SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 41

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 41
2. maí 2010 41 Rósmarínið gefur óvænt bragð í múffurnar. Í þessari uppskrift Steinars að súkkulaðimúffum er óvenjulega mikið súkkulaði. Rósmarínið gefur óvænt bragð sem fer mjög vel við dökkt súkkulaðið. Múffurnar eru ekki blautar í miðjunni en mjög mjúkar og ljúffengar með kaffi eða jafnvel sem eft- irréttur. 125 ml mjólk ferskt rósmarín 90 g púðursykur 40 g smjör 1 egg, skilja að eggjarauðu og eggjahvítu 90 g hveiti sigtað 1/2 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi örlítið af salti 1/2 tsk vanilluextrakt 150 gr. dökkt gæðasúkkulaði Setjið mjólk í skaftpott ásamt 1–2 rósmaríngrein- um og hitið að suðu. Fylgist vel með rjómanum. Þegar hann er alveg að fara að sjóða og loftbólur fara að myndast, takið þá pottinn af hellunni. Látið standa og ná stofuhita, hellið svo í skál, setjið plast- filmu yfir og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 6 tíma, helst í sólarhring. Hitið ofninn í 190°C. Setjið miðlungsstór papp- írsform í muffinsbakka. Ef þið eigið ekki slíkan setj- ið þá þrjú pappírsform saman. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Leyfið því að að kólna aðeins. Þeytið saman smjörið og sykurinn í hrærivél eða með handþeytara í 3 til 5 mínútur þar til blandan verður mjúk. Þeytið í annarri skál eggjarauðuna, blandið út í smjörblönduna og hrærið í smástund. Setjið svo súkkulaðið út í og hrærið. Í annarri skál setjið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Setjið mjólkina ásamt vanilluextraktinum í mælikönnu. Setjið þriðjung af hveitiblöndunni í súkkulaðiblönduna. Því næst þriðjung af mjólkinni. Endurtakið þar til múffuhráefnin eru komin saman. Í annarri skál: þeytið eggjahvíturnar þar til mjúkir toppar byrja að myndast. Blandið varlega saman við deigið. Skóflið deiginu varlega ofan í formin og bak- ið í ofninum í 20-25 mín. Ef þið stingið tannstöngli eða prjóni í múffurnar og þeir koma hreinir upp eru þær tilbúnar. Takið múffurnar úr ofninum og látið þær standa í bakkanum í 10 mínútur. Takið þær úr bakkanum og kælið á grind Rósmarín- súkkulaði- múffur Þ að er eiginlega ekki hægt að skilja upp né niður í vínum án þess að gera sér grein fyrir vínsvæðum og vínstílum Frakklands. Þótt Frakkar séu ekki endilega helstu frum- kvöðlar vínheimsins í dag þá verður ekki hjá þeirri stað- reynd litið að vínstílar Frakk- lands hafa haft og hafa mótandi áhrif á nær öll betri vín heims- ins í dag. Nær öll bestu vínhús heims- ins, hvort sem er í Kaliforníu, Toskana, Ástralíu eða á Spáni, sækja á einhvern hátt innblástur til þess hvernig vín- gerð hefur þróast í Frakklandi. Hvort sem það er með því að nota frönsku þrúgurnar Cabernet Sauvig- non, Syrah eða Chardonnay eða þá aðferðir Bordeaux og Bourgogne við tunnugerjun og geymslu vína. Segja má að þrjú frönsk héruð hafi verið stefnu- markandi í gerð rauðra vína, þrjú í gerð hvítra vína og eitt í framleiðslu freyðivína. Rauðu héruðin eru Bordeaux, Bourgogne og Rhone. Yfir flest önnur vín í heimi gnæfa ris- arnir frá Médoc í Bordeaux. Stórkostleg rauðvín framleidd úr þrúgunum Cabernet Sauvig- non, Merlot, Cabernet Franc og stundum Malbec og jafnvel Pe- tit Verdot eða Carmenere. Vín- in frá Bordeaux eiga engan sinn líka þegar best lætur og nær öll bestu vín, t.d. Napa, eru í stöð- ugri samkeppni við að ná sömu hæðum. Stærstu nöfnin í Bordeaux eru Chateau Latour, Mouton- Rothschild, Lafite-Rothschild, Pétrus og Haut-Brion en tugir annarra vínhúsa eru einnig í hópi eftirsóttustu vína heims. Megnið af framleiðslu Bordeaux (sem er svona álíka mikil og öll vínframleiðsla Ástralíu) er hins vegar ódýr og einföld vín. Rhone, suður af borginni Lyon, er annað helsta rauð- vínshérað Frakka, en þar eru þrúgurnar Syrah, Grenache, Cinsault og Mourvedre algeng- astar. Þekktust eru vínin frá Cote-Rotie, Chateauneuf-du- Pape og Hermitage. Rhone hef- ur verið fyrirmynd að vínum úr Syrah, en ekki síst Ástralir hafa verið framsæknir í ræktun hennar þótt t.d. Chile sé einnig farið að færa sig upp á skaftið. Þriðja mikilvæga svæðið er svo Bourgogne þar sem ein- ungis ein þrúga er notuð, Pinot Noir. Hvergi hafa menn gengið jafnlangt í að kortleggja ekrur niður í minnstu svæði til að finna bestu reitina og í Bour- gogne og bestu rauðvín Bour- gogne standast bestu vínum Bordeaux fyllilega snún- ing. Bourgogne er svo einnig leiðandi í heiminum í hvítum vínum. Segja má að stílarnir séu í megindráttum tveir en þrúgan ein. Hún heitir Chardonnay og er þekktasta hvítvínsþrúga veraldar. Bour- gogne-stílarnir eru alltaf fyr- irmyndin. Annað hvort eru menn að gera fersk og stílhrein vín á borð við þau í Chablis eða þá þykk og eikuð líkt og til dæmis í þorpunum Puligny og Beaune, en þekktust allra er ekran Montrachet. Annað hvítvínshérað sem miklu máli skiptir er Loire. Þótt Loire-vínin séu ekki mjög þekkt alþjóðlega að þorpunum Sancerre og Pouilly und- anskildum er þrúga héraðsins Sauvignon Blanc önnur þekkt- asta vínþrúga heims. Þriðja þekktasta hvítvíns- svæði Frakka er svo Alsace í norðurhlutanum. Þar eru vínin nefnd eftir þrúgunum en þær helstu eru Riesling, Pinot Gris, Pinot Blanc og Gewurztram- iner. Alsace er talið framleiða einhver bestu matarhvítvín heims og eru þau fyrirmynd víngerðarmanna um allan heim. Það ætti svo engum að koma á óvart að freyðivínsframleið- endur hvar sem er í veröldinni horfa með öfundaraugum til Champagne í Norður- Frakklandi við borgina Reims en hvergi annars staðar eru gerð betri freyðivín og þau einu sem mega kalla sig kampavín. Auðvitað eru mörg önnur góð svæði í Frakklandi og má þar nefna Miðjarðarhafssvæðin í Languedoc-Roussillon sem dæmi. Hvar sem komið er í Frakklandi eru ræktuð góð vín. Þau svæði sem hér hafa verið nefnd hafa hins vegar náð því að vera alþjóðlegir „trendset- ters“. Næst: Ítalía. Steingrímur Sigurgeirsson Vín 101. Sjötti þáttur Franska fyrir- myndin Steingrímur Sigurgeirsson konar hugmyndum, uppskriftum og vangaveltum um þetta þema.“ Hann segir drjúgan tíma fara í bloggið og Meistaramúffurnar. „En mér finnst þetta aldrei vera nein kvöð. Vinnan við þetta er bara ánægjuleg af því að þetta er ástríða. Maður bakar alltaf og bloggar sáttur.“ Hvað varðar frekari framhald á bakstrinum segir Steinar aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er frekar rólegur yfir þessu og sé bara hvað verður. Maður er með ákveðnar hug- myndir sem væri gaman að hrinda í framkvæmd en ég hef það bara á bak við eyrað. Og ef tækifærið gefst er aldrei að vita nema maður kýli á það.“ Morgunblaðið/Kristinn ’ Múffurnar eru amer- ískar að upp- runa og Banda- ríkjamenn borða þær mikið á morgnana, nema þá eru þær ekki eins sætar og ann- ars. Á móti eru þeir með svokallaðar „cupcakes“, sem er í rauninni múffa með kremi á.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.