hann með aðstöðu í bakherbergi hjá Andrési í Tónastöðinni. „Síðan var ég Þingholtunum um tíma og á fleiri stöðum en að lokum fór ég með verkstæðið hingað inn á heimili mitt. Þetta hefur breitt veru- lega úr sér hérna, gítarsmíðin hefur eig- inlega tekið völdin,“ segir Eggert og það eru orð að sönnu. Að koma þangað er ekki ólíkt því að ganga inn á byggðasafn, því mikið er af gömlum hlutum og verkfærum upp um alla veggi. „Ég hef viðað þessu að mér í gegnum tíðina,“ segir Eggert sem kann vel við sig innan um gamla hluti og stemningin er einstök á þessu heimili sem einnig er gítarsmíðaverkstæði. Í gegnum mikinn reykjarmökk í einu herberginu glittir í Björn Bollason vin hans sem er að beygja gítarhliðar í móti sem þarf að sjóð- hita svo hægt sé að forma viðinn. „Bjössi hefur aðstoðað mig mikið í gegnum tíðina og í haust þegar hann var að hjálpa mér við að raspa gítarháls, þá spurði hann hvort hann mætti smíða gít- ar. Ég játti því og það gekk vel hjá honum, enda er hann mjög vandvirkur en hann getur samt unnið hratt. Það er gaman hjá okkur þegar við erum báðir í stuði.“ Krefst mikillar þolinmæði Bjössi er starfandi húsasmiður en hann stundar gítarsmíðina hjá Eggerti eftir vinnu. Í húsasmíðinni hefur orðið mikill samdráttur svo hann hefur meiri frítíma en áður og einnig varð mikil lífsstíls- breyting hjá honum fyrir um ári. Hann Hér eru þeir Bjössi og Eggert með fjóra ólíka gítara og sá þeirra sem er lengst til vinstri er eins og sjá má Hver gítar hefur sína sérstöku sál og hljóm Listasmiðirnir Eggert og Bjössi una hag sínum vel þar sem þeir nostra við að handsmíða gítara innan um gömul tól og tæki. KK og fleiri snill- ingar eru meðal viðskiptavina. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mörg eru þau áhöldin, stór og smá sem nota þarf við smíðina. Heimili Eggerts er undirlagt af hljóðfærasmíði hans. Í einu herberginu eru fiðlur uppi á vegg, steðji á borði, hefill uppi á hillu og glerílát forn fylla heilan skáp. Gítarar eru gerðir úr mörgum og ólíkum viðartegundum en Eggert og Bjössi nota hágæðaefni, brasilískan rósavið sem er eftirsóttasti viðurinn í kassagítar. Þetta gerir þá vissulega dýra en hljóminn miklu betri. Handsmíðaður gítar hjá Eggerti kostar frá 650 þúsund krónum. „Efniskostnaður hefur hækkað svo rosalega, nánast allt efni er inn- flutt frá Bandaríkjunum og doll- arinn ekki mjög hagstæður fyrir okkur Íslendinga. En að kaupa handsmíðaðan gítar er langtíma- fjárfesting. Ef fólk hugsar vel um hann getur hann enst í margar kyn- slóðir.“ www.emson.is Margar ólíkar viðartegundir

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.