SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Side 47
17. október 2010 47
LÁRÉTT
1. Á eyðistað Menntaskólans í Reykjavík flækjumst við
til að sjá strauminn. (10)
4. Partí líkamshluta er af tilviljun. (8)
8. Skemmtun fjölleikafólks er líka fótamennt. (8)
9. Reiðskjóti til trúariðkunar finnst hjá Búddistum (8)
10. Grefur í Fjarðabyggð. (6)
12. Ók Lára rallhálf vegna ruglingslegra? (8)
14. Landið þar sem enginn þarf að vinna? (8)
15. Stutt hlaupagrein veldur því að rafmagn fer ekki rétta
leið. (10)
16. Sleip og frek næstum hálf urrar út af myrkri. (10)
18. Fara með og versla. (6)
20. Söguþráður fjallar um burðarbjálka eftir bardaga. (10)
24. Dreifa fyrir Elías og drepa í leiðinni. (9)
26. Einhver þjálfun án karlmanns er sérgreining. (9)
28. Hem fjóra og fimm ökkla einhvern veginn með fljót-
andi efni fyrir bifreiðar. (10)
29. Fyrsta flokks undur og gæfa vegna fjármuna sem ein-
hver skuldar. (9)
30. Ullin hálf biluð reynist alls ekki vera fyrir lokaðan. (8)
31. Örfá ennþá fyrir okkur. (6)
32. Hluti úr tölvu kýs einfaldlega fjörutíu og níu úr þeim
fremstu í lagadeild (10)
LÓÐRÉTT
1. Oftast með engan öðruvísi. (9)
2. Syngja fyrir skraddara. (5)
3. Arður sem afbrýðisömust fær að endingu vegna
kryddjurtar. (9)
5. Lá með lamaða ruglaða í hluta byggingar. (8)
6. Gagntaka með því að hamla gangi fótboltaliðs. (7)
7. Skapir einhvern veginn fyrir bát. (7)
9. Blóðskömm missir með meiru sekt sem verðskuldar
dauðarefsingu. (7)
11. Starfrækti tímarit um eitthvað sem sumum karl-
mönnum er nauðsynlegt. (7)
13. Athugið lendingarstaður fyrir skýli. (7)
17. Réttur sjór kemur inn hjá manninum sem hefur eitt-
hvað undir höndum. (10)
19. Forfeður með líkamshluta reynast vera afburðamenn.
(9)
21. Farnaðist vel á einhvers konar blótum guðs. (10)
22. Hálshöggva út af móttökuhúsi í Reykjavík (7)
23. Skamm, tap í fyrstu hjá stúlku. (9)
25. Löglegar eignir mældar með löggildri lengdarmálsein-
ingu. (8)
27. Reyki járn hjá dráttardýrum. (7)
28. Af hverju dauðir hjá sérstakri? (6)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 17. októ-
ber rennur út fimmtudaginn 21.
október. Nafn vinningshafans birt-
ist í blaðinu 24. október. Heppinn þátttakandi hlýt-
ur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 10.
október er Sigurbjörn Guðmundsson. Hann hlýtur í
verðlaun bókina Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ing-
ólfsson. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun
Íslenska liðið sem tefldi í kvenna-
flokki á Ólympíumótinu í Khanty
Manyisk í Síberíu hafnaði í 57.
sæti af 115 þátttökuþjóðum, hlaut
22 vinninga af 44 mögulegum eða
50% vinningshlutfall. Í Dresden í
Þýskalandi varð sveitin í 60. sæti.
Allar stúlkurnar í sveitinni voru
að bæta árangur sinn og sveitin
varð að lokum 12 sætum ofar en
röðun fyrir mótið úthlutaði.
Lenka Ptacnikova hlaut 8½ v. af
11 á 1. borði sem reiknast sem 20
skáka áfangi að alþjóðlegum
meistaratitli, Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir hlaut 5½ vinning
af 11 á 2. borði, Sigurlaug Frið-
þjófsdóttir hlaut 2½ v. af átta
mögulegum á 3. borði, Tinna
Kristín Finnbogadóttir fékk 3 v.
af sjö mögulegum á 4. borði og
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem
var 1. varamaður, hlaut 2½ v. af
sjö mögulegum.
Niðurstaðan gefur tilefni til að
stefna enn hærra á næstu mót-
um. Hallgerður sem tefldi allar
skákirnar ellefu stóð sig vel og á
heilmikið inni. Tinna og Jóhanna
voru nýliðar í hópnum og áttu
slæman kafla um miðbik mótsins
þar sem einbeitnin var ekki nógu
góð.
Hin nýja kynslóð tekur þarna
við keflinu af skákkonum á borð
við Guðlaugu Þorsteinsdóttur,
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og
Hörpu Ingólfsdóttur. Þó er alls
ekki útilokað og raunar óskandi
að þessar þrjár snúi aftur og fleiri
til sem myndi þýða að í dag ætt-
um við mjög frambærilegan hóp
kvenna á alþjóðlegum vettvangi.
Á síðustu Ólympíumótum hafa
sveitir frá Georgíu og Kína verið
atkvæðamiklar í keppninni um
efsta sætið en nú var rússneska
sveitin var gjörsamlega óstöðv-
andi og vann allar viðureignir
sínar og var því með fullt hús
stiga og 34 vinninga. Lokanið-
urstaða efstu þjóða varð þessi:
1. Rússland 22 stig 2. Kína 18
stig 3. Georgía 16 stig 4. Kúba 16
stig 5. Bandaríkin 16 stig.
Athygli vekur góð frammi-
staða Kúbverja en þeir áttu einn-
ig öfluga sveit í karlaflokki. Lengi
geta þeir sótt í arf þriðja heims-
meistarans, Jose Raoul Capa-
blanca.
Íslenska kvennaliðið var í raun
án liðsstjóra því Davíð Ólafsson
sem hafði tekið hlutverkið að sér
forfallaðist á síðustu stundu.
Gunnar Björnsson, forseti SÍ,
sem sat þing FIDE hljóp í skarðið
að einhverju leyti en segja má að
þarna hafi Lenka Ptacnikova
tekið að sér forystuhlutverkið.
Hún tefldi af miklum þrótti og
hikaði ekki við að taka djarfar
ákvarðanir yfir skákborðinu eins
og eftirfarandi skák ber vott um:
Lenka Ptacnikova – Eva
Repkova (Slóvakía )
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4.
exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4
Dd6 7. 0-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9.
Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. He1
Dc7 12. De2 Bd7 13. Bg5 0-0-0 14.
a4 Bc5 15. c3 h5
Hér var betra að leika 15. … h6.
16. b4 Bd6 17. h3 e5
Sjá stöðumynd
18. Rb5!
Mannsfórn ber vott um sókn-
dirfsku og sjálfstraust. Hvítur gat
einnig leikið 18. Rf3 og hefur þá
góða stöðu.
18. … axb5 19. axb5 Bf5 20. b6
Dxb6 21. Be3 Dc7 22. Bb5! Rd7
22. … Kb8 má svara með 23.
Ha7 með sterkri sókn eftir
a-línunni.
23. Ha8 Rb8 24. Ba7 Dxc3 25.
Be3!
Og nú á svartur enga vörn við
hótuninni 26. Hc1.
25. … Bc7 26. Hc1 Dxc1 27. Bxc1
Hd6 28. Be3 Hhd8 29. Ba4 Hg6
30. Dxh5 Be4 31. f3 Bd3 32. Bb3
Hd7 33. Dh8+ Hd8 34. Dh4 f5 35.
Bg5 Bb6 36. Kh1 Hf8 37. Be7 Bf1
38. Ha2 Bd8 39. Dh7 Hh6 40.
Dxg7 Hfh8 41. Bxd8 Kxd8 42.
Hd2+
- og svartur gafst upp.
Kvennaliðið stóð sig vel á Ólympíumótinu
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang