SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Side 52
52 10. október 2010
Feuertaufe bbmnn
Eldskírnin er pólitísk spennusaga eftir Markus
Stromiedel. Sagan gerist í Berlín og er dregin upp
önnur og nöturlegri mynd af borginni en birtist í
ferðamannabæklingum. Paul Selig fær það verk-
efni að rannsaka íkveikju í húsi þar sem bjuggu
innflytjendur. Í upphafi virðist öfgahópur hafa
verið að verki, en brátt kemur í ljós að ekki er allt
sem sýnist og þræðir liggja inn í innsta valda-
kjarna landsins. Að baki liggja átök milli þeirra,
sem vilja koma á eftirlitssamfélaginu, og málsvara einstaklingsfrelsis
og lýðræðis. Góð stígandi er í bókinni og sagan hröð og spennandi,
en eins og oft vill verða tekst ekki jafn vel að leysa úr fléttunni og að
búa hana til og jafnvel ekki hirt um að binda lausa enda. Á einum
stað er söguhetjan fáránlega blind á það sem blasir við. Eldskírnin er
önnur bók höfundar um hinn einræna, en glúrna lögregluforingja og
því er lofað í eftirmála að hún verði ekki sú síðasta.
Fault Lines bbbnn
Raghuram G. Rajan er hagfræðingur við Booth-
viðskiptaskólann við Chicago-háskóla. Í bókinni
Fault Lines dregur hann fram brestina í fjár-
málakerfi heimsins og varar við því að láta nægja
að eiga við stillingarnar á kerfinu. Rajan horfir
mikið til Bandaríkjanna og bendir á að bætt hafi
verið upp við galla á borð við lækkandi tekjur og
vaxandi tekjumun með auknum aðgangi að
lánsfé, sem hafi gert fólki kleift að ráðast í óraun-
hæfar fjárfestingar. Skuldinni af því sé ekki bara hægt að skella á
bankana, pólitíkin beri sinn skerf. Veikleikann sé að finna í snerti-
fleti markaðanna og stjórnmálanna. „Vandinn stafar af grundvall-
arósamræmanleika markmiða kapítalisma og lýðræðis,“ skrifar
hann. „Og þó fer þetta tvennt saman því að hvor tveggja þessara
kerfa jafna út galla hins.“ Hagfræðingarnir Paul Krugman og Robin
Wells hafa gagnrýnt Rajan fyrir skort á lausnum í bók sinni, hann
virðist aðallega hafa áhyggjur af að koma í veg fyrir bólur. Þrátt fyrir
það er vel þess virði að lesa greiningu Rajans á rótum vandans.
Plato and a Platypus Walk into a
Bar … bbbbn
Pat: Mike, ég er á hraðbrautinni og er að hringja í
þig úr nýja farsímanum mínum.
Mike: Farðu varlega, Pat. Þeir voru að segja í út-
varpinu að það væri brjálæðingur á hraðbrautinni
að keyra í vitlausa átt.
Pat: Einn brjálæðingur? Þeir skipta hundruðum.
Thomas Cathcart og Daniel Klein
lærðu heimspeki í Harvard. Í þessari bók nota
þeir húmor til þess að útskýra heimspeki. Brandarinn hér fyrir ofan
er til dæmis notaður til að benda á afstæði hlutanna og sama aðferð
er notuð til að ráðast á vandamál siðfræðinnar, trúarheimspekinnar,
háspekinnar og svo má lengi telja. Hér eru hallærislegir brandarar
notaðir til atlögu við lífsgátuna og útkoman er bráðskemmtileg.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Erlendar bækur
Eymundsson
1. Eat, Pray, Love – Elizabeth
Gilbert
2. The Professional – Robert B.
Parker
3. And Therby Hangs a Tale –
Jeffrey Archer
4. Devil’s Star – Jo Nesbo
5. Look at the Birdie – Kurt
Vonnegut
6. The Snowman – Jo Nesbo
7. House Rules – Jodi Picoult
8. The Law of Nines – Terry
Goodkind
9. Freedom – Jonathan Franzen
10. The Defector – Daniel Silva
New York Times
1. Freedom – Jonathan Franzen
2. Safe Haven – Nicholas
Sparks
3. The Girl Who Kicked The
Hornet’s Nest – Stieg Lars-
son
4. Bad Blood – John Sandford
5. Mini Shopaholic – Sophie
Kinsella
6. Wicked Appetite – Janet
Evanovich
7. The Help – Kathryn Stockett
8. The Fall – Guillermo Del Toro
& Chuck Hogan
9. Room – Emma Donoghue
10. Santa Fe Edge – Stuart Wo-
ods
Waterstone’s
1. Worth Dying for – Lee Child
2. Torment – Lauren Kate
3. The Fry Chronicles – Stephen
Fry
4. The God Delusion – Richard
Dawkins
5. A Dance with Dragons –
George R.R. Martin
6. The Immortals – Alyson Noel
7. Ghost Town – Rachel Caine
8. Eat, Pray, Love – Elizabeth
Gilbert
9. The Girl Who Kicked the Hor-
nets’ Nest – Stieg Larsson
10. The Fort – Bernard Cornwell
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Á
meðan Aurelíanó Búendía liðþjálfi
stóð andspænis aftökusveitinni átti
hann eftir að minnast löngu liðna
kvöldsins, þegar faðir hans leiddi
hann sér við hönd og sýndi honum ísinn. Ma-
condo var þá smáþorp með tuttugu húsum úr leir
og pálmafléttum …
Þannig hefst Hundrað ára einsemd, mesta
skáldverk kólumbíska rithöfundarins Gabriel
García Márques (1928). Sagan sem skipti sköpum
þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1982 fyrir
„sögur þar sem fantasía og raunsæi blandast sam-
an í þéttofnum skáldskap sem endurspeglar líf og
baráttu heillar heimsálfu,“ eins og Nóbelsnefndin
sænska komst að orði.
