SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 33
17. október 2010 33 er þeir ræði við fjölmiðla í Búkarest. Lettinn Ivars Busmanis fer fyrir sam- skiptum framkvæmdastjórnar sambands- ins við fjölmiðla í Lettlandi. Spurður um getu lettneskra fjölmiðla til að fjalla um málefni sambandsins segir Busmanis að sökum þess að þau séu orðin innanlandsmál eftir inngöngu landsins í sambandið sé erfitt að henda reiður á fjölda blaðamanna sem fjalli um það. Busmanis tekur fram að skrifstofa hans skipuleggi námsferðir lettneskra blaða- manna til Brussel, ásamt því sem efnt sé til námskeiða um sambandið í Lettlandi. Ljósmynd/Baldur Arnarson ’ Stjórnmálastéttin nennir ekki að út- skýra hvað hún er að fást við því henni líður vel í þeirri veröld sem hún hefur skapað sér [...] Því ættu stjórnmálamenn að hafa áhuga á að miðla upplýs- ingum til fólks sem skilur þá ekki? Blaðamenn á íbúa Búlgaría 8 7,2 0,9 Eistland 2 1,3 0,65 Kýpur 3 0,8 0,267 Lettland 1 2,3 2,3 Litháen 0 3,6 0 Malta 1 0,405 0,405 Pólland 13 38,5 2,96 Rúmenía 6 22,2 3,7 Slóvakía 4 5,5 1,375 Slóvenía 6 2 0,33 Tékkland 6 10,2 1,7 Ungverjaland 13 9,9 0,76 Samtals 63 103,905 Samtals frá öllum ríkjum 556 Tölur um íbúafjölda eru fengnar úr bók Eiríks Bergmann, Frá Evróvisjón til Evru. Rúmenía og Búlgaría fengu inngöngu í sambandið 2007 en hin ríkin 10 árið 2004. Land Fjöldi blaða- manna í Brussel Íbúafjöldi 2009 (í milljónum) Íbúar í milljónum á hvern blaðamann Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá Alþjóðasamtökum blaðamanna (API). Tekið skal fram að deilt er um hversu margir blaðamenn hafa aðsetur í Brussel allt árið um kring. Þ essa dagana má sjá á þjóðvegum landsins gripaflutningabíla hlaðna sauðfé sem flutt er til slátrunar. Dýraverndunarsinnar hafa haft orð á því að þetta séu ómannúðlegir flutningar þar sem fá sláturhús eru orðin í landinu og því verður oft að aka langar vegalengdir með féð. Í Evrópu hefur undanfarin ár verið mikil umræða um slæma meðferð slát- urdýra. Sýndar hafa verið heimildarmyndir, meðal annars í BBC, sem sýna hrottalega meðferð á dýrum. Þau eru flutt í þröngum og illa loftræstum vögn- um langar leiðir og ekki er óalgengt að þau drepist á leiðinni. Þá hafa verið sýndar skelfilegar myndir úr sláturhúsum þar sem dýrin sæta nánast pynt- ingum. Fyrsta dýraverndarfélagið, The British Royal Society for Prevention of Cruelty On Animals, var stofnað 1824. Nú má segja að dýraverndunarsamtök af ýmsu tagi séu orðin afar útbreidd í hinum vestræna heimi og hefur stundum verið talað um nýja atvinnugrein í því sambandi. Starfsaðferðir sumra þessara samtaka eru umdeilanlegar, þó ekki sé meira sagt. Aliminkum hefur verið sleppt út í náttúruna og sprautað hefur verið málningu á fólk í pelsum. Mörg þessara samtaka hafa til þessa barist gegn veið- um, telja að ekki eigi að leyfa fólki að veiða dýr sér til ánægju. Nokkuð hefur dregið úr gagn- rýni á veiðar undanfarin ár og eru helstu ástæðurnar þær að mörg þessara samtaka hafa fremur beint spjótum sínum að slæmri með- ferð sláturdýra fremur en að veiðum. Í Evrópu gegna veiðar miklu menningarlegu og sögu- legu hlutverki og raunar einnig þjóðhagslegu. Veiðar skapa störf í strjálbýli, það er verið að nýta land sem oft á tíðum ekki er hægt að nýta á annan hátt en til veiða og þá er villibráð ein- hver sá hollasti og besti matur sem völ er á. Nýting dýra er oft umdeilanleg, margir telja að nautaat sé ekkert annað en langdregin pynting og að lyfjatilraunir á dýrum ætti að banna. Líklegast telja margir Spánverjar að nautaat sé forn hefð sem sé þáttur í menningu þjóð- arinnar og velflestir vísindamenn telja að lyfjatilraunir á dýrum séu nauðsyn- legar. Sennilega fara þó leikar svo að nautaat verði bannað á komandi árum, allavega hér í Evrópu. Lyfjatilraunir á dýrum munu í einhverjum mæli verða nauðsynlegar en líklegast verða dýratilraunir með snyrtivörum bannaðar. Líf okkar mannanna hefur óhjákvæmilega mikil áhrif á vöxt og viðgang villtra dýra. Gríðarlegur fjöldi dýra drepst í umferðarslysum ár hvert, þess eru dæmi í Svíþjóð og Þýskalandi að á ákveðnum svæðum drepast fleiri dýr í umferðinni en eru felld af veiðimönnum. Glöggur veiðimaður og náttúruunnandi sagðist hafa komist að því að á 30 km leið sem hann ekur oft um, sé á vorin og fyrri- hluta sumars keyrt á sex fugla að jafnaði á degi hverjum. Þá flýgur fjöldi fugla á rafmagnslínur og önnur mannvirki. Þá má ekki gleyma því að ýmsar gjörðir okkar mannanna gagnast villtum dýrum. Gæsum hefur til dæmis fjölgað mikið hér á landi á undanförnum árum. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær að vetrarræktun á korni í Skot- landi hefur aukist verulega og meiri gróður og bætt veðurfar hér á landi. Hlýn- andi veðurfar mun á komandi árum hafa talsverð áhrif á íslenska náttúru. Nýj- ar tegundir fugla gætu farið að verpa hér á landi, í því sambandi mætti nefna kanadagæs. Hún er hinsvegar mikil plága, veldur miklum skemmdum á landi og hún gæti hrakið íslensku gæsirnar af varpstöðvum sínum. Þess vegna ætti að kappkosta að koma í veg fyrir að kanadagæsin taki sér bólfestu hér á landi. Umræða um náttúrvernd þarf að vera byggð á skynsemi og rökum, ekki bara á tilfinningum. Stundum mætti halda að ýmsir svokallaðir náttúruvernd- arsinnar hefðu lært náttúrufræði af verkum Walt heitins Disney. Þessi klausa birtist í dagblaði í Bandaríkjunum: „Þið skotveiðimenn sem þykist veiða ykk- ur til matar, þið ættuð að skammast ykkar. Þið getið keypt ykkur kjöt úti í búð, þar sem það er búið til.“ Dýr og dauði ’ Starfs- aðferðir sumra þess- ara samtaka eru umdeilanlegar, þó ekki sé meira sagt. Sauðfé Sigmar B. Hauksson Morgunblaðið/Árni Torfason Eftir að Lettar gengu í Evrópusambandið 2004 voru fimm lettneskir blaðamenn með aðsetur í Brussel þegar mest var. Nú er blaðakonan Ina Strazdina ein eftir. Eins og kunnugt er kallaði niðursveiflan á gríðarlegan niðurskurð í Lettlandi, umskipti sem Strazdina fann á eig- in skinni. Mánaðarlaunin hrundu úr 2.700 evrum niður í 700 evrur, eftir skatta, og dugðu því að- eins rétt ríflega fyrir húsa- leigu. Góð ráð voru dýr. Strazdina lagði hins vegar ekki árar í bát og fékk dæmið til að ganga upp með því að vinna fyrir þrjá fjölmiðla samtímis, sem útvarps-, sjón- varps- og blaðakona. Strazdina hafði að venju í mörg horn að líta er blaðamaður sló á þráðinn til hennar í vikunni. Hún komst svo að orði er hún var spurð hvort það dygði 2,3 milljóna manna þjóð að hafa einn blaðamann í Brussel: „Það dugir að sjálfsögðu ekki því við þurf- um að vinna fyrir þrjár tegundir fjölmiðla [sjónvarp, útvarp og dagblöð/netið]. Það skiptir þó ekki höfuðmáli hver íbúafjöldinn er vegna þess að viðfangsefnin sem fjallað er um eru bæði fjölmörg og innbyrðis ólík. Þetta kallar aftur á að blaðamenn þurfa að vera afar færir í að greina hvað vekur áhuga samlanda þeirra.“ – Hver væri að þínu mati æskilegur fjöldi lettneskra blaðamanna í Brussel? „Það er erfitt að segja til um það. Þegar við vorum fimm var umfjöllunin framúrskar- andi enda skipt á milli allra gerða fjölmiðla, sjónvarps, útvarps og dagblaða.“ – Hvað geturðu sagt mér um áhuga Letta á Evrópusambandinu? „Hann er mismikill. Það er oft erfitt að dæma um hann. Ég veit að almenningur hef- ur áhuga á praktískum hlutum, svo sem í landbúnaði og í nýrri lagasetningu. Skoð- anakannanir benda til mikillar tortryggni í garð sambandsins í Lettlandi.“ Spurð um rætur tortryggni og áhugaleysis bendir Strazdina á að tungutak reglugerða hafi fælingarmátt, orðfæri sem sett hafi svip á umfjöllun lettneskra fjölmiðla í upphafi. Af- leiðingin hafi verið sú að mörgum þóttu fréttaskýringarnar torskildar. Ina Strazdina Sá eini sem er eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.