SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 40

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 40
40 17. október 2010 Í slendingar hafa tekið mér opnum örmum og nú er komið að mér að launa þeim fyrir viðtökurnar,“ segir matreiðslumeistarinn Dee- pak Panday sem mun á næstunni gangast fyrir námskeiðum í nepalskri matargerðarlist á veitingastað sínum Kitchen-Eldhúsi á Laugavegi 60A. Fólk kemur sjálft með kjötið sem það vill elda en kryddið, sem er snar þáttur í nepalskri matargerð, og kennslan eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Full- bókað er á fyrsta námskeiðið en áhugasömum er bent á, að hafa sam- band við Kitchen-Eldhús (kitchen- eldhus.is) og skrá sig. Panday kveðst geta tekið fimm til sex manns í einu og tíminn er samkomulagsatriði. Tíu manns verða á fyrsta námskeið- inu og verður hópnum skipt í tvennt. Eingöngu konur hafa skráð sig til þessa en Panday áréttar að karlar séu vita- skuld velkomnir. „Þeir hljóta líka að hafa eitthvað til málanna að leggja í eldhúsinu,“ segir hann hlæjandi. Panday kveðst reiðubúinn að kenna fólki allt sem hann kann og ekki er af litlu að taka – hann starfaði í ald- arfjórðung á virtum veitingastöðum og hótelum í Lundúnum. Lærlingarnir fá meðal annars leiðsögn í notkun hinna fjölbreyttustu tegunda krydds sem kemur sér vel í skammdeginu enda segir Panday fátt duga betur við flensu. Hjá Kitchen-Eldhúsi er hollustan raunar í algjöru fyrirrúmi. Sanngjarnt verð Panday hefur starfrækt Kitchen- Eldhús í hálft annað ár og segir við- tökur hafa verið vonum framar. „Stað- urinn hefur verið vinsæll hjá útlend- ingum en eigi að síður er meirihluti gesta íslenskur. Íslendingar eru greini- lega upp til hópa tilbúnir að prófa eitt- hvað nýtt,“ segir Panday en Kitchen- Eldhús er fyrsti nepalski veitingastað- urinn á Íslandi, að því er næst verður komist. Þar er einnig boðið upp á ind- verska rétti. Panday leggur mikið upp úr sann- girni í verðlagningu og segir gesti al- mennt ánægða með verðið. Það sé hart í ári og nauðsynlegt fyrir fólk að kom- ast út að borða annað veifið án þess að budduna logsvíði. Tíma tekur að byggja upp nýtt veit- ingahús og Panday segir Kitchen- Eldhús smám saman vera að festa sig í sessi. Hann er nú farinn að sjá sama fólkið aftur og aftur, sumir koma meira að segja einu sinni til tvisvar í viku, og það veit á gott. „Við leggjum spurningalista fyrir gesti og þegar hafa á bilinu fjögur og fimm þúsund manns svarað honum. Ég leyfi mér að segja að 90 til 95% séu mjög ánægð með mat- inn og þjónustuna. Það yljar mér um hjartarætur enda mun ég aldrei tefla gæðunum í tvísýnu. Matargerð snýst ekki um magn, heldur gæði. Þegar gestirnir eru ánægðir er ég ánægður.“ Persónuleg þjónusta Þjónustan á Kitchen-Eldhúsi er mjög persónuleg og Panday leggur mikið upp úr því að blanda geði við gesti sína. „Alltaf þegar ég hef tíma kem ég fram í salinn og spjalla við fólk. Spyr hvernig því líki maturinn og hvort eitthvað megi betur fara. Ég þrífst á viðbrögðum gestanna. Markmiðið er að láta fólki líða vel, helst eins og það sé heima hjá sér.“ Hann kann margar skemmtilegar sögur af viðbrögðum fólks. Um daginn hélt til að mynda ánægður við- skiptavinur upp á þrítugsafmælið sitt á staðnum. „Hann varð svo ánægður þegar hann kom hingað fyrst að hann óskaði eftir að halda þrítugsafmælið sitt hérna. Það var auðsótt. Hann kom svo með fjölda fólks um daginn og það var glatt á hjalla.“ Fólk sem ekki er vant austurlenskri matargerð þarf ekki að örvænta, rétt- irnir á matseðlinum eru miskryddaðir og auðsótt að fá leiðbeiningar hjá þjónunum. „Sumir virka dálítið ráð- villtir þegar þeir fletta matseðlinum,“ segir yfirþjónninn, Ashesh Baisyet, „en þá skerst maður bara í leikinn og leið- beinir þeim. Fólk er misjafnlega hvat- víst og sumum þykir gott að fá hjálp. Aðrir spyrja mann spjörunum úr. Það er lykilatriði að fólk viti hvað það er að panta.“ Deepak Panday í essinu sínu í eldhúsinu. Hann er ánægður með viðtökurnar hér á landi. Krydd í tilveruna Nepalski matreiðslumeistarinn Deepak Panday, sem rekur Kitchen-Eldhús á Laugavegi, hefur tekið ástfóstri við Ísland. Nú hyggst hann miðla af þekkingu sinni fólki að kostnaðarlausu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kjúklingaréttur þar sem blandað er saman Kabab Gurkhali og Kesari Pilau. Kjöt á teini í Kitchen-Eldhúsi. Matur Fyrir tvo, eldunartími 20-30 mínútur 400 g beinlaus kjúklingur 150 g jógúrt 1½ msk. sítrónusafi 2 msk. maíssterkja 8 msk. olía Krydd ½ engiferrót 5 hvítlauksblöð Svartur pipar Rauður pipar 1 msk. kúmenfræ 1 msk. kóríanderfræ 3 stk. negull ½ þumlungur kanill Merjið kryddið saman og blandið við jógúrtina og sítrónusafann, maíssterkj- una og olíuna. Smyrjið blöndunni á kjúk- linginn og látið marinerast í klukku- stund í ísskápnum. Hitið olíu á pönnu og setjið kjúkling- inn sneið fyrir sneið út á. Steikið og snúið á mínútufresti. Lækkið hitann undir pönnunni þegar allur kjúklingurinn er kominn út á. Margsnúið kjúklingnum og bætið restinni af kryddinu út á. Eldið þangað til olían skilur sig og kjötið er orðið vel- steikt að utan en dúnmjúkt að innan. Saltið eftir smekk og berið fram heitt með basmati-hrísgrjónum. Nepalskur Piro-kjúklingur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.