SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 15

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 15
17. október 2010 15 hann allt í einu sogaðist niður í kviksyndi. Það var sagt að afi hefði ekki litið glaðan dag eftir það.“ Faðir Gissurar var Erlingur Filippusson sem stundaði grasalækningar í 50 ár, frá 1922 og til æviloka 1967. „Við vorum ellefu systkinin sem komumst upp og þetta var allt saman ágætis fólk,“ heldur Gissur áfram sem sjálfur var annar í systkinaröð- inni, en auk hans eru tvö yngstu systkinin enn á lífi. „Þegar ég var tveggja ára flutt- umst við til Vestmannaeyja en þegar stríðið byrjaði þorði mamma ekki að vera með okkur þar og fluttist með okkur aftur austur á Borgarfjörð. Þar vorum við þang- að til ég var átta ára en þá fluttum við til Reykjavíkur og bjuggum til að byrja með á Vesturgötu 20, sem stendur enn á horninu á Norðurstíg og Vesturlandsvegi. Pabbi fékk síðan erfðafestuland í Vatnsmýrinni þar sem Loftleiðahótelið stendur nú og reisti þar lítinn kofa handa okkur en síðar var bætt við steinhúsi þar sem öll yngri systkini mín ólust upp.“ Hífði eldri bróðurinn upp Grasalækningar Erlings settu svip sinn á bernsku Gissurar en börnin voru látin hjálpa til við grasasöfnun, mótöku og fleira. „Við byrjuðum að vinna strax og við stóðum nokkurn veginn út úr hnefa. Það hefði verið talin barnaþrælkun núna en pabbi var feikilegur vinnuþjarkur á hverju sem gekk,“ segir Gissur sem bætir því við að sjálfur sé hann sennilega búinn að týna þekkingunni á grösunum að mestu niður. Hann skrifaði þó bók um ævi föður síns, sem Skjaldborg gaf út árið 1995 þar sem m.a. er að finna stutt yfirlit yfir helstu lækningajurtirnar. Þrátt fyrir vinnuskyldurnar gafst systk- inunum tími til leikja eins og Gissur út- skýrir. „Við höfðum alla Melana og Öskju- hlíðina til að leika okkur í og við fórum mikið í Nauthólsvíkina að baða okkur. Þetta var ágætis bernska, þótt maturinn væri ekki alltaf fjölbreyttur, en mamma nýtti hann ábyggilega mjög vel. Hún hafði gengið í húsmæðraskóla þegar hún var ung stúlka í Borgarfirði, ein sinna systra og kannski eina stúlkan úr Borgarfirði sem forframaðist þó það mikið. Ég man líka að kálfasteikurnar voru góðar hjá henni. Vissulega þurfti hún að velta hverjum eyri fyrir sér en ég man aldrei eftir því að við höfum soltið.“ Aðspurður segist hann þó ekki hafa farið varhluta af fátæktinni. ’ Við byrjuðum strax að hlaða niður börn- um og þegar ég var kominn með fjölskyldu hraus mér hugur við að vera bláfátækur næstu árin svo ég hætti í náminu. Sex ættliðir samankomnir í fyrsta sinn. Fremst sitja langalangalangafinn Gissur og dóttir hans, langalangamman Jóhanna. Fyrir aftan standa langafi Diddi „fiðla“ (eða Sigurður Rúnar Jónsson eins og hann heitir fullu nafni), barnabarnabarnabarnabarnið Bragi, pabbi hans Fjölnir sem fetar nú í fótspor föður síns og hefur söngnám í Þýskalandi þessa dagana og loks afinn Ólafur Kjartan. Morgunblaðið/Ómar Það var stór stund þegar allir sex ættliðirnir voru loks samankomnir á landinu í einu og hægt var að mynda þá ásamt mömmu Braga litla, Völu Bjarneyju Gunnarsdóttur. Missti trúna í fermingarfræðslunni Gissur hefur ákveðnar skoðanir á trúmálum og á það til að eiga langar rökræður við heim- ilisprestinn í Seljahlíð, Hans Martein Markússon, um þau efni. Sjálfur ólst hann upp í kristi- legri bókstafstrú eins og hann rifjar upp. „Þegar ég var mjög ungur var það bara hörð Bibl- íutrú, um sköpun heimsins og allt það dót. Hún var nú fljót að slípast af mér – ég var ábyggilega ekki nema tíu ára eða svo þegar ég fann með sjálfum mér að þetta stæðist ekki og sennilega var ég orðinn alveg trúlaus um fermingu. Ekki hjálpaði til svokölluð fræðsla sem á að fylgja til undirbúnings fermingunni.“ Þrátt fyrir trúleysið stendur hann ekki á gati þegar kemur að Biblíunni. „Ég hef lesið hana mjög mikið og get alveg svarað prestinum fullum hálsi í einhverjum svoleiðis umræðum. Og ég sæki líka messur ef svo ber undir. Guðsorðið fer ekkert illa í mig og maður þarf ekki að trúa til að geta setið í guðsþjónustu.“ En skyldi hann njóta messunnar? „Nei, það geri ég nú ekki, en reyndar fer það eftir hvaða tökum presturinn tekur efnið. Ég hef hlustað á prédikanir, eins og t.d. hjá Sigurði Hauki Guðjónssyni og fleirum og haft gaman af. En ég hef stundum sagt það – hvort sem það er nú satt eða logið – að ég hafi misst barnatrúna í fermingarund- irbúningnum hjá séra Bjarna Jónssyni.“ Gissur gerir röddina skræka þegar hann segir þetta síðasta og útskýrir svo tilburðina betur. „Hann var með bilaða rödd en var alveg afbragðs ræðumaður, sérstaklega utan stólsins.“ Hann harðneitar því að vera að mýkjast eitthvað í þessari afstöðu sinni með aldrinum. „Ekki nema síður sé,“ segir hann og segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því hvort hann fari upp eða niður að þessu lífi loknu. „Hins vegar viðurkenni ég það alveg að ég hef ekki hug- mynd um hvað verður um þessa svokölluðu sál þegar maður er dáinn. Ég er helst á því að maður hætti bara að vera til. Og ég er alveg ánægður með það.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.