SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 53
2. maí 2010 53 12. til 24. apríl 1. Rannsókn- arskýrsla Alþingis - Rannsókn- arnefnd Al- þingis, Al- þingi 2. Hafmeyjan - Camilla Läckberg, Undirheimar 3. Maxímús músikús trítlar í tón- listarskólann - Hallfríður Ólafsdóttir, Mál og menning 4. Nemesis - Jo Nesbø, Upp- heimar 5. Hvorki meira né minna - Fann- ey Rut Elínardóttir, N29 6. Góða nótt, yndið mitt - Do- rothy Koomson, JPV útgáfa 7. Fyrirsætumorðin - James Pat- terson, JPV útgáfa 8. Sítrónur og saffran - Kajsa In- gemarsson, Mál og menning 9. Vetrarblóð - Mons Kallentoft, Undirheimar 10. Póstkortamorðin - Liza Mark- lund/James Patterson, JPV útgáfa Frá áramótum 1. Rannsókn- arskýrsla Alþingis - Rannsókn- arnefnd Al- þingis, Al- þingi 2. Póst- kortamorð- in - Liza Marklund/James Pat- terson, JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson, Bjartur 4. Stúlkan sem lék sér að eld- inum - Stieg Larsson, Bjartur 5. Svörtuloft - Arnaldur Indr- iðason, Vaka-Helgafell 6. Hafmeyjan - Camilla Läck- berg, Undirheimar 7. Góða nótt, yndið mitt - Do- rothy Koomson, JPV útgáfa 8. Þegar kóngur kom - Helgi Ing- ólfsson, Ormstunga 9. Meiri hamingja - Tal Ben Shahar, Undur og stórmerki 10. Horfðu á mig - Yrsa Sigurð- ardóttir, Veröld Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bók- sölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum – Eymundsson og Samkaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefanda Að mörgu leyti er Aðþrengd í Odessu dæmigerð skvísubók; ung stúlka kemst í gegnum þrengingar með því að átta sig á því að hún er sinnar eigin gæfu smiður. Svo eru allar skvísubækur meira og minna, en þessi sker sig úr fyrir þjóðfélagsgagnrýni sem er beittari en maður á að venjast í slíkum bókum og einnig er glímt við veigameiri vandamál en alla jafna; nú er það ekki bara ótrúr kærasti, blettótt peysa eða aðeins og mikið af rauðvíni heldur fá- tækt, ofdrykkja, spilling og grimmd- arleg mafíustarfsemi. Söguhetja bókarinnar er Daría, ung stúlka sem býr í Odessu í Úkraínu talsverðu eftir fall járntjaldsins. Í stað sósíalísks hagkerfis sem byggðist á al- gerri skoðanakúgun og því að allir væru jafn aumir er komið samfélag há- karlakapítalisma þar sem allir hafa frelsi til að gera það sem þeim sýnist, en hafa eiginlega hvorki efni á að lifa eða deyja. Daría vinnur á skrifstofu ísraelsks flutningafyrirtækis og á milli þess sem hún glímir við mafíuforingja og spillta tollara þarf hún að forðast eðl- unarfúsan yfirmann sinn. Svo fer að hún fær aukavinnu við hjónabands- miðlun sem byggist á því að ungar úkraínskar stúlkur ganga að eiga mið- aldra Bandaríkjamenn, enda finnst þeim flest til vinnandi til að komast til fyrirheitna landsins, eða bara að kom- ast úr landi. Charles dregur ekkert úr í lýsingunni á kjötmarkaðnum, því ekki er hægt að kalla þetta annað, þegar karlarnir velja sér konu úr póstlista eða koma yfir til Úkraínu að skoða varninginn og ákveða eftir örstutt kynni að þar sé komin nýi lífsförunauturinn. Það er og mestur í hiti í þeim lýsingum, en flest annað er heldur yfirborðskennt, þar með talið amma gamla, Boba, sem er rödd skynseminnar, svo langt sem það nær. Höfundur fer líka vel með það þegar Daria unga kemst að því að ekki eru allir viðhlæjendur vinir, þó að sá þáttur bókarinnar sé reyndar ekki nógu vel unninn. Með tímanum berst leikurinn vestur um haf, án þess ég vilji ljóstra upp um of mikið, en þá hægir líka svo á sög- unni að segja má að í rúmar hundrað síður gerist eiginlega ekki neitt – hvar var maðurinn með skærin? Charles á greinilega auðveldara með að skrifa forvitnilega um framandlegt umhverfi en þegar kemur að því hversdagslega er blekið úr pennanum og ég verð að viðurkenna að ég var farinn að fletta grunsamlega hratt undir það síðasta. Að því sögðu var þessi bók fín af- þreying, ristir ekki djúpt en dýpra en vant er, og fær því bestu meðmæli; skvísubók sem töggur er í. Skvísubók sem töggur er í Bækur Aðþrengd í Odessu bbbnn Eftir Jane Skeslin Charles. JPV gefur út. Salka Guðmundsdóttir þýddi. Árni Matthíasson Eru úkraínskar brúðarkaupssíður bara ný út- færsla á mansali? Ég held því stundum fram við sjálfa mig að ég sé of