SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 30

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 30
30 17. október 2010 N ú er liðinn hálfur mánuður frá þing- setningu þegar fyrirmenni þjóðarinnar gengu hoknir og sumir hræddir undir tómötum og eggjum inn í þinghúsið aftanvert. Og enn áttu sömu eftir að stappa svaðið. Því um þverbak keyrði þegar stefnulaus stefnu- ræða Jóhönnu Sigurðardóttur var flutt tveimur dögum síðar. Fjórar óþekktar konur kölluðu til útifundar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Forystumenn stjórnarflokkanna höfðu skrifað Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum með leynd allnokkru fyrr og gefið þar skilyrðislausar yfirlýsingar um að ekki yrði meira gert til að koma til móts við skuldugt fólk. Og þau tóku einnig fram í sérstakri yfirlýs- ingu að bann við uppboðum á húsum og heimilum þeirra, sem gætu ekki meir, yrði alls ekki fram- lengt. Ekki varð komist hjá því að svipta hulunni af þessum yfirlýsingum Jóhönnu og Steingríms til AGS þegar sjóðurinn hafði lokið meðferð sinni á málinu. Og svo hittist á að það gerðist einmitt um það leyti sem þing kom saman og stefnuræðan var flutt, þótt ekki væri þar gerð grein fyrir svo af- drifaríkum yfirlýsingum. Óttinn er léleg leiðarstjarna Ofsahræðsla greip um sig í stjórnarliðinu eftir at- burðina við þingsetninguna og stefnuræðuna. Jó- hanna, sem ekkert hafði haft fram að færa í ræð- unni, sagðist í ofboði ætla að rétta stjórnar- andstöðunni og þjóðinni sáttahönd strax hinn næsta dag. Árni Þór Sigurðsson, sem lítur svo á að sanleikurinn sé í öllum tilvikum afstæður, sagði einnig að björgunartillögur myndu liggja fyrir þegar daginn eftir. Þær hafa auðvitað ekki sést enn og Jóhanna rétti stjórnarandstöðunni ekki einu sinni litla fingurinn. En þjóðin? Hvað fékk hún að heyra? Jóhanna ræddi við Hagsmunasamtök heimilanna og gaf til kynna að hún sjálf væri allt í einu orðin opin fyrir því að lækka skuldir fólks um fimmtung í allsherjar skuldalækkun. Slíkar til- lögur höfðu verið „uppi á borðinu“ í hálft annað ár og nú ætlaði Jóhanna að fara að skoða þær. Tals- menn skuldugra heimila komu að vonum léttstígir af fundinum sem að þeirra sögn var afskaplega góður. Í framhaldinu hófst mikið sjónarspil. Stöð 2 fjallaði reyndar aðallega um það hvort fulltrúar stjórnarandstöðunnar létu ekki örugglega teyma sig á gagnslausa fundi sem eins konar leiktjöld í kringum aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Þeim bregst aldrei fréttanefið þar á bæ. Alltaf fjölgaði á fundunum og alltaf gerðist þar minna. Allt gæti það verið í góðu samræmi við eins konar einkunn- arorð núverandi ríkisstjórnar: „Gefum fyrirheit og frestum öllu.“ Og hver er árangurinn fram til þessa? Jú, ákveðið var að lögfesta tillögu sem um- boðsmaður skuldara setti fram fyrir löngu um að aðgerðum gegn skuldurum mætti fresta á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá honum. Rík- isstjórnin hafði „gleymt“ að lögfesta þetta atriði mánuðum saman og nú skyldi sú „gleymska“ lag- færð og verða árangur sáttahandarinnar útréttu og hins víðtæka og óendanlega samráðs. Leiksýning- unni var auðvitað aldrei ætlað að skila neinum raunverulegum árangri. Hún var einungis höfð svona lengi á sviðinu í þeirri von að ekki yrði efnt til annars útifundar á meðan nýjum og sífellt óljósari fyrirheitum um eitthvað sem aldrei yrði neitt væri veifað framan í metnaðarlausa og und- irgefna fjölmiðla. Jóhann S. samdi leikrit um Galdra-Loft og Jóhanna S. um Galdra-loft. Ekki er víst að seinni leikaragangurinn verði talinn sígild- ur. Pólitískt blindum fer fækkandi Annar helsti stuðningsmaður Samfylkingarinnar utan þings, forseti Alþýðusambandsins, hefur sagt að efna verði hið fyrsta til kosninga, enda blasi getuleysi Alþingis við. Og hann hefur bætt því við að ekki sé hægt að gera samninga við núverandi ríkisstjórn vegna þess að hún efni ekki sína samn- inga. Hún svíki þá að hentugleikum. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa ekki brugðist í neinu við þessum alvarlegu ásökunum forseta ASÍ, sem vekur furðu, og málið hefur ekki verið rætt á Al- þingi, fremur en svo margt sem miklu skiptir. Virðist ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn líta á ASÍ-forsetann sem eins konar undirmáls- upphrópanda í bloggheimum sem ekki þurfi að virða viðlits. Hver skyldi skýringin vera á því? Halldór Björnsson, oft kenndur við Dagsbrún, fyrsti formaður Starfsgreinasambandsins, var í af- mælisviðtali við blað þess nýlega. Halldór þótti harðsnúinn verkalýðsforingi, en jafnframt laginn og orðheldinn þegar þess þurfti með í átökum á vinnumarkaði og komið var að ögurstund. Ekki þarf að vera með getgátur um hvar hans pólitíska hjarta hefur slegið í gegnum tíðina fremur en í til- viki Gylfa Arnbjörnssonar. Fram kemur í viðtalinu við Halldór Björnsson að hann hefur miklar áhyggjur af stöðu þjóðmála og þó ekki síst af hags- munum sinna gömlu umbjóðenda. Hann gefur sér að ríkisstjórnin vilji kannski vel eins og hann orðar það. En Halldór Björnsson sér ekki betur en að hún sé ráðalaus. Það er erfitt að bera á móti sjónar- miðum Gylfa Arnbjörnssonar um hver sé staða og geta Alþingis um þessar mundir. Og flestum má vera ljóst að Halldór Björnsson fer ekki með ýkjur þegar hann segir ríkisstjórnina ráðalausa. Og fyrst staðan er þessi þá er ekki bara ábyrgðarhluti að ríkisstjórnin komi sér ekki burt, það jaðrar við að vera skemmdarverk. Flöktandi forysta verri en engin Hvers vegna var forsætisráðherrann að gefa Hags- munasamtökum heimilanna falskar væntingar? Hún hafði haft tillögur um fimmtungs niðurfærslu skulda fyrir framan sig í hálft annað ár. Nú segir Reykjavíkurbréf 15.10.10 Galdraloft

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.