SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Síða 52
52 17. október 2010
The Nearest Exit – Olen Steinhauer bbbnn
Olen Steinhauer sló í gegn með bókinni The Tourist
sem kom út á síðasta ári og sagði frá leyniþjónustu-
manninum Milo Weaver. Hann er lífsleiður og
þreyttur, eins og spæjara er siður, en hann tilheyrir
leynilegri deild CIA-spæjara sem láta tilganginn
helga meðalið, fara um allan heim til að granda þeim
sem CIA-stjórnum þykja óþægur ljár í þúfu, túristar
dauðans. Í The Nearest Exit er Milo reyndar hættur
að ferðast, vinnur sem skrifstofublók, en þegar
hann kemst á snoðir um spillingu á æðstu stöðum þarf hann að taka
við hendinni að nýju þó það geti kostað hann fjölskylduna. Hann þarf
þó ekki bara að glíma við svikara innan leyniþjónustunnar heldur líka
við einkar lunkinn kínverskan njósnaforingja og eins við leyndarmál
úr æsku hans sem komið geta honum á kaldan klaka.
Flækjan er margföld; alltaf þegar maður heldur að svarið sé komið
verður gruggið enn meira. The Nearest Exit er annað bindið í fyr-
irhuguðum þríleik um Milo Weaver, The Tourist var fyrsta. Það kem-
ur ekki á óvart að menn séu að undirbúa kvikmyndir sem byggjast á
bókunum og þá náttúrlega með George Clooney í aðalhlutverki.
John Le Carré – Our Kind of Traitor bbmnn
Olen Steinhauer er gjarnan kallaður arftaki meistara
spæjarasögunnar Johns Le Carré, sem sendi frá sér
bókina Our Kind of Traitor síðsumars. Þeir eiga þó
fátt sameiginleg nema það að vera að skrifa um lífs-
leiða spæjara; það er meiri keyrsla í bókum Sten-
hauers og þær eru líka nútímalegri, tæknin skiptir
meira máli og ofbeldi er harkalegra. Spenn-an í
bókum Le Carré er vissulega til staðar en hún er
annars eðlis, byggist að minna leyti á óvæntum
uppákomum og adrenalíni. Le Carré eyðir lung-anum úr bókinni að
tína saman þræði fléttunnar, allar persónur eru mótaðar af mikilli
natni þó að ekkert sé sem það sýnist. Mikið er langt upp úr samtölum
og því sem ekki er sagt í þeim samtölum og orðaskylmingum. Alla
jafna er fléttan hjá Le Carré snúnari en gengur og gerist þó að hún sýn-
ist einföld á yfirborðinu. Í Our Kind of Traitor koma við sögu breskir
leyniþjónustumenn sem glíma við Rússa, en ekki við KGB heldur við
rússnesku mafíuna, sem er öllu skeinuhættari en leyniþjónustan var
forðum. Rússneskur sérfræðingur í peningaþvætti óskar eftir aðstoð
ungs pars í sumarleyfisferð við að forða sér og fjölskyldu sinni frá
bráðum bana og býður að launum upplýsingar um margt misjafnt,
meðal annars frammámenn í breskum stjórnmálum.Vel skrifað að
hætti Le Carré en heldur endasleppt.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
3. - 10. október
1. Stóra Disney
mat-
reiðslubókin
/ Ýmsir höf-
undar / Edda
2. Borða, biðja,
elska - Eliza-
beth Gilbert /
Salka
3. Blóðnætur - Åsa Larsson /
JPV útgáfa
4. Arsenikturninn - Anne B.
Ragde / Mál og menning
5. Íslenzkir þjóðhættir - Jónas
Jónasson / Opna
6. Barnið í ferðatöskunni -
Lene Kaaberbøl / Mál og
menning
7. Kvöldverðurinn - Herman
Koch / JPV útgáfa
8. Ertu Guð, afi? - Þorgrímur
Þráinsson / Forlagið
9. 10.10.10 - atvinnumanns-
saga Loga Geirssonar -
Henry Birgir Gunnarsson /
Forlagið
10. Vitavörðurinn - Camilla
Läckberg / Undirheimar
Frá áramótum
1. Rannsókn-
arskýrsla Al-
þingis - Rann-
sóknarnefnd
Alþingis / Al-
þingi
2. Borða, biðja,
elska - Eliza-
beth Gilbert / Salka
3. Póstkortamorðin - Liza
Marklund & James Patter-
son / JPV útgáfa
4. Góða nótt yndið mitt - Do-
rothy Koomson / JPV út-
gáfa
5. Hafmeyjan - Camilla Läck-
berg / Undirheimar
6. Loftkastalinn sem hrundi -
Stieg Larsson / Bjartur
7. Makalaus - Þorbjörg Mar-
inósdóttir / JPV útgáfa
8. Vitavörðurinn - Camilla Lac-
berg / Undirheimar
9. Eyjafjallajökull - Ari Trausti
Guðmundsson & Ragnar
Th. Sigurðsson / Upp-
heimar
10. Nemesis - Jo Nesbø / Upp-
heimar
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar,
Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu,
Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus,
Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum, Eymundsson og
Samkaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upp-
lýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bóksölulisti
Félags bókaútgefenda
Lesbókbækur
H
vað sem líður hremmingum bókaversl-
ana almennt hefur áhugi á bókum
sjaldan verið meiri í Bretandi, eða
kannski er það bara áhugi á verðlaun-
um sem skýrir hamaganginn í kringum Book-
er-verðlaunin undanfarnar vikur. Deilt er um
verðlaunin í blöðum og á netinu og deilurnar
harðna eftir því sem bækur detta út af tilnefninga-
listanum og svo mikill hiti var í veðmálum um hver
hlyti hnossið að veðbankar lokuðu fyrir allt slíkt
þegar ein bók var orðin afgerandi efst í þeirra sam-
antekt, enda óttuðust þeir að það hefði lekið út
hver fá myndi verðlaunin.
Val á bókmenntaverðlaunum er vandasamt
verk og nánast útilokað að gera svo öllum líki. Boo-
ker-verðlaunin hafa það fram yfir mörg önnur
verðlaun að ný dómnefnd er sett saman á hverju ári
og fáheyrt að einhver sitji í nefndinni oftar en einu
sinni. Það er líka kostur á henni að í nefndina eru
valdir leikmenn í bland við rithöfunda og aðra
listamenn, sérstaklega ef Bookerinn er borinn sam-
an við Pultizer-varðlaunin, þar sem ritstjórar og
blaðamenn véla um, oft sér til háðungar, nú eða
National Book Award vestan hafs þar sem rithöf-
undar velja bækur og valið stundum afkáralegt.
Það er aftur á móti alltaf stuð í kringum Book-
er-verðlaunin eins og sannaðist í vikunni þegar til-
kynnt var að bókin The Finkler Question eftir
Howard Jacobson hefði fengið verðlaunin þetta ár-
ið, enda hafði engum dottið í hug að Jacobson væri
líklegur til að hljóta verðlaunin, ekki einu sinni út-
gefanda hans; dómnefndin kallaði eftir bókinni frá
útgefandanum.
Þrautalending, eða hvað?
Einn af þeim sem tekið hafa þátt í valinu lýsti því
svo að sigurbókin væri alla jafna sú sem mönnum
væri minnst í nöp við, enda væri það aðal magnaðra
bóka að vera umdeildar og þegar tekist væri á í
dómnefnd hlyti niðurstaðan alla jafna að vera
þrautalending – menn sættist á þá bók sem þeir eru
minnst á móti þó þeim þyki hún ekki endilega best.
Í skemmtilegri grein í Guardian lýsir Frances Wil-
son því hvernig valið þróaðist að þessu sinni, og þá
á öðrum nótum en þessum; hún segir að bestu
bækurnar hafi komið sér sjálfar áfram og dóm-
nefndarmenn alltaf verið að glíma við bestu bæk-
urnar þar til svo kom, að aðeins stóðu tvær eftir:
The Finkler Question eftir Howard Jacobson og
Parrot and Olivier in America eftir Peter Carey. Á
endanum hafði Jacobson síðan betur.
Wilson segir að bækur þeirra Careys og Jacobsons
hafi reynst glettilega líkar þegar nánar var rýnt í
þær, fjölluðu báðar um vináttu og frelsi, fortíð og
framtíð. Báðar eru þær stórkostlegar að hennar
sögn, en Jacobson kom þeim til að hlæja og það
gerði gæfumuninn. Þannig á þetta einmitt að vera,
það á að vera gaman að lesa.
Hin gyðinglega Jane Austen
Howard Jacobson er Englendingur, fæddur 1942 í
Manchester. Hann skrifaði fyrstu skáldsöguna 1983
– The Finkler Question er ellefta skáldverk hans, en
einnig hafa komið út fjögur heimildarrit. Jakobson
er jafnan meinhæðinn og spaugsamur í skáldsögum
sínum og þótti nokkur frétt að gamansaga hefði
fengið Booker-verðlaunin, enda í fyrsta sinn sem
það gerist. Jacobson hefur verið lýst sem hinum
enska Philip Roth, og þá átt við að báðir hafa þeir
skrifað skáldverk sem snúast að miklu eða nokkru
leyti um gyðingdóm söguhetjunnar. Jacobson tekur
þó ekki undir það, segir að frekar megi kalla sig
hina gyðinglegu Jane Austen.
Bækur Jacobsons hafa áður verið verðlaunaðar,
The Mighty Walzer, sem kom úr 1969 fékk Boll-
inger Everyman Wodehouse-verðlaunin og bæk-
urnar Who’s Sorry Now? frá 2002 og Kalooki Nights
frá 2006 voru tilnefndar til Booker-verðlaunanna.
Gamansaga enska rithöfundarins Howard Jacobson hlaut Booker-verðlaunin öllum að óvörum.
Reuters
Gamansaga hlýtur
Booker-verðlunin
Gamansagan The Finkler Question eftir enska rithöfundinn
Howard Jacobson hlaut Booker verðlaunin þvert ofan í all-
ar spár og veðmál.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is