SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 44
44 2. maí 2010
Í mars síðastliðnum söng hin rússnesk-
ættaða Regina Spektor ábreiðu af laginu No
Surprises með Radiohead á góðgerðartón-
leikum í New York borg. Voru tónleikarnir til
styrktar bágstöddum á Haítí eftir jarðskjálft-
ann sem reið þar yfir í byrjun árs.
Ábreiðan þóttist heppnast það vel að hún
hefur nú verið gefin út í veftónlistarbúðinni
itunes og mun allur ágóði af sölu lagsins
renna til félagsins Læknar án landamæra.
Lagið kom út á plötunni OK Computer sem
nýlega var kosin fimmta besta plata síðasta
aldarfjórðungs af tónlistarblaðinu Spin.
Radiohead ábreiða
frá Reginu Spektor
Styrkir Lækna án landamæra.
Ljósmynd/Chris Crisman
Skyldi Damon Albarn vera með hlutverk í
nýju óperunni sinni?
Damon nokkur Albarn forsprakki hljóm-
sveitanna Blur og Gorillaz virðist eiga mjög
auðvelt með að finna sér ný verkefni
þessa dagana. Það nýjasta er samstarf
hans við Alan Moore, en þeir vinna nú að
því að skrifa aman óperu um ævi Englend-
ingsins John Dee. Það vita sennilega ekki
margir hver þessi John Dee var, en sam-
kvæmt veraldarvefnum var hann fræðimað-
ur í Englandi á 15. öld sem eyddi síðustu
þrjátíu árum ævi sinnar í að reyna að ná
sambandi við engla.
Albarn segir John Dee hafa verið einn
þeirra sem áttu hugmyndina að breska
heimsveldinu og því ætti þessi merki mað-
ur skilið að fá sína eigin óperu.
Ópera frá Damon Al-
barn um fræðimann
Í síðustu viku lést rapparinn
magnaði Guru, sem móðir hans
nefndi hann Keith Elam, tæp-
lega fimmtugur að aldri. Bana-
mein hans var blóðkrabbi.
Guru var helmingur hiphop-
sveitarinnar Gang Starr,
rímnasmiðurinn, en DJ Premier
sá um taktinn. Gang Starr var upp á sitt
besta fyrir áratug eða svo og skífa sem
hér er gerð að umtalsefni kom út 1991. Þá
voru þeir félagar búnir að vinna saman í
um tvö ár. Guru stofnaði sveitina reyndar
nokkru áður, en það gerðist ekkert af viti
fyrr en þeir náðu saman félagarnir.
Fyrsta skífan sem þeir gerðu saman
Guru og DJ Premier, No More Mr. Nice
Guy, kom út 1989 og næst þar á eftir var
Step in the Arena. Það var
býsna mikið að gerast í hiphopi
á þessum tíma, bófarappið frá
vesturströndinni fór halloka
fyrir veigameiri rímum og það
var líka sitthvað að gerast í
lagasmíðunum sjálfum, því
hvert menn sóttu hugmyndir
og hljóðbúta. Dr. Dre bjó til G Funk vest-
ur í Los Angeles, Wu-Tang Clan bjó til
bíórapp í New York og á svipuðum slóð-
um voru Gag Starr og fleiri að leita að
töktum og lykkjum í djasstónlist
Djassstemmningin er reyndar ekki eins
sterk á Step in the Arena og á öðrum
Gang Starrs skífum á tíunda áratugnum,
en víða er að finna hugmyndir sem sóttar
eru í hard bop djass.
Lögin eru fín á plötunni, en rímurnar
frá Guru lyfta henni á hærra plan. Hann
var með gríðarlega gott flæði og fína rödd
og geislaði af honum einlægnin. Hvað
rímurnar varðar er hann líka í sérflokki,
fjallar um lífið og tilveruna æsingalaust
og með áherslu á það að hver sé sinnar
gæfu smiður.
Vegur skífunnar hefur vaxið frá því
hún kom út og núorðið er hún almennt
talin með 100 bestu skífum rappsögunnar
og sumir ganga svo langt að skipa henni í
efsta sætið, þó ekki verði það gert hér.
