SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 42

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 42
42 10. október 2010 A f litlum neista geta vissulega orðið ógn- arleg bál, þó svo að það eigi vonandi ekki við um mótmælaglæðurnar við Alþing- ishúsið. Það breytir því ekki að mann- kynssagan úir og grúir af slíkum uppákomum og kvikmyndasagan sýnir að þær hafa verið kvik- myndagerðarmönnum hugstætt yrkisefni. Lítum á fáein dæmi því til sönnunar. The Godfather Part II (74) Byrjum á því að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Fáar myndir lýsa betur aðdraganda, tilefni og ófremdarástandi byltingar en hinn snjalli miðkafli Guðföður-þrennu Francis Ford Coppola og Mario Puzo um uppgang og vinnubrögð skipulagðrar glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Annar hluti þrenn- unnar fjallar einmitt um viðbrögð og þátttöku mafí- unnar þegar það var að verða lýðum ljóst að Fidel nokkur Castro var að leggja undir sig Kúbu og hrekja gjörspillta stjórn einræðisherrans Batista út á guð og gaddinn. Þetta gerðist undir lok sjötta áratugar síð- ustu aldar, Bandaríkjamenn höfðu átt mikil ítök á eynni og spilling Batista kom ekki hvað síst fram í vinfengi hans við mafíuna, sem átti feitan skerf í undirheimastarfsemi og spilavítunum í Havana. Þar voru útsendarar Corleone-fjölskyldunnar aðsóps- miklir og vildu gæta hagsmuna hennar, sem voru í höndum Hymans Roth, sem sá sögufrægi leiklist- arkennari Lee Strasberg lék á hófstilltan máta (eitt hans fyrsta og síðasta kvikmyndahlutverk.) Mjúk- máll, harðskeyttur skrattakollur sem reynir í lengstu lög, samkvæmt fyrirskipunum Don Michaels Cor- leone (Al Pacino), að halda sneiðinni sinni af Kúbu. En verður að lúffa. Ein minnisstæðustu atriðin eru frá nóttinni sem Castro yfirtók Havanaborg. Þar rauður loginn brann. Myndin hlaut metaðsókn og ein 6 Óskarsverðlaun. Viva Zapata (52) Gömul og góð uppáhaldsmynd (gerð 1952), eftir meistara Elia Kazan með Marlon Brando í titilhlut- verkinu. Hann leikur hinn sögufræga, mexíkóska uppreisnarforingja, Emilioano Zapata, sem tókst, með hjálp Pancho Villa (Alan Reed), að sameina tvístraða og tvístígandi landa sína í uppreisn gegn Porfirio Diaz, hinum illræmda og spillta forseta landsins og einræðisherra. Anthony Quinn stelur nokkrum atriðum sem bróðir uppreisnarforingjans og hjálparhella. Viva Zapata hlaut bæði BAFTA- verðlaunin og Gullpálmann á Cannes, auk þess fékk Quinn Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki Reds (́81) Sérstök mynd í bandarískri kvikmyndasögu, þar sem hún segir afdráttarlaust sögu Johns Reed (Warren Beatty), vinstri sinnaðs, bandarísks blaðamanns sem ferðaðist vítt og breitt á tímum heimsstyrjaldarinnar, þegar hnattkringlan logaði af eldi og eimyrju. Í einkalífinu á hann vingott við hina róttæku og harð- giftu Louise Bryant (Diane Keaton), sem lætur karl sinn róa fyrir Reed. Eftir afskipti af stjórnmálum og verkalýðsbaráttu í heimalandinu halda þau til Rúss- lands og taka þátt í októberbyltingunni 1917, þegar kommúnistar hrifsuðu völdin úr höndum sarsins. Uppnumin eftir dramatíska atburðina austur á steppunni, halda þau til Bandaríkjanna á ný, nú á að boða landsmönnum trúarbrögð Karls Marx og hvetja til byltingar. Til