SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 27

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 27
10. október 2010 27 Þ óra Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1971 en bjó fyrstu fimm árin í Kaupmannahöfn. Þóra gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, stundaði píanónám í Tónlistarskóla Seltjarnarness og söng í skólakórnum. Þegar hún hóf nám í MR hóf hún samhliða því nám í Söngskólanum í Reykjavík. Hún söng með Kór Langholtskirkju og fékk strax mikla hvatningu frá Jóni Stefánssyni sem bauð henni oft að syngja einsöng. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, aðalkennari hennar, og Garðar Cortes voru henni líka mikil hvatning og hún söng lítið hlutverk í Rigoletto í Íslensku óperunni aðeins 18 ára gömul. Að loknu stúd- entsprófi frá MH fór hún í framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist úr óperudeild skólans 23 ára gömul og hóf þá sinn söngferil. Hún hefur nú þegar sungið yfir 50 óperuhlutverk í óperuhúsum víða um heim og komið fram á fjölda tónleika í mörgum af frægustu tónleikasölum heims. Hún var lengi búsett á Englandi og svo í Þýskalandi með viðdvöl í Svíþjóð. Hún var fastráð- inn söngvari í Wiesbaden í Þýskalandi í sjö ár. Þóra býr nú á Íslandi með eig- inmanni sínum, Birni Ingiberg Jónssyni óperusöngvara, og sonunum Einari og Jóni. Hún kemur reglulega fram á tónleikum og í óperum hér heima og erlendis en næsta verkefni hennar er hlutverk Gildu í uppsetningu Íslensku óperunnar á Rigoletto sem frumsýnd verður 9. október næstkomandi. 9 mánaða í alvöru myndatöku. Að gefa Jóni að drekka í hléi á sýningu óp- erunnar Croesus í Wiesbaden. Stúdentsveislan. Bjössi, Ólöf Kolbrún, Gunnhildur systir og Gunnar afi. Öll að syngja. Með Bjössa eftir vel heppnaða tónleika í Skálholti árið 1993. Með mömmu og pabba eftir frumsýningu í Wiesbaden. Söngkonan Þóra Einarsdóttir hefur komið víða við og syngur nú hlutverk Gildu í Rigoletto Debut í Glyndebourne Festival Opera. Úr óp- erunni The Second Mrs Kong. Cosi fan tutte í Íslensku óperunni 1998. Skólasýning Guildhall í London, í hlutverki dúkkunnar í Æfintýrum Hoffmans 1995. Í hlutverki Ilu í Idomeneo eftir Mozart 2007. Með Gunnhildi systur í uppsetningu á Rigo- letto í Íslensku óperunni árið 1990. Í hlutverki Susönnu í Brúðkaupi Figaros árið 2003. Óperur og ævintýr Myndaalbúmið Með sonunum Jóni og Einari.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.