Guru átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á
rappsöguna með næstu verkum sínum,
þá aðallega Jazzmatazz-skífunum sem
seldust mjög vel í Evrópu.
arnim@mbl.is
Poppklassík Step in the Arena – Gang Starr
Hver er sinnar gæfu smiður
M
artha þetta er bróðir þinn, endi-
lega hringdu í mig til baka sem
fyrst,“ syngur Rufus Wainw-
right til systur sinnar í laginu
„Martha“ á sinni fyrstu hljóðversplötu í meira
en þrjú ár. Í laginu er Wainwright að reyna að
ná í systur sína í veikindum foreldra þeirra, en
móðir þeirra, fólk-söngkonan Kate McGar-
rigle, lést fyrr á þessu ári. Segir hann að tím-
inn sé naumur og að þau geti ekki lengur verið
reið út í hvort annað. Svo kraftmikill er text-
inn við píanóundirleik hans að ekki er óhugs-
andi að tár renni niður andlit jafnvel hörðustu
manna þegar lagið er spilað.
Fyrsta plata Wainwright kom út árið 1998
og ber hún nafn hans. Fóru tvö ár í að taka
upp plötuna og þegar upp var staðið voru
tilbúin 56 lög. Segir sagan að upptökurnar
hafi kostað í kringum 700.000 bandaríkjadali
sem verður að teljast nokkuð mikið fyrir
listamann að taka upp sína fyrstu plötu. Árið
2000 í um sex mánaða skeið bjó Wainwright á
hinu fræga Chelsea-hóteli í New York þar sem
hann samdi bróðurpartinn af annarri plötu
sinni Poses sem kom út árið 2001. Á sama
tíma átti hann við eiturlyfjavandamál að
stríða. Sagði hann að þeir valkostir sem hann
hafði á þeim tíma væru annaðhvort að fara í
meðferð eða flytja inn til föður síns. Hann
þyrfti einhvern til að öskra á sig og skamma
og að faðir hans gæti vel uppfyllt það hlut-
verk. Skömmu síðar náði vinur hans, söngv-
arinn Elton John, að sannfæra hann um að
meðferð væri eini kosturinn og þakkar Wa-
inwright honum fyrir að gefa sér annað tæki-
færi.
Það er kannski furðulegt að segja að All Da-
ys Are Nights: Songs for Lulu sé einföld plata.
En á marga vegu er það satt. Á henni er Wa-
inwright einn, aðeins vopnaður rödd sinni og
flygli. Hann virðist þó ekki þurfa neitt meira
til að bjóða hlustendum upp á það tilfinninga-
þrungna hlaðborð sem platan í raun og veru
er. Sú nálægt sem Wainwright nær að fram-
kalla fær mann til að halda að hann sé heima í
stofu spilandi, bara þú og hann.
Nokkur laga plötunnar minna óneitanlega á
lög úr uppfærslum stórsöngleikja frá því
snemma á síðustu öld. Upphafslagið Who Are
You New York?, er gott dæmi um það. Lagið
er hálfgerður óður til New York-borgar og
hinna mörgu andlita hennar. Sum þeirra taka
fólki fagnandi hendi en önnur líta ekki einu
sinni á fólk. Allt frá ljósadýrðinni við Times
Square til kalda einmanaleikans sem finna má
í sumum hliðargötum borgarinnar.
Á einkatónleikum
Liðin eru þrjú ár frá því að tónlistarmaðurinn Rufus Wa-
inwright sendi frá sér sína síðustu plötu. Á nýrri plötu býð-
ur Wainwright hlustendum upp á fallega einkatónleika.
Matthías Árni Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
Rufus Wainwright á tónleikum í Háskólabíói.
Morgunblaðið/Eggert
Rufus er ekki eini meðlimur
Wainwright fjölskyldunnar sem
fékk tónlistarhæfileikana í
sængurgjöf. Litla systir hans
Martha hefur samhliða bróður
sínum skapað sér gott nafn í
tónlistarheiminum undanfarin
ár. Foreldrar þeirra, Loudon
Wainwright III og Kate McGar-
rigle, voru báðir söngvarar en
þau skildu stuttu eftir að Martha
fæddist. Á sínum yngri árum
voru Rufus og Martha í hljóm-
sveitinni The McGarrigle Sisters
and Family, ásamt móður og
frænku sinni. Fóru þau í sitt
fyrsta tónleikaferðalag þegar
þau voru aðeins tíu og þrettán
ára gömul.
Rufus og móðir hans Kate.
Wainwright
fjölskyldan
Tónlist
Í nýlegu viðtali við tónlistarblaðið NME sagði
Johnny Marr, fyrrverandi gítarleikari The
Smiths, frá því að hann hefði tekið að sér að
semja tónlistina fyrir kvikmyndina The Big
Bang, í leikstjórn Tony Kratz. Marr sagði
Kratz vera mikinn aðdáanda sveitarinnar
The Healers sem Marr lék með 2000 til
2003 og þess vegna fengið hann til liðs við
sig.
Það er enginn annar en Antonio Banderas
sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, sem
verður frumsýnd í haust..
Kvikmyndatónlist
frá Johnny Marr