sögunnar koma margar þekktar per- sónur, þ. á m. leikritaskáldið Eugene O’Neill, snilld- arlega leikinn af Jack Nicholson. Óskarinn fengu m.a. leikstjórinn Beatty og kvikmyndatökustjórinn Vitt- orio Storaro. Vanmetin og fáséð perla. Dr. Zhivago (́65) Ósvikið eðalverk Davids Leans, meistara epískra stórvirkja, gerist í Rússíá á tímum byltingarinnar. Byggð á nóbelsverðlaunaverki Boris Pasternak og gerð af kunnum metnaði og vandvirkni leikstjórans sem hefur með sér her listamanna, bæði úr hópi leik- ara og annarra listamanna. Upp úr rís yfir frost og funa vettvangs myndarinnar, ung og ægifögur Julie Christie, líkt og Sfinxinn yfir eyðimörkinni. Hún er örlagavaldur lykilpersóna sögunnar, sem flyst frá Moskvuborg undir árásum kommúnista, austur um til Síberíu. Frábær sögumennska snjallrar og til- komumikillar, hádramatískrar sögu af heims- viðburðum og unun að fylgjast með stórleikurum á borð við Christie, Tom Courteney, Rod Steiger, Alec Guinness, Ralph Richardson, auk allra Sharifanna; kvikmyndatöku snillinganna Freddies Young og Nicolasar Roeg, og tónlist Maurice Jarre er sígild í sinni röð. Hlaut gnótt vegtyllna víða um heim og peningarnir streymdu í kassann. Marie Antoinette (́06) Samkvæmt lögmálinu á byltingin það til að éta börn- in sín, á hliðstæðan máta er ekki allt gull sem glóir í heimi byltingarmynda og vel við hæfi að enda upp- talninguna á sannkölluðum hortitt í þeirra hópi. Leikstjórinn er að vísu sjálf Sofia Coppola (sem lá undir ámæli í haust vegna verðlauna sem vinur hennar Q. Tarantino, veitti henni á Feneyjahátíðinni, hvar hann var formaður dómnefndar.) Hvað sem því líður vaknar Marie Antoinette aldrei ærlega til lífsins þó engin hörgull sé á dramatíkinni. Meginorsök þess liggur í arfaslakri frammistöðu Kirsten Dunst í aðal- hlutverki hinnar ógæfusömu, austurrísku barónessu sem endaði líf sitt sem Frakklandsdrottning með höfuðið aflimað í fallexinni. Fáar myndir lýsa betur aðdraganda, tilefni og ófremdar- ástandi byltingar en hinn snjalli miðkafli Guðföður-þrennunnar. Lengi lifi byltingin! Atburðarásin á Austurvelli að undanförnu leiðir hugann að mörgum en mismerkilegum kvikmyndum um byltingar, uppreisnir, valdarán og fleira af svipuðu sauðahúsi. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Á dögunum féllu frá tveir mætir kvikmyndagerðarmenn með stuttu millibili. Leikstjórinn Arthur Penn og leikarinn Tony Curtis, sem báðir eignuðust fyrir margt löngu heiðurssess í kvikmyndasögunni. Þeir Penn og Curtis létust báðir í hárri elli; Penn 88 ára og degi betur, Curtis þrem árum yngri. Ferill beggja er litríkur og margslunginn og náði miklum hæðum. Þegar hefur verið fjallað um lífshlaup hjartaknúsarans Curtis, hér verður stikl- að á stóru um glæstan feril Penn, sem gerði nokkrar af önd- vegismyndum síðustu aldar, þar af tímamótamyndir sem mörkuðu nýjar stefnur í kvikmyndagerð. Líkt og margir starfsbræður hans á sama reki gerði Penn garðinn fyrst frægan í hörðum skóla sjónvarpsmynda sem teknar voru í beinni útsendingu langt fram á 7. áratuginn. Þeir sem náðu tökum á þessari eldraun, leikstjórar, leikarar og aðrir sem komu að þessari þrautagöngu sem var tekin al- gjörlega upp í beinni útsendingu svo jafnvel minnsta smáat- riði mátti hreint ekki fara úrskeiðis, eru sammála um að þarna hafi verið í gangi erfiðasti skóli í leikmyndagerð sem sögur fara af. Penn er einnig þakkað að hafa innleitt öðrum leikstjórum fremur, evrópskt tilfinninganæmi og meist- araverkið hans, Bonnie and Clyde (́67), var bylting í gerð glæpamynda, þrungin áður óþekktu ofur-ofbeldi og kynlífi sem fór síðan eins og logi um akur um allan heim. Þessi ber- sögla og raunsæa mynd um skamma tilvist glæpagengisins sem kennt var við höfuðpaurana (frábærlega leikna af Faye Dunaway og Warren Beatty, með engu síðri aukaleikurum í Gene Hackman, Estelle Parsons og jafnvel Michael J. Pollard) átti minnisstæð augnablik á tjaldinu undir handleiðslu Penns. Blóði drifin myndin fékk misjafna dóma á sínum tíma en er í dag talin eitt af meistaraverkum kvik- myndanna. Hrikalegar lýsingar á lögleysunni sem lék lausum hala í kreppunni miklu og lýðhylli ómennskra bankaræn- ingja á öllum tímum, var og er áhrifarík upplifun sem ruddi leiðina fyrir myndir á borð við Bad- lands (́73) og Natural Born Killers (́95). Ólst upp við kröpp kjör Penn ólst upp við kröpp kjör, föð- urlaus og fjölskyldan í upplausn. Æskuárin settu svip sinn á verkin hans, Penn lét oft í það skína að utangarðsfólk í samfélaginu væri það eina sem vekti virkilega áhuga hans, fólk sem væri utan slíks hóps í andlegum eða fé- lagslegum skilningi virtist ein- ungis til þess fallið að selja morg- unkorn og ætti lítið erindi á tjaldið. Almenningi væri hollt að beina athyglinni að horn- rekunum í þjóðfélaginu – vildi hann komast til botns í því hvar hann væri sjálfur að bregðast. Slík umfjöllunarefni voru áberandi í fyrstu bíómyndum Penns, t.d. vestranum The Left-Handed Gun (́57), þar sem Paul Newman lék Billy the Kid, skömmu síðar gerði hann meistaraverkið The Miracle Worker (́62), hina kvalafullu en innblásnu mynd um Helen Keller (Patty Duke), og hvernig hún braust út úr sinni líkamlegu fötlun með hjálp talkennara (Anne Bancroft.) Penn fullkomnaði þessi verk síðar með Bonnie and Clyde og að lokum með Little Big Man (́71), þar sem hann breikkaði sviðið enn frekar með því að umfaðma Cheyenne-ættbálkinn, hina upphaflegu, amerísku hornreku. The Chase (́66), minnisstæð spennumynd af sálfræðilegum toga með Brando, Jane Fonda, Redford og fjölda annarra stórleikara, má heldur ekki gleymast þegar tíndar eru til hans meginmyndir. Þekking og reynsla Penn af leikhúsi, ekki síst hinum beinu útsendingum stórvirkja, gerði hann að einstökum leik- araleikstjóra. Duke og Bancroft toppuðu aldrei Óskars- verðlaunaða frammistöðuna í The Miracle Worker, enn síður Parsons í Óskarsverðlaunahlutverkinu í Bonnie and Clyde. Hackman kom sá og sigraði í sömu mynd og Beatty og Du- naway áttu nokkur af sínum bestu augnablikum í þessu stór- virki. Pollard reis í ótrúlegar hæðir í þessari einu mynd og Chief Dan George var ómissandi þáttur og frækinn senuþjófur í Little Big Man. Vegur Penns fór að dala þegar kom fram á 8. áratuginn. Við gleymum honum hinsvegar aldrei vegna stór- virkjanna sem hann gerði fyrir þann tíma. Af kvikmyndafólki Horfnir heiðursmenn Gene Hackman, Warren Beatty og Faye Dunaway í Bonnie & Clyde. Arthur heitinn Penn. Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.