SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 27

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 27
17. október 2010 27 R agnheiður I. Margeirsdóttir fæddist í Keflavík 2. október 1972. Hún ákvað ung að verða gullsmiður þegar hún yrði stór en þegar hún sá að það var hægara sagt en gert að komast á samning hóf hún nám í tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík. Þar heyrði hún fyrst af vöruhönnun/ iðnhönnun þegar íslenskur iðnhönnuður sem lærði í París hélt fyrirlestur í skólanum en ekkert sambærilegt nám var í boði hér á landi á þeim tíma. Hún fikraði sig því áfram í átt að draumnum með ýmsum námskeiðum þar til hún hóf svo nám í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands. Að námi loknu hóf Ragga að vinna að sinni eigin hönnun og hlaut meðal annars tvo styrki úr Atvinnusjóði kvenna. Hún hefur tekið þátt í flestum hönnunarsamkeppnum hérlendis síðastlið- inn tvö ár og oftar en ekki komist í topp 10, enda rík af hugmyndum. Meðal verka hennar er bleika slaufan 2010 sem hún hannaði fyrir átak Krabbameinsfélagsins en inn- blástur sótti hún í þjóðbúning ömmu sinnar. Ragga býr í Reykjavík ásamt börnum sínum þremur; Lísu Rán, Örnu Ingu og Inga Ragnari Arnórsbörnum. Við Íris að selja Varius vörur hjá PopUp verslun. Pabbi með mig í vinstri og Jóu stóru systur í hægri. Með stelpurnar mínar, Örnu Ingu og Lísu Rán, á Mallorka. Með börnin mín; Lísu Rán, Örnu Ingu og Inga Ragnar í dýragarði á Tenerife. Við leiði Jóhönnu ömmu á Sauðárkróki. Jóhanna átti skúfhólkinn sem var innblástur bleiku slaufunnar. Rík af hugmyndum Myndaalbúmið Ragnheiður I. Margeirsdóttir vöruhönnuður er konan á bakvið bleiku slaufuna 2010. Við verðlaunaafhendingu hugmyndasamkeppninnar um bleiku slaufuna. Með Inga Ragnari mínum, Jóu systur og Magga Þór syni hennar við Geysi og Strokk. Útskrift frá Listaháskólanum, B.A. í vöruhönnun. Með mömmu og pabba, Margeiri Margeirs- syni og Ingibjörgu Reykdal, í Las Vegas. Í stígvélunum hans pabba. Systurnar fjórar; Jóa, Magga, ég og Stína, á Bergásballi í Stapanum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.