SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 43
2. maí 2010 43
Gatan mín
Þ
að er gaman að byggja sér hús og vera
meðal frumbyggja í nýju hverfi. Raunar
einkennist mjög margt hér í þorpinu af
brag landnemanna enda á Þorlákshöfn
sér ekki langa sögu. Fyrstu íbúðarhúsin hér voru
reist um 1950 eða um það leyti sem útgerð hér
hófst. Áhrifa frumbyggjanna hefur því notið við allt
fram undir þetta,“ segir Jón Páll Kristófersson sem
býr með fjölskyldu sinni við Pálsbúð í Þorlákshöfn.
Gatan er ein af þeim nýjustu í byggðarlaginu og er
hluti af hverfi í suðvesturhluta byggðarlagsins sem
var reist í uppsveiflu áranna fyrir hrun. Þorláks-
hafnarbúar eru í dag alls um 1.570 talsins.
Söguleg minni eru í hávegum höfð í byggðinni
sem er hluti af sveitarfélaginu Ölfusi. Þegar útgerð
vélbáta í Þorlákshöfn hófst fljótlega uppúr seinna
stríði voru bátarnir nefndir eftir Skálholtsbisk-
upum og var sá sá siður lengi við lýði. Þegar svo
kom að því að velja götunum í hverfinu nýja nafn
var róið á þessi sömu mið.
Biskupsbúðir er tengigatan inn í hverfið og út frá
henni liggja íbúðagöturnar Brynjólfsbúð, Finnsbúð,
Gissurarbúð, Ísleifsbúð og Klængsbúð. Yst er Páls-
búð, þar sem Jón Páll býr ásamt eiginkonu sinni,
Ólínu Þorleifsdóttur og þremur dætrum þeirra. Ell-
efu hús eru þegar risin við Pálsbúðina og eru þau í
sitthvorum enda götunnar.
„Nei, ég get ekki sagt að það sé mikill samgangur
milli fólks hér enda búa hér ekki svo ýkja margir
enn sem komið. Hér er aðeins búið í fimm húsum af
níu sem eru í sitthvorum götuendanum. Samfélagið
í þessu nýja hverfi er samt óðum að mótast og taka
á sig svip. Það sem hefur alltaf einkennt Þorláks-
höfn er að hér býr mikið af ungu fólki; þetta er lif-
andi fjölskyldusamfélag. Hér er góður grunnskóli
og íþróttaaðstaða sem íbúarnir nýta sér mjög mikið.
Það líður varla sá dagur að við fjölskyldan förum
ekki í íþróttamiðstöðina.“
Jón Páll er uppalinn á Selfossi en fluttist í Þor-
lákshöfn árið 1998 eftir að hann lauk námi í rekstr-
ar- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri.
„Ég kunni strax vel við mig hérna og náði að festa
rætur. Get svo sannarlega sagt að hér sé minn
heimavöllur,“ segir Jón Páll sem er rekstrarstjóri
Ramma hf. Meginstarfsemi þess fyrirtækis er á
Siglufirði og Ólafsfirði en umfangsmikilli starfsemi
er haldið úti í Þorlákshöfn, vinnslu á flatfiski, karfa
og humri.
„Auðvitað er svolítið berangurslegt hérna þó svo
að mikill árangur hafi náðst á síðustu árum við að
græða upp nágrenni byggðarinnar hér í Þorláks-
höfn. Mér finnst þetta umhverfi hér samt ægifagurt
og þegar veður er gott er hér frábært útsýni, upp til
fjalla og út á sjó. Og úr Pálsbúð sést vel í Selvogs-
heiðina og Heiðina há sem svo er nefnd. Ég er
ánægður í Þorlákshöfn og vil vera hérna.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landnemarnir í
biskupahverfinu
Á undanförnum árum hafa verið lagðar margar
skemmtilegar gönguleiðir hér um nágrennið (1). Héð-
an er því ekki langt að fara og fá sér hreint loft eða
liðka sig aðeins eftir langan vinnudag. Úr því nýja
hverfi þar sem við búum er aðeins örstuttur spotti í
grunnskólann (2) hér þar sem dætur okkar eru við
nám. Í Þorlákshöfn er mikill metnaður í skólamálum
og sama gæti ég sagt um íþróttirnar: aðstaða til iðk-
unar þeirra (3) er alveg fyrsta flokks. Annar kostur við
Þorlákshöfn er svo hve staðurinn er miðsvæðis. Héð-
an er ekki lengi verið að fara til Þorlákshafnar eða á
Selfoss og innanbæjar eru allar vegalengdir mjög
stuttar. Þetta og allt hitt gerir Þorlákshöfn að bæ sem
í mínum huga hefur afskaplega marga góða kosti.
