SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 37

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 37
klukkustund á jafnsléttu og 37 kílómetrum á klukkustund niður brekkur. Annars skiptir vindurinn eiginlega meira máli en brekkurnar.“ Hann ráðleggur fólki að byrja rólega og mest um vert sé að læra fyrst á bremsurnar. Það sé helsta kúnstin við sport- ið. Hreyfingin minnir Pétur á dans en hún reynir nokkuð jafnt á líkamann. „Þetta er á vissan hátt tíguleg hreyfing. Ég hef séð fólk gera allskonar kúnstir á skautunum, sérstaklega yngra fólkið.“ Aðspurður kveðst hann vera með sæmilega tækni sjálfur. Aðstæður þurfa að vera góðar þegar farið er á línuskauta. „Það er auðvitað vonlaust að renna sér í hálku og bleytan er vond líka. Þá þurfa gangstéttir að vera vel sópaðar, lítill steinn getur hæglega skellt manni flötum. Þegar ég fór frá Gljúfrasteini að Gróttu á sumardaginn fyrsta var ég hér um bil dottinn í eitt skiptið, rakst á stein en náði á elleftu stundu að faðma ljósastaur.“ Pétur segir téða leið afskaplega skemmtilega, en hún er tæpir 33 kílómetrar á lengd. „Mosfellsbærinn, Gullinbrú, Bryggjuhverfið, Elliðaárvogurinn, Fossvogurinn, Ægissíðan og Seltjarnarnesið. Þetta verður ekki betra. Það var dálítið kalt á leiðinni en á móti kemur að við vorum að mestu með vindinn í bakið.“ Átta manns fóru leiðina þennan dag, fjórir á hjólum og fjórir á línuskautum. Þrjóskustu menn landsins Pétur hefur ekki reynt að draga kollega sína við Austurvöll með sér á línuskauta, en á tímabili var starfræktur hlaupa- klúbbur á Alþingi. „Ég hef hlaupið nokkuð með Steingrími J. Sigfússyni. Einu sinni hlupum við báðir heilt maraþon og vorum báðir í efnahags- og viðskiptanefnd og hljóp þá 22% nefndarinnar heilt maraþon. Þá vorum við annað sinn staddir á fundi á Siglufirði þegar okkur datt í hug að hlaupa upp í Skarð. Það er dágóð leið. Við lögðum af stað klukkan sex um morguninn og vorum mættir á fund þremur tímum síðar þrátt fyrir að hafa lent í kófi, skaf- renningi og sköflum. Þarna komumst við Steingrímur að þeirri niðurstöðu að við værum tveir þrjóskustu menn landsins.“ Pétur hefur yndi af því að hlaupa á fjöll og eitt sumarið hljóp hann átta sinnum á Esjuna. „Það þarf mikið úthald til að hlaupa á fjöll, þess má geta að á Laugaveginum eru samtals tvö þúsund metrar upp í móti. Samt snýst þetta ekki síður um sálfræði en kraft og þol. Langhlaup og fjalla- hlaup byggjast á þrjósku, nennu og tækni.“ Pétur segir úthaldið löngum hafa komið sér vel. Heilsan sé betri, ónæmiskerfið öflugra og einbeitingin meiri. Ekki veitir víst af á Alþingi, til dæmis í Icesave- umræðunni. „Sú umræða minnti um margt á Lauga- vegshlaup. Ég minnist þess að hafa haft á orði við koll- egana þegar umræðan stóð sem hæst og allir orðnir úr- vinda að núna værum við komnir í Botna.“ Ekki hlaupa með áhlaupi Hann brýnir fyrir fólki sem langar að byrja að hlaupa að fara rólega af stað. „Það þýðir ekkert að byrja að hlaupa með áhlaupi, ef svo má að orði komast. Sjálfur byrjaði ég á því að hlaupa fjögur hundruð metra og var gjörsamlega búinn á eftir. Þetta gerist ekki á einum degi, heldur mörgum mánuðum,“ segir Pétur og bætir við að hröð ganga sé líka mjög góð þjálfun, einkum fyrir fólk í þyngri kantinum. Pétur kveðst aðeins farinn að hægja á sér með aldr- inum. Núna hleypur hann á bilinu 20 til 30 km á viku. „Annars fer það eftir því hvað er að gera. Meðan Icesave- umræðan stóð sem hæst hljóp ég ekki neitt. Einhvern tíma kemur að því að ég get ekki lengur hlaupið eða rennt mér á línuskautum en ég kvíði því ekki. Ég er sátt- ur við að leggja skautana á hilluna þegar líkaminn gefur mér merki um það – en ekki samfélagið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur leggur mikið upp úr öryggisbúnaði á línuskautum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur eins og við erum vön að sjá hann á Alþingi. Morgunblaðið/Eggert 2. maí 2010 37

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.