taugaveikluð til að lesa, hef áunnið mér hið vinsæla frávik „yfirlýstan athyglisbrest“ og því er það að ég óska mér þess miklu heldur en að af geti orðið, „að ég gæti lesið hina og þessa bókina“ og horfi á bókastaflana sem allt eru um kring á heimili mínu, ýmist skelfingu lostin eða hugs- anlega með hjartað fullt af þrá. Ég veit það ekki. Kannski er það líka ofgnóttin sem gerir það að verkum að maður lamast nánast og verður eins og andsnúin öllum þessum orðum sem svífa um alls staðar og allt um kring. Mér finnst þau á köflum, ofmetin. Ég segist persónulega meira fyrir hljóð. Sennilega vinnur tíminn heldur ekkert sér- staklega með mér í þessu ímyndaða áhugamáli, bóklestri. En það seytlar ein og ein inn og ég get nú verið þakklát fyrir þær sem þó skreiðast í gegn því þeirra nýt ég þá kannski enn betur en ella. Þær bækur sem mig langar að nefna hér eru til dæmis bókin „Hvað er þetta hvað?“ eftir Dave Eggers sem skrifaði bókina eftir að „söguhetja bókarinnar, Valentino Achak Deng“ hafði sagt honum sögu sína en hann var bara lítill drengur þegar ráðist var á þorpið hans í Suður-Súdan og það lagt bókstaflega í rúst. Sagan lýsir svo flótt- anum, lífinu í flóttamannabúðum í Eþíópíu og Kenýa og svo kynnum af því lífi sem tekur við þegar til vesturheims er komið. Þessi bók er alveg ótrúleg og maður engist um á ferðalaginu með þessum ótrúlega sterka dreng sem gekk í gegnum hreint helvíti ásamt hundruðum annarra drengja með vonina eina að vopni. Æ, hvað maður verður þakklátur fyrir að fá pínulitla innsýn inn í lífsýn annars fólks. Sú guðdómlega tilfinning þegar maður er minntur á önnur veganesti en manns eigin. Önnur bók sem ég vil nefna er bókin hans Jóns Kalmanns Stefánssonar, „Harmur englanna“ en hún er framhald af bókinni „Himnaríki og hel- víti“ sem kom sennilega árinu eða tveimur áður út. Því er nú þannig varið með þennan höfund þykir mér og hefur hann þar nokkra sérstöðu meðal annarra höfunda hér á landi á að mér þykir best að lýsa því sem svo að hann „skrifi með hjartanu“ og því sest hann svo ljúflega á hjarta- lögn manns sjálfs. Úr því að hjartað hefur borið svo sterklega á góma er augljóst hvert leiðin liggur. „Heim til míns hjarta“ er opnun á tilfinningu og hefur að mínu viti eða öllu heldur tilfinningu engum og engri tekist það sem Oddnýju Eir Ævarsdóttur tekst hér, nú eða að opna fyrir djúpa hreinskilna, einlæga, fagra, samræðu við hjarta sitt, hjarta mitt, hjarta fleiri en okkar? Gúmmí-Tarsan er í yfirstandandi standandi lesningu fyrir svefntíma þeirra sem yngri eru og sá stendur nú fyrir sínu! Það er alveg sama hvað maður les hann oft, hann nær manni alltaf! Önn- ur bók sem ég nýverið las með börnum mínum er bókin Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) og er sú bók aldeilis frábær, svo ekki sé fastar að orði kveðið, skemmtileg með afbrigðum, næm á alla þá hluti sem skipta mestu máli. Nú, annars er höfuðið bara yfirfullt af nótum, töktum, ljósrit- uðum tónfræðiheftum, minnisatriðum um skylduverk daganna. Lesarinn Margrét Kristín Blöndal Ímyndaða áhuga- málið bóklestur Dave Eggers skrifaði Hvað er þetta hvað? sem segir frá Valentino Achak Deng. Breski rithöfundurinn China Mie- ville er þekktur fyrir æv- intýrabækur sínar og þá helst bók- ina Perdido Street Station sem kom út 2000 og gerist í borginni New Crobuzon. Mieville hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar fyrir skrif sín. Engri bók hans hefur þó verið fagnað eins og nýjustu bókinni, The City & the City, sem kom út á síðasta ári. Hún sker sig úr öðrum bókum Mievilles í því að hún er glæpa- saga, þó í henni sé sitthvað æv- intýra- og vísindaskáldsagnalegt, en hann hefur látið þau orð falla að hann hygðist skrifa sem flestar gerðir bóka og helst eina af hverju tagi. Í vikunni fékk Mieville svo helstu vís- indaskáldskap- arverðlaun Breta, verðlaun sem kennd eru við enska rit- höfundinn Arthur C. Clarke, fyrir The City & the City og þar með varð hann fyrstur manna til að vinna þau eftirsóttu verðlaun þrí- vegis. Mieville fékk áður verðlaun- in árið 2000 fyrir Perdido Street Station og 2005 fyrir Iron Council. Þrefaldur meistari China Mieville

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.