Uppáhaldsstaðir
Pálsbúð
Bisk
upab
úðir
Selvo
gsbra
ut
Egils
brau
t
Sam
byggð
Hafnarberg
Hafnarberg
1
2
3
M
atur og munúð tóna ansi hreint vel saman og
ekki að ástæðulausu.
Það að borða tengist jú sjálfri lífshvötinni, við
deyjum ef við fáum ekki mat.
Og sama er að segja um samfarir karls og konu, tilgangur
þeirra í líffræðilegum skilningi er að viðhalda mannkyninu.
Við þurfum því að gera hvort tveggja til að halda lífi:
Matast og makast.
En að borða er ekki einvörðungu athöfn til að fylla belginn
og seðja næringarþörf.
Ef vel er að verki staðið er það að borða ein almesta nautn
sem hægt er að upplifa.
Hvur hefur ekki kynnst því að snæða svo unaðslega góðan
mat að það jaðrar við netta nægju?.
Fólk fær gæsahúð og stynur af sælu þegar það lætur ofan í
sig alvöru lostæti.
Og einmitt þess vegna er mjög gott þegar þetta tvennt fer
saman:
Unaðsmatur og unaðsstundir.
Þetta er ástæðan fyrir því að þegar einhver vill ná ástum
einhvers, þá flautar viðkomandi gjarnan til matarboðs.
Ef vel lukkast með matargerðina og hún er öll framkvæmd
af mikilli ást og nautn, er næsta víst að viðkomandi nær um-
svifalaust tökum á þeim sem graðkar í sig gómsætið.
Matarást er mjög góður undanfari annarrar ástar.
Svo þróast þetta líka vel saman.
Allur gangur er á því hverslags matur hverjum finnst eró-
tískur.
Ostrur eru til dæmis það sem margir nefna, kannski vegna
þess að þær eru slímugar, minna á einhvern hátt á kynfæri.
Aðrir nefna blóðugan mat, við það að borða hann nær fólk
tengingu við dýrið í sér.
Sama er að segja um hrámeti eins og sushi, fegurðin spilar
þar líka stóra rullu og bragðið gælir við tungu og góm.
Sumir tengja sushi jafnvel við geisjur og fá þá eitthvað út úr
tilhugsuninni um undirgefni.
Svo er það rándýri eðalmaturinn, til dæmis kavíar, þar sem
hvert gramm er syndsamlega dýrt, það eitt örvar sumt fólk,
vekur upp kenndir sem tengjast völdum.
Svo getur verið sérlega skemmtilegt og æsandi að leika sér
með matinn og hver og einn finnur sinn tón í því.
Að lepja ískalt kampavín úr nafla er ágætis innlegg í forleik.
Skrifaðar hafa verið ótal bækur um tengingu erótíkur og
matar og til eru margar kvikmyndir sem koma inn á þennan
galdur.
Nægir þar að nefna eðalræmur eins og Kryddlegin hjörtu,
en í þeirri mexíkósku mynd segir frá henni Titu, en maturinn
sem hún býr til hefur nánast yfirnáttúruleg áhrif á þá sem
borða hann. Stundum er hann svo lostavekjandi að allar
hömlur falla af matargestum.
Og allar þessar yfirþyrmandi tilfinningar hennar Titu sem
færast frá hjartanu yfir í fingurna sem búa til matinn, allt var
það vegna ástar hennar á honum Pedro, sem hún fékk ekki
að eiga.
Einnig er mjög eftirminnilega í þessu samhengi kvikmynd-
in Súkkulaði sem sænski leikstjórinn Lasse Hallström gerði
með þeim Johnny Depp og Juliette Binoche í aðalhlut-
verkum.
Stúlkan, sem hin undurfagra Binoche leikur, býr einmitt til
súkkulaði sem vekur heldur betur kynhvötina.
Skundið nú lesendur góðir út á næstu leigu og gæðið ykkur
á þessum lostavekjandi og skemmtilegu kvikmyndum.
Að lepja
vín úr sæt-
um nafla
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is