SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 21

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 21
10. október 2010 21 Það er einkum 5. liður reglugerðar frá Evrópusambandinu og Evr- ópuráðinu frá 2008 sem Arngrímur vísar til þegar hann mótmælir því hvernig samgönguyfirvöld halda á málum. Í þessum lið er fjallað um „sam- eiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 91/670/EBE, reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 og tilskipunar 2004/36/EB,“ eins og þar segir. Forsenduliður númer 5 í umræddri reglugerð er svona í heild sinni, skv. opinberri þýðingu íslensku stjórn- sýslunnar: „Ekki er rétt að sameiginlegu regl- urnar gildi um öll loftför, einkum loft- för sem eru einföld í hönnun, eða sem einkum eru starfrækt stað- bundið og þau sem eru heimasmíð- uð eða sérstaklega sjaldgæf eða eru einungis til í fáum eintökum. Lögbundið eftirlit með slíkum loftför- um skal því áfram vera í höndum að- ildarríkjanna og án nokkurrar skuld- bindingar, samkvæmt þessari reglugerð, fyrir önnur aðildarríki til að viðurkenna slíkt landsbundið fyr- irkomulag. Hins vegar skal grípa til viðeigandi ráðstafana til að auka al- mennt öryggi tómstundaflugs. Eink- um skal taka tillit til flugvéla og þyrlna, sem hafa lítinn hámarks- flugtaksmassa, en afkastageta þeirra verður sífellt meiri, geta flogið um allt Bandalagið og eru iðn- aðarframleiðsla. Því er betra að setja reglur um þær á vettvangi Bandalagsins til að kveða á um nauðsynlegt, samræmt öryggi og umhverfisvernd.“ Lögbundið eftirlit skal áfram vera í höndum hvers ríkis … Reglur eins og þessar eru í lagi fyrir stór flugfélög, segir Arngrímur, „en í einka- geiranum er þetta í besta falli hlægilegt. Reglurnar eru svipaðar fyrir mann sem á eina flugvél og fyrir flugfélag í atvinnu- flugi. Það segir sig sjálft að einstaklingur sem á litla flugvél hefur ekki bolmagn til þess að fara að þessum reglum.“ Þetta geti mjög auðveldlega snúist upp í and- hverfu sína þar sem flugvélaeigendur geti farið að sjá um viðhald á flugvélum sínum í „skjóli nætur“ til þess að lækka hjá sér viðhaldskostnaðinn. Þar með gæti flug- öryggi verið ógnað. „Ef þetta verður svona áfram hætta menn bara, grasrótin gefst upp,“ segir Arngrímur og bætir við að ef það gerist komi að því að ekki verði til flugmenn til þess að sinna flugi hér á landi, ef frá er talið útlendingar eða íslenskir flugmenn sem hlotið hafa þjálfun erlendis. „Hingað til hafa komið vel þjálfaðir flugmenn frá Íslandi sem gefa öðrum ekkert eftir.“ Skortir kjark? Arngrímur gagnrýnir að íslensk flug- málayfirvöld telji sig knúin til að fylgja út í ystu æsar evrópsku reglugerðinni. „Það er alveg klárt að í reglugerð þessari frá Brüssel er hverju ríki í sjálfsvald sett að notast við eigin reglur fyrir vélar sem eru léttari en 5.700 kíló. Samgönguyfirvöld virðast hins vegar ekki hafa kjark til þess að nýta sér þessar undanþágur.“ Um það bil 150 flugvélar á Íslandi falla í þann flokk sem hér um ræðir. Arngrímur og félagar hafa talað fyrir daufum eyrum að hans sögn. „Íslensk yf- irvöld hafa hingað til ekki viljað við- urkenna þennan möguleika og það er mergurinn málsins,“ segir Arngrímur. Flugmálafélag Íslands hefur farið fram á það við íslensk samgönguyfirvöld að allt almannaflug sem stundað er á Íslandi verði tekið út úr EASA-reglugerðinni skv. undanþáguákvæðunum sem áður voru nefnd. Grasrótin fái að blómstra „Flugöryggi á Íslandi hefur verið gott undanfarna áratugi og mjög fá óhöpp orðið vegna mistaka flugvirkja. Við vilj- um halda starfinu áfram með þeim hætti að kostnaður sé viðráðanlegur þannig að grasrótin fái að blómstra.“ Skipuð var nefnd fyrir stuttu til þess að yfirfara reglugerðirnar með fulltrúum samgönguráðuneytisins. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki er við eft- irlitsaðilana að sakast því þeir vinna eftir reglunum.“ Nú virðast yfirvöld loks vera farin að hlusta á röksemdir Flugmálafélagsins, segir Arngrímur. „Í samgönguráðuneyt- inu hefur verið einblínt á númeraðar reglur frá Evrópu. Eftir að nefnd vegna málsins var stofnuð er hins vegar farið að hlusta á okkur, en annað hefur svo sem ekki gerst.“ Ljósmynd/Arnar Jónsson Kínverskum stjórnvöldum var ekki skemmt á föstudaginn þegar gert var heyrinkunnugt að lýðræðissinninn Liu Xiaobo hlyti friðar- verðlaun Nóbels í ár en hann situr sem kunnugt er í fangelsi þar eystra fyrir að grafa undan stjórnvöldum. Eðli málsins samkvæmt fjölmenntu fjölmiðlar við híbýli eiginkonu hans, Liu Xia, í Peking, þar sem þessi ágæti öryggisvörður varð á vegi þeirra. Ekki fylgdi sögunni hvort hann væri að taka afstöðu með eða á móti verðlaunahafanum með þessu vafasama athæfi sínu. En félaga hans var alltént skemmt. Reuters Friðarsinnar og fingramál Veröld Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: baekur@simnet . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2010 Skilafrestur vegna kynninga og auglýsinga í Bókatíðindin 2010 er til 20. október nk. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2010 er til 20. október nk. www.bokautgafa. is Íslensku bókmenntaverðlaunin

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.