Hundrað ára einsemd kom fyrst út á íslensku
árið 1978, í snilldarþýðingu Guðbergs Bergssonar.
Hér sem annars staðar sló bókin í gegn; suður-
ameríska töfraraunsæið, eins og García Márques
framreiddi það, var eitt vinsælasta bókmennta-
form þessara ára. Íslendingar voru virkir þátttak-
endur í þeirri bylgju, enda Guðbergur þá í ham við
að þýða merkilegar suðuramerískar skáldsögur.
Sagan kom aftur út hér á landi í kilju árið 1993 og
er þetta þriðja útgáfan, sem Erlend klassík.
Hundrað ára einsemd er líka ein þeirra bóka sem
verða að vera fáanlegar á hverjum tíma, og allir
lesendur verða að kynnast, því þetta er án efa ein
merkasta og mikilvægasta skáldsaga 20. aldar.
Einskonar stef við Mósebók
Í Hundrað ára einsemd er sögð saga nokkurra
kynslóða Búendía-fjölskyldunnar. Ættfaðirinn
Jose Arcadío Búendía, sem „var gæddur því taum-
lausa ímyndunarafli, sem nær ævinlegra lengra en
snilld náttúrunnar, jafnvel töluvert lengra en
kraftaverk og galdrar“, leiðir fólk sitt yfir heiða-
lönd á flótta undan syndinni og stofnar bæinn Ma-
condo.
Eins og Guðbergur Bergsson bendir á í fróðleg-
um eftirmála, er biblíulegur blær yfir frásögninni,
enda er hún einskonar stef við Mósebók.
Í sögunni er fjallað um nokkrar kynslóðir Bú-
endía-fjölskyldunnar; frásögnin er ekki línuleg
heldur byggist á nokkrum tímaplönum, en gerist
öll innan bæjarins sem þenst smám saman út eftir
því sem árin líða. Um leið og rakin er saga fjöl-
skyldunnar er óbeint sögð saga Kólumbíu og Suð-
ur-Ameríku síðustu öldina; vísað er til styrjalda
og stjórnmálaátaka og þess hvernig umheimurinn
þrýstist smám saman inn í Macondo, en ætíð
kynnist lesandinn þessum hræringum í gegnum líf
og dauða fjölskyldumeðlimanna.
„Hundrað ára einsemd er lokaður heimur,
hringlaga eins og tíminn,“ skrifar Guðbergur.
Bókin er full af táknum og allskyns furður eru jafn
réttháar og það sem hefðbundnara má teljast.
Hringur sögunnar lokast þó í lokin og óviðráð-
anleg náttúruöflin ráðast gegn fyrirheitnu borg-
inni sem í upphafi sögunnar var einungis þorp
með um tuttugu húsum.
Sannkölluð lestrarnautn
Ég man enn undrunina og það sem kalla má lestr-
arunaðinn, þegar ég las Hundrað ára einsemd í
fyrsta skipti, skömmu eftir að hún kom út á ís-
lensku. Fyrir nokkrum mánuðum las ég hana enn
einu sinn; það gerist ekki oft við lestur, þótt ég
hrífist af verkum, að þau komi út á mér gæsahúð –
enda dregur líklega eitthvað úr hrifnæminu með
aldrinum. Það gerðist þó nokkrum sinnum þegar
ég las bókina að nýju, að ég fékk þennan nautna-
hroll – þessi saga var enn betri og heilsteyptari en
mig minnti.
Hundrað ára einsemd er eitthvert áhrifamesta
skáldverk sem hefur komið út í íslenskri þýðingu.
Hér er einn mesti höfundur 20. aldar í sínu allra
besta formi og verkið hefur haft gríðarleg áhrif á
lesendur um allan heim. Þetta er bók sem ætti að
vera hverjum fullorðnum manni skyldulesning.
Í lykilverki sínu, Hundrað ára einsemd, sem kom fyrst út árið 1967 skapaði García Márques einstakan heim.
Þegar fantasía og
raunsæi blandast
Meistaraverk kólumbíska rithöfundarins Gabriel García
Márques, Hundrað ára einsemd, er komin út að nýju í
flokknum Erlend klassík hjá Forlaginu, í hinni rómuðu
þýðingu Guðbergs Bergssonar.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is