SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Side 45
10. október 2010 45 Lífsstíll M ig dreymir um að eignast síða lopapeysu með flottu mynstri og fallegum tölum. Peysu sem ég get spókað mig um jafnt niðri í bæ, í skólanum og svo í útilegunnni þegar kemur að þeim aftur. Það er aðeins einn hængur á þessum draum og hann er sá að ég fæ martraðir um að vera vafin föst í lopa og klæja svo mikið að ég engist um. Ég veit ekki alveg hvenær þetta lopaóþol hófst en ég get ómögulega gengið í ull- arpeysum, nema þá kannski að vera í rúllukragabol undir. Þegar ég var um 10 ára keypti mamma handa mér mjög fallega Benetton-peysu. Hún var blá með tíglamynstri og ekta sparipeysa. Greyið peysan hímdi samt flesta daga inni í skáp þar sem ég gat ómögulega verið í henni. Mér rennur líka kalt vatn á milli skinn og hör- unds við tilhugsunina um að ganga í ullarnærfötum. Þetta gerðu forfeður manns og mæður og hefur það örugglega bjargað þeim frá versta volkinu í vondum veðrum þegar fötin blotnuðu. Hefði ég verið uppi á þessum tíma hefði ég samt áreiðanlega verið frum- kvöðull í því að nota önnur efni til að ylja kroppnum og jafnvel fundið upp flísefnið. Það er því kannski ekki skrýtið að nýverið þegar kom til tals að amma mín og nafna myndi láta lopapeysu- drauminn rætast greip móðir mín þar inn í og bannaði allt sem héti ull í peysuna. Amma mín góð stakk upp á hvort ekki mætti nota blöndu af gerviefni til móts við eins og 20% af ull. Ekki hélt nú móðir mín það og ég er henni þakklát fyrir að binda enda á lopavitleysuna. Ég heillast nefnilega svo af lopapeysum og steingleymi því hverslags áhrif þær hafa á mig. Nýlega mátaði ég líka peysu úr blöndu af 20% ull og ýmsu öðru sem mömmu fannst ó svo mjúk en ég hélst í henni í nokkrar mínútur þar til ég var farin að væla. Það varð því úr að peysan góða verður prjónuð úr garni en með lopapeysumynstri. Ekki er komin nákvæm dagsetning á verkið en ég hlakka til að eignast nýja peysu prjónaða af henni ömmu minni. Kannski gæti ég prjónað eitt- hvað sjálf en minningar mínar af því að prjóna í handa- vinnu í gamla daga einkennast mest af allt of stífum stykkjum og húfum sem urðu hálfundarlegar í laginu. Því hef ég ekki enn hleypt í mig kjarki til að taka upp prjónana en hver veit hvað manni dettur í hug þegar líða tekur á veturinn. Kannski fer prjónamaskínan af stað og allir fá svo bara undarlegar húfur og stífa trefla í pakkann sinn frá mér næstu jól. Eitthvað á prjón- unum Prjónaæði landans heldur áfram og virðist færast í aukana þegar kólna tekur. Nú er tíminn til að taka upp prjónana og hefjast handa. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ’ Hefði ég verið uppi á þessum tíma hefði ég áreiðanlega verið frumkvöðull í því að finna upp gervilopa og jafnvel flísefni til að ylja kroppnum Fyrir þá sem kunna að prjóna eða hekla er tilvalið að gefa slíkt handverk í jólagjöf. Hlýir sokkar eða vett- lingar eru góð gjöf bæði handa börnum og fullorðnum og nokkuð sem nýtist vel í vetrarkuldanum. Finna má ýmiss konar falleg mynstur í tímaritum en sumir taka sig líka til og búa til sín eigin mynstur. Mörgum finnst líka auðveldast að byrja á trefli sem er fínt að prjóna t.d. á yngstu fjölskyldumeðlimina. Margt fallegt má hekla eins og t.d. sjöl og síðan eru hekluð teppi klass- ísk og falleg enda má gera þau í ýmiss konar litum sem henta hverjum og einum. Prjónað í pakkann Hlýir vettlingar eru tilvalin jólagjöf. Morgunblaðið/Frikki Prjónaheimurinn er stór og mikill enda teygir þetta áhuga- mál sig út um allan heim. Prjónahópar hittast gjarnan til að prjóna saman og á netinu má finna ógrynni vefsíðna sem tengjast prjónaskap. Ein þeirra er prjona.net sem er áhugaverð síða með ótal krækjum á bæði íslenskar og erlendar vefsíður. Þar má finna alls konar skemmtileg prjónablogg, uppskriftir meðal annars að mjög sætum tösk- um, félög og hannyrðabúðir. Einnig má á síðunni lesa sér til um og fylgjast með svokölluðum aðgerðarprjón. Öðruvísi hlið mótmæla þar sem fólk notar sköp- unargleðina og prjónaskapinn til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Prjónaáhugafólk getur örugglega fundið margar góðar hugmyndir þarna inni og líka fylgst vel með í prjónaheiminum. Stór prjónaheimur Svokallað prjónagraff hefur verið vinsælt. Prjónaskapur þykir afslappandi og margir sitja með prjónana fyrir framan sjónvarpið og jafnvel á fyrirlestrum í skólanum. En hann getur líka verið til- valinn fyrir fólk sem vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Ýmiskonar slíkir hópar og samtök eru starfandi víða um heim. Sameiginlegt prjónaátak Einn þeirra er The Street Knit Project í Toronto í Kanada. Þar verður fjöldi manns, sem á í engin hús að venda, úti á hverjum vetri. Því ákvað hópur fólks að taka sig saman og prjóna hlýj- ar flíkur handa fólkinu. Á vefsíðunni streetknit.ca segjast forsvarsmenn hópsins ekki getað prjónað húsaskjól en þetta sé þeirra leið til að leggja sitt af mörkum. Svipuðu átaki var hrint af stað hérlendis veturinn 2000 en þá efndu Bylgjan, Landflutningar – Sam- skip og Jónar Transport til samstarfs og söfnuðu íslenskum ullarfatnaði á landinu. Hann var síðan sendur til þurfandi eldri borgara á Bretlandi sem bjuggu við erfiðar aðstæður vegna kulda. Þá hafa meðlimir í breska prjónafélaginu K9Knitters gert prjónaf- líkur á hunda. Þær hafa verið seldar og ágóðinn runnið til dýravernd- unarsamtaka. Frá árinu 2006 hafa þúsundir punda safnast á þennan hátt. Prjónaskapurinn getur því sannarlega reynst vel bæði fyrir menn og dýr. Prjónaskapur til góðs Engum hundi ætti að geta orðið kalt í prjónafötum. Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.