SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Page 31

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Page 31
10. október 2010 31 Bíður eftir Obama Hvað með erlenda stjórnmálamenn, brennurðu í skinn- inu að teikna einhvern af þeim? „Já, Barack Obama Bandaríkjaforseta. Ég bíð spenntur eftir að hann detti inn.“ Hefur enginn hringt brjálaður í þig út af teikningu? „Nei, ekki ennþá. Menn hafa samt kvartað. Þannig sak- aði Svavar Gestsson Davíð Oddsson um að leggja teikn- urum blaðsins til efnið í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í sumar. Mér þótti þetta frekar fyndið, þar sem ég sat og teiknaði um leið og ég hlustaði á þáttinn.“ Er Davíð þá ekkert að leggja þér línurnar? „Nei, ég hef bara einu sinni hitt hann á ævinni. Það var til að taka í höndina á honum eftir að ég var ráðinn í vor. Ég hef oft verið spurður að því hvort ég velji viðfangs- efnið sjálfur eða hvort ég fái fyrirmæli frá ritstjórn blaðs- ins. Þegar ég upplýsi fólk um að ég hafi algjörlega frjálsar hendur í efnisvali áttar það sig á því hvað þetta er mikil vinna. Maður les öll blöð og horfir á alla fréttatíma, auk þess að vera stöðugt á netinu. Annars væri þetta ekki hægt. Svo á maður indæla ættingja sem benda manni oft á mikilvægustu málin.“ Það hlýtur líka að felast aukin pressa í því að skop- myndateiknarar blaðanna eru óvenju margir um þessar mundir? „Að sjálfsögðu. Maður vill náttúrlega ekki vera sein- astur með fréttirnar. Meðan ég var með þrjár myndir á viku þýddi ekkert annað en teikna þær daginn fyrir birt- ingu. Ég gat í raun ekki byrjað fyrr en ég var búinn að sjá myndina hans Helga Sig, sem teiknaði á móti mér í blaðið. Stundum kom fyrir að ég þurfti að slaufa góðri hugmynd vegna þess að hann var búinn að útfæra hana. Eða þá ein- hver í öðru blaði. Ég lít svo á að ég hafi aðeins meira svigrúm núna, þegar ég er bara einu sinni í viku. Sunnudagsmogginn er vikurit og þess vegna er óhætt að horfa til atburða allrar vikunnar á undan.“ Leikur að orðspori Áttu einhver önnur áhugamál? „Ég hef mikinn áhuga á öllum listum, lærði á píanó og hef einkum áhuga á leiklist. Ég byrjaði í Leikfélagi Vest- mannaeyja sem peyi og hef einnig leikið í Verzló. Fé- lagslífið í skólanum er frábært og ég sit í ritnefnd skóla- blaðsins, sem er mjög metnaðarfull útgáfa.“ Talandi um list, nær sú skilgreining utan um skop- myndateikningar í dagblöðum? „List á að vera verk sem skaðar eða særir ekki aðra. Fyrir þær sakir lít ég ekki á skopmyndateikningar sem list, þar er nefnilega verið að leika sér með orðspor og útlit fólks. Ég lít heldur ekki á veggjakrot sem list vegna þess að þar eru unnin spjöll á eigum annarra. Í mínum huga er teikningin sem form klárlega list en skopmyndin á þess- um forsendum meiri blaðamennska. Hafandi sagt það kemst fólk nú til dags upp með ótrúlegustu hluti í nafni listarinnar.“ ’ Ég er ennþá að átta mig á því, fólk liggur misvel við penna. Jón Ásgeir hefur komið nokkrum sinnum, það er gaman að teikna hann, og svo auðvitað Steingrímur J. Hann er mest allra í sviðsljósinu, blessaður.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.