SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 47

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 47
2. maí 2010 47 LÁRÉTT 1. Erfiðismerki hjá þekktum Þjóðverja? (7) 7. Birta af steikingarfeiti. (5) 8. Heillandi karlmaður dysjar mör. (7) 9. Telpa við Menntaskólann á Ísafirði tapar kommu við að rangflytja. (8) 11. Ástartengslin voru við þekkt félag. (9) 12. Finnst hjá Huga rangur dapurleiki. (10) 15. Napur vindur úr suðri lendir á máltíð. (9) 17. Stunda krabbadýr. (5) 19. Graður við einan sem reynist vera af- skekktur. (11) 21. Skinn þitt eftir að Mídas hefur snert það? (7) 23. Tvílit rönd. (7) 25. Ósigur í tennis er alls ekki tap. (7) 27. Út af fyrir sig einkennilegur finnur dálitlar. (7) 29. Tölustafur tapar í villu. (10) 30. Sá sem hlýtur skjótan frama af sovésku tæki. (7) 31. Hvernig þú segir ’ár’? (12) 32. Uppáhaldsdrykkur konu Karls? (9) LÓÐRÉTT 1. Tími á kránni endar í átökum. (8) 2. Himinhnötturinn sem er í senn einn og sjö- faldur. (11) 3. Frjáls undan orðrómi. (7) 4. Hann kaus sjó. (8) 5. Vingull notaður í að þeyta undanrennu? (12) 6. Danskur prins sem reynist vera klaufi? (6) 8. Lúsablesi sem er óhreinn á fótunum. (8) 10. Auðgar á annan hátt þann sem hefur mikla sjálfstjórn. (6) 13. Það er einhver hængur á huglægri. (6) 14. Ferð plánetu okkar endar í greftrun. (9) 16. Sonur og sterkur sápulögur gera beygðan. (10) 18. Einn óþekktur taki efni. (6) 20. Við feita klingi glösum á veitingahúsi. (10) 22. Stór stjórnpallur eða leið til niðurheima. (9) 24. Tæpur á blómi. (7) 26. Umtalið um ferð fasta. (7) 28. Jónína sem styður fótboltalið og dýr. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 2. maí rennur út fimmtudaginn 6. maí. Nafn vinn- ingshafans birtist í blaðinu 9. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 25. apríl sl. er Fjóla Guðleifs- dóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Sex grunaðir eft- ir Vikas Swarup. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Byrjun heimsmeistaraeinvígis Wisvanathan Anand og Venselin Topalov í Sofia í Búlgaríu er með hressilegra móti. Eftir afleita byrjun, tap í fyrstu skák sem margir vildu kenna röskun á ferðaáætlun vegna gossins í Eyja- fjallajökli, lét Anand hendur standa fram úr ermum og vann aðra og fjórðu skák einvígisins og heldur forystu, 2½ : 1½. Þeir tefla 12 skákir en fimmta skákin var á dagskrá sl. föstudag. Heimavöllurinn virðist enn sem komið er ekki skipta miklu máli, þetta er í raunar í fyrsta sinn síðan 1921 er Emanuel Las- ker mætti Jose Raoul Capablanca í Havana á Kúbu, að heimsmeist- ari í skák fellst á að tefla á heima- velli andstæðingsins. Og kannski var Anand, sem býr í smábænum Collado Mediano steinsnar frá Madrid, með Spán í farangrinum á sínu langa ferðalagi til Búlgaríu: báðar vinningsskákir hans koma upp úr katalónskri byrjun. Þar virtist hann hitta á veikan blett hjá Topalov sem í báðum skák- unum hirti peð en varð afar bumbult af. Rannsóknir beggja eru vissulega keyrðar áfram af miklu afli hugbúnaðar sem reyn- ir á minnið og í fyrstu skákinni varð óvænt skammhlaup í heilabúi Anand sem ruglaðist í ríminu þegar tefld var Grün- felds-vörn. Þess finnast dæmi að auðfenginn sigur í fyrstu skák fari illa í menn og Indverjinn kom til baka af miklum krafti. Hin magnaða fjórða skák fer hér. Lokin eru tefld með glæsilegum hætti: Sofia 2010; 4. skák: Wisvanathan Anand – Vensel- in Topalov Katalónsk byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 dxc4 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. Dc2 Bxd2+ 8.Dxd2 c6 9. a4 b5 10. Ra3 Endurbót Anand á 1. einvíg- isskák Kramnik og Topalov í El- ista 2006. Þar var leikið 10. axb5 cxb5 11. Dg5 og hvítur náði peð- inu til baka. 10. … Bd7 11. Re5 Rd5 12. e4 Rb4 13. 0-0 0-0 14. Hfd1 Be8 15. d5! Sprengir upp miðborðið. 15. … Dd6 16. Rg4 Dc5 17.Re3 R8a6 18. dxc6 bxa4 19. Raxc4 Bxc6 20. Hac1 h6? H6-peðið er því miður fyrir Topalov kjörið skotmark ridd- arans. Sennilega er hér kominn tapleikurinn í þessari skák. Nú spyrja menn tölvurnar hvað best sé að gera! Rybka mælir með 20. … De7 t.d. 21. Rd6 Had8 22. Rac4 f5 með flókinni stöðu. 21. Rd6 Da7 22. Rg4 Had8 ( Sjá -stöðumynd ) 23. Rxh6+! gxh6 24.Dxh6 f6 25.e5! Það tók Anand 10 mínútur að finna þennan leik sem molar niður varnir svarts. 25. … Bxg2 26.exf6! Hxd6 27. Hxd6 Be4 28. Hxe6 Rd3 29.Hc2 Dh7 30. f7+! Lokahnykkurinn. Að leika peði ofan í þrælvaldaðan reit kom oft fyrir í skákum Kasp- arovs. 30. …Dxf7 31. Hxe4 Df5 32. He7 – og Topalov gafst upp. Eftir 32. … Hf7 getur hvítur t.d. unnið með 33. Hc8+! Dxc8 34. Dg6+ Kh8 35. Dh5+! og mátar í tveim leikjum Helgi Ólafsson helol@simnet.is Anand nær forystu í HM – einvígi Frá glímu Topalovs og Anands í Sofiu. Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.