SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 51

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 51
„Sum belgísku skáldanna þekkti ég, án þess að vita það í raun; þekkti verk þeirra á frönsku og taldi þau frönsk. Ég þekkti líka nokkra brautryðjendanna frá Afríku og þótti þeir spennandi. Þessi skáld eru mörg mjög ólík mér, þau eru mjög mælsk en ég knappur.“ Hann brosir. „Að sumu leyti eiga þeir margt sameiginlegt með ís- lenskum skáldum, náttúran er svo sterk og líkingarnar úr náttúrunni,“ segir Þór þegar hann er spurður um sérstöðu afrískra ljóðskálda. „Þarna eru líka mörg bar- áttuskáld. Frumherjarnir á fjórða áratugnum eru að skilgreina hvað er að vera svertingi; þeir bjuggu til hugtakið negrastand en þannig þýði ég „négritude“. Þeir skilgreina svertingjann sem hefur sinn kross að bera, hvar sem er í heiminum. Síðan tengjast skáldin sjálfstæðisbaráttunni; mörg þeirra voru virk í stjórn- málum. Skáldkonur birtast ekki að ráði fyrr en síðar en slá kvenlega nótu, koma með börn og ástina í víð- um skilningi inn í ljóðin.“ Mörgum afrísku skáldunum liggur mikið á hjarta. „Þau eiga erindi. Það dregur mann að þeim. Stund- um eru ljóðin hér hjá okkur á Vesturlöndum, í þróaða heiminum, miklar fagurfræðilegar pælingar. Og stund- um gleymist að segja eitthvað. Menn hafa jafnvel talið það ljóðum til tekna að vera ekki að segja neitt. Sú er ekki raunin í Afríku.“ Morgunblaðið/Ernir „Ég var aldrei kominn að því að gefast upp á þessu, aldrei. Ég hafði áhyggjur af því að þetta gæti orðið rútína til að fylla upp í daginn en það varð aldrei,“ segir Þór Stef- ánsson um ljóðin í nýju bókinni. 2. maí 2010 51 Að missa ekki sjónar á markmiðum sínum. Að vera fastur fyrir í skoðunum. Að verða ekki orðs vant. Að láta engan eiga neitt inni hjá sér. Að svara aldrei óþægilegum spurningum. Að þrástagast á flottum frösum. Að styðja tilhæfulausar fullyrðingar haldgóðum rökum Kostir stjórn- málamannsins 1. maí Ég er að leita að vopnum dirfsku og afli þráhyggjunnar óþrjótandi lind mótþróans Við skulum leita að voninni og draga hana út úr felustaðnum Höfnum tómlæti og uppgjöf Við skulum leita að voninni Það er aðeins til eitt ástarævintýri Við klæðum og afklæðum það orðum og vonum, ein sönn árstíð hjartans Þegar veröldin springur út, ein sönn náðarstund til að endurfæðast og reisa heiminn úr rúst hvað sem hver segir. Skáldið er frá Fílabeinsströndinni, fædd 1955. Ljóðið er úr bókinni À mi-chemin sem kom út árið 2000. Úr À mi-chemin Véronique Tadjo Farðu ekki sorg meðan börnin farast í steypiregni byssukúlna. Þornaðu ekki tár meðan móðir grætur í líkfylgd barna sinna Þagnaðu ekki rödd meðan brotin fljúga úr kjarnorkusprengjunum Lokastu ekki auga meðan betlarar standa í halarófu framan við harðlæstar dyr. Höfundurinn er frá Zaíre, fædd 1944. Ljóðið er úr bókinni Lianes. Ljóð Clémentine Madiya (Faïk-Nzuji) Þýðingar eftir Þór Stefánsson á ljóðum afrískra skálda Mér er sama hvort frýs eða sólin skín, tilveran verður samt verri án þín. Hvort sem lognið er milt eða látlaus hríð, er alltaf jafn notaleg tilvist þín blíð. Hvort sem regnið er þétt eða rosafrost, í örmum þér lifi ég langbestan kost. Hvort sem úti er hlýtt eða alltof kalt, með kossunum þínum er kátara allt. Hvort sem hitinn er bál eða bannsett rok, þá vil ég eiga með þér leiðarlok. Hvort sem þokan er dimm eða þæfingssnjór, sendi ég vorkveðju. Vertu sæll, Þór. Til þín 8. apríl

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.