SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Qupperneq 45
17. október 2010 45 Lífsstíll Þ að er leikur að læra, segir í þekktum söngtexta og þykir mér að þar hafi textahöfundur hitt naglann á höfuðið. Það á einmitt að vera leikur að læra. Það er að segja skemmtilegt eins og leikur þó það sé ekki endilega alltaf leikandi létt. Á fyrstu skólaárunum er óhjákvæmilegt að lærdómurinn sé ekki endilega eintómur leikur því þá þurfum við að kljást við ýmsar námsgreinar sem við eigum erf- itt með eða höfum litla ánægju af. En þetta breytist eftir því sem líður á og þegar komið er á háskólastig blasir við manni sá lúxus að geta valið sér nám algjörlega eftir eigin höfði. Ég man tvisvar sinnum vel eftir því að hafa ekkert langað til að læra meira. Fyrra skiptið var eftir, að þá virtist, endalausa, fjögurra ára framhalds- skólagöngu. Þá var ég ekki viss um hvað mig langaði að gera. Svo ég hleypti heimdraganum og fór til útlanda að leika mér (það hét formlegu nafni frönskunámskeið). Kom svo aftur heim og vann í hálft ár áður en ég settist á háskólabekk. Þá var ég komin með alveg nóg af vinnu og dauðfegin að vera laus undan því frelsi að þurfa ekki að læra um helgar. Þetta viðhorf breyttist dálítið yfir sumartímann en alltaf sneri lærdómsviljinn aftur að hausti. Eftir þriggja ára há- skólanám var ég samt alveg komin með nóg. Ég ætlaði sko aldrei að læra meira og hellti mér í vinnu. En síðan um tveimur árum síðar gerðist dálítið undarlegt. Mig langaði allt í einu skyndilega að fara aftur í skóla! Svo ég skráði mig sjálfviljug í meistaranám og samþykkti þar með bæði að taka próf og skila verkefnum. Allt það sem ég var löngu orðin leið á, auk þess að skila stórri meistararitgerð! Síðan hófst skólinn um haustið og ég komst á flug. Þetta var eitthvað allt annað en ég átti að venjast og mér gekk bara ágætlega (þó ég segi sjálf frá). Hér var engin stærð- eða eðlisfræði að þvælast fyrir mér og engin þýsk mál- fræði heldur. Það besta var þó það að með árunum hafði mér áskotnast ein- hvers konar þægilegur trassaskapur. Ekki misskilja mig, ég lærði vissulega og skilaði öllu á tilsettum tíma. En um leið var ég samt hætt að hafa jafn of- urmiklar áhyggjur af öllu og hafði í huga að það væri einmitt leikur að læra. Um leið og þetta yrði ekki skemmtilegt hjá mér þyrfti ég að taka til hendinni. Það er athyglisvert að samhliða þessu fór ég í fyrsta skipti, að mér fannst, að fá góðar einkunnir. Nú í haust hefur önnin farið aðeins hægar af stað hjá mér og ég er farin að bíða óþreyjufull eft- ir því að geta nördast almennilega og setið löngum stund- um við lestur og pælingar fyrir ritgerðina mína. Leik- gleðin er þó enn til staðar en ég hlakka til að geta spilað leikinn algjörlega eftir mínum reglum og að lokum skorað glæsilegt mark í formi meistararitgerðar. Það er leikur að læra Mennt er máttur en misjafnt er hversu vel nám liggur fyrir fólki. Á haustin nota margir tækifærið og setjast aftur á skólabekk, ýmist til lengri tíma eða á styttri námskeið. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Nýstúdentar á Akureyri heldur betur ánægðir með árangurinn í sumar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ’ Það besta var þó það að með árunum hafði mér áskotnast ein- hvers konar þægilegur trassaskapur. Með lærdómi auðgar maður og eflir andann og það má gera á ótal mismunandi vegu. Hjá Heilunarskólanum eru til að mynda ýmiskonar námskeið í boði fyrir þá sem vilja prófa eitthvað öðruvísi. Þar er t.d. haldið ta- rot-námskeið þar sem kennd er grunnuppbygging spil- anna, hvernig þau vinna saman, kenndar einfaldar lagnir og hvernig á að lesa úr þeim. Einnig stendur skólinn fyrir kyrrðardögum að Sólheimum í Grímsnesi. Ekki vitlaust fyrir þá sem vilja hressa dálítið upp á sál- artetrið fyrir svartasta skammdegið. Lesið úr tarotspilum Mörgum finnst spennandi að lesa í tarotspil. Það er ekkert sem segir að skólar eigi að vera kassa- lagaðar byggingar. Þvert á móti getur góð hönnun gert skólahúsnæðið bæði aðlaðandi og stuðlað að ánægju nemenda sem aftur kemur út í betri árangri þeirra. Nemendur við Nanyang Technological University í Singapúr ættu til að mynda ekki að geta kvartað mikið yfir því að vera geymdir í boxi. Skólabyggingin er á fimm hæðum og þykir falla afar vel að umhverfinu í kring en þak byggingarinnar er grasilagt. Þakið er notað sem samkomustaður af nemendunum en þjónar einnig til- gangi við einangrun hússins. Við hönnunina var einnig lögð áhersla á að hleypa sólarljósi sem greiðast inn í bygginguna. Byggingin er sannarlega óvenjuleg í útliti og hlýtur að auka ímyndunarafl nemendanna en við skólann er í boði nám í listum, hönnun og fjölmiðlun. Grasilögð skólabygging Hér er ekkert box til að geyma nemendur í. Fyir nokkrum árum kom fram í fréttum í Bretlandi að háskólanemendur þar í landi eyddu meiri pening í áfengi held- ur en mat og bækur samanlagt. Það er því kannski ekki skrítið að gefnar hafa verið út ýmiskonar bækur um hvernig best sé að borða hollan mat á góðu stúdentaverði. Eins er haldið úti vefsíðum þangað sem svangir stúd- entar með tóm veski geta leitað. Baunir og egg Einna vinsælasta fæðið hjá breskum námsmönnum hefur löngum verið hið klassíska baunabrauð. Það er að segja brauðsneið sem á eru settar bakaðar baunir og ostur yfir. Þetta er síðan grillað í ofni þangað til að ost- urinn er orðinn gullinn á lit. Franskar og pitsa til að setja í ofninn er líka vin- sælt enda fremur ódýrt og fljótlegt. Á heimasíðu einni er þó mælst til þess að nemendur kaupi sér nokkuð athygl- isvert hráefni sem jafnvel mætti telja til lúxusvara. Þar á meðal eru porcini- sveppir sem sagt er að mjög gott sé að eiga. Þeir endist mjög lengi og geti breytt einfaldri pastasósu í veislurétt. Einnig er talað um chorizo-pylsu sem geri hið sama fyrir pitsur, eggjakökur og risotto, svo fátt eitt sé nefnt. Í það minnsta ágætis hugmyndir fyrir nem- endur sem vilja lífga dálítið upp á mat- seldina hjá sér. Ætli íslenskir náms- menn myndu samt ekki bara frekar fá sér skyr, hafragraut og slátur til að fylla vel í magann og hafa nóga orku fyrir lærdóminn. Veisluréttir námsmanna Breskir námsmenn eru margir hrifnir af bjór og stundum kannski um of.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.