SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 40
40 2. maí 2010 Kaffi- og afmælisboð hljóta að vera vinsæl hjá gestgjafa með þvílíkan bakk- elsisáhuga og Steinar neitar því ekki. „Fólk lætur alla vega vel af veiting- unum,“ segir hann. „Maður getur líka leyft sér að prófa ýmislegt skemmtilegt í barnaafmælum, því krakkar eru ágætur mælikvarði – ef þeir eru hrifnir af veit- ingunum er maður á réttri leið.“ Hann segir þó mikilvægt að hafa ákveðið jafnvægi í bakstrinum, því of mikil sætindi geti orðið of mikið af því góða. „Múffurnar eru missætar og ég hef t.d. verið að prófa mig áfram með morg- unverðarmúffur. Múffurnar eru amer- ískar að uppruna og Bandaríkjamenn borða þær mikið á morgnana, nema þá É g hef alltaf verið eitthvað að bauka í matseld og það hefur bara ágerst með árunum,“ segir Steinar Júlíusson, sælkeri og múffumeistari. „Þetta eins og sjúkdómur því maður verður háður þessu.“ Steinar er alinn upp við mataráhuga, bæði í fjölskyldu og hjá vinum, og sá áhugi hefur smitast yfir á hann. „Um- ræðuefnið í matar- og fjölskylduboðum er gjarnan matur og sjálfur eyði ég mikl- um tíma í alls kyns matarpælingar – að skoða mataruppskriftir, tala um mat og útbúa mat. Þannig að þetta er sérlegt áhugamál.“ Áhugi Steinars kemur öðrum einnig til góða. „Foreldrar mínir eiga það til að biðja mig um að endurtaka rétti í boðum hjá sér, sem þeir hafa fengið að smakka hjá mér. Þannig að ég elda ekki bara fyrir sjálfan mig heldur aðra líka.“ Það er ekki að heyra á Steinari annað en að hann njóti þess að uppfylla slíkar bónir. „Mér finnst rosalega gaman að kafa ofan í hlutina og fara í svolitla rann- sóknarvinnu fyrir matseld. Það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að fá alltaf það sama. Það er miklu skemmtilegra að prófa eitthvað nýtt, s.s. nýtt hráefni og nýjar aðferðir. Þegar mér er boðið í mat hlakka ég mikið til að sjá hvað er í mat- inn og oft er ég með nefið ofan í pott- unum hjá gestgjöfunum.“ Smakkfundur með múffum Steinar segir aðspurður að hann reyni líka að vera frumlegur í hversdags- matseldinni. „Maður verður eiginlega að vera það, þótt maður hafi ekki alltaf úr einhverjum frábærum hráefnum að spila. Það er líka hægt að vera sniðugur og út- sjónarsamur með að nýta það sem til er í skápunum. Það er ákveðin áskorun. Heima erum við ekki mikið í kjötdeild- inni heldur meira í grænmeti og léttara kjöti og þá sérstaklega fiski.“ Á hinn bóginn er Steinar gefinn fyrir sætindi, ekki síst í formi eftirrétta og bakkelsis ýmiskonar. Þannig hefur hann þróað eigin tegund af muffins, sem hann kallar Meistaramúffur og seldar eru á tveimur kaffihúsum í borginni. „Það byrjaði þannig að ég fór að prófa mig áfram með að baka múffur og þróaði mína eigin uppskrift út frá því. Það eru ákveðin ákveðin lögmál sem gilda í þess- um bakstri og þegar ég var farinn að þekkja rútínuna fór ég að prófa ýmis til- brigði af honum.“ Steinar starfar sem grafískur hönn- uður og var einn af mörgum slíkum sem misstu vinnuna í kjölfar kreppunnar. „Þá fór ég að vinna í lausamennsku en lang- aði að gera eitthvað öðruvísi meðfram verkefnum sem ég var með. Mér datt í hug að kynna múffurnar mínar fyrir kunningja mínum, sem rekur veitinga- staðinn Karamba. Þetta er bar og kaffi- hús og þó þar væri til alls konar kaffi vantaði eitthvað til að bjóða upp á með kaffinu. Ég fór því með múffurnar mínar á smakkfund með þessum kunningja mínum sem féll alveg fyrir þeim og vildi fá þær á kaffihúsið. Þetta eru ban- anamúffur með sykur- og hnetutopp og þær hafa verið þar í sölu síðan. Síðan bættust við bláberjamúffur með spelt- hveiti sem innihalda engar dýraafurðir.“ Á að vera sérstakt Í framhaldinu bjó Steinar til ákveðna umgjörð um baksturinn undir nafninu Meistaramúffur og síðan hefur annað kaffihús, Kaffifélagið, bæst í kúnnahóp- inn. „Núna er ég aftur kominn í fulla vinnu svo það er ágætt að hafa þetta sem svona litla aukabúgrein. Ég er ekki að baka þetta í miklu magni þannig að þetta er ennþá viðráðanlegt. Mér finnst heldur ekkert heillandi að þetta sé dreift út um allt eins og einhver McDonalds keðja. Þetta á að vera sérstakt.“ eru þær ekki eins sætar og annars. Á móti eru þeir með svokallaðar „cupca- kes“, sem er í rauninni múffa með kremi á. Þannig að þetta skiptist svolítið í tvennt. Múffur eru ekki endilega syk- urhlaðið sætmeti heldur geta þær líka innihaldið grófmeti á borð við hafra og hnetur. Það eru í rauninni óteljandi möguleikar.“ Með sæta fréttaþjónustu Steinar heldur líka úti matarbloggi á Miðjunni (www.midjan.is) undir yf- irskriftinni Allt sætt að frétta. „Ég ákvað að hafa það sérstakt að því leyti að skrifa bara um sætindi, bakstur og eftirrétti. Þangað hef ég verið að henda inn alls Steinar Júlíusson er á heimavelli í eldhúsinu enda ástríðumaður þegar kemur að mat. Bakar og bloggar sáttur Steinar Júlíusson segir enga kvöð fylgja matseld og matarpælingum sem drjúgur hluti af tíma hans fer í. Fjölskylda hans og vinir hafa líka mik- inn mataráhuga, svo umræðuefnið í veislum er oft á eina lund. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Múffuformin eru ómissandi við baksturinn. Steinar bakar í sérstökum muffinsbakka en þeir sem eiga ekki slíkt margnota form geta notað þrjú pappírsform saman í staðinn